Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Sunnudagur 9. nóvember 1986
Breskur hershöfðingi færði móður Eddu þessa mynd af
Hermann Göring en hún hafði hangið uppi í glæsilegum
híbýlum ríkismarskálksins. Ættarmótið leynir sér ekki.
gæti, átti eftir að sýna þessum
vildarvinum sínum sitt rétta
andlit. Nokkrum dögum fyrir
uppgjöf Þýskalands lét hann
taka Hermann Göring höndum
oggaf fyrirskipun umaðhonum,
ásamt eiginkonu og dóttur,
skyldi stillt upp fyrir framan
aftökusveit. En sjálfur svipti
Hitler sig lífi áður en hann gat
séð til þess að fyrirskipuninni
yrði framfylgt.
25. apríl 1945 hefur brennt sig
í minni Eddu. Þann dag gerði
RAF, breski flugherinn, síðustu
stórloftárás sína á svæðið í
grennd Berchtesgaden í von um
að leggja í rúst „Arnarhreiður"
Hitlers. 1181 tonni af sprengjum
var varpað til jarðar í þessari
árás á einum síðasta degi stríðs-
ins þegar Þýskaland var þegar
orðið eitt flakandi sár. Edda sat
í kjöltu föður síns í kjallara húss
þeirra í Obersalzberg og húsið
sveiflaðist til undan loftþrýst-
ingnum þegar sprengjurnar
féllu. „Faðir minn var þá í haldi
hjá SS og yfirmaður þar kom og
ætlaði að taka föður minn með
sér. Faðir minn hristi aðeins
höfuðið þögull og móðir mín
benti á ennið á sér. Þá skall á
önnur loftárásarbylgja og þar
með voru allar frekari viðræður
úr sögunni. Ég var dauðskelk-
uð."
Skuldadagar
En nú var stríðinu lokið og
komið að skuldadögum. Göring
var tekinn höndum af banda-
mönnum og stóð sem stríðs-
glæpamaður fyrir rétti í
Nurnberg, ásamt öðrum þeim
frammámönnum nasista sem
náðist í. Emmy kona hans og
Edda fundu sér hæli í litlu þorpi
í Oberpfalz, ásamt ættingjum
Emmy. í október 1945 komu
þangað bandarískir herlögreglu-
menn og tóku hönduin Emmy
Göring, systur hennar og systur-
dóttur. Aðeins Edda og þriggja
ára frænka hennar voru skildar
eftir í umsjá fóstru. Sex vikum
síðar var röðin komin að Eddu.
„Þetta var hreint og beint fjöl-
skyldufangelsun. Móðir mín
hafði aldrei fekið þátt í stjórn-
málum og Hitler hafði sjálfur
skráð hana í nasistaflokkinn
þegar ég fæddist, henni til heið-
urs en án þess að spyrja hana!
Og móðursystir mín og dóttir
hennar höfðu aldrei gengið í
flokkinn. Þær voru bara teknar
af því að þær voru skyldar
mömmu."
Edda litla þoldi ekki fanga-
vistina vel. Hún þoldi ekki mat-
inn og fékk slæmt kvef í óupphit-
uðum klefanum. Loks fékk hún
tannpínu og þá var farið með
hana til bandarísks herlæknis.
Honum brá í brún að sjá hversu
vannærð telpan var og þaðan t
frá fékk hún betri mat. Að hálfu
ári liðnu var þeim mæðgum
sleppt úr fangelsinu og nú tók
við hjá þeim sama erfiða lífsbar-
áttan og aðrir landarþeirra urðu
að kljást við.
Loks í september 1946 barst
Emmy Göring leyfi til að heim-
sækja mann sinn í fangelsið í
Nurnberg. Hún ákvað að taka
Eddu með.
Síðustu fundir
„Mamma bað mig að sýna
kjark og segja pabba ekkert sem
myndi hryggja hann. En þegar
ég sá hann á bak við gler og
stálgrindur lá við að ég færi að
hágráta. Hann lét eins og ekkert
væri og talaði bara hlýlega til
mín," segir Edda. Þetta var í
síðasta sinn'sem hún sá föður
sinn. Að morgni 16. október
1946 tilkynnti svo Emmy Göring
dóttur sinni að faðir hennar væri
látinn. Hann hefði komist hjá
hengingu með því að taka inn
eitur.
Það hefur aldrei verið upplýst
hvernig Göring komst yfir eitrið
og Edda er spurð hvort hún sé,
þakklát þeim sem hafi útvegað
föður hennar það.  „Já," segir
hún með áherslu. „Ég er mjög,:
mjög þakklát þeirri persónu.";
En hún vill ekki gefa neinarj
upplýsingar um hver hafi veriðj
þar að verki og þegar gengið er
fastar á hana og spurt hvort þaði
hafi verið Ameríkani eða Þjóð-
verji, svarar hún bara: „Þessari;
spurningu svara ég ekki."
Frægt nafn
ekki til trafala
Þær mæðgur Emmy og Edda
Göring þoldu saman súrt og sætt
allt þar til Emmy dó 1973.!
Smám saman féll lífið í róleganj
farveg hjá þeim, þó að Emmy
hafi orðið að þola aðra fángavist,
- í það skipti hjá Þjóðverjum
sjálfum, og var nú ákærð sem
aðalsakborningur. „Hún var
yndisleg kona, sem aldrei var,
bitur eða kvartaði undan þeimi
örlögum sem hún varð að þola,"
segir dóttir hennar. Edda byrj-
aði á laganámi en lagði það á
hilluna og starfar nú sem lækna-
ritari. Hún hefur aldrei gifst en;
segir það ekki standa í neinu
sambandi við hið fræga nafn
hennar. Reyndar eru 19 aðilar
skráðir undir nafninu Göring í
símaskrá Miinchenborgar, en
nafn Eddu er ekki þar á meðal.
Þegar Edda er spurð um þátt
föður hennar í ógnum Þriðja
ríkisins svarar hún blátt áfram:
„Þið getið ekki búist við að fá
hlutlaust svar frá mér. Hann var
faðir minn og ég elskaði hann.
Ég trúi því að hann hafi viljað
Þýskalandi, sem hann unni, allt
hið besta þegar hann slóst í fylgd
með Hitler. Faðir minn ólst upp
við hefðir keisaratímans þegar
tryggð við málstaðinn var metin
ofar öllu. Það var þessi örlaga-
ríka tryggð sem varð til þess að
hann fylgdi Hitler að málum allt
til hinna bitru endaloka. Og
hvað sem faðir minn kann að
hafa gert af sér borgaði hann
það dýru verði. Hann galt fyrir
það með lífi sínu."
Glæpir Görings
Hermann Göring, ríkismar-
skálkur og yfirmaður þýska flug-
hersins, var valdamesti maður
nasistaveldisins, að Hitler sjálf-
um frátöldum, og fyrsti aðstoð-
armaður foringjans. Hann stofn-
aði ribbaldadeildir SA, sem áttu
stærstan þátt í að brjóta niður
andstæðinga nasista fyrir valda-
töku þeirra og umbreytti leyni-
þjónustunni í það illræmda og
valdamikla apparat sem gekk
undir nafninu Gestapo. Hann
byggði upp fyrstu fangabúðir
nasista, sem átti eftir að vaxa
heldur betur fiskur um hrygg.
Á stríðstímanum átti hann
sinn þátt í að draga borgara
hernuminna landa í nauðungar-
vinnu fyrir Þjóðverja. Hann
hvatti til innlimunar Austurríkis
og Tékkóslóvakíu og innrásar-
innar í Pólland sem hratt síðari
heimsstyrjöldinni af stað. Og
hann var meðal upphafsmanna
gereyðingarherferðarinnar á
hendur gyðingum.
Tíminn 13
Hermann Göring fæddist 12.
janúar 1893 og var fjölskylda
hans gamalgróin og vel efnum
búin. Uppruni hans er því ger-
ólíkur flestra annarra valda-
manna nasista. Þegar árið 1922
gerðist hann félagi í nasista-
flokknum og tók þátt í byltingar-
tilraun Hitlers í Miinchen 1923.
Þar særðist Göring alvarlega og
flýði til útlanda. Hitler launaði
honum vel eftir að hann komst
til valda. M.a. voru fjöldahand-
tökur á sósíaldemókrötum eftir
valdatöku nasista undan rifjum
Görings runnar.
Ósigur þýska lofthersins í „or-
ustunni um Bretland", getuleysi
hans við skipulagningu stríðs-
rekstursins og samkeppnin við
Himmler, Goebhels og Bor-
mann ollu því að áhrif Görings
fóru dvínandi, jafnvel eftir að
Hitler hafði tilnefnt hann eftir-
mann sinn. Þegar hann svo vildi
taka við valdataumunum í apríl
1945, þegar Hitler hafði búið
um sig í loftvarnabyrgi í Berlín
og Göring hafði Iýst hann „óhæf-
an" til að fara með völdin, svipti
Hitler hann öllum embættum,
lét SS handtaka hann og gaf þá
fyrirskipun að Hermann Göring
og fjölskylda hans yrðu leidd
fyrir aftökusveit.
Alþjóðlegur herdómstóll í
Nurnberg dæmdi Göring til
dauða að stríðinu loknu sem
„aðalstríðsglæpamann og nas-
ista nr. 1". Hann var sekur
fundinn um öll fjögur ákæruatr-
iðirr: að hafa brotið gegn friði og
mannréttindum og að hafa fram-
ið stríðsglæpi og samsæri.
Dauðadómnum skyldi fullnægt
með hengingu. En áður en náð-
ist að fullnægja dauðadómnum
komst Göring á einhvern hátt
yfir eitur og lést fyrir eigin
hendi. 15. október 1946 um
11-leytið að kvöldi dó Hermann
Göring í fangaklefa sínum.
Emmy Göring var áður þekkt leikkona. „Hún var yndisleg,"
segir Edda um móður sína.

oa iA^y^^f
Fjölbreytt úrval af fallegum gjafavörum. Við
útbúum fallegan jólapakka og sjáum 'um að
hann komist til viðtakanda á réttum tíma.
yilafossbúöin
VESTURGÖTU 2, SIMI 13404
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16