Tíminn - 14.08.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.08.1987, Blaðsíða 5
Föstudagur 14. ágúst 1987 Tíminn 5 Kringlan hálfu dýrari en öll mannvirki sjávarþorps Ein Kringla mundi rúma allt íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, skóla og kirkju og heilsugæslu í fjölmörgum góðum sjávarplássum á Islandi og byggingarkostnaður hennar er meiri en byggingarkostnaður allra húsa, gatnakerfis og hafnar að viðbættu verði togarans í þessum plássum. Til að gefa landsbyggðarmönnum hugmynd um umfang þessa næst stærsta húss á íslandi (Álverk- smiðjan ein er stærri) má nefna, að ef ein Kringla væri á stöðum eins og Grundarfirði, Flateyri, Hvammstanga, Skagaströnd, Reyðarfirði, Hvolsvelli eða Eyrar- bakka, þyrfti þar engar aðrar bygg- ingar, hvorki fyrir íbúðir eða at- vinnustarfsemi. Aðeins einn veg að henni og bryggju hinumegin. Tálknafirði og Bíldudal mundi m.a.s. duga ein Kringla í samein- ingu. Sömuleiðis gætu víða 5-10 sveitahreppar sameinast um eina Kringlu. Gæti ekki verið forvitni- legt reikningsdæmi fyrir sérfræð- inga að finna út hve mikið hefði mátt/mætti spara í t.d. vega-, síma, og orkulögnum í landinu ef allir fslendingar utan höfuðborgar- svæðisins byggju og ynnu í 180 Kringlum í staðinn fyrir 220 dreifð- um sveitar- og bæjarfélögum? Stærð Kringlunnar er 154 þús- und rúmmetrar. Öll hús í Reykja- vík mældust samtals um 21.250 rúmmetrar árið 1982 hvar af íbúð- arhúsnæði var rúmlega helmingur. íbúðar-, verslunar-, iðnaðarhús- næði, ásamt vörugeymslum, sjúkrahúsum, kirkjum og öðru var því samtals að meðaltali um 154 þús. rúmmetrar, eða samsvarandi einni Kringlu. fyrir hverja 625 Reykvíkinga. Komu því 246 rúm- metrar í hlut hvers og eins, enda Reykjavík vinnustaður miklu fleiri en þar búa. Á flestum þeim stöðum sem nefndir voru hér að framan eru íbúar um eða undir 625 og má því ljóst vera að samanlagt rúmmál allra bygginga er þar víðast hvar mun minna en rúmmál einnar Kringlu. í Kringlublaði Morgunblaðsins í gær segir framkvæmdstjóri Kringl- unnar byggingarkostnað hennar um 1.700 milljónir króna, fyrir utan kóstnað við innréttingar þeirra 80 fyrirtækja sem þar eru til húsa. í nýlegri Jarðgangaskýrslu er að finna mat á „endurstofnverði" aPhra mannvirkja á nokkrum stöð- um á landinu, en endurstofnverö er: „Áætlaður nýbyggingarkostn- aður að frádregnum afskriftum vegna aldurs og ástands", þ.e. kostnaður við að byggja plássin upp í núverandi ástand. Þar kemur m.a. í ljós að endur- stofnverð allra mannvirkja á Flat- eyri er rétt um 700 milljónir króna, þar af 125 milljónir í höfn, 100 milljónir í gatnakerfi og lóðum og 480 milljónir í fasteignum. Að viðbættum góðum togara mundi því Flateyri eins og hún leggur sig ekki kosta nema helming einnar Kringlu. Þarf raunar byggingar- kostnað heils Eskifjarðar (líklega smátt um marmara þar) ásamt 2 togurum til að jafna við byggingar- kostnað Kringlunnar, sem ekki þurfti þó nema nokkra stórhuga athafnamenn í Reykjavík til að ráðast í. Hvort „aflabrögð" og verðmætasköpun Kringlunnar verða meiri eða ntinni en Eski- fjarðar á síðan eftir að koma í ljós. En þess má geta að útflutnings- verðmæti sjávarafurða frá Eskifirði má áætla um 550-600 milljónir kr. í ár. -HEI Stefnir í metár í þorskafla: SMÁFISKUR í AFLA EYKST TIL MUNA - segja starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags Islands, stefnir í metár í þorskafla landsmanna. Allt útlit er fyrir að með óbreyttri veiði, verði heildarafli landsmanna um 400.000 tonn, 100.000 tonnum meiri en Haf- rannsóknarstofnunin lagði til að veitt yrði á árinu. í skýrslu sinni um aflahorfur 1987 segir stofnunin, að „ef veidd verða 400 þús. tonn árin 1987 og 1988 mun það hafa í för með sér hækkun á veiðidánarstuðli úr 0,92 1986 í 1,06 1987 og 1,09 1988. Veiðistofninn mun standa sem næst í stað árin 1987-1989. Hrygningarstofn mun hins vegar minnka talsvert." Hafrannsóknarstofnun gerir ráð fyr- ir að annar hver fiskur sem veiðist á árinu verði annaðhvort þriggja eða fjögurra ára og meðalþyngd verði um eitt og hálft til tvö kíló. Fari afli fram úr 360.000 tonnum á árinu 1987 mun það fyrst og fremst verða til að hlutfall smáfisks í afla eykst enn frá því sem gert var ráð fyrir. „400.000 tonna veiði þýðir bara það að stofninn nær sér alls ekkert, frá þvf sem nú er. Þessir tveir góðu árgangar sem eru að koma inn núna, Eldur við bústað Steingríms í fyrrakvöld var slökkviliðið í Reykholti kallað út til að slökkva eld sem kviknað hafði í rusli við bústað Steingríms Hermannssonar utanrík- isráðherra að Kletti í Reykholtsdal. Slökkvistarfið gekk vel og ekkert tjón varð, hvorki á bústaðnum né á fallegum skóginum í kring. Talið er að glæður hafi lifað eftir þegar rusli var brennt í skurði við bústaðinn fyrr í vikunni og að þegar vindur gekk upp í fyrrakvöld hafi þær náð að magnast. gera það að verkum að það er tiltölu- lega auðvelt að ná inn þessum afla, því það er mikið af smáfiski á miðun- um. Þetta er bara spurning um skynsamlega nýtingu. En svo er spurningin bara hvort menn treysta sér til að láta stærri hluta af þessum smáfiski vaxa upp og fá meiri afla seinna, eða nýta stofninn á annan hátt. Ef menn treysta sér ekki til þess, nú þá verður bara að kyngja því. Við höfum ráðlagt annað, meira getum við í sjálfu sér ekki gert," sagði Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar í samtali við Tímann. Afleiðing 400.000 tonna þorskafla verður því að hlutfall smáfiska í afla eykst til muna, veiðidánarstuðull hækkar talsvert og stofninn nær sér ekki á strik. -SÓL Úr sýningu Ólafar Ingólfsdóttur og Ismopekka Heikinheimo sem sett verður upp í Félagsstofnun stúdenta 15. -17. ágúst. Dans hjá stúdentum: Nútímadans og málverk í einu Tríóið Hilmar Örn Hilmarsson, Ólöf Ingólfsdóttir og Ismopekka Heikinheimo, sem er dansari frá Finnlandi, munu dagana 15., 16. og 17. ágúst setja á svið danssýningu í Félagsstofnun stúdenta. Þetta er nýstárleg uppákoma þar sem fléttað er saman listformum á sérstæðan hátt. Þarna mætast nútímadans og málverk í einni heild með hljóðbakgrunni sem Hilmar Örn Hilmarsson hefur séð um. Aðeins verður um að ræða þrjár sýningar hér á landi, en síðan verður verkið sett upp í Finnlandi í sept- ember næstkomandi. -SÓL Jón Baldvin Hannibalsson og söluskattslögin: Kallaði til sín frumvarpssmiði Jón Baldvin kallaði fjórtán menn úr ráðuneyti sínu, scm unnu að gerð frumvarps um sérstakan sölu- skatt, inn til sín fyrir skömmu og ræddi alvarlega við þá unt óþarfa ónákvæmni og vinnubrögð við gerð bráðabirgðalaganna. Bráðabirgöa- lögin hafa fengið víðtæka gagnrýni, einkum frá þeim sem þurfa að starfa eftir þeim og hafa fjölmörg sýnishorn þcirrar gagnrýni verið tíunduð í fjölmiðlum. Heimiidir Tímans herma að ráðherrann hafi talið að vel hefði mátt komast hjá einhvcrri af þessari gagnrýni og því boðað til þessa fundar með starfs- mönnum sínum. „Jú, það er flugufótur fyrir þessu" sagði Jón Baldvin þegar þetta var borið undir hann. „Hins vegar er öllum þeim sent nálægt jsessu koma vorkunn, því þetta er ekki vinnandi verk út af fyrir sig," sagði fjármálaráðherraennfremur. Um söluskattslögin sagði ráð- herrann síðan: „Það skal fúslega viðurkennt af minni hálfu, að það eru mörg álitamál eins og óhjá- kvæmilegt er meðan menn eru á annað borð aö þvælast með undan- þágur. Undanþágurnar cru hlutur scm á ekki að vera í skattalögum. Þær valda mismunun. Það er verið að grípa inn í samkeppnisaðstöðu, hygla einhverjum á kostnað ann- arra. Hcr er þó meginreglan sú að verið er að hygla framleiðendum íslcnskra matvæla, landbúnaðar- afurða fyrst og frernst, á kostnað innflytjenda. Þeirri meginreglu vcrður náttúrlega ekki brcytt þar sem fyrir dyrurn stendur að taka þetta kerfi til heildarendurskoðun- ar frá og með áramótum." Aðspurður sagðist Jón Baldvin ckki vilja fullyrða neitt um hvort breytingar verði gerðar á sölu- skattsreglugerðinni eftir að þing kemur saman. Hann myndi ekki hafa frumkvæði að því. -HM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.