Tíminn - 13.05.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.05.1987, Blaðsíða 15
Tíminn 15 Miðvikudagur 13. maí 1987 MINNING lllllllllllllllllll! Brynjólfur Oddsson Brynjólfur Pétur Oddsson svo hét hann fullu nafni hann var fæddur 12/2 1898 að Pykkvabæjarklaustri í Álftaveri V-Skaftafellssýslu. Hann andaðist á sjúkrahúsinu á Selfossi 30. apríl s.l. Foreldrar Brynjólfs voru þau Oddur Brynjólfsson og Hallfríður Oddsdóttir. Hjá foreldr- um sínurn dvaldi hann að mestu til ársins 1920 er hann gerðist bóndi þar. Hann sem aðrir ungir menn fór til vertíðar annaðhvort til Vestmanna- eyja eða Suðurnesja. Til að komast til þessara staða urðu menn fyrst að komast til Reykjavíkur. Úr Álfta- verinu voru þessir vertíðarmenn vanalega fluttir á hestum vestur fyrir Mýrdaissand, en lengra þótti ekki vænlegt að fara með hesta, vegna veðurfars og vetrarófærðar. Gengu þessir vertíðarmenn frá Vík til Reykjavíkur og báru töluverðar byrðar sem var fatnaður og annað sem þeir þurftu með sér að hafa um vertíðina. Sem að líkum lætur voru þetta engar skemmtigöngur, en þær kröfust þols og karlmennsku um miðjan vetur á vegleysum. Á þessum tíma voru engir upphækkaðir vegir. Slíkar ferðir fór Brynjólfur oft á yngri árum. Brynjólfur var á vöxt með allra hæstu mönnum, þrekinn og herða- breiður. Hann bar því höfuð og herðar langt yfir allan þorra manna. Hann vakti því eftirtekt hvar sem hann var meðal fjöldans. Brynjólfur var ljúfur í viðmóti enda var hugar- far hans slíkt að ganga ekki á hluta annarra hvorki í orði né verki. Eins og áður var umgetið var hann með búskap á arfleifð föður síns árið 1920. Það sama ár gengur hann í hjónaband með þeirri ágætis og sóma konu ekkjunni Guðrúnu Þórð- ardóttur. Hún átti þrjú börn með fyrri manni sínum Bárði Gestssyni. Þau heita í aldursröð. Þuríður, Guðjón og Þórhildur. Þau hjónin Brynjólfur og Guðrún eignuðust á næstu tíu árum sex börn. Þau heita: Gísli, Halldóra, Hilmar, Katrín, Bárður og Oddur. Öll eru þessi börn nú uppkomin og hinir mætustu borgarar og hafa stofnað sín eigin heimili. Guðrún kona Brynjólfs andaðist 18. apríl 1965. Var hennar sárt saknað, því hún var slík persóna að allir báru virðingu fyrir henni og þótti vænt um hana. Á þessum árum var tvíbýli á Klaustrinu ogbjó Oddur faðir Brynjólfs á öðrum helmingn- um, sem var þá verulegur minnihluti jarðarinnar. Mýrlendi lá fast að þessurn bæjum sem var all óþægilegt í rigningatíð sérstaklega sótti þetta að vesturbænum þar sem Oddur faðir Brynjólfs bjó. Við þessum ömurlegu aðstæðum brást Oddur með því að flytja bæinn burtu og lengra upp í túnin, sem var miklu hærra og uni leið betra bæjarstæði. Enn stendur þessi bær, burstabygg- ing eins og áður tíðkaðist og sómir sér vel. Það hefur verið áhugamál Brynjólfs að láta hann standa með reisn, eins og hann gerir enn í dag. Þetta sýnir gott viðhald og umhirðu. Aðallega mun nú þessi bær vera notaður fyrir sumargesti því að þeir feðgar hafa reist myndarlegt íbúðar- hús spölkorn frá gamla bænum. Þarna var enginn kotungsbragur á, heldur snyrtimennska jafnt úti sem inni. Jörðin hefur verið mikið bætt bæði að húsum og grasnytjum svo að hún ber nú allstórt kúabú. Má af þessu sjá að Brynjólfur hefur ávaxt- að vel sitt pund og getur því með ánægju kvatt heimaslóðir. Nú á seinni árum þegar ellin hefur sótt á og líkamskraftar kvínað, hefur hann notið aðhlynningar sonar síns og konu hans. Þetta kunni hann vel að meta og var mjög þakklátur fyrir. Ég og kona mín færum öllum að- standendum Brynjólfs okkar fyllstu samúðarkveðjur um leið og við kveðjum þennan ágætis frænda og vin. Með þökk og virðingu. Viihjálmur Bjarnason. lllllillll AÐUTAN lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Tveggja ára martröð: Kærður saklaus fyrir kynferðislegt ofbeldi Samtök fyrir fórnarlömb barnalaga stofnuð í Bandaríkjunum Það getur verið varasamt að fara of geyst í því að fletta ofan af sökudólgunum eins og eftirfarandi saga leiðir í ljós en hún fjallar um afleiðingar þess að yfirvöld í Banda- ríkjunum hafa nú hafið herferð í því að finna þá sem hafa í frammi kynferðisglæpi gegn börnum. Lawrence Spiegel var tekinn fast- ur í desember árið 1983 vegna kæru fyrrverandi eiginkonu sinnar þar sem hún ásakaði hann ranglega um kynferðislega misnotkun á tveggja og hálfs árs gamalli dóttur þeirra Jessicu. Það tók Spiegel tvö ár að komast í gegn um þessa þrekraun. Spiegel var bannað að umgangast dóttur sína. Árið 1986 var Spiegel sýknaður af kærunni og hefur fengið umgengnis- rétt við dóttur sína að nýju. Hann hefur auk þess ritað bók þar hann fjallar um afleiðingar þess að yfir- völd leggja allt kapp á að finna þá sem sekir eru um kynferðislegt of- beldi eða misnotkun á börnum og hvaða afleiðingar það getur haft fyrir þá sem saklausir eru. Og Spieg- el er ekki sá eini sem hefur lent í þessu. Fyrir þremur árum voru 24 for- eldrar í litlum bæ í Bandaríkjunum kærðir fyrir kynferðislegt ofbeldi á bömum. Foreldrar eins barnsins voru fundnir sekir, foreldrar tveggja barna voru sýknaðir og allar hinar kærurnar féllu niður. Þessar kærur ollu miklum skaða fyrir foreldra og börn þeirra því yfirvöld tóku börnin frá foreldrunum í langan tíma, ár eða meira. Þessar kærur leiddu til stofnunar samtaka þeirra sem verða saklausir fyrir barðinu á lögum um meðferð barna. Spiegel og dóttir hans Jessica, sameinuð á ný. Kviðdómur í Los Angeles hefur nýlega haft mál til meðferðar 99 mál vegna kynferðislegrar áreitni í McMartin Preschool. Kærum vegna kynferðisofbeldis hefur fjölgað gíf- urlega á tímabilinu 1976 til 1985 eða frá 6000 kærum upp í 113.000 kærur. Hins vegar hefur rannsókn á 439 kærum vegna svona mála leitt í ljós að 8% kæranna var uppspuni frá rótum og 22% þeirra alls ófullnægj- andi vegna þess að sannanir vantaði. Á meðan kærum á svona málum fer fjölgandi eru þeir sem starfa að velferðarmálum barna ekki vissir um að tilfelli af þessu tagi séu í raun fleiri á seinni árum en áður. „Vegna þess að í svo mörgum tilfellum skortir sannanir, þá gefst þjóðfélag- inu tækifæri til þess að koma sér hjá því að taka á vandamálinu," segir einn þeirra. Samkvæmt lögum b nurum, hjúkrunarfólki og sérf- m sem eiga þess kost, að tilkynna öll þau tilfelli sem þeir verða varir við í starfi sínu. En það er líka til margt fólk sem kærir saklausa af einhverj- um ástæðum. Sumir hafa haldið því fram að dómarar dæmi móðurinni nú síður sjálfkrafa yfirráðarétt yfir barni en áður og það geti verið ein ástæða þess að fyrrverandi eiginkon- ■ ur grípa til ráðstafana sem eru “af síðustu sort“. Þetta hefur jafnvel gengið svo langt að lögfræðingar hjóna sem eru að skilja vara við slíkum kærum og segja fólki að það sé að kalla yfir sig vandræði með því að baða barnið sitt án þess að fleiri séu viðstaddir og að leyfa barni sínu að kom uppí til sín á nóttunni sé afar hættulegt upp á almenningsálitið að gera. (Þýtt úr Time) Góð orð duga skammt. Gott fordæmi skiptir mestu máli. VOR ’87 Eigum til afgreiðslu strax MZ PLÓGURINN hefur sigrað heimsmeistaramótið í plægingum 17 sinnum síðan 1962 og hafa selst yfir 300.000 plógar. Þetta eitt sannar ótvíræða yfirburði Kverneland plóga. UMBOÐSMENN OKKAR - YKKAR MENN UM LAND ALLT Vélabær hf. Andakílshr. s. 93-5252 Ólafur Guðmundsson, Hrossholti Engjahr. Hnapp. s. 93-5622 Dalverk hf. Búðardal s. 93-4191 Guðbjartur Björgvinssqn, Sveinsstöð- um, Klofningshr. Dal. s. 93-4475 Vélsm. Húnv. Blönduósi s. 95-8145 J.R.J. Varmahlíð s. 93-6119 Bílav. Pardus, Hofsósi s. 95-6380 Bílav. Dalvíkur, Dalvík s. 96-61122 Dragi Akureyri s. 96-22466 Vélsm. Hornafjarðar hf. Höfn s. 97-8340 Víkurvagnar, Vík s. 99-7134 Ágúst Ólafsson, Stóra Moshvoli s. 99- 8313 Vélav. Sigurðar, Flúðum s. 99-6769 Vélav. Guðm. og Lofts Iðu s. 99-6840 Gfobus? LÁGMÚLA 5 - PÓSTHÓLF 8160 128 REYKJAVÍK - © 91 -6815 55 Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Við Menntaskólann við Sund, staða rektors. Við Menntaskólann á Egilsstöðum, kennarastöður í frönsku, stærð- fræði og tölvufræði. Við Flensborgarskóla í Hafnarfirði, kennarastöður í viðskiptagreinum, þar á meðal bókfærslu, stærðfræði og eðlisfræði, og kennarastaða í þýsku, til eins árs. Við Kvennaskólann í Reykjavík, staða skólameistara og aðstoðar- skólameistara, kennarastöður í íslensku, stærðfræði, dönsku, ensku, þýsku, félagsfræði, sögu, sálarfræði, uppeldisfræði, efnafræði, eðlis- fræði, jarðfræði, líffræði, leikfimi og tölvufræði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 5. júní næstkomandi. Menntamálaráðuneytið. Sveitapláss óskast 12 ára strákur óskar eftir að komast í sveit, er vanur öllum sveitastörfum. Upplýsingar í síma 91-45621. Sláttutætari til söiu Spragelse vb 1,50 nýlegur og lítið notaður. Upplýsingar í síma 93-4317.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.