Tíminn - 19.12.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.12.1987, Blaðsíða 16
16 Tíminn Laugardagur 19. desember 1987 Betli- drengurinn Jugga finnur Móður Teresu Bókaútgáfan Landakot hefur gefið út bókina „Betlidrengurinn Jugga finnur Móður Teresu" eftir Kirsten Bang. Hún er skreytt fj'ölda teikninga eftir Kömmu Svensson og Torfi Ólafsson hefur þýtt hana á íslensku. Anna G. Torfadóttir sá um útht bókarinnar. Magnús Jónsson Bær í byrjun aldar - Hafnarfjörður Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur gefið út bókina Bær í byrjun aldar - Hafnarfjörður, sem Magnús Jónsson minjavörður í Byggðasafni Hafnarfjarðar tók saman. Þessi bók var fyrst gefin út 1967 í litlu upplagi og seldist strax upp og sama er að segja um næstu útgáfu, sem út kom 1970. Hér kemur bókin út í þriðja sinn, og nú fylgir henni nafnaskrá yfir þá sem í bókinni eru nefndir. í skránni eru rúmlega 1300 nöfn. Nafnaskrá var ekki í fyrri útgáfunum tveimur. Ævisaga Blixen tsafold hefur gefið út bókina Karen Blixen ævisaga eftir Permeniu Migel í þýðingu Amheiðar Sigurðardóttur og Eyglóar Guðmundsdóttur. Bókin fjallar um líf skáldkonunnar, gleðiogsorgir, og byggir á viðtölum við skáldkonuna sjálfa og samferðamenn hennar, en Parmenia Migel var góð vinkona Karenar Blixen. Þetta er saga af bækluðum dreng í sveitaþorpi í Indlandi og foreldrarnir neyðast til að selja vegna fátæktar sinnar. Drengnum er ætlað að verða betlari því að meiri líkur eru til að fólk gefi bækluðum börnum en heilbrigðum. Drengurinn gengur kaupum og sölum og lendir síðast á götunni í Kalkútta þar sem hann á ekki annað fyrir sér en að veslast upp úr næringarskorti, en þá kemur Móðir Teresa og systurnar til sögunnar. Sá hagnaður, sem verða kann af sölu bókarinnar, rennur til styrktar starfsemi Móður Teresu í þágu bágstaddra barna í Indlandi og víðar. ísafold hefur áður gefið út tvær bækur Karenar Blixen Vetrarævintýri og Síðustu sögur og koma þær nú út að nýju i kiljuformi. flNGELfl Angela Theresa Charles Bókaútgáfan Skuggsjá hefur gefið út nýja skáldsögu eftir Theresu Charles, sem nefnist Angela. Eftir Theresu hafa áður komið út margar bækur, sem enn eru flestar fáanlegar. Angela Smith kemur til bæjarins Wheystone frá London. í Wheystone ætlar hún að sækja um læknissstarf og reyna að jafna sig um leið í hreinu sveitalofti og kyrrlátu umhverfi eftir slys, sem hún hafði lent í. Lea þroskast ísafold hefur gefið út bókina Enn er skrattanum skemmt... sem er síðasta bókin af þremur um Stúlkuna á bláa hjólinu eftir Régine Deforges í þýðingu Þuríðar Baxter. Nú líður að leikslokum og söguhetjurnar sem við þekkjum úr Stúlkunni á bláa hjólinu og 1 blíðu og stríðu hafa nú tekið afstöðu. Timi reikningsskilanna er kominn. Lea hefur þroskast. Illlllllllllllllllllll MINNING lllilllllllllllll^ ■ .r:.■ ■ á.■ -i.-:. ,L v ■',> Þuríður Guðnadóttir fyrrverandi ijósmóðir, Akranesi Fædd 1. september 1904 Dáin 12. desember 1987 Þuríður Guðnadóttir f. Ijósmóðir andaðist í Reykjavík 12. des. s.l. eftir þráláta vanheilsu á þessu ári. Útför hennar verður gerð frá hinni nýju Seljakirkju í Breiðholti mánu- daginn 21. des. kl. 13.30. Þar kveður gagnmerk kona, sem skilað hefur miklu dagsverki og gifturíku. Þuríður var Vestfirðingur að ætt og uppruna. Fædd að Kambi í Mýr- arhreppi í Dýrafirði 1. september 1904. Foreldrar hennar voru hjónin Guðni Jónsson bónda á Læk í Dýra- firði Bjarnasonar og Kristín Páls- dóltir bónda í Stapadal í Arnarfirði Snæbjörnssonar. Guðni faðir hennar stundaði einkum sjómennsku. enda var Kambur ekki venjuleg jörð með hefðbundnum búskap. Hann flutti síðan til ísafjarðar og þaðan til Reykjavíkur um 1920. Þar eyðir Þuríður unglingsárum sínum og gekk í alla algenga vinnu, sem konum stóð þá til boða. Skólar voru þá fáir og nám í þeim nánast forrétt- indi þeirra, sem höfðu sæmileg efni. Það lét Þuríður þó ekki á sig fá og leitaði menntunar á námskeiðum í ýmsum hagnýtum greinum, sem konum kom vel að læra og notaðist þeim vel síðar á lífsleiðinni. Þannig sótti hún saumanámskeið, mat- reiðslunámskeið og námskeið Rauða kross íslands í heimahjúkrun og hjálp í viðlögum 1926. Vafalaust hefur það orðið kveikjan að því að hún hóf nám í Ljósmæðraskóla ís- lands 1927 og lauk þar prófi vorið 1928. Þar með hófst heillaríkt ævi- starf Þuríðar sem ljósmóður, er stóð í tæp 40 ár eða til vorsins 1965. Ljósmóðurstarfi gegndi Þuríður í Reykholtsdal og Hálsasveit í Borg- arfirði 1928-’33, á Landsspítalanum og víðar 1933-’35 og á Akranesi 1935-’65 eða í 30 ár. Á þeim árum fjölgaði íbúum Akraness úrca. 1400 i 4000. Þuríður var lengst af eina ljósmóðir bæjarins á þessu tímabili. Þar til Sjúkrahús Akraness tók til starfa 1952 fóru allar fæðingar fram í heimahúsi, en færðust á skömmum tíma eftir það inn á sjúkrahúsið. Þar naut hún aðstoðar lækna, eftir því sem þörf var á, en fæðingarlæknir var ekki ráðinn á sjúkrahúsið fyrr en 1969. Á síðustu árum Þuríðar voru fleiri Ijósmæður ráðnar þangað og vaktir teknar upp. Saga Ijósmæðra og héraðslækna á íslandi frá fyrstu tíð og fram yfir miðja öld er hetjusaga margra ein- staklinga, við björgun mannslífa. Það var ekki á færi nema hinna hraustustu manna og kvenna að bjóða vatnsföllum og síbreytilegri veðráttu birginn fótgangandi eða á hestum lengst af. Grímur Thomsen hlaut mikla hylli þjóðarinnar fyrir kvæði sitt um Svein Pálsson og Kóp og þar var skyldunum lýst þannig: „ Væri ei nauðsyn næsta brýn, náttstað yrði ég feginn, en kona í barnsnauð bíður mín banvæn liinuinegin. “ Því varð að stíga krappan dans við ólgandi jökulvatnið. Þegar skyldan býður verða persónulegar þarfir að víkja. Slíkur garpskapur heyrir nú sögunni til. Starfsaðstaða Þuríðar Guðnadóttur verður heldur aldrei endurtekin hér á Akranesi. Hún þurfti oft að leggja nótt við dag og gegna kalli hvenær sólarhringsins sem var. Eina ljósmóðirin í 3000- 4000 manna byggðarlagi og eftir að sjúkrahúsið tók til starfa kom fjöldi mæðra af Vesturlandi og fæddi börn sín þar. Fæðingar komust sum árin upp í 160. Af þessu má nokkuð marka hversu umfangsmikið starf Þuríðar var. Þá voru barneignir í tísku og eftirsóknarvert að eiga marga afkomendur. Mörg dæmi um 10-12 börn í fjölskyldum. Ekki veit ég fyrir víst, hversu mörgum börnum hún tók á móti í umrædd 30 ár á Akranesi, en einhverntíma heyrði ég nefnda töluna 2600. En hvað sem því líður er alveg ljóst, að Þuríður vann hér gífurlegt starf, oft við hinar erfiðustu aðstæður, áður en sjúkra- húsið tók til starfa. Aldrei mun Þuríður hafa kvartað yfir kjörum sínum, hvorki vinnuá- lagi né launum. Það var henni ekkert mál. Hún hafði ánægju af ljósmóður- starfinu og gegndi því af einstakri skyldurækni og samviskusemi. Eftir tarnir í marga daga og nætur var hún oft þreytt, en með hverju barni sem fæddist hvarf þreytan og hún fór mjúkum höndum um hvítvoðunginn og fagnaði honum með sínu sérstæða og fallega brosi, sem var einkenni Þuríðar. Hver ný fæðing heilbrigðs barns var hamingjustund í lífi Þuríð- ar, sem hún tók jafnframt innilega þátt í með hverri fjölskyldu. Gilti þar einu, hvort búið var í höll eða hreysi. Með æðruleysi og hógværð sinnti hún störfum sínum og öllum leið vel í návist hennar. Það duldist engum að Þuríður átti miklum vin- sældum að fagna í starfi sínu og konur sem nutu hennar mátu hana mikils. Bar þar margt til. Hún var ákaflega vel gerð kona, dugleg og skyldurækin. Góðvildin og hæversk- an geisluðu frá henni. Hún var vönd að virðingu sinni og hreinskiptin. Föst fyrir ef því var að skipta. Þuríður var hin dæmigerða ljósmóð- ir, með reisn og myndarbrag, eins og þær birtast í Ijóðum og sögum frá liðnum tíma. Á undan Þuríði var Ijósmóðir á Akranesi í tæp 40 ár önnur öndvegis ljósmóðir - Guðrún Gísladóttir frá Stóru-Fellsöxl - og raunar störfuðu þær saman í 3 ár, en þá hætti Guðrún vegna aldurs. Nokkru eftir að hún hafði tekið á móti 1000 börnum var hún kjörin heiðursborgari á Akra- nesi og þótti vel að þeim sóma komin. Vorið 1982 fagnaði Sjúkrahús Akraness 30 ára starfsafmæli sínu með fjölbreyttri dagskrá í sjúkrahús- inu. Þuríður var þar heiðursgestur og hlaut sérstaka viðurkenningu fyr- ir störf sín. Á eftir var fjölmennt samsæti í Hótel Akranes. Er eftir- minnilegt hversu konur á Akranesi fögnuðu Þuríði þar og sýndu henni alla þá ástúð og góðvild, sem unnt var að láta í ljós, svo henni tókst ekki fyrr en seint og um síðir að komast frá mannfagnaði þessum. Þarna var margt góðra gesta, en það leyndi sér ekki, hver átti hug flestra. Þá voru 17 ár liðin frá því Þuríður lét af störfum og hafði flutt til Reykjavíkur. Afmælishátíð þessi varð Þuríði til mikillar ánægju og mat hún mikils þá vináttu, sem forráðamenn sjúkrahússins sýndu henni. Þuríður Guðnadóttir naut ekki aðeins giftu í störfum heldur og hamingju í einkalífi. Hún giftist 14. ágúst 1937- Bjarna Th. Guðmunds- syni frá Skagaströnd, miklum af- bragðsmanni, sem lengi var fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúss Akraness og bæjarfulltrúi á Akranesi. Farsælt hjónaband þeirra stóð í meir en hálfa öld. Störf þeirra beggja fyrir Sjúkrahús Akraness á frumbýlisár- um þess voru unnin af einstæðri trúmennsku. Sonur þeirra er Páll, cand. mag. menntaskólakennari í Reykj avík, kvæntur Álfheiði Sigurg- eirsdóttur hússtjórnarkennara frá Granastöðum í Köldukinn, S.-Þing. Börn þeirra eru fjögur. Auk þess gekk Þuríður í móðurstað ungum sonum Bjarna frá fyrra hjónabandi. Sumarið 1965 sagði Þuríður starfi sínu lausu og flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Bjarni gerðist gjald- keri og bókari hjá versluninni Víði í Reykjavík, en Þuríður helgaði heim- ilinu upp frá því starfskrafta sína. Þangað var ánægjulegt að koma og öllum vel fagnað. Gestrisni var þeim hjónum í blóð borin. Alúðin brást aldrei og umræðuefnin voru næg. Starf Þuríðar Guðnadóttur í 30 ár er merkur þáttur í sögu Akraness. Hún hverfur af þessum heimi með þakklæti og virðingu bæjarbúa al- mennt fyrir frábær störf í þágu þeirra, sem lengi munu minnast mannkosta hennar og mikillar giftu. Matthías dró upp mynd af merkri konu á liðinni öld. Sú lýsing gæti einnig átt við: „Ástrík kona, elskuleg móðir guðhrædd, góðsöm og gáfum prýdd. Hugljúf öllum með hjartans þíðu, hlíð og hógvær til banadægurs. “ Við hjónin kynntumst Þuríði og heimili hannar fyrir 33 árum og síðan hafa vináttuböndin aldrei rofnað, þrátt fyrir nokkra fjarlægð hin síðari ár. Sönn vinátta góðra manna er gulli betri. Því skulu fluttar þakkir að leiðarlokum fyrir öll hin góðu kynni. Bjarna Th. og fjölskyldunni eru fluttar einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing mætrar konu. Daníel Agústínusson. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.