Tíminn - 12.09.1986, Blaðsíða 19
Föstudagur 12. september 1986
Tíminn 19
HELGIN FRAMUNDAN
Samsýning í
Vín Eyjafirði
Samsýning verður haldin í Vín í
Eyjafirði, og hefst hún á laugar-
dag eftir hádegi. Fjórir myndlist-
armenn taka þátt í sýningunni.
Þær Anna Guðný Sigurgeirsdóttir,
Lóa Guðrún Leonardsdóttir, Ruth
Hansen og Iðunn Ágústdóttir.
Sýnd verða verk unnin í olíu,
pastel, vatnsliti og túss. Alls
verða á sýningunni um fjörutíu
verk. Sýningin verður opin alla
daga fram á sunnudag 5. október.
Opið verður fram til klukkan 23:30
á kvöldin. Verkin eru til sölu.
Sýningin „ World Press Photo ’86“ hefur verið f ramlengd til 21. sept.
Þetta er ein myndanna á sýningunni.
r
Tónleikar á ljósmyndasýningu Listasafns ASI
Sunnudaginn 14. september
n.k. kl. 16.00 heldur Halldór
Haraldsson píanóleikari tónleika í
Listasafni ASÍ, Grensásvegi 16. Á
efniskránni verða fimm verk eftir
Franz Liszt, en þau eru sem hér
segir:
1. Funérailles. 2. Konsert-etýða
nr. 2 í f-moll „La Leggierezza" 3.
Etude d’Exécution Transcentante
•nr. 11 „Harmonies du Soir“ 4.
Consolation nr. 3 í Des-dúr. 5.
Verdi - Liszt: Rigoletto. Konsert-
Paraphrase.
I ár eru liðin 175 ár frá fæðingu
tónskáldsins og 100 ár eru síðan
hann lést. Af því tilefni voru nú
veitt sérstök verðlaun, kennd við
Franz Liszt, í hinni alþjóðlegu
samkeppni blaðaljósmyndara á
vegum World Press Photo
Foundation. Verðlaunin voru veitt
fyrir þá ljósmynd sem best túlkaði
þýðingu tónlistar í
menningarsamfélagi og áhrif
hennar á daglegt líf.
Á sýningunni sem nú stendur
yfir í Listasafni ASÍ gefur að líta
allar þær 180 Ijósmyndir í 9
efnisflokum, sem hlutu verðlaun
í ár.
Sýningin er opin daglega til 21.
september.
í hjólastólaralli Sjálfsbjargar í fyrra tóku margir þátt sem ekki eru
vanir að stýra slíkum tækjum, m.a. alþingismennirnir Kjartan
Jóhannsson, Árni Johnsen og Friðrik Sophusson.
Hjólastólarall í Laugardalshöll
Sunnudaginn 14. sept. kl. 14
verður haldið hjólastólarall í
Laugardalshöllinni og viU
Sjálfsbjörg með því vekja athygli
á málefnum hreyfihamlaðra. í
raUinu „leiða saman stóla sína“
arkitektar, sveitarstjórnarmenn af
Stór-Reykj a víkurs væðinu,
skemmtikraftar og
hreyfihamlaðir.
RaUið er í formi firmakeppni og
felst í því að komast yfir ýmsar
hindranir í hjólastól. Keppt verður
í 3 umferðum. Ýmis skemmtiatriði
verða í keppnishléum,
hljómsveitin Þokkabót kemur
fram, Diddú syngur með
undirleikara, hópur frá
Karatefélagi Reykjavíkur sýnir
Ustir sínar og Bjössi bolla
skemmtir börnunum. Auk þess
kemur „leynigestur" í heimsókn.
Aðgangur er ókeypis og
sömuleiðis mótsskrá.
Kynning á indverskum
ljóðum og dönsum
Félagar í Ananda Marga standa
fyrir kynningu á indverskum ljóð-
um og dönsum sunnudaginn 14.
september kl. 15.00. Kynnt verða
ljóð úr bálkinum Söngvum
dögunar (Prabhat Samgiit) eftir
P.R. Sarkar. Leikin verður tónlist
við Ijóðin og sýndur dans.
Kynningin fer fram í húsnæði
Hugræktarskólans í Aðalstræti 16
í Reykjavík. ÖUum er heimill
ókeypis aðgangur á meðan hús-
rúm leyfir. Léttar veitingar verða
bornar fram að dagskránni lok-
inni.
íslenska óperan:
IL TROVATORE
íslenska óperan hefur vetr-
arstarfið með sýningu á II
Trovatore eftir Verdi sem
frumsýnd var í apríl sl. og
verður 19. sýningin á verkinu
á laugardagskvöld kl. 20.
í aðalhlutverkum eru Krist-
inn Sigmundsson, Ólöf Kol-
brún Harðardóttir, Hrönn Haf-
liðadóttir, Garðar Cortes, Við-
ar Gunnarsson og Elisabet
Waage.
Birte Storup Rafn er
þekkt leikkona og upplesari í
Danmörku. Hún hefur gert mikið
að bví undanfarin ár að flytja
dagskrár um tónskáld ásamt
píanóleikaranum og minnast
sjálf sagt margir komu hennar og
norska píanóleikarans Einar
Steen-Noklebergs hingað til
lands sumarið 1984, þegar hún
las úr bréfum Griegs og Chopins
og hann lék verk þeirra á píanó.
Norræna húsið:
Carl Nielsen
í tali
og tónum
Sunnudaginn 14. september kl.
16 les danska leikkonan Birte
Storup Rafn úr bréfum
tónskáldsins Carl Nielsen og konu
hans Anne Marie Brodersen, sem
var myndhöggvari. Með
upplestrinum leikur Jacob Westh
Tónlist eftir Carl Nielsen á píanó.
Þau Birte Storup Rafn og Jacob
Westh hafa sett saman dagskrá í
tali og tónum um hjónaband Carl
og Anne Marie Nielsen undir
nafninu „Facetter af et
kunstnerægteskab" (Fletir á
hjónabandi listamanna) og flutt
hana víða í Danmörku auk þess
sem þau komu fram í Munch-
safninu í Osló í mars sl.
, 50 ára afmæli
Þjóðviljans:
Barnahátíð
í tilefni 50 ára afmælis
Þjóðviljans verður sérstök
barnahátíð laugardaginn 13.
september, og er hún fyrir alla
krakka.
Hátíðin verður haldin í
Sóknarsalnum Skipholti 50a og
hefst kl. 3. Meðal efnis verður
föndur, lestur úr barnabókum,
trúður, Alli og Heiða,
brúðuleikhús, bingó og svo
verður boðið upp á gos og
popp.
Hörður Torfason
aftur í
Norræna húsinu
Hörður Torfason hélt nýlega
sólótónleika í Norræna húsinu við
slíkar undirtektir að hann hefur
ákveðið að verða við fjölmörgum
áskorunum um að endurtaka þá.
Það gerir hann í kvöld kl. 20.30.
Hann er einn á sviðinu með
gítarinn og flytur gamalt og nýtt
efni í 1 1/2 tíma. Verkefnaskráin
nær yfir 20 ár og kennir þar margra
grasa.
Prjónaflíkur á Mokka
Ólöf Guðrún Sigurðardóttir (Lóa) hefur opnað sýningu á sérhönnuðum
prjónaflíkum á Mokka-kaffi, Skólavörðustíg. Sýningin stendur yfir til
mánaðamóta.
Flensað í Malakoff
á Kjarvalsstöðum
— síðustu sýningar
Nú líður að síðustu sýningum á leikþættinum Flensað á Malakoff sem
hafa farið fram á Kjarvalsstöðum í tengslum við afmælissýningu
Reykjavíkurborgar. Síðustu sýningar verða í kvöld kl. 21, laugardagog
sunnudag kl. 16 og sunnudagskvöld kl. 21. Síðasta sýningin verður
síðanámánudagskvöld, 15. sept., kl. 21. SjálfReykjavíkursýninginmun
standa eitthvað lengur.
Leikþáttinn Flensað í Malakoff tóku þau Erlingur Gíslason og Brynja
Benediktsdóttir saman og Brynja leikstýrir. Hann byggist upp á léttu
spaugi og músík, Reykjavíkurandrúmsloftinu á tímum Þórðar Malakoff,
rétt fyrir aldamótin. Leikendur eru Erlingur Gíslason, Edda
Þórarinsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson og Saga Jónsdóttir. Þá tekur ungt
tónlistarfólk og leikarar þátt í sýningunni, þau Kristín Guðmundsdóttir
flautuleikari, Eyþór Arnalds sellóleikari og Benedikt Erlingsson og
Grétar Skúlason.
Leikfélag Reykjavíkur:
LAND MÍNS FÖÐUR
Stríðsárasöngleikur þeirra
Kjartans Ragnarssonar og Atla
Heimis Sveinssonar, Land míns
föður, var á síðasta leikári sýndur
yfir 140 sinnum og komst þar með
í röð vinsælustu sýninga Leikfé-
lagsins frá upphafi. Sýningar voru
þvi aftur teknar upp í haust og
verða 144. og 145. sýning verksins
í kvöld föstudagskvöld, og annað |
kvöld kl. 20.30.
Leikendur í öllum aðalhlutverk-
um verða þeir sömu og í fyrra en
fjórir nýir leikarar bætast í hópinn
í stað þeirra, sem nú hverfa til
annarra starfa.
Hljómsveitarstjóri er Jóhann G.
Jóhannsson, leikmynd er eftir
Steinþór Sigurðsson, búninga ger-
ir Guðrún Erla Geirsdóttir
(GERLA) og dansahöfundur er
Guðrún Ásmundsdóttir og Soffía
Jakobsdóttir leika tvær tilkippi-
legar í bransann, en vilja ekki
láta á því bera.
Ólafía Bjarnleifsdóttir. Höfundur-
inn, Kjartan Ragnarsson, er jafn-
framt leikstjóri.
Skógræktarfélag Reykjavíkur:
Skoðunarferð um skógarsvæði
Skógræktarfélag Reykjavíkur
býður til skoðunarferðar um
skógarsvæði borgarinnar s.s.
Öskjuhlíð, Elliðaárhólma, jaðar-
svæði Breiðholts og Rauðavatns-
skóg á morgun, laugardag. Farið
verður úr Skógræktarstöðinni í
Fossvogi kl. 13.30 í langferðabíl.
Ferðin tekur u.þ.b. 3 tíma.