Tíminn - 06.06.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Föstudagur 6. júní 1986
Tiininn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri:
Aðsfoöarritstjóri:
Fréttastjóri:
Aðstoðarf réttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
NíelsÁrniLund
OddurÓlafsson
Guðmundur Hermannsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.-
íslenskar matvörur
eru hreinar
Það vakti vissulega athygli þegar sú frétt barst hingað til
lands að Svíar hefðu óskað eftir að kaupa grænmeti frá
fslandi. Fylgdi það fréttinni að Svíar vildu kaupa ógeislavirkt
grænmeti og því leitað hingað.
Af þessum kaupum varð þó ekki nú þar sem verðið var allt
of hátt.
Þessi fyrirspurn kemur í kjölfar kjarnorkuslyssins í Chern-
obyl og afleiðinga þess. Við slysið barst geislavirkni yfir
Skandinavíu og önnur Evrópulönd svo sem kunnugt er af
fréttum.
Þessi fyrirspurn Svíanna er athyglisverð fyrst og fremst að
því leyti, að líklega er þetta í fyrsta skipti sem það hefur
komið til greina að okkar nágrannaþjóðir kaupi grænmeti af
íslendingum.
Því hefur oftar en einu sinni verið haldið fram af
andstæðingum landbúnaðar hér á landi að miklu æskilegra
væri að við hættum framleiðslu á landbúnaðarvörum þ.á.m.
mjólk, en flyttum þess í stað þessar vörur inn frá öðrum
löndum.
Pessum makalausa áróðri hefur margoft verið svarað og
því harðlega mótmælt að það væri rétt stefna að þurfa að vera
upp á aðrar þjóðir komin með fæðuöflun. Samt er það svo
að þessi skefjalausi áróður hefur haft áhrif og til eru þeir
menn sem meina það í fullri alvöru að réttast væri að leggja
alfarið niður landbúnað hér á landi.
Slysið í Chernobyl og afleiðingar þess sýna okkur betur en
nokkuð annað hversu hættuleg sú stefna væri ef henni væri
framfylgt.
Vissulega eru skilyrði til landbúnaðarframleiðslu hér á
landi ekki þau bestu í heiminum nema síður sé og í mörgum
tilfellum er það undravert hvaða árangri við náum miðað við
þær ytri aðstæður sem við búum við. Harða veðráttu og
hrjóstrugt landslag. Þessi atriði eru einmitt þess valdandi að
landbúnaðarframleiðslan hér er dýr og stenst ekki samkeppni
í verði við sambærilegar vörur erlendis frá.
En okkar framleiðsluvörur hafa líka ótvíræða kosti fram
yfir margar aðrar.
Hreint loft og hreint gras gefur af sér hreinar náttúruafurðir
sem við getum verið stolt yfir.
Þegar aðrar þjóðir verða að henda sínum afurðum sökum
mengunar og nú síðast af völdum banvænnar geislunar getum
við óhrædd notið okkar afurða.
Enda þótt slysið í Chernobyl verði vonandi einsdæmi sýnir
það okkur þó við hverju má búast ef svipað slys henti aftur,
hvað þá ef það yrði í helstu landbúnaðarhéruðum EBE
landanna. Vera má að þá settu þær þjóðir ekki fyrir sig hátt
verð á framleiðsluvörum héðan ef þær teldust ómengaðar. Og
vera má að þeir sem hingað til hafa boðað að innlendri
landbúnaðarframleiðslu skuli hætt en í þess stað keyptar
vörur erlendis frá kysu einnig fremur þær íslensku.
Við íslendingar þurfum að taka þessi mál til enn frekari
skoðunar. í landbúnaði þarf margt að athuga og staðreynd er
að offramleiðsla er nú á flestum landbúnaðarvörum. Hitt er
svo aftur annað mál hvort ekki megi enn frekar kynna
sérstöðu okkar landbúnaðarafurða í hvaða formi sem þær eru
á erlendum vettvangi.
Fyrirspurn Svíanna og aðrar afleiðingar kjarnorkuslyssins
í Chernobyl gefa ástæðu til þess.
En umfram allt þarf að vekja íslensku þjóðina til umhugs-
unar um gildi þess að íslendingar séu sjálfum sér nógir um
fæðu en burfi ekki að vera upp á aðrar þjóðir komnir um
slíkt. Stefna sem boðar annað er hættuleg og er í raun
landráðastefna.
GARRI
Kastast í kekki milli
DV og Mbl.
í Staksteinum Mbl. í gær fá
ritstjórar Dagblaðsins Vísis ákúrur
fyrir skrif sín um kosningaúrslitin.
Einkum svíður Staksteinahöfundi
sú fullyrðing DV að meirililuti
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
hefði fallið, ef kosningabaráttan
hefði fengið að standa nokkru
lengur.
Í Staksteinum segir m.a.:
„Eins og mönnum mátti vera
Ijóst fyrir kjördug töldu DV-menn
á tímabili að minnsta kosti, að
Sjálfstæðisflokkurinn hefði tapað
meirihlutanum í Reykjavík eftir að
hann ákvað að senda ekki fulltrúa
á framboðsfund DV. í forystugrein
D V á þriðjudag mátti lesa eftirfar-
andi klausu: „ Varnarsigur Davíðs
í Reykjavík er ekki dæmi um
áhrifamátt fjölmiðla. Skoðana-
kannanir margra aðila sýndu, að
sigur hans hefði orðið mikill, ef
kosningarnar hefðu verið háðar,
áður en kosningabaráttan hófst. Ef
hún hefði orðið lengri, hefði hann
fallið,"
Strax fyrsta orð i hinum tilvitn-
aða texta gefur til kynna, að höf-
undur forystugreinarinnar setji sig
/ annarlegar stellingar, þegar hann
lítur á úrslit kosninganna í Reykja-
vik. Jafnvel ímálgögnum yfirlýstra
andstæðinga Sjálfstæðisflokksins
er ekki skrifað þannig um úrslitin í
Reykjavík. Meira að segja Þjóð-
viljinn segir, að í Reykjavik hafi
Sjálfstæðisflokkurinn unnið „góð-
an sigur“. DV erauðvitað enn með
hugann við hinn misheppnaða
framboðsfund sinn, sem fáir sóttu,
afþví að Sjálfstæðisflokkinn vant-
aði. “
. tjörn Bjarnason. Jópas Kristjánsson.
- Nú kastast í kekki þeirra á milli.
Neyðarópið
Ámi Bcrgmann ritstjóri Þjóð-
viljans hefur þetta að segja um
kosningabaráttu Morgunblaðsins
síðustu daga fyrir kosningar:
„Neyðaróp Morgunblaðsins síð-
ustu dagana nisti inn í merg
Reykja víkuríhaldsins. Meirihlut-
inn, sem auðvitað var aldrei i
hættu nema í taugaveikluðum hug-
um kjörstjóra íhaldsins, bjargaðist.
En það sem tapaðist við þetta var
hins vegar ásýnd Morgunblaðsins.
Blaðið hefur ástundað að telja
Þorsteinn.
Davíð.
þjóðinni trú um að í rauninni væri
það ekki lengur flokkslegt málgagn
Sjálfstæðisflokksins. Eftir þessa
kosningabaráttu verður aldrei
hægt að telja nokkrum hugsandi
manni trú um það. Kosningabar-
áttan skilaði Morgunblaðinu
nokkrum áratugum afturí timann.
Flokkurínn hefur aftur eignast
Prövdu.
Niðurlæging Þorsteins
Það vakti athygli í fréttum Morg-
unblaðsins af kosningaúrslitunum,
hvernig blaðið gerði sér far um að
niðurhvgja Þorstein Pálsson, for-
mann Sjálfstæðisflokksins. Að vísu
hefur Morgunblaðið ekki faríð
giska dult með þá skoðun sína, að
ráðherradómur Þorsteins hafí ekki
skilað því sem til var ætlast. En
Morgunblaðið hefur ævinlega sýnt
foríngja flokksins ákveðna lág-
markskurteisi. Hún er nú fokin út
i veður og vind. Morgunblaðið sá
nefnilega ástæðu til að geta þess
sérstaklega í aðalfrétt blaðsins af
kosningunum á forsíðu, að tapið
hjá Sjálfstæðisflokknum hefði ver-
ið mest á því svæði, sem kjördæmi
Þorsteins Pálssonar tekur meðal
annars til.
Auðvitað vakir ekki nema eitt
fyrir Morgunblaðinu með þessu.
Blaðið er að leggja áherslu á, að
Þorsteinn er veikur formaður.
Hann tapar mestu fylgi. Hinn harð-
rökrétta niðurstaða er aðeins ein:
Það þarf að skipta um formann.
Pravda á auðvitað sinn Gorbat-
sjef. Og þess verður skammt að
bíða að hann verði leiddur á stall.
Þangað til mun Morgunblaðsklík-
an leyfa Þorsteini að rykfalla áfram
/ ráðuneytinu, sem hann virðist
sjálfur hafa kosið sér að pólitískri
gröf. “ Garri.
VÍTTOG BREITT
Dómar sem vekja furðu
Kári Eiríksson listmálari hélt
sýningu á Kjarvalsstöðum í síðasta
mánuði. Venjulegur og ólærður
áhugamaður um myndlist, sem
gekk þar um sali, gat satt að segja
ekki fundið þar neitt sem væri
stórlega athugavert. Sýningin var
með nokkuð samstæðu yfirbragði,
myndirnar voru með áberandi
sléttum bakgrunnum og mikið bar
á skálægum strikaformum sem
sköpuðu visst líf og fjör. Með
öðrum orðum þá bar sýningin vott
um lífsorku, kraft og býsna vel
þjálfaða listamannshönd, og hún
var síður en svo verri en margt sem
hér hefur sést undanfarið.
En síðan komu blaðadómarnir,
og þeir vöktu furðu. Sá fyrsti kom
íDVhinn 12. maí. Þar varsýningin
beinlínis kafskotin í heild. Talað
var um sleikjur og slettur, og sagt
að myndirnar væru í hópi þeirra
listaverka sem hrinda frá sér áhorf-
endum.
í Þjóðviljanum kom dómur 14.
maí. Þar kvað við svipaðan tón og
allt var rakkað niður. Myndirnar
voru kenndar við afdalamennsku
og þær kallaðar eltingarleikur við
pjatt og prjál.
í Morgunblaðinu 15. maí var
enn slegið á sömu strengi, en að
vísu með kurteislegri hætti. En þar
var þó talað um léttunnin tækni-
brögð, svipuð þeim sem megi sjá í
myndverkum sem föl séu á mark-
aðstorgum suðlægari landa, þar
sem minjagripa- og afþreyingar-
iðnaðurinn blómstri.
Hér er eiginlega heldur torvelt
að skilja. Allir þrír gagnrýnend-
urnir ráðast á sýninguna, en enginn
þeirra gerir sér samt það ómak að
útskýra það nánar í hverju henni
sé svo stórlega áfátt að réttlæti svo
niðursallandi dóma.
Það er vitað að í öllum listgrein-
um ganga tískusveiflur stöðugt
yfir. Raunar vill svo til að í sömu
vikunni og þessir dómar birtust
kom í DV ritdómur eftir Jón úr
Vör um smásagnasafn eftir Þór-
unni Elfu sem máski er lærdóms-
ríkur í þessu tilliti. Jón lýsir því þar
hvernig hún hafi orðið fórnarlamb
slíkra tískusveiflna í bókmenntun-
um. Framan af segir hann að hún
hafi notið frægðar sem rithöfundur
og þótt sjálfsagt að hún væri hæst
metin þeirra kvenna sem hlutu
opinbera styrki. Með rauðsokku-
tímunum, sem Jón nefnir svo, hafi
þetta snúist við. Þá hafi verk af því
tagi, sem hún samdi, misst að-
dráttaraflið og henni verið ýtt til
hliðar.
Hér er annars ekki ætlunin að
bera saman listsköpun þeirra Þór-
unnar Elfu og Kára Eiríkssonar.
En dæmin sýna að í myndlist jafnt
sem bókmenntum eiga öldutoppar
tískunnar það til að rísa og falla á
víxl. Og gagnrýnendur, jafnt í
myndlist sem bókmenntum, verða
stöðugt að vera á verði gegn því að
persónuleg hrifni þeirra af ein-
hverri einni tískustefnu rugli þá í
ríminu. Listdómari, sem er starfi
sínu vaxinn, gætir þess að lyfta sér
upp yfir öldugang tískunnar og
skoða málin í víðara samhengi.
Með hliðsjón af þessu er óhjá-
kvæmilegt að spyrja hvort hjá þess-
um listdómurum ráði einhver
tískustefna ferðinni, sem verk
Kára Eiríkssonar falli ekki að. Það
er töluvert stór hópur fólks sem
hefur ánægju af því að skoða verk
hans, og jafnvel að kaupa þau og
hengja þau upp í híbýlum sínum.
Það er eiginlega ekki hægt að sjá
að fullnægjandi rök fyrir því, að
allt þetta fólk hafi rangt fyrir sér,
hafi enn komið fram.
-esig.