Tíminn - 10.06.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.06.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 10. júní 1987 Unnur Try gg vadótti r Fædd 27. désember 1907 Dáin 24. maí 1987 Unnur Tryggvadóttir, tengda- móðir mín er látin. Hún lést eftir örskamma legu sunnudaginn 24. maí s.l. og var jarðsett í Vallakirkjugarði 2. júní. Fyrir rúmum sextán árum kom ég í fyrsta sinn í hús hennar á Akureyri. Ég var feimin, hún var feimin, hún bauð mér góðgerðir, allt var eins og við var að búast þegar tengdamóðir og tengdadóttir hittast fyrst. En allt í einu fór hún að ræða við einhvern fyrir utan gluggann, stóð upp söngl- andi, lét mat á disk og var allt í einu rokin út. Hún var að gefa smáfuglun- um, hélt ég. Það var ekki fyrr en seinna sem ég vissi að hún gerði fuglunum ekki mishátt undir höfði - svona eins og okkur hinum hættir til að gera - hún gaf hröfnum jafnt sem skógarþröstum. Hrafnarnir voru fljótir að læra hvar hana var að finna og komu reglulega í mat. Hún spurði mig einskis, sagði svo sem ekkert heldur, opnaði bara hús sitt og heimili fyrir mér. Svona einfalt var það, og ég sem hafði haldið að það væri erfitt að gerast tengdadótt- ir! Vera má að það hafi verið svo auðvelt að tengjast þessari fjöl- skyldu vegna þess að um samband tengdadóttur og tengdamömmu var aldrei að ræða, í venjulegri merk- ingu þeirra orða. Þessi merkilega kona einfaldlega tók mig í fóstur eins og ekkert væri eðlilegra. Hún dekraði við mig, eins og ég sá að hún dekraði við aðra í /jölskyldunni. Ég hafði aldrei kynnst öðru eins, hélt alltaf að dekur væri óhollt. En einhvernveginn hafði hún lag á að dekra við fólkið sitt á þann hátt að enginn spilltist. Ég ætti að vita það, ég sem giftigt litla barninu hennar. Fyrst var ég þvílíkur kálfur að kunna ekki að launa ofeldið. Reyndi hvað eftir annað að reka hana úr eldhús- inu, segja henni að nú skyldi ég. Hún hló að mér. Auðvitað, ég var að reyna að reka drottningu úr ríki sínu. Smám saman lærði ég að sniglast í kringum hana þegar hún var að. Smám saman lærði hún að biðja mig um einhver smáviðvik. Ég hafði hana þó alltaf grunaða um að gera það til þess að mér liði betur, frekar en hún þyrfti á hjálp minni að halda. Svona kynntumst við, ég og þessi glaðlynda, hlédræga kona. 2. Marga eiginleika hafði hún Unnur mín sem fáum öðrum er gefið. Engum hef ég kynnst sem hefur jafn næmt auga og virðingu fyrir hinu smáa og litla í veröldinni og hún hafði. Fjólurnar við húsdyr hennar vitna um það. Einhvern tíma hefur hún tekið fjólur í vegarkanti og gróðursett þarna í mölinni. Þar hafa þær síðan dafnað og aukist í umsjá hennar og með tímanum orðið henn- ar aðalsmerki. Stundum tók hún tvær, þrjár fjólur og lét í vatn í lítið glas í eldhúsglugganum. Við hliðina á þeim mátti líka stundum sjá sykur- mola eða smjörklípu sem hún hafði fyrir flugurnar. Flugurnar, þær voru vinkonur hennar. Ég efast um að Unnur Tryggvadóttir hafi nokkurn tíma banað smæsta skorkvikindi. Kæmi hún áð flugu í dauðastríði í glugga, gerði hún allt sem hún gat til að koma henni til lífs og gladdist yfir árangrinum eins og um mannveru hefði verið að ræða. Og fuglarnir. Bömin hennar segja mér að hún hafi einhverju sinni vaktað hreiður fyrir þröst sem átti í útistöðum við kött í nágrenninu...Ef kötturinn nálgaðist kom þrösturihn á gluggann til henn- ar og klagaði. Hún hljóp þá út og skakkaði leikinn. Það sumar hafa nokkrir þrastarungar mátt launa henni líf sitt. Já, fuglarnir vissu hvar hana var að finna og það vissu líka börnin í nágrenninu. Þau komu í tíma og ótíma, hringdu bjöllunni, fengu kleinubita eða pönnuköku. Önnur fósturbörn átti hún líka sem aldrei vissu af umhyggju hennar. Það voru gestirnir á tjaldstæðinu sem er beint neðan við gluggann hennar. Með þeim hefur hún glaðst á sólardögum gegnum árin. Og lifað sig inn í áhyggjur þeirra ef von var á rigningu. „Ja, aumingja blessað fólkið, það er allt að taka sig upp se.m von er í þessari líka tíð,“ átti hún til að segja. Það var sárt að fylgjast með henni þegar hún kom að fjólunum sínum úttröðkuðum og slitnum upp með rótum af einhverj- um næturhröfnum á tjaldstæðinu. „Ja, svart er síratið,“ var máltæki hennar þegar eitthvað bjátaði á. Svo fór hún og fann sér nýjar fjólur og erfði þetta ekki frekar. Æ, já, það er mannbætandi að fá að umgangast slíkt æðruleysi. Því miður voru alltof fáir sem gátu notið þess, því hlédrægari manneskju er vart að finna. Unnur hafði lifandi áhuga á öllu sem lifði og hrærðist nær og fjær, hafði unun af að hlusta, lesa og frétta. En ferðalög og heimsóknir voru henni fjarri skapi. Hún hefur með lífi sínu lætt þeim efa í brjóst mér að við þurfum ef til vill ekki að hafa svona mikið fyrir því að kynnast lífinu. Þurfum við að vera svona mikið á ferðinni? Þurfum við ekki bara eitthvað af ró Unnar og næmni fyrir smáatriðum til að öðlast eitt- hvað af þessari alheimsvisku sem við erum að sækjast eftir og Unnur hafði í svo ríkum mæli og kunni svo vel að miðla. - Ja, ntTveit ég Unnur mín, að ef lífið og daúðinn eru þannig, þá stendur þú einhversstaðar og hristist af hlátri yfir þessum orðum mínum. Þú segist bara hafa verið venjuleg manneskja. En Unnur mín, það er mikil list. Hve mörg okkar kunna þá list að lifa lífinu sem venjulegar manneskjur? ímyndum okkur augnablik veröldina þar sem allir kunna þessa list þína. Þetta hefur þú kennt mér, ekki sagt mér, heldur kennt mér með lífi þínu. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér og vona að ég beri gæfu til að tileinka mér brot af þessum hljóðláta boðskap. 3. Nei, Unnur sagði ekki frá sem kennimeistari, en hún sagði frá. Hún hafði frásagnarhæfileika sem hver rithöfundur hefði getað stært sig af. Ó, að við hefðum verið fleiri sem gátum notið hans. Fyrir okkur, þessum fáu, standa margir atburðir úr lífi Unnar svo ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, jafnvel atburðir sem gerðust fyrir hennar eigið minni. Ég sé fyrir mér foreldra hennar, Tryggva Kristinsson orgelleikara og tónlistarkennara og Nönnu Arn- grímsdóttur og eldri systurina Krist- ínu. Ég sé fyrir mér fæðingu hennar, á Dalvík þriðja dag jóla árið 1907, Unnur fæddist með mislinga, móðir- in dó örstuttu seinna. Sólveig, kona séra Stéfáns Kristinssonar, föður- bróður Unnar, kom að sóttarsæng- inni og sagði: „Ég tek barnið." Við hana rökræddi enginn og hún fór um hávetur með bamið veikt af misling- um heim að Völlum í Svarfaðardal og bætti henni í sinn eigin bamahóp. Þar ólst Unnur upp og Sólveig og Stefán voru „pabbi og mamma". Reyndar sagði Sólveig síðar að Unn- ur væri sú eina af börnum hennar sem væri verulega lík henni. Unnur var orðin hvíthærð þegar ég kynntist henni, en dökk var hún á yngri árum. Fólkið í sveitinni hafði sagt: „Það sem þau eru mórauð, börnin á Völlum." I þessum mórauða barna- hópi var Ingibjörg, eða Bolla eins og hún var kölluð,-á svipuðu reki og Unnur. Með þeim systrum var mikil vinátta sem hélst fram á síðasta dag, eða þar til Bolla kvaddi þennan heim fyrir rúmum áratug. Ég sé þær fyrir mér þegar þær höfðu fengið langþráð leyfi til að fara á skautum á ísi lagðri ánni niður á Dalvík. Eða að sumarlagi, þegar mikill silungur var í Únni og vár dregið fyrir hann, þá stóðu þær úti í vatninu með vaskaföt og mokuðu fiskinum upp á bakkana. Voru síðatl sendar á aðra bæi að færa fólki nýjan fisk. Ég hætti að vera mótfallin öllum rjómaísnum og pönnukökunum sem hún hefur gefið börnunum mínum um dagana þegar ég heyrði hjá henni söguna af jólunum á Völlum. Á jóladagsmorg- un færði Sólveig börnunum heitt súkkulaði og kökur í rúmið og þau máttu borða eins og þau gátu í sig látið. Og það gerðu þau sannarlega, þangað til bunan stóð út úr þeim, sagði hún mér. Unnur hafði góða söngrödd er mér sagt. Hún var rétt um fermingu þegar hún var fyrst beðin að syngja við jarðarför. Það hafa verið henni átök, hún.-sem helst vildi hlaupa í felur þegar gesti bar að garði, Eitt sinn söng hún fyrir Ástu í Skugga Sveini þegar leikritið var sýnt á Dalvík. En þá stóð hún baksviðs en stúlkan á sviðinu þagði og bærði varirnar. Svo fjarri var það Unni að vera í sviðsljósihú. Unnur var bamabam Arngríms Gíslasonar málara og Þórunnar Hjörleifsdóttur ljósmóður. Af þeim sagði hún mér einhverja merkileg- ustu ástarsögu sem ég hef heyrt um dagana. Þeim var stíað sundur, en náðu saman að lokum eftir mörg ár. Þegar bók Kristjáns Eldjárns. um Arngrím kom út fletti ég strax upp á þessari sögu. Jú, hún var þarna í öllum aðalatriðum í þessari ágætu bók, sama sagan. en það vantaði í hana allan tilfinningahitann, sorgírn- ar, gleðina og átökin sem voru í frásögn Unnar. Æ, já, við heyrum ekki sögurnar hennar Unnar framar. 4. Unnyr giftist árið 1936 sveitunga sínum Jakob Tryggvasyni orgel- leikara. Þau hófu búskap sinn í Reykjavík en fluttu fil Akureyrar árið 1941 með tvær litlar dætur sínar, Nönnu og Soffíu. Á Akureyri hafa þau hjón búið síðan fyrir utan fyrstu árin eftir stríð þegar Jakob var við námíLondon. Unnurogdæturn- ar dvöldu þar með honum í eitt ár. Það hlýtur að hafa verið undarlegt fyrir þessa konu sem helst aldrei vildi fara af bæ, að flytja f stríðs- hrjáða stórborg. Um þremur árum eftir heimkomuna bættist svo sonur- inn Tryggvi í fjölskylduna. Það mun svo hafa verið um 1959 sem þau fluttu í húsið við Byggðavegitin, húsið þar sem fjólurnar vaxa í möl- inni við trqppurnar. Starfi tónlistarmannsins fylgja miklar fjarverur að heiman, vinna á kvöldin og á helgidögum, óregluleg- ur vinnutími og fleira sem oft þykir óþægilegt fyrir venjulegt fjölskyídu- líf. En aldrei heyrðist Unnur kvarta. Þetta var hennar líf, aðrir máttu haga sínu eins og þeir vildu. Á sama hátt tók hún því þegar barnabörnin vildu ekki borða kjötsúpuna sem hún hafði verið að elda allan morg- uninn. Þá hljóp hún suður í búð og keypti handa þeim rjómaís, fór kannski tvær ferðir ef tegundin var ekki rétt. Gladdist ef börnin voru ánægð. En einhvern veginn hafði hún hæfileika til-að gera þetta án þess að spilla þeim á eftirlæti. Af sama æðruleysi tók hún því að eldast, að vísu átti hún því láni að fagna að vera hraust og falleg og f fullu starfi fram á síðasta dag. Fyrir tveimur árum vorum við í sumarbústaðnum í Svarfaðardal. Við tvær gengum saman út að athuga berjaútlitið. Það var ekki fyrr en þá að hún rak sig á það að hún gat ekki stokkið á mHIi þúfnanna jafn léltilega og áður. Henni fannst það ’Sprenghlægilegt, settist á þúfu, sló sér á lær og sagði: „Ja, ég er aldeilis orðin kerling," og skellihló að öllu saman.'Hún hefði orðið áttræð um næstu jól. Ég er í húsi hennar núna. Hér ríkir söknuður. Eftirlifandi eigin- maður hennar hefur snögglega orðið einn, eftir rúmlega hálfrar aldar samveru við þessa merkilegu konu. Börnin þeirra eru hér, við tengda- börnin og bamabörnin sex. Hér ríkir sorg en jafnframt einhver fegin- leiki. Feginleiki vegna þess að hún fékk að kveðja þennán heim án þess að kveljast lengi, fékk að kveðja ennan heim með manninn sinn og ömin þrjú við dánarbeðinn. Hlédrægni getur verið of mikil og var það sannarlega í hennar tilfelli. Ég sárvorkeQfli öllum sem ekki, fengu notið hæfileika hennar. Þij sækir á sú hugsun núna þegar hún er hér ekki lengur; hvað ef Unnur hefði hagað lífi sínu öðmvísi, hvað ef hún hefði... Héfði þá verið til kona sem talaði við flugur, færði hröfnunum mat og var í senn vin- kona og móðir tengdadóttur sinnar? „Að rækta garðinn sinn“ hefur löngum orðið skáldum og rithöfund- um yrkisefni. „Den lilla varden“ segir Ingmar Bergman í stórri kvikmynd. Við sem vorum svo lán- söm að fá að umgangast Unni lifðum með slíku listaverki. Megum við bera gæfu til að muna hana sem lengst og bera boðskap hennar áfram. Svanhildur Jóhannesdóttir. Kristbjörg Sveinbjarnardóttir Fædd 13. ágúst 1903 Dáin 16. maí 1987 Þegar andiátsfregn berst streyma minningarnar að. Eg minnist Krist- bjargar með hlýju og þakklæti í huga. Hún var vinamörg og hafði gaman af að koma á meðal fólks. Hannyrðakona mikil og nutu margir góðs af því er hún vann í prjónavél og í höndum. Þá hafði hún yndi af allri ræktun átti ævinlega falleg blóm og gat látið alla afleggjara lifa., Umhyggja hennar var mikil fyrir afkomendum sínum og skyldfólki og nutu barnabörnin hennar þess ekki síst. Synir mínir nutu þess einnig í; ríkum mæli, alltaf kom pakki um jól, og aufúsugestur var Kristbjörg í afmælum þeirra er þeir voru yngri og hún átti heima á Laugarvatni. En þar átti hún heimili hjá dóttur sinni og tengdasyni um árabil. Kristbjörg bjó síðari árin í Reykjavík á Nönnugötu 7, þar var gott að koma til hennar. Þeir sem eru minni máttar áttu hauk í horni þar sem hún var. Ætíð ef ég hitti hana eða heyrði í henni í síma spurði hún „hvað er að frétta af drengjunum þínum?“ Þann- ig var hún, fylgdist vel með velferð annarra. Minningin um þessa trygg- lyndu konu mun lifa með okkur sem til hennar þekktum. Hafi hún þökk fyrir það sem hún var mér og mínum. Dætrum hennar og fjölskyldum sendum við hlýjar kveðjur. Hvíli hún í friði. Elinborg Guðmundsdóttir, Laugardalshólum. i ferdalagíö og fl. EffCO- þurrkan Nýtt og ódýrL Ef þú hefur einu sinni reynt Effco-þurrkuna viltu ekkert annað. Effco- þurrkan er bæði mjúk og sterk. I henni sameinast kostir klúts og tvists, það eykur notagildi Effco- þurrkunnar. Effco-þurrk- an sýgur í sig hvers konar vætu á svipstundu. Effco- þurrkan er ómissandi í bílinn, bátinn, ferðalagið, á vinnustaðinn og til heimilisins. i bílinn í bátinn á vinnustaftfW í á heimiiiö í sumarbústaoW Effco-þurrkan fæst hjá okkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.