Tíminn - 20.04.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Sunnudagur 20. apríl 1986
INGIBJORG
FER TIL
BANDARÍKJANNA
-synguráburtfarartónleikum í Garðakirkju
í tilefni af því, að verðlaunahafi Söngvakeppni Sjónvarpsins, Ingibjörg
Guðjónsdóttir sópran, lýkur söngnámi hér á landi með burtfarartónleik-
um á fimmtudaginn þann 24. þessa mánaðar, hafði blaðamaður
helgarblaðsins við hana samband.
Ingibjörg hefur stundað nám við Tónlistarskólann í Garðabæ síðast-
liðin fjögur ár undir handleiðslu Snæbjargar Snæbjarnardóttur. Áður
hafði hún sungið með barnakórnum og Bel Canto kórnum og oft nutu
þessir kórar raddar hennar í einsöngshlutverkum, því að hún var ekki
há í loftinu þegar fyrst varð vart óvenju góðra sönghæfileika.
„Við höfum kallað þetta burtfar-
arpróf, en það verður metið sem
einsöngspróf. Ég er sem sé að Ijúka
söngnámi hér á landi," sagði Ingi-
björg Guðjónsdóttir í vikunni.
„Tónleikarnir fara fram í Garða-
kirkju á Álftanesi en að syngja í
kirkju gefur mér ýmsa skemmtilega
möguleika, svo sem að syngja með
orgelundirleik og með kórsöng nema
úr tónlistarskólanum. Efnisskrána
reyndi ég að hafa fjölbreytta, - ég er
með þýsk ljóð eftir Eric Satie og
snjallt Ijóð eftir Rossini úr ljóða-
flokki sem afar sjaldan er sunginn.
Einnig munum við flytja Laudate
Dominum eftir Mozart, en að sjálf-
sögðu líka aríur eftir ítölsku meistar-
ana; aríu Madame Butterfly úr
samnefndri óperu Puccinis og Ave
María sem Desdemóna syngur, úr
Otello eftir Verdi. f þeirri aríu mun
orgelið leika undir.
Undirleikari minn á þessu prófi
verður David Knowles, en hann
samdi sérstaklega fyrir mig lag við
Davíðssálm nr. 41 sem ég mun
frumflytja í Garðakirkju."
Það skal bent á að villa hefur
slæðst inn í auglýsingar um ein-
söngspróf Ingibjargar og verður
prófið tekið klukkan 17.00 en ekki
20.30. Þetta er gert til að forðast
árekstur við tónleika í Langholts-
kirkju á fimmtudagskvöldinu. Tón-
Ieikarnir eru að sjálfsögðu öllum
unnendum sönglistarinnar opnir.
„Ég hef að mestu einungis undir-
búið mig undir þessa tónleika í vetur
og það hefur bara gengið vel. Söng-
námi mínu er samt langt í frá mcð
öllu lokið, því að með haustinu hef
ég nám í háskólanum í Indiana í
Bandaríkjunum hjá víðfrægum próf-
essor, Roy Samuelsen. Hann hefur
kennt Bergþóri Pálssyni og konu
hans, Sólrúnu Bragadóttir og Ernu
Guðmundsdóttur."
Greinilegt er, þó svo að Ingi-
björgu Guðjónsdóttur hafi ekki tek-
ist að hreppa verðlaunasæti í söngv-
arakeppninni í Cardiff forðum, að
hún á mikilli velgengni að fagna og
það er ekki einleikið að ljúka ein-
söngsprófi að loknu aðeins fjögurra
ára námi, -og aðeins tvítug að aldri.
-I'j-
„Þessimynd
erekkiásýn-
ingunni, en
hún er samt
eftir mig,“
sagði Daði.
SAMSÝNING AÐ
KJARVALSSTÖÐUM
Urn þessar mundir stendur yfir 3ja
manna sýning að Kjarvalsstöðum;
Daða Guðbjörnssonar, Helga Por-
gils Friðjónssonar og Kristins Guð-
brands Harðarsonar. Þeir sýna verk
unnin í allra handa efni, skúlptúra.
vatnslita-, olíukrítar og olíumyndir.
Á sýningunni eru hátt á annað
hundrað verk og er hún hin fjörleg-
asta á að líta.
Sýningin er opin til 26. apríl.
(Fréttatilkynning)
Ingibjörg Guðjónsdóttir (í miðið) og kennari hennar, Snæbjörg Snæbjarnardóttir (t.h.) kampakátar að
loknum sigrinum í Söngvakeppni Sjónvarpsins.
SKAGFIRSKA SÖNG-
SVEITIN SYNGUR
Tónleikar í Langholtskirkju
Skagfirska söngsveitin og söngfé-
lagið Drangey hafa starfað af fullum
krafti nú í vetur. Kórarnir eru nú
nýkomnir úr vel heppnuðu söngferða-
lagi til Norðurlands, þar sem sungið
var á sæluviku Skagfirðinga, - enda
rennur söngsveitinni að sjálfsögðu
blóðið til skyldunnar.
Laugardaginn 19. apríl næst kom-
andi verða kórarnir með tónleika í
Langholtskirkju fyrir styrktarlelaga
og aðra vini og velunnara. Flutt verða
lög eftir íslenska og erlenda höfunda,
meðal annars má finna á efnisskránni
frumflutning á lögum eftir Sigvalda
Kaldalóns og Þorkel Sigurbjörnsson.
Þorkell mun hafa samið verkið sér-
staklega fyrir Skagfirsku söngsveilina
nú í vetur.
Skagfirska söngsveitin var stofnuð
árið 1970 og hefur starfað óslitið
síðan. Fyrsti söngstjórinn var Snæ-
björg Snæbjarnardóttir og var hún
stjórnandi söngsveitarinnar allt til
1983.
Þá tók við Björgvin Þ. Valdimars-
son og hefur kórinn notið handleiðslu
hans síðan.
Undirleik með kórnum annast
Ólafur Vignir Albertsson en ein-
söngvarar eru Óskar Pétursson og
Halla S. Jónasdóttir.
Starfsári kóranna, en Drangey er
einskonar hliðarkór úr söngsveitinni,
lýkur á laugardegi 26. apríl með
tónleikum í Félagsbíói í Keflavík
klukkan 15:00.
Skagfirska söngsvcitin með stjómanda sínum, Björgvini Þ. Valdimarssyni, sem er lengst til vinstri.