Tíminn - 03.08.1986, Blaðsíða 3
Sunnudagur 3. ágúst 1986
Tíminn 3
REYKJAVÍK
1786-1986
af hinum ýmsu stofnunum borg-
arinnar og Landsvirkjun í sam-
einingu.
Þá er komið að sjálfum af-
mælisdeginum. Einsogfyrrsegir
mun forsetinn heimsækja borg-
ina og sitja hátíðafund borgar-
stjórnar. Þar á eftir mun forset-
inn heimsækja tvær borgarstofn-
anir, Árbæjarsafn, þar sem
snæddur verður hádegisverður
og vistheimili aldraðra í Selja-
hlíð. Að því loknu kemur forset-
inn í miðbæinn í heimsókn á
fjölskylduhátíð síðdegis og
heimsækja veisluborð þar sem
boðið verður upp á 200 metra
langa afmælistertu. Loks mun
forsetinn ávarpa aðalhátíðina
sem hefst við Arnarhól kl. 20.00
um kvöldið.
Sú hátíð mun hefjast með
karnivalgöngum sem leggja upp
frá þrem stöðum í bænum kl.
20.15 Kl. 20.50 munu göngu-
menn verða komnir á sviðið á
Arnarhóli og syngja þar Reykja-
víkurlagið sem sjónvarpið verð-
launaði á dögunum.
Að því loknu flytur Sinfóníu-
hljómsveit íslands, Minni
Ingóifs, hátíðaverk eftir Jón
Þórarinsson, en þar er Um að
ræða tilbrigði við lag Jónasar
Tómassonar við ljóð Matthíasar
Jochumssonar. Áð því loknu
flytur forsetinn ávarp og því
næst býður Davíð Oddsson
borgarstjóri forsetann velkom-
inn.
Kl. 21.32 stundvíslega á svo
að hefjast flutningur á nýju
leikriti eftir Kjartan Ragnars-
son, Skúli fógeti og upphaf
Reykjavíkur. Það er leikhópur
frá Leikfélagi Reykjavíkur sem
flytur verkið en tónlist semur
Atli Heimir Sveinsson.
Að loknu leikritinu hefst þátt-
ur Hljómsveitar Gunnars Þórð-
arsonar, fyrst flytur hún ásamt
ýmsum söngvurum gamlar
Reykjavíkurflugur og hátíða-
gestir dansa og skemmta sér
fram undir miðnætti. Kl. 23.50
flytur Davíð Oddsson borgar-
stjóri ávarp og á miðnætti hefst
flugeldasýning Hjálparsveitar
skáta. Og lýkur þar með dag-
skránni á 200 ára afmælisdaginn.
Þá er aðeins eftir að greina
nánar frá fjölskylduhátíðinni
sem stendur á 30 stöðum í borg-
inni. Þar verður m.a. boðið upp á
25 metra langt útigrill, dýragarð
með ýmsum íslenskum dýrateg-
undum brúðuleik, danssýningar,
rokkhljómleika, siglingar og sitt-
hvað fleira: Lögð verður sérstök
áhersla á þátttöku yngri borgar-
anna í þessum þætti hátíðahald-
anna.
Þann 19. ágúst verður frum-
sýnd Reykjavíkurmynd Hrafns
Gunnlaugssonar en hún lýsir
mannlífi í Reykjavík okkar
daga. Kvikmyndatökumaður er
Svíinn Tony Forsberg.
í tilefni sýningarinnar „Reykjavík í 200 ár - svipmynd mannlífs og byggðar“ hefur verið reist
stórt tjald yfir hlaðið á Kjarvalsstöðum. Þar inni verður m.a. leiksvið og ýmsir sýningarmunir.
Afmælisnefnd Reykjavíkur. F.v. Sigurður E. Guðmundsson, Markús Örn Antonsson, Davíð
Oddsson, Gerður Steinþórsdóttir og Gísli B. Björnsson.
Hamborg' er stærsta borg í
Vestur-Þýskalandi og hefur
allt frá dögum Hansa-kaup-
manna verið ein helsta versl-
unarmiðstöð landsins. Hún
er líka einstaklega skemmti-
leg heim að sækja fyrir ferða-
menn. Hamborg er oft kölluð
borgin græna, pví skemmti-
garðar eru par fleiri og stærri
en í öðrum borgum og laða
til sín púsundir gesta á góð-
um dögum.
Eiginlega má segja að lífið
í borginni færist út á götur,
torg og garða á sumrin, pví
pá líður varla svo dagur að
ekki sé einhvers konar uppá-
koma einhvers staðar.
Tónlistarunnendur geta til
dæmis hlýtt á Níundu sinfón-
íu Beethovens á Ráðhústorg-
inu eða fræga rokkhljóm-
sveit í einhverjum skemmti-
garðanna.
Afkomendur víkinga vilja
kannski ýta úr vör. Það er
hægt á Alster-vatni, sem er í
miðri borginni. Um pað sigla
bátar með ferðamenn, en
pað er líka hægt að fá leigða
farkosti fyrir pá sem sjálfir
vilja vera skipstjórar.
Þú getur leigt þér bát og siglt á Alster vatni.
I Hamborg eru níu yfirbyggðar göngugötur. þar sem
hver verslunin er við aðra.
Skemmtanalífið í Ham-
borg er svo alveg kapítuli út
af fyrir sig. St. Pauli er líklega
eitt frægasta lastabæli í heim-
inum, en pað er líka fleira í
boði. í borginni eru Qölmargir
bjórkjallarar par sem menn
skemmta sér á bavariska vísu,
með söng og dansi. Þar er
líka nóg af diskótekum og
næturklúbbum fyrir pá sem
vilja.
Það getur verið talsverður
vandi að fara út að borða í
Hamborg pví par er um að
velja eina 800 matstaði frá
40 pjóðlöndum. í grennd við
Hamborg eru líka margir
staðir sem gaman er að
heimsækja, svo sem gamlir
kastalar og lítil sveitaporp.
Þaðan er líka stutt til ann-
arra skemmtilegra borga eins
og t.d. Berlínar og Kaup-
mannahafnar. Það verður
enginn svikinn af heimsókn
til Hambórgar.
^Carnarflug
Lágmúla 7, sími 84477