Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Þriðjudagur 23. desember 1986
Tíminn    7
ÚTLÖND
Kína:
Lögregla á götum
úti í Shanghæborg
- Fjölmennustu mótmælaaðgerðir í langan tíma áttu sér stað um helgina
Shanghai - Reuter
Kínversk yfirvöld komu í gær í
veg fyrir frekari mótmæli stúdenta í
Shanghæ og voru 200 lögreglumenn
á verði við staðinn þar sem mótmæl-
in áttu sér stað um helgina. Þá var
gefin út tilkynning þess efnis að í
framtíðinni þurfi samþykki yfirvalda
að koma til eigi að halda kröfugöng-
ur.
Þúsundir manna kröfðust aukins
lýðræðis og frjálsari fjölmiðlunar á
Torgi alþýðunnar í Shanghæ á
sunnudaginn og voru það fjölmenn-
ustu mótmælin sem sést hafa í Kína
á síðustu árum.
í gærdag birtust 200 lögreglumenn
á torginu og var hver sá sem staðinn
nálgaðist spurður um skilríki. Þá var
einnig hafin skipulögð aðför í fjöl-
miðlum að þeim sem þátt tóku í
mótmælunum.
Helsta dagblað borgarinnar Wen
Ferdinand Marcos: Hótar heimkomu
Filippseyjar:
Marcos vill
snúa aftur
Manila - Reuter
Ferdinand Marcos fyrrum forseti
Filippseyja sem nú er í útlegð hefur
að undanförnu verið með háværar
hótanir um að snúa heim. Marcos
hefur með þessu móti haldið sig á
forsíðum dagblaða auk þess sem
yfirlýsingarnar hafa verkað sem vít-
amínsprauta á hina dyggu stuðnings-
menn hans á Filippseyjum.
Ekki er þó með fullu vitað hvers
vegna Marcos, sem komið var frá
völdum í febrúarmánuði eftir miklar
kröfugöngur og síðan byltingu
hersins, vill snúa aftur.
Hann segir sjálfur að hann vilji
koma aftur til að hitta aldraða móður
sína, vera viðstaddur jarðarför syst-
ur sinnar og berjast gegn kommún-
istum.
Hinsvegar draga margir í efa að
Marcos vilji í raun snúa aftur á
þessum tíma til að hafa afskipti af
innanríkismálum. Einn náinn ætti-
ngi konu forsetans fyrrverandi,
Imeldu Marcos, sagði reyndar í
blaðaviðtali að eina ástæða þessara
yfirlýsinga Marcosar væri sú að hann
vildi halda uppi basáttuanda stuðn-
íngsmanna sinna.
Snúi Marcos aftur til heimalands
síns getur farið svo að hann verði
handtekinn. Talsmenn stjórnar
Corazonar Aquino forseta hafa að
vísu ekki gengið svo langt að segja
þetta beint en það er hinsvegar
ekkert leyndarmál að heima fyrir er
Marcos sakaður um að hafa misnot-
að almannafé og erlenda styrki sem
nema milljónum dollara. Hann er
nú f útlegð í Honolulu á Oauaeyju,
sem er hluti af Hawaii eyjaklasan-
um.
Marcos sat við stjórnvölinn á Fil-
ippseyjum í tuttugu ár, þar af stjórn-
aði hann í níu ár með herlögum.
Hann segist vilja koma heim til að
vera viðstaddur útför yngri systur
sinnar, sem lést þann 14. desember,
heimsækja 94 ára gamla móður sína
og „vinna á friðsamlegan hátt við að
útrýma kommúnisma".
Jarðarför yngri systur og heim-
sókn til aldraðrar móður eru hlutir
sem snerta hvern Filippseying djúpt
þar sem virðing fyrir fjölskyldunni á
sér djúpar rætur í þjóðarsálinni.
Hui Bao sagði glæpamenn hafa grip-
ið tækifærið á síðustu tveimur
dögunum sem mótmælin stóðu yfir
og hefðu gerðir þeirra haft áhrif á
framleiðslustörf og valdið öðrum
truflunum í samfélaginu.
Útvarpið í Shanghæ sagði að í
framtíðinni þyrfti leyfi frá yfirvöld-
um til að halda kröfugöngu eða
mótmælafundi.
Fréttirnar í gær voru þær fyrstu
sem opinberir fjölmiðlar birtu um
mótmælin og ókyrrðina sem verið
hafa í háskólum víða um landið
síðustu þrjár vikurnar.
Mótmælaaðgerðirnar í Shanghæ
stóðu yfir í þrjá daga og auk stúdent-
anna tóku þúsundir almennra borg-
ara þátt í kröfugöngunum. Leiðtog-
ar stúdentanna fóru fram á við Jiang
Zemin borgarstjóra að lýðræði yrði
aukið svo og frelsi fjölmiðla. Auk
þess var farið fram á að litið yrði á
kröfugöngurnar sem löglegar og
engar handtökur yrðu gerðar í kjöl-
far þeirra.
Borgaryfirvöld hafa lofað því að
ekkert verði um handtökur þar sem
samkvæmt stjórnarskránni megi
menn fara í kröfugöngur. Hinsvegar
hefur fréttastofan Nýja Kína sakað
mótmælendur um að berja 31 lög-
regluþjón og brjótast inn í skrifstof-
ur stjórnvalda.
Kínversk eining: Stjórnvöld saka nú þá sem mótmæltu í Shanghæ um að vinna
gegn þjóðareiningu
Belgía:
Lélegir falsarar
Brussel - Reuter
Peningafölsurum í Belgíu urðu á
mikil byrjendamistök í fagi sínu nú
nýlega. Þeir fölsuðu 500 franka
seðla ekki betur en svo að þeir
gleymdu að setja á þá undirskrift
yfirgjaldkera     og     bankastjóra
Seðlabanka þeirra Belgíumanna.
Það var gjaldkeri í banka einum
í bænum Termonde sem komst
ekki hjá að taka eftir fölsuðu
seðlunum og var lögreglu þegar
gert viðvart. Hún leitar nú að
lélegum fölsurum.
Hermann, Eysteinn og Bjarni í sextugsafmæli Eysteins
Sókn og sigrar
Annað bindi sögu Framsóknarflokksins,
skráð af Þórarni Þórarinssyni,
er komið út. Það nær til
áranna 1937-1956 og er jafnframt
stjórnmálasaga landsins.
Þeir, sem vilja gerast áskrifendur, snúi
sér til Magðalenu Thoroddsen á
skrifstofu Framsóknarflokksins
milli klukkan 13.00 og 17.00.
Bókin er seld á lægra verði til áskrifenda.
Bókin er 280 lesmálssíður og
32 myndasíður.
Á árunum 1937-1956 varð mesta
þjóðlífsbreytingin á íslandi.
Pöntunarsími 91-24480
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24