Tíminn - 22.11.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.11.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Sunnudagur 22. nóvember 1987 LITIR GERÐIR ÚR ÍSLENSKUM JURTUM Ásta Erlingsdóttir sýnir vatnslitamyndir í Gerðubergi Sl. sunnudag hófst í Gerðu- bergi sýning á 40 Vatnslitamynd- um Ástu Erlingsdóttur, sem orðnar eru til á sl. tveimur árum. Hér sýnir Ásta einkum blóma og landslagsmyndir en einnig fantasíur. Óvenjulegt mun það þykja að myndirnar eru allar málaðar með litum sem Ásta hefur sjálf búið til úr ís- lenskum jurtum, en hún hefur langa reynslu og kynni af jurtum úr grasalækningastarfi sínu og jurtasöfnunarferðum um allt ísland. Sýningin er opin frá því kl. 14 - 21 alla virka daga, en frá 14 - 18 föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Á sýningunni er til sölu bókin um ævi og starf Ástu, sem út kom fyrir nokkrum dög- um og áritar hún hana á sýningu sinni. Sýníng Rúnu Gísladóttur að Kjarvalsstöðum Sýningu Rúnu Gísladóttur að Kjarvalsstöðum sem hófst 7. nóvember lýkur á sunnu- dagskvöld. Á sýningunni eru 104 myndverk, akrýl- og ol- íumálverk og collagemyndir (klippimyndir). Þetta er fyrsta einkasýning Rúnu, en hún hefur áður tekið þátt í nokkrum samsýningum, m.a. FÍM-sýningum 1981 og 1983, Kirkjulistarsýningu að Kjarvalsstöðum um páska 1983 og „Reykjavík í myndlist" að Kjarvalsstöðum sumarið 1986. Rúna Gísladóttir lauk kenn- araprófi frá Kennaraskóla ís- lands 1962 og stundaði al- menna kennslu í 10 ár. Hún nam síðan málun og myndvefn- að í Noregi 1974-76 og vai“við nám í Myndlista- og handíða- skóla íslands á árunum 1978- 82. Hún útskrifaðist úr málara- deild. Síðan hefur Rúna starfað sjálfstætt á vinnustofu að Sel- braut 11 á Seltjamarnesi og stundar þar einnig myndlistar- kennslu í námskeiðaformi. Sýning Rúnu hefur verið fjölsótt og er opin daglega klukkan 14.00-22.00. Henni lýkur sem fyrr segir næstkom- andi sunnudagskvöld. Ásta við opnun sýningar sinnar sl. sunnudag. BILASYNING Sýnum laugardag og sunnudag kl. 14.00-17.00 ÁAKUREYRI: í nýjumsýningarsal hjá Sigurði Valdimarssyni, Óseyri 5A PATROL og SUNNY NI5SAN í REYKJAVIK: NI5SAN Fólksbíla og pick-up Lánakjör: Aðeins 25% út, eftirstöðvar lánaðar í allt að 30 mánuði III Verið velkomin - Alltaf heittá könnunni ^1957-1987^; & 30 8 Sll INGVAR HELGASON HF Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.