Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 12
Hérna mætti fjarlægja ruslið Heilagigarðurinní Álftamýrarskóla Hér mætti bæta við öskutunnu Hérna væri snyrtilegra ef ruslið væri tekið Snyrtilegur garður og fallegt hús 12 Tíminn Laugardagur 10. maí 1986 Laugardagur 10. maí 1986 Tíminn T3 Viðtal við Níels Árna Lund, ritstjóra Tímans. Hvenær var Tíminn stofnaður? Fyrsta tölublað Tímans kom út 17. mars 1917, og verður Tíminn því 70 ára á næsta ári. Þeirra tímamóta verður minnst í blaðinu þegar þar að kemur. Hver var fyrsti ritstjóri? Þeir voru tveir, Guðbrandur Magnússon og Tryggvi Þórhalls- son. Hvað koma út mörg blöð á viku? Því er ekki hægt að svara ná- kvæmlega. Aðalblaðið kemur út 5 sinnum í viku en auk þess kemur út helgarblað um hverja helgi. Þá er alltaf töluvert um að gefin séu út aukablöð svo segja má að út komi í hverri viku 6 til 7 blöð. Hvað eru margir áskrifendur að Tímanum? Blaðið er gefið út í 14 þúsund eintökum á hverjum degi. Af því fer um 10 þúsund til áskrifenda en afgangurinn í lausasölu. Áskrif- endum fer nú fjölgandi og er ætlunin að auka upplag blaðsins á næstunni. Hvað eru margir blaðamenn? Blaðamennirnir eru 13 en auk þeirra skrifa í blaðið ritstjórar og fréttastjórar. Þannig eru það 17 menn sem skrifa í blaðið daglega auk annarra sem senda greinar eða eru fengnir til að skrifa um sérstök málefni. Hver er tilgangurinn með útgáfu blaðsins? Tíminn er gefinn út af Fram- sóknarflokknum og Framsóknar- félögunum í Reykjavík. Því er ætlað að koma stefnu Framsóknar- flokksins á framfæri og gera grein fyrir þeim málefnum sem hann berst fyrir. Þá er Tímanum að sjálfsögðu ætlað að vera gott fréttablað sem skýri frá atburðum sem eru að gerast og vera vettvangur skoðana- skipta fyrir alla landsmenn. Hvert er framtíðarmarkmið ykkar? Markmið okkar er að gera Tím- ann enn öflugri en hann er í dag. Fjölga á síðum blaðsins og fá enn fleiri kaupendur. Þannig verður' Tíminn öflugt mótvægi við önnur pólitísk dagblöð sem gefin eru út af öðrum stjórnmálaflokkum. Ég tel það sé hættulegt að eitt dagblað fái að ráða eins miklu í fréttaflutn- ingi eins og t.d. Morgunblaðið gerirnú. Ætlunin eraðTíminn geti breytt því. GOn FRÉTTABLAÐ Nokkrar smellnar gátur! 1. Hvaö er það sem guö gefur okkur 2var sinnum en viö þurfum að kaupa í 3ja skiptið? 2. Hver er það sem getur flautað og tannburstað sig um leið? 3. Hvort er réttara að segja geitafjöður í hatt eða á hátt? ■JUQBfj geiu i>j>|e me Jnjieo '£ •je>)S|ej geuj me uies jiecj z jeujnuuai ’f Gátur og skrýtlur 1. Hvaða mánuður hefur 27 daga? 2. Ég er bæði yngstur og elstur í heiminum? 3. Af hverju fljúga fuglarnir suður? 4. Mamma: Hvernig gastu verið svona ókurteis að segja að hún Gunna væri vitlaus. Biddu hana strax afsökunar. Strákur: Fyrirgefðu Gunna. Mér þykirleiðilegt hvað þú ert vitlaus. e6ue6 qb }6ue| oas je QBd '0 uujujji z J!llV ' U ■JOAS Guðrún Skrýtlur og gátur. 1. Hvað kémur alltaf á vet- urna en fer á sumrin? 2. Hver er það sem er með munn en engar tennur? 3. Hver fær örugglega ekki tannpínu? Mamma, hvað er langt til Ameríku? Þegiðu drengurog haltu áfram að synda. Ósköp er hann bróðir þinn lítill! Já, hann er líka hálf- bróðir minn. •e|iue6 bujujv '£ e|uje6 eiuiuv 'Z joíus ' l. :joas Blaðamennirnir ungu úr Álftamýrarskóla ásamt Níels Áma Lund, rítstjóra Tímans. Frá vinstri era Lúðvík Þráinsson 12 ára, Þórunn Ingileif Gísladóttir 10 ára, Hafþór Árnason 12 ára, og Guðrún Hansdóttir 10 ára. Tímamynd: Sverrír. TÍMINN Á AÐ VERA Byggingasaga Múlahverfisins Sesselja Þórðardóttir hjá borgar- verkfræðingi tók saman þetta ágrip af byggingarsögu hverfsins : (Hverfi, sem afmarkast af Kringlumýrarbraut, Suðurlands- braut, Grensásvegi og Miklubraut.) Háaleitishverfi var skipulagt af Gunnari Ólafssyni, arkitekt, þáver- andi skipulagsstjóra Reykjavíkur- borgar. Götunöfn innan hverfisins voru samþykkt í byggingarnefnd 1958. Þá var starfandi svokölluð nafnanefnd, sem gerði tillögur að götunöfnum í Reykjavík. Þessi nefnd var skipuð Háskólaritara og einum prófessor viðH.Í. Á árum seinni heimsstyrjaldarinn- ar reis „braggahverfi", Múlakampur. á svæði, sem náði frá Suðurlands- braut og teygði sig úpp að núverandi götustæði Ármúla og Síðumúla. (Nokkur hús voru byggð á þessu svæði án leyfi byggingaryfirvalda, sem flest hafa verið rifin). Ofannefnt hverfi byggðist að mestu. upp á árunum 1960-1965, nema iðnaðar- og verzlunarhúsin, sem sum hver eru enn í smíðum, þ.e. við Suðurlandsbraut, Ármúla og Síðumúla. Flest elstu iðnaðarhúsin í hverfinu voru byggð í áföngum á allmörgum árum. íbúðarhúsin í hverfinu eru flest samþykkt á árunum 1960-1964. Skrásetning lóða við Suðurlands- braut, sem liggja að þessu hverfi eru frá nr. 2-34. Fyrsta samþykkt við Suðurlands- braut á þessum kafla götunnar er nr. 28, símstöð, samþ. 1955, þá var Suðurlandsbraut 2,. sem þá var iðn- aðar- og verzlunarhús, 1. áfangi samþ. 1957, en árið 1970 er sam- þykkt Hótel í þeirri byggingu, þ.e. Hótel Esja. Elstu samþykktir byggingarleyfa við Ármúla og Síðumúla eru frá árinu 1955, þ.e. Ármúli 27, 36 og 42 og Síðumúli 17, 25 og 35. Grens- ásvegur 8,1. áfangi og Grensásvegur 12 var samþykkt 1955. Fellsmúli 24-26 (Hreyfilshúsið) var samþ. 1959. HVERHD Það er skemmtilegt og gott að búa í því en kannski of mikið af 5-6 ára krökkum! En hinum megin við götuna eru margir krakkar á öllum aldri en ég þekki þá voðalega lítið, Ágætt að labba í skólann en ég á langt í hann miðað við þá sem eiga heima í Álftamýrinni og Safamýrinni. Ég er í fjórða bekk og heiti Ingileif! GATAN MÍN Ég á heima í Fellsmúlanum, en í hverfinu eru 3 götur í viðbót þær heita Safamýri, Álftamýri og Háaleitisbraut. í hverfinu er einn skóli sem heitir Álftamýrarskóli, í honum eru flestir krakkarnir sem eiga heima í götunum fjórum. í bekknum mínum eru 28 krakkar, mér finnst mjög gott að eiga heima í þessu hverfi og ég vil hvergi annars staðar eiga heima. Guðrún 10 ára. Böm í Alftamýrar- skóla kynna Múlahverfi Gamall herskálakampur verður að fallegu hverfi Grunnskólanemendur ; Reykjavíkur nútímans yrðu vafalaust undrandi ef þeir gætu skroppið svo sem þrjátíu og fimm til fjörutíu ár aftur í tím- ann og litið yfir það svæði sem nú er Háaleitis- og Múlahverfi. Þar sem nú eru reisuleg hús, fallegir garðar og snyrtilegt um- hverfi, stóðu á þessum tíma lágreistir braggar og hús sem virtust hafa verið byggð skipu- lagslaust á víð og dreif. Kortið hér að aftan er af því svæði sem nú er Múlahverfið. Brotnu línurnar á kortinu sýna hvar núverandi götur liggja, sú bogna neðst á kortinu er Síðu- múlinn. Lesendurgeta, með því að skoða kortið, reynt að hverfa 40 ár aftur í tímann og ímynda sér hvernig umhorfs var þá. AMtaimrarskoli nunnist 200 ara afmælis Reykjavíkurborgar um þessa helgi með ýmsum hætti, þar á meðal sýningu í skólanum þar sem nemendur skólans sýna verkefni sem þau hafa unnið um Reykjavíkurborg. 10-12 ára nemendur fengu það verkefni að gera Múlahverfinu skil og Tíminn fékk heimsókn frá fjórum hressum krökkum sem vildu vinna verkefni um blaðaútgáfu í hverfinu og völdu Tímann sem vettvahg. Tíminn ákvað þá að slá tvær flugur í einu höggi, og nota tækifærið til að kynna Múlahverfið aðeins fyrir lesendum blaðsins, um leið og krakkarnir kynntu sér blaðaútgáfuna. Það sem birtist hér á síðunum er að mestu leyti unnið af börnunum, eða að beiðni þeirra, og tengist Múlahverfinu, byggingarsögunni, mannlífinu umhverfinu, og daglegri umgengni. k ettir q-, göti'm (f rululd) 195S 1960 1365 19-0 1975 1?SC l?gl 1 ??C 1 C-c? Hverfl 4.1 Alftsmýrl Araúll Fellsmúll KAftlflltlabraut Hialeltlav. (Sogra.bl.) Saftaýrl Seljalandavegur SlOunúll Sltel fan Stanaýrl Sr.ntala: 1.278 1.234 1.038 863 8C9 3 10 7 5 5 463 729 628 516 49S 773 4 490 742 3 490 : ? ? 4 741 5 477 1.709 1.948 1.690 1.477 1.451 1.410 1.401 1.397 107 20 915 15 943 830 2 . 4 715 726 725 673 670 189 107 115 4.433 '1.3G9 4.226 3.603 3.520 3.429 3.346 3.325 MITT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.