Tíminn - 29.08.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.08.1986, Blaðsíða 15
Tíminn 19 Föstudagur 29. ágúst 1986 llllllllllllllllB HELGIN FRAMUNDAN Kristín G. Magnús, leikkona, ásamt eigendum og starfsliði Ferðaleikhússins. LIGHT NIGHTS Síðustu sýningar á þessu sumri Sýningum Ferðaleikhússins á LIGHT NIGHTS fer nú senn að ljúka. Síðustu sýningarkvöld eru fimmtudags-, föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld, og hefjast sýningar kl. 21.00 í Tjarn- arbíói við Tjörnina í Reykjavík. Þetta er 17. árið sem Ferða- leikhúsið er með LIGHT NIGHTS- sýningar. Sýningar þessar eru sérstak- lega færðar upp til skemmtunar og fróðleiks enskumælandi ferða- mönnum. Efnið er allt íslenskt, en flutt á ensku, að undanskildum þjóðlagatextum og kveðnum lausavísum. Stærsta hlutverkið í sýningunni er hlutverk sögu- manns, sem erleikið af Kristínu G. Magnús. Ferðaleikhúsið starfar einnig undir nafninu The Summer Theatre. Stofnendur og eigendur eru Halldór Snorrason og Kristín G. Magnús. Uppsetning og stjórn- un á ljósum og audio-visual-tækni annast Magnús S. Halldórsson. Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐAFERÐ! yUMFEROAR RÁD Þessi mynd er á sýningunni „WORLD PRESS PHOTO ’86“ í Lista- safni ASÍ. Hún sýnir björgun 7 ára stúlku frá mannræningja. Mannræninginn var reyndar faðir stúlkunnar, sem hafði haldið fjórum börnum sínum í 6 klukkutíma með hótunum um ofbeldi, vegna þess að móðir þeirra hafði yfirgefið hann. Þetta gerðist í Marysville í Kaliforníu og blaðaljósmyndari á staðnum tók mynd- ina, sem þykir lýsa vel þeirri hræðslu og spennu sem alltaf er til staðar þegar mannrán eru annars vegar. í þessu tilviki fór allt vel, þannig að ekki kom til blóðsúthellinga. Listasafn ASÍ - Grensásvegi 16: WORLD PRESS PH0T0 ’86 Laugardaginn 30. ágúst kl. 14.00 verður fréttaljósmyndasýningin World Press Photo ’86 opnuð í Listasafni ASÍ, Grensásvegi 16. Á sýning- unni eru um 180 myndir, er hlutu verðlaun í alþjóðlegri samkeppni blaðaljósmyndara. Myndunum er skipt í efnisflokka svo sem fréttir, dag- legt líf, listir, vísindi og tækni, náttúra o.fl. Sýningin verður opin til 14. september, virka daga kl. 16.00-20.00 ogum helgar frá kl. 14.00-22.00. Dagskráratriði á sýningunni verða kynnt sérstaklega. Úr sýningunni „Flensað í MalakofP’ á Kjarvalsstöðum, REYK JAVÍKURSÝNINGIN ER VEL SÓTT Um fimmtán þúsund manns hafa nú séð Reykjavíkursýninguna á Kjarvalsstöðum. Aðsóknin er mest um helgar en einnig er margt um manninn í miðri viku einkum þó þegar leikþátturinn Flensað í Malakoff er á dagskrá. Þótt leik- þátturinn sé ekki langur gefur hann skemmtilega mynd af Reykjavík fyrri daga og hefur fengið frábærar viðtökur sýningargesta. Fram í miðjan mánuð verður leikurinn sýndur í tjaldinu á Kjarvalsstöðum á fimmtudags- og föstudagskvöld- um klukkan níu og klukkan fjögur á laugardögum og sunnudögum. Seinustu tvær helgarnar í septem- ber verður bara ein sýning hvora helgi, á sunnudögum og er sérstök ástæða til þess að benda fólki á að drífa sig sem fyrst ef það vill ekki missa af þessari skemmtilegu sýn- ingu því sýningar verðaekki fleiri. Leikþátturinn Flensað í Malakoff er tekinn saman af Brynju Benediktsdóttur og Erlingi Gísla- syni en tónlist er ýmist samin eða útsett af Finni Torfa Stefánssyni. Leikstjóri er Brynja Benedikts- dóttir. Helstú hlutverk eru í hönd- um Erlings Gíslasonar, Eddu Þór- arinsdóttur, Sögu Jónsdóttur, Grétars Skúlasonar og Karls Ágústs Úlfssonar. Þá taka þátt í sýningunni ungmenni sem annars leiðbeina gestum um sali Kjar- valsstaða. ÞRJU NAMSKEIÐI VATNSMÝRINNISUNNAN VIÐ N0RRÆNA HÚSIÐ Um helgina fara fram þrjú at- hyglisverð námskeið í Vatnsmýr- inni. Eitt þeirra er nám í hinum fomu byggingaraðferðum, að hlaða hús úr torfi. Það kemur nú- tímamanninum vel til góða í garði sínum eða við sumarbústaða- gerð. Þess má geta að næsta sumar kemur hópur ferðamanna að læra þetta til að byggja sér kjamorku- byrgi úr lífrænum efnum. Leið- beinandi er Tryggvi Hansen. Annað námskeið er í svokall- aðri „kúluhúsagerð", ogfertorfið mjög vel saman með því. Leið- beinandi er Einar Þorkelsson. Þriðja námskeiðið er í grímu- gerð. Andlit em mótuð í móinn. Það námskeið er opið börnum jafnt sem fullorðnum. Skráning á ÖU námskeiðin fer fram í Vatnsmýrinni kl. 10.00 á laugardag. AUir veUtomnir. BBC GERIR HEIMILDAMYND UM TORFHLEÐSLU Nú um mánaðamótin kemur tU landsins hópur þáttagerðar- manna frá bresku sjónvarpsstöð- inni BBC. Ferðin er farin tU að framleiða efni fyrir vikulegan þátt „TOMORROWS WORLD" í breska rUdssjónvarpinu. Kvik- myndað verður á MosfeUsheiði og í Vatnsmýrinni. Sýnt hvemig torf er rist og skorið að hefðbundnum hætti, óbreytt um aldir, og hvern- ig þessar aðferðir varðveitast og tengjast byggingum nútímans og garðamenningu. Tryggvi Hansen er að undirbúa sýningu í toríbyggingum og torf- skúlptúr. Sýningin verður í sept- ember og ber heitið FOLD. Úr leikritinu „Hin sterkari” eftir Strindberg, sem enn er sýnt í Myndlistarsal Hlaðvarpans. ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ HLAÐVARPINN Tvær aukasýningar verða um helgina á einþáttungi Strindbergs „Hin sterkari" sýndar í myndlist- arsal Hlaðvarpans þar sem Helga EgUsdóttir sýnir olíumálverk. Sýningarnar verða 29. ágúst, föstud. kl. 21.00 oog sunnudaginn 31. ágúst kl. 16.00. Fyrir sýningar leikur Szymon Kuran einleik á fiðlu. Upplýsingar um miðasölu em í síma 19560 frá kl. 14.00. EINN FREMSTI MYNDLISTAR- MAÐUR SVÍA sýnir í Norræna húsinu Sunnudaginn 31. ágúst kl. 15 verður opnuð sýning í Norræna húsinu á verkum sænska myndlistarmannsins Ulfs Trotzigs. Á sýningunni em 22 málverk, gerð á árunum 1983-86 og verða þau sýnd í sýningarsölum og grafíkverk, sem sýnd verða í anddyri Norræna hússins. Sendiherra Svíþjóðar, Gunnar- Axel Dahlström opnar sýninguna sem er hingað komin á vegum Norræna hússins og sænska sendiráðsins. Ulf Trotzig og kona hans, rithöfundurinn Birgitta Trotzig verða viðstödd opnunina. Prófessor Sven Sandström, listfræðingur talar um Ulf Trotzig og list hans í Norræna húsinu á sunnudag kl.16 og sýnir litskyggnur til skýringar máli sínu. Birgitta Trotzig les úr verkum sínumáþriðjudagskvöldkl. 20.30, en bók hennar Dykungens dotter var lögð fram til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Ulf Trotzig er einn þekktasti myndlistarmaður Svíþjóðar. Hann er fæddur 1925. Hann nam við Valands listaskólann í Gautaborg 1946-51 hjá Nils Nilson og Endre Nemes og síðar í París hjá Atelier Friedlánder 1955-57. Settist að í Paris 1955ogbjóþarásamt konu sinni til ársins 1969, er þau fluttu aftur til Svíþjóðar og hafa búið síðan í Lundi. Ulf Trotzig hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum í Svíþjóð, Danmörku, Frakklandi og Bandaríkjunum. Myndir hans em m.a. í eigu listasafna í Stokkhólmi, Árósum, París, New York, Washington og Nýju-Delí. Hefur það bjargað þer _______

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.