Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						6 Tíminn
Sunnudagur 24. janúar 1988
UNDIR SUÐ
í BERGSHÚSI
yzt við sjóndeildarhringinn eins og
risavaxinn tólgarskjöldur með göml-
um myglufeyrum."
STJÖRNUTURNINN
Fyrir framan dyrnar á herbergi
því sem Þórbergur og herbergisfél-
agi hans höfðu var lítið þurrkloft. 1
austurenda hússins var annað her-
bergi á stærð við Baðstofuna sem var
ýmist notað sem geymsla eða her-
bergi handa vinnukonum. Niður af
þurrkloftinu miðju var brattur stigi
sem lá niður í eldhúsið. Aðrar
vistarverur á neðri hæðinni voru tvö
svefnherbergi auk stofu, borðstofu,
forstofu og vinnuherbergi húsbónd-
ans. „Á þakinu yfir stiganum var
einrúðu-gluggi, sem hægt var að
opna og loka eftir vild. Og þegar
V.
'IÐ staðnæmumst fyrír
framan hús númer 10 við
Skólavörðustíg. Fyrír ofan
inngangínn hefur verið kom-
ið fyrir fjöl sem á er grafið
nafnið Bergshús. Þetta vekur
óneitanlega forvitni, svo ekki
er úr vegi að líta á sögu þessa
húss og hvaðan það hefur
fengið þetta nafn.
ÖRLAGAHÚSIÐ
„Það var gamalt hús með rismiklu
helluþaki og lágum timburveggjum,
svipþungt og karakterfast, ómandi
af músik aldanna. Það stóð við
Skólavörðustíginn, sunnan megin
götunnar uppi undir Bergstaða-
stræti, tuttugu og tvo faðma fvá
höfuð-tukthúsdyrum þjóðarinnar.
Það kom manni til að hugsa um
alvöru lífsins.
Þessi merkilegi mannabústaður
var í daglegu tali kallaður Bergshús
eða Skólavörðustígur 10. En eftir að
ég hafði átt þar athvarf í rúm tvö ár,
kallaði ég það aldrei annað með
sjálfum mér en örlagahúsið eða hús
örlaganna."
Á þennan hátt kemst Þórbergur
Þórðarson að orði í lýsingu sinni á
svonefndu Bergshúsi í bók sinni
Ofvitinn. f þessu húsi bjó hann í tæp
fjögur ár á meðan hann stundaði
nám í Kennaraskólanum frá 1909.
Honum hafði verið útvegað ásamt
öðrum pilti herbergi sem var undir
súð. Við skulum grípa aftur niður í
bókina og fá lýsingu á herberginu
eins og það leit út þegar ungur
f—1
iti:
: i
M
*'
n
LJL.J
nn
Et
p 1	=M
nn
á
o
á  =é
Q0
r>
N
---i
GÖTU14LIP    M  ', Á ', AOO
Bergshús að Skólavöroustig 10, eins og það leit út árið 1960, áður en því var breytt í verslunarhúsnæði. Þegar Þórbergur bjó þar mun
útidyrahurðin hafa verið vængjahurð, eins og tiðkaðist í þá daga.
sveitadrengur gekk inn í þetta fram-
andi hús sem heillaði hann strax frá
fyrstu stundu.
BAÐST0FAN
„Herbergið, sem við fengum
þarna til íbúðar, var uppi á lofti í
vesturenda hússins, og gestir okkar,
er þangað tóku að streyma, þegar
leið á haustið, kölluðu það í gamni
sínu Baðstofuna, af því að það var
undir súð og allur heildarsvipur þess
minnti mjög á sveitabaðstofu.
Þessi vistarvera var um sex álnir á
lengd, sex á breidd og liðugar þrjár
álnir að hæð upp i mæni. Vegghæðin
frá gólfi upp að súð var nálægt einni
alin og kvartéli. Súðin, sem ekki var
skarsúð, var bólstruð grænleitu veg-
gfóðri, en veggirnir milli gólfs og
súðar voru klæddir blágrænum pan-
elþiljum, sömuleiðis stafninn ogskil-
veggurinn sitt hvorum megin dyra.
Á gafli herbergisins var sexrúðu
gluggi, sem snéri móti norðvestri.
Og þegar við litum út um hann,
blasti Faxaflói við augum okkar, en
handan við flóann reis Snæfellsjökull
Húsið hef ur tekið mlklum breytlngum f rá því í upphaf I aldarlnnar en (fyrstu mun það haf a verið timburklætt. Á gaf li hússins hefur verið
byrgt fyrir gluggann sem Þórbergur horfði út um, yfir Faxaflóann og út á Snæfellsnes. (Tímamynd Gunnar)
maður stóð á pallskórinni, gat maður
teygt höfuðið upp um gluggaopið og
séð í þrjár áttir. Þessi gluggi var
stjörnuturn minn í fjóra vetur."
KJAFTAKLÖPP
Garðurinn í kringum húsið mun
hafa verið stór og frjósamur. Hann
var að mestu leyti sunnan og austan
við húsið og markaðist af grjótgarði
sem lá frá húsinu austanverðu og
meðfram Bergstaðastræti til suðurs.
Að öðru leyti markaði rimlagirðing
mörk garðsins.
Við austur enda hússins, nánar
tiltekið á horni Skólavörðustígs og
Bergstaðastrætis var klöpp ein, sem
kölluð var Kjaftaklöpp. Eins og
nafnið gefur til kynna var þetta n.k.
samkomustaður þar sem fólk hittist
og nýjustu fréttirnar og kjafta-
sögurnar sagðar.
Hið svokallaða Bergshús var reist
um 1870, af Alexíusi Árnasyni lög-
regluþjóni. Húsið var komið í eigu
Bergs Þorleifssonar þegar Þórbergur
fékk leigt herbergi hjá honum. Síðar
erfði Guðrún dóttir Bergs húsið og
var það í eigu hennar þar til 1945 að
Kristján Arnór Kristjánsson keypti
húsið.
„Þetta mun vera innflutt hús frá
Noregi, sem var síðan reist hér á
Ióðinni" sagði Kristján Arnór Krist-
jánsson    núverandi    eigandi
Bergshúss. "Ég tók um það bil þrjá
mánuði í að lagfæra húsið áður en
við fluttum inn í það og fann þá
gamlan silfurpening. Ég hef litið á
þennan pening sem lukkupening fyr-
ir mig, því mér hefur alltaf liðið
mjög vel hérna." Kristján Arnór bjó
í húsinu fram til um 1960, þar til
neðri hæðinni var breytt í verlunar-
húsnæði og hefur verið rekin verslun
þar síðan.
Stuttu eftir að Kristján Arnór
flutti inn kviknaði í efri hæð hússins
en sem betur fór urðu skemmdir
óverulegar, aðallega af völdum sóts
og vatns.
BAÐSTOFAN KVÖDD
í dag hefur húsið og umhverfi þess
tekið miklum breytingum frá því
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16