Tíminn - 16.12.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 16.12.1987, Blaðsíða 20
Þjónusta í þína þágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. dagar til jóla IHRESSA KÆTA Tíminn HBHHB Sviptingar í íslenskri hönnun og fataiðnaði: Gerður í Flónni uppgefin og flytur af landi brott Gerður Pálmadóttir fata- hönnuður, betur þekkt undir nafninu Gerður í Flónni, hefur hætt rekstri verslunarinnar Kar- akter Flóin að Þingholtsstræti 2, og mun á næstunni flytja til Luxemborgar og hefja þar rekst- ur á eigin fatahönnunarfyrirtæki. Gerður hyggst sclja allar sínar eignir, og losa þannig fé til greiðslu á þeim lánum sem hún segir að hafi lengi verið að sliga sinn rekstur. „Ég sé ekki lengur neina smugu til að standa í þessu. Það er enginn tilgangur með þessu basli. Þetta er ekkert annað en strit og vonbrigði,“ sagði Gerður. Hún segir að höfuðástæðan fyrir brott- flutningi hennar sé sú að fjárhags- lega geti hún ekki staðið lengur í þessu. „Málið er það að það var engin fyrirgreiðsla í upphafi. Að glíma við skuldahala í byrjun er mjög erfitt og setur stólinn fyrir dyrnar með framgang fyrirtækja. Það ríkir ótrúlegt vantraust á íslenskri hönnun oghugmyndum, og nota bene, ekki einungis hvað varðar fataiðnað, því hafði eng- inn trú á því sem ég var að gera og þvi fékkst engin fyrirgreiðsla. Og t.d. rekstrardeildir bankanna virðast ekki hafa áhuga á nýsköp- un, það er áhætta. En það er að mínu mati stærri áhætta að hlúa ekki að þeim fyrirtækjum sem stefna í útflutning og framleiðslu á heimaveili. Það er bókstaflega einhver hugmyndalömun í kerf- inu. Það áttar sig hreinlega ekki á því að hugmynd er einhvers virði.“ Gerður sagði að gífurlegur fjármagnskostnaður í sínu fyrir- tæki hefði fyllt mælinn við rekstur þess. Hún sagði að vaxtapólitíkin hér væri stjórnlaus og ekki til þess fallin að ýta undir rekstur iðnfyrirtækis. „Og manni finnst horfurnar í efnahagsmálum svo svartar nú, að þó að ég gæti byrjað í dag á núlli myndi ég ekki" treysta mér í það, því að ég get ekki séð hvert á að leita til að fá þá fyrirgreiðslu eða samstarf, sem nauðsynlegt er til að hefja rekstur slíks fyrirtækis. Það eru allar dyr lokaðar og skilningur enginn." Gerður sagði að trúlega væri stærsta meinið í fataiðnaði hér- lendis, að samvinna þeirra aðila sem vinna í honum sé engin. „En það er ótrúlegt áhugaleysi ríkj- andi í þjóðfélaginu gagnvart hverskonar iðnaði. Við eigum mikla möguleika í útflutningi á fatnaði og ekki síst í ullarfatnað- inum. Hér er á boðstólum mjög góð vara, en það er mark- aðssetning hennar sem hefur brugðist, það vantar tengsl við tískuheiminn. íslendingar hafa verið kærulausir í umgengni við erlenda aðila. Við erum þekkt fyrir að afgreiða ekki vöruna á réttum tíma. Slíkt gengur ekki, ef ætlunin er að öðlast traust erlendra aðila.“ Gerður var ekki fús til að tjá sig um hvað hún ætlaði nákvæm- lega að gera útí Luxemborg. Hún sagðist þó hafa um það mótaðar hugmyndir, en vildi ekki ræða þær að svo stöddu. „Ég hef enga ástæðu til að ætla að heimurinn falli flatur fyrir mér, en aðalmálið er að ég vil vinna við mitt fag og það er ekki mögulegt á fslandi," sagði Gerður Pálmadóttir. óþh Karakter Flóin við Þingholtsstræti 2. Mynd: Pjetur ■■■■ Finnbogi Eyjólfsson híaðafulitrúi Heklu við einn Drammenbílanna. Tímamynd G.E. Drammenbílarnir stóðust prófið Bílar þeir sem lentu í vatnsflóði í Drammen í Noregi í október sl. og Hekla hefur flutt inn, hafa staðist öryggisskoðun Bifreiðaeftirlitsins. Samkvæmt upplýsingum frá Bif- reiðaeftirlitinu hefur við skoðun á Mitsubishi bílunum ekkert það kom- ið fram sem bent gæti til að þeir hafi orðið fyrir þeim skaða að umferöar- öryggi sé stefnt í hættu með því að leyfa notkun þeirra. Bifreiðaeftirlitið skoðaði fjórar af þeim 117 bifreiðum sem þegar eru komnar til landsins og voru þær valdar af handahófi. Einkum var kannað hvort líkur væru á að salt- blandað vatn hafi komist í bílana þannig að öryggis- og stjórnbúnaði þeirra stafi hætta af. Bílarnir voru teknir að miklu leyti í sundur og tveir þeirra hemlaprófaðir í sérstöku tæki. Iðntæknistofnun íslands að- stoðaði við skoðun bílanna og kann- aði m.a. feiti í stýrisendum og stýr- isvölum. Eins og áður greinir kom ekkert fram við þessa skoðun sem benti til að bílarnir væru hættulegir. Hræðsla Svía við Norðmenn kom í veg fyrir tollfrelsi á fiski á EFTA funcli: Þarf að ræða málið í Norðurlandaráði „Við náðum samkomulagi sem við getum sætt okkur við. Það var sett í fundargerð að tillaga þing- mannanefndar um fríverslun á fiski hafi verið rædd á ráðherrafundinum og staðfest að það sé mikilvægt markmið sem muni verða rætt á næsta ráðherrafundi í vor,“ sagði Steingrímur Hermannsson, utanrík- isráðherra í samtali við Tímann í gær, en ráðherrafundi EFTA lauk einmitt í Genf í gær. Svíar, sem einir þjóða, standa á móti fríversluninni, vildu til að byrja með að það yrði ekki sett í fundar- gerð að málin yrðu rædd að nýju, en samkomulag náðist síðan á síðari fundardegi. Ekki liggur ljóst fyrir, hvers vegna andstaða Svía er jafn mikil og raun ber vitni, en að sögn Steingríms, er sagt á fundinum að pólitískar að- stæður í Svíþjóð liggi á bak við andstöðuna. „Það eru einhverjir útgerðarbæir í Suður-Svíþjóð sem telja sig vera í hættu ef Norðmenn fá fullan aðgang að markaðnum. Þeir eru út af fyrir sig ekki hræddir við okkur, heldur er þetta meira milli Norðmanna og þeirra,“ sagði Steingrímur. Tillagan fékk stuðning allra landa nema Svía, en þar sem um breytingu á samþykktum EFTA er að ræða, þarf samþykki allra, og því hafa Svíar neitunarvald í þessu máli. „Ég held að það sé ljóst að við þurfum að vinna að þessu máli í gegnum Norðurlandaráð, m.a. í tengslum við hinn svokallaða heima- markað, sem þar er á dagskrá, og svo þurfum við eflaust að ræða þetta beint við Svíana,“ sagði Steingrímur ennfremur. Þá var fyrirhugaður ráðherrafund- ur EFTA og EBE einnig á dagskrá á síðari degi ráðherrafundarins og sagði Steingrímur að þess væri vænst að á þeim fundi yrði hægt að marka meginlínur í samskiptunum. Hann sagðist þó viss um að sú þróun sem nú ætti sér stað innan EBE myndi taka langan tíma, „en það virðist vera mikill vilji hjá þessum sex löndum að hefja sameiginlega aðlög- un og undirbúning að því sem þar er að gerast. Það eru náttúrlega mis- munandi áherslur og þessi lönd eru flest í einkaviðræðum við EBE á einn eða annan hátt. En það er EBE sem ræður ferðinni í þessu máli,“ sagði Steingrímur. -SÓL r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.