Tíminn - 26.08.1986, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 26. ágúst 1986
Tíminn 7
í 200 ar
Líkan al'
Grjótaþorpi fyrri
Til vinstri á myndinni sést
slökkvidæla, árgerð 1912 sem
Slökkviliðið notaði lengi en til
hægri er hinsvegar valtarinn
„Bríet Knútsdóttir“.
A sýningunni „Svipmyndir
mannlífs og byggðar“, á Kjar-
valsstöðum gefst áhorfendum
kostur á að skoða sögu Reykja-
víkurborgar og fylgjast með
þróun hennar síðastliðin 200 ár,
eða frá fyrstu merkjum um var-
anlega byggð. Sýningin er yfir-
gripsmikil og fróðleg og ýmsir
gamlir munir eru dregnir fram í
dagsljósið sem hafa ekki komið
fyrir augu almennings fyrr. Hún
stendur til 28. september nk. og
er opin alla daga frá kl. 14.00 til
22.00.
Myndir og texti:
Gísli Egill Hrafnsson
Líkan af báti með Engeyjarlagi en slíkir
bátar urðu allsráðandi í Reykjavík um 1870
og urðu við tilkomu þeirra mikil framför.
Seglbúnaður þeirra var m.a. þannig endur-
bættur að hægt var að sigla beitivind.
Meginþáttur sýningarinnar
eru ljósmyndir sem margar
hverjar hafa ekki birst opinber-
lega áður. En þareð saga ljós-
myndunar er ekki jafnlöng sögu
borgarinnar er sá tími brúaður
með skjölum, uppdráttum, mál-
verkum og líkönum. í salnum
hefur verið komið fyrir
krambúð, eins og þær tíðkuðust
um aldamótin og ekki allfjarri
getur á að líta „breskan
hermann“ bakvið sandpoka og
gaddavírsflækju.
Brynja Benediktsdóttir og
Erlingur Gíslason hafa tekið
saman hálftíma leikþátt um sögu
borgarinnar og er hann sýndur
fram í miðjan september á
fimmtudags- og föstudagskvöld-
um klukkan 21.00 og á laugar-
dögum og sunnudögum klukkan
16.00. Seinustu tvær vikurnar
verður einungis sýnt á sunnu-
dögum klukkan 16.00, hinn 21.
og 28.
Margt merkilegra mynda er á
sýningunni. Þessa mynd af
öldruðum verkamanni í bæjar-
vinnu tók Carl Nielsen.
tel'öSii
Margt er gert til að endurskapa stemmningu liðinna
ára. Hér hefur „breskur hermaður“ komið sér fyrir í
sandpokabyrgi á miðju gólfí með gítar að vopni.
Á sýningunni er rekin krambúð eins og þær tíðkuðust um aldamótin. Seldur er
brjóstsykur og nýmalað kaffi eftir vigt.