Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 14
VÖRUHAPPDRÆTTI 2. fl. 1987 VINNINGA SKRÁ Kr. 500.000 74193 Kr. 50.000 24261 Kr. 10.000 1472 5019 7814 18161 22769 27719 36581 47540 60233 67658 2187 5364 8021 19291 23139 34754 36612 49900 60862 69235 3587 5681 9199 19395 23896 36189 37122 54268 64352 71089 4951 7122 9820 21183 25486 36528 46564 55155 66830 74364 182 1549 3298 5047 6432 Kr. 5.000 7407 9668 11332 12751 14516 16165 17746 203 1633 3410 5071 6474 7785 9828 11373 13104 14529 16313 17756 343 2023 3496 3112 6313 7816 9846 11673 13123 14551 16422 17870 339 2090 3506 5335 6318 8013 9902 11776 13161 14628 16461 18037 416 2122 3643 5395 6608 8161 10022 11918 13178 14820 16491 18096 437 2221 3732 5466 6624 8230 10033 11987 13252 14927 16495 18185 667 2346 3756 5515 6654 8333 10100 12096 13418 14975 16525 18200 797 2404 3760 3564 6831 8370 10161 12137 13440 15081 16557 18252 868 2432 3940 5369 6934 8384 10350 12191 13602 15208 16670 18335 918 2694 4037 5600 6936 8492 10377 12225 13603 15299 16731 18430 978 2703 4071 5661 7011 8497 10614 12313 13637 15374 16771 18502 1136 2726 4095 3711 7022 8628 10777 12330 13830 15583 16858 18612 1200 2804 4131 5713 7038 8760 10806 12333 13846 15628 16871 18696 1202 2828 4167 5776 7130 8808 10826 12369 13865 15850 17053 18713 1383 2943 4286 5881 7158 9006 10895 12383 13919 15868 17228 18715 1404 2949 4402 5956 7172 9411 10970 12506 13940 15931 17447 18782 1439 3003 4690 5968 7264 9416 10983 12576 14001 15973 17526 18828 1490 3023 4921 6130 7278 9459 11132 12626 14102 15992 17528 18885 1503 3137 4927 6166 7327 9537 11274 12631 14394 16011 17535 18991 1518 3290 5022 6338 7352 9609 1133$ 12676 14419 16156 17499 19086 19116 2381? 28688 33100 39343 44322 493Í7 54467 59142 62696 65937 71103 19117 23824 28764 33296 39373 44339 49370 54301 59214 62713 660&4 71140 19142 23902 28838 33351 39588 44609 49409 54521 59268 62737 66107 71177 19209 23942 28992 33411 39713 44618 49439 54622 59278 62747 66163 71219 19460 24104 29145 33564 39938 44726 49761 54712 59350 62805 66244 71265 19647 24129 29273 35639 39949 44743 49767 54880 59367 62812 66256 71328 19836 24302 29302 33828 40115 44733 49884 34904 59376 62818 66273 71385 19907 24338 29632 36112 40383 45059 49932 55132 59387 62836 66318 71407 19919 24310 29943 36116 40448 45075 50042 55159 59465 62923 66381 71456 19923 24333 30090 36260 40528 45088 30092 55170 59508 62955 66499 71544 20008 24696 30099 36299 40362 43103 50188 53304 59519 62992 66571 71609 20148 24714 30443 36393 40621 45301 30384 35308 59523 63031 66599 71722 20247 24745 30344 36449 40638 45438 30512 35313 59550 63035 66759 71772 20263 24733 30917 36332 40649 43314 50525 35882 59556 63077 66796 71818 20280 24763 30921 36736 40691 43339 30669 55932 59679 63236 66870 71873 20394 24768 30935 36812 40843 45746 30765 56132 59688 63320 66995 71887 20647 24772 30999 36962 40862 45761 50771 56166 59851 63369 67074 71888 20722 24971 31233 37013 40913 43859 50828 36173 59860 63439 67106 71976 20800 23317 31344 37085 41023 45873 50868 56194 59945 63620 67455 71998 20839 23380 31345 37139 41071 43900 50924 56257 59975 63775 67560 72130 20844 23479 31571 37257 41072 45937 51006 56288 60066 63843 67665 72273 20899 23372 31647 37286 41089 46018 31048 36371 60075 63847 67894 72312 20930 23662 31829 37318 41096 46069 51203 36394 60103 63911 67921 72567 21004 23716 31831 37376 41188 46093 31268 56408 60130 63993 67981 72593 21192 23723 31832 37439 41215 46127 31316 56377 60306 64053 68008 72771 21238 23741 31853 37467 41222 46213 51367 36583 60467 64058 68088 72819 21280 23763 32011 37471 41310 46281 31502 56586 60518 64211 68114 72826 21324 23808 32024 37305 41447 46391 51601 56612 60526 64263 68324 72882 21372 23862 32172 37509 41519 46527 51761 56668 60575 64329 68348 72898 21380 23910 32207 37603 41571 46687 51794 56696 60578 64382 68471 73043 21391 23924 32377 37660 41772 46696 51820 56724 60618 64424 68476 73Q3B 21471 23943 32449 37734 41792 46737 51846 56793 60728 64469 68555 73064 21478 26181 32735 37817 41800 46742 31976 56844 60766 64541 68689 73170 21330 26214 32836 37833 41803 46737 52098 56941 60803 64596 68727 73282 21378 26223 32881 37936 41918 46794 32146 57113 60893 64646 68843 73317 21696 26299 32893 37971 41983 46855 52147 57187 61018 64669 68861 73348 21742 26452 32962 38008 42000 46863 32151 37203 61107 64673 68946 73437 21913 26394 33114 38119 42322 47284 52175 57207 61119 64802 68983 73506 21949 26616 33202 38243 42422 47287 32221 57269 61136 64852 69016 73517 22031 26667 33231 38261 42449 47399 52235 37335 61260 64857 69032 73530 22322 26706 33270 38324 42581 47474 32368 57468 61302 64918 69170 73558 22412 26776 33308 38436 42653 47475 52670 57599 61307 64933 69475 73628 22414 26777 33333 38485 42659 47602 32707 57853 61375 64971 69751 73732 22420 26779 33338 38519 42669 47665 32734 57955 61439 65075 69796 73839 22433 26796 33438 38670 42671 47782 32835 58039 61538 65107 69816 73899 22720 26828 33634 38736 42931 47822 33150 58102 61560 65134 69887 73914 23016 27086 33708 38786 43023 47862 53405 58133 61721 65194 69912 73990 23049 27237 33775 38790 43101 47898 33447 58139 61937 65235 69946 74075 23057 27613 33841 38792 43295 47995 53510 58378 62332 65376 70052 74095 23090 27711 33848 38800 43432 48124 53656 58387 62358 65417 70313 74096 23091 27880 33909 38902 43572 48142 53758 58502 62432 65561 70436 74199 23403 27921 34107 38915 43640 48287 53879 58537 62434 65574 70475 74353 23410 27943 34195 38934 43710 48301 53997 58566 62478 65598 70512 74429 23429 28331 34217 38964 44017 48384 34079 58591 62507 65616 70540 74543 23436 28423 34299 39029 44157 48412 34086 58700 62537 65655 70611 74648 23473 28339 34707 39037 44180 48388 54094 58788 62576 65704 70654 74723 23593 28363 34804 39064 44256 48615 34220 58942 62591 65734 70726 74773 23616 28579 34803 39171 44331 48785 54259 58981 62596 65743 70768 74991 23714 28628 34922 39318 44340 48982 34309 59010 62684 65764 70951 23747 28632 34966 39491 44354 49092 54355 59030 62689 65843 71004 Áritun vinningsmiöa hefst 20. febrúar 1987. VÖRUHAPPDRÆTTI S.l. B.S. Tónlistarskólinn Kirkjubæjarklaustri auglýsir lausa til umsóknar stöðu tónlistarkennara/ skólastjóra við tónlistarskólann veturinn 1987- 1988. Hugsanlegt er að ráða í stöðu til lengri tíma. Umsóknarfestur til 1. maí 1987. Nánari upplýsing- ar veita skólastjóri í síma 99-7373 og formaður skólanefndar í síma 99-7387. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgarfyrirhönd Hitaveitu Reykjavíkur, óskareftirtilboðum í einangrun og klæðningu ágeymum í Öskjuhlíð. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 4. mars nk. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍXURBORGAR Fríkirkjuvagi 3 — Simi 25800 14 Tíminn Laugardagur 7. febrúar 1987 ' TÓNLIST llllllllillllllllllllllllllllllllllllllll Bach í Hallgrímskirkju Hinn 18. janúar voru haldnir fyrstu orgelhljómleikar hinnar nýju Hallgrímskirkju á Skólavörðuhæð. Þegar rifrildin geisuðu sem ákafast um kirkjubyggingu þessa - en þau stóðu víst í ein 50 ár - færði Páll ísólfsson þau rök fyrir byggingu kirkjunnar, að með henni mundi fyrst fást hús sem boðlegt væri fyrir flutning hinna stóru orgelverka Bachs og annarra. Vonandi rætist sú von þessa frumkvöðuls Bachs á ís- landi, en frá sjónarmiði stórtónleika á orgel er kirkjan ófullgerð enn, því aðeins er í henni bráðabirgðahljóð- færi, sem að auki er óheppilega staðsett að bestu manna yfirsýn, og ennþá er sjálfsagt sitthvað ógert í hljómburðarmálum áður en allir verða ásáttir. Að vísu mun það tæpast verða að allir verði ánægðir með hljómburðinn í Hallgríms- kirkju, frekar en í öðrum tónleika- húsum, enda mun nokkuð til þurfa að afvenja íslendinga hljómdauðum húsum, svo vanir sem þeir eru orðnir þeim. Hinn 18. janúar flutti Hörður Áskelsson, organisti kirkjunnar, nokkrar prelúdíur, fúgur, fantasíur og forleiki eftir Jóhann Sebastían, og var það liður í maraþon-tónleika- haldi íslenskra organleikara og hefur það að markmiði að flytja öll orgel- verk skáldjöfursins í tilefni 300 ára afmælis hans. Þótt áheyrendur væru allmargir var krikjan ekki nema að litlu leyti setin, og voru skiptar skoðanir um hljómburðinn: sumir sögðu að allt hefði runnið saman í graut þar sem þeir sátu, en aðrir að þeim hefði líkað vel hljómburður- inn. Nokkrir tóku tímann sem það tók eftirhljóminn að deyja út, og reyndist hann vera 4-5 sekúndur. Hörður hóf tónleikana með Prelúdíu og fúgu í G-dúr, og til samanburðar hlustaði ég á plötu með sama verki leiknu á „Totentanz“-orgelið í Lúbeck, orgel Buxtehudes, og hefði vel getað orðið orgel Bachs hefði dóttir Buxtehudes verið laglegri - eða svo segir sagan. Þar hljómaði í meira en 5 sekúndur. Enginn veit hvernig Bach sjálfur spilaði á orgel, enda er næsta fátt í nótum hans til leiðbeiningar organ- istum um það efni. Samtímamönn- um hans þótti hann spila allt „leg- ato“, og radd-samsetningar hans þóttu í djarfasta lagi. Hins vegar var „trekkspjaldið", sem gerir kleyft að breyta hljómstyrk orgelsins að vild, frá píanissimo til forte, ekki komið til Þýskalands á dögum Bachs - Hándel var mjög upptekinn af því í Englandi á sama tíma, og það eru flestir nútíma-organistar - þannig að ekki var um slíkt að ræða í leik með tónhugsun Bachs. Albert Schweitzer segir, að nú orðið séu þeir organistar fáir sem hafi heyrt verk Bachs flutt á þess konar orgel sem hann hafði í huga þegar hann samdi þau: nýju orgelin fórna raddfegurð og réttu jafnvægi raddanna fyrir „dýnamík" og raddstyrk. Ennþá eru þó til fáein orgel frá tímum Bachs, og státar sóknarkirkjan í Ebersmúnster í Els- ass t.d. af Silbermann-orgeli frá 1728 sem reynt hefur verið að koma í upprunalegt horf til að ná fram réttum hljómblæ. Raddirnareru afar skýrar og hljómurinn fallegur - og bergmál varir í 3 sekúndur. Staðreyndin er sú, að kirkja og orgel mynda saman eitt hljóðfæri. Engum organista, eða raunar tónlist- armanni hverju nafni sem hann nefnist, tjóir að ganga að slíku hljóðfæri eins og göltur að dalli og byrja að spila upp á sína vísu. Hverri kirkju, og hverju hljóðfæri, hentar ákveðinn flutningsmáti, og sé mikill eftirómur í krikjunni verður að spila hægar, og kannski veikar. Þegar ræðarinn er kominn á sína þóftu með árina í höndunum, er það hans að hafa sæmilegt áralag. Á tónleikunum í Hallgrímskirkju hygg ég að upphafs-Prelúdían og fúgan hafi tekist verst, vegna þess að bassinn var ofsterkt spilaður og varð úr allt að því óþægilegur glaumur. En organistinn lagaði sig að aðstæð- um, og í heild voru þetta ljómandi tónleikar. Vonandi gefa tónleikar framtíðarinnar, þegar vel valið orgel verður komið fyrir vesturgafl kirkju- skipsins, í engu eftir þeim tónleikum sem frumherjana dreymdi um að haldnir yrðu í þessu húsi. Sig.St. Aðalheiður Ólafsdóttir frá Reykjum í Miðfiröi Fædd 5. janúar 1907 Dáin 27. janúar 1987 Ég hlaut það happ að verða vina þín, ég veit þó ei, hvort ég hef til þess unnið. Nú liðnar tíðir líða um huga minn, er iíf þitt hér er alit, og skeið þitt runnið. Við áttum saman marga yndisstund þú efniviðinn þar til mestan lagðir. Því frjó og glöð og falslaus var þín lund, og frá þú mörgu skemmtilegu sagðir. Svo kveð ég þig og þakka öll þau ár sem okkar vegir saman lágu. Við sólarris þér opnast himinn hár hjá herranum sem skrýðir blómin smáu. Inger Helgadóttir. Indriðastöðum Skorradal Borgarfirði. Eyðni á morgunvakt Þriðjud. 27. jan. sl. var í morgun- vakt ríkisútvarpsins, Rás 1, opinn símatími fyrir hlustendur og skyldi fjallað um eyðni. Sú rödd sem leyfði sér að tala í nafni Borgfirðinga í þessari morgun- vakt er mér undirrituðum óskiljan- leg og enn óskiljanlegra er það að enginn Borgfirðingur skuli enn, svo ég viti, hafa andmælt þeim óhróðri sem kona nokkur, að nafni Anna Snorradóttir, viðhafði um Guðmund Sveinsson núverandi skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Áður en Guðmundur tók við skóla- meistarastarfi hafði hann starfað f Borgarfirði um 30 ár sem prestur og skólastjóri. Undirritaður hefur átt því láni að fagna að starfa undir stjórn Guð- mundar Sveinssonar í sex ár, fjögur ár að Samvinnuskólanum Bifröst og tvö ár við Fjölbrautaskólann í Breið- holti. Enginn sem til þekkir mun vefengja dugnað og þekkingu Guð- mundar til skólamála og þær kröfur er hann gerir til sjálfs sín og hinn Guðmundur Sveinsson, skólameist- ari. Útvarpsráð ætti að biðja hann afsökunar. mikla metnað sem hann hefur fyrir hönd nemenda sinna. En samfara kröfum hans og metnaði fylgir ætíð sanngirni í meðferð mála er lúta að samstarfsfólki og nemendum. Órökstuddir sleggjudómar dæma sig oftast sjálfir, en svo oft má endurtaka rangfærslur og mannorðs- spillandi umsagnir að almenningur fari að trúa. Sem betur fer kemur það ekki oft fyrir að lágkúruleg ósvífni fái að berast yfir þjóðina á virtustu rás ríkisútvarpsins. Útvarpsráði ber að sjálfsögðu skylda til að biðja Guð- mund Sveinsson skólameistara af- sökunar á þeim orðum, sem hin aumkunarverða kona Anna Snorra- dóttir þóttist mega, og fékk að hafa í frammi, fyrir hönd Borgfirðinga, í áðurnefndum símatíma. Vera má að endurskoða þurfi framkvæmd á þáttum sem símatími morgunvaktar er og eitt er víst að velja verður fólk til stjómar slíkra þátta sem valda verkinu. Höskuldur Goði Karlsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.