Tíminn - 06.02.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.02.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn Laugardagur 6. febrúar 1988 PSORIASIS- SJÚKLINGAR Ákveöin ferö er fyrir psoriasissjúklinga 13. apríl næstkomandi til eyjarinnar Lanzarote, á heilsugæslustöðina Pan- orama. Þeir sem hafa þörf fyrir slíka ferö snúi sér til húðsjúkdómalækna og fái vottorð hjá þeim. Sendi þeir það merkt nafni, heimilis- fangi, nafnnúmeri og síma til Tryggingastofnunar ríkisins, Laugavegi 114, 3. hæð. Umsóknirverða að berast fyrir 4. mars. Tryggingastofnun ríkisins SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA 3 SlMI (91) 681411 Starf í skýrsluvéladeild Óskum eftir að ráða vélstjórnanda (óperator) í skýrsluvéladeild. Æskilegt að umsækjandi hafi góða undirstöðumenntun, unnið er á vöktum. Hér er um að ræða lifandi starf fyrir réttan og áhugasaman aðila. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá starfsmannahaldi. Samvinnutryggingar g.t. Ármúia 3, sími 681411 Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Bygg- ingadeildar óskar eftir tilboðum í sm íði og uppsetn- ingu á 5 stórum hljóð og eldvarnarhurðum í Borgarleikhúsið í Reykjavík. Samanlagt flatarmál hurðanna er um 324 m2. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 1. mars kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAfL Frfkirkjuvcgi 3 — Sími 25800 Hús til sölu í Seyluhreppi Skagafjarðarsýslu Kauptilboð óskast í íbúðarhús á jörðinni Lauftún, Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu ásamt 1000 m2 leigulóð. Stærð hússins er 603 m3. Brunabótamat erkr. 5.814.000,-. Húsið verður til sýnis í samráði við Sigurð Haraldsson oddvita sími 95-6111 og 95-6192. Kauptilboð er greini verð og greiðsluskilmála þurfa að berast skrifstofu vorri fyrir kl. 11:00 f.h. þriðjudaginn 16. febrúar n.k. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 . Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Bygg- ingadeildaróskareftirtilboðum í 2. áf. Selásskóla. Um er að ræða 432 m2 hús, fullbúið að innan og utan. Lokið er við að grafa grunn. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, frá og með þriðjudeginum 9. febrúar gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 24. feb. n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKlAViKURSORGAR frikirk|wv«gi 3 — Simi 2S800 . -- J lllllllllllllll AÐ UTAN Jarðgöng frá Álasundi til Vigra-Valdereyjar um Ellingsey I Noregi var í janúar 1986 tekið að grafa jarðgöng á milli bæjarins Ála- sunds og Ellingseyjar og síðan frá henni til Vigra-Valderey og loks brú frá hinni síðastnefndu til eyjarinnar Giske. - Flugvöllur Álasunds er á Vigra, eins og kunnugt er, og hafa farþegar verið fluttir þangað og þaðan á ferju. Jarðgöngin eru í tveimur hlutum. I fyrsta lagi verða 3,5 km löng göng frá Álasundi til Ellingseyjar. í öðru lagi verða 4,2 km löng göng frá Ellingsey til Vigra-Valderey. Dýpst liggjagöngin 140m undirsjávarmáli. Samanlagðir mynda gangarnir tveir lengstu neðansjávargöng í heimi. Til stóð að taka göngin í notkun í árslok 1987, ári fyrr en upphaflega var áætlað. Ulia*Förre>virkjunin á Suldals-heiðum Norðaustan Stavanger á Suldals- heiðum er verið að reisa mikið raforkuver, sem með neti neðan- jarðar-vatnsganga verður tengt virkjunum í Kvilladal og Hylen. Vegna þessa verða hlaðnar 9 stíflur. Hin stærsta, við Blasjö, verður firna- stór, 1.400 m löngog allt að90 m há, og myndar hún uppistöðulón, er verður tíunda stærsta stöðuvatn í Noregi. Hér er um að ræða mestu vatnsafls-virkjun í Noregi, sem mun leggja til um 5% af raforku hans. Að gerð ganganna hafa 150 menn unnið að staðaldri. Sprengdu þeir um 40 m göng á viku. í göngunum eru 3 akbrautir, samtals 11 m breið- ar. Kostnaður af gerð ganganna og brúarinnar til Giske var áætlaður 385 milljónir króna norskra. Gjald verður tekið af ökutækjum, sem um göngin fara, lítið eitt hærri en núver- andi ferjugjöld. Vænst er, að um 3.000 bílar fari um göngin á dag. Mun kostnaðurinn af þessum miklu mannvirkjum með þeim hætti hafa verið að fullu greiddur árið 2000, ef svo fer sem horfir. Þurrkar í Suður-Afríku í febrúar og mars 1987, í þann mund er maís tók út þroska á ökrum Suður-Afríku, einkum í Transvaal vestanverðu, á „Plaateland," voru þurrkar þar sjötta árið í röð. Upp- skera landsins af maís 1987 mun hafa verið um 7,0-7,5 milljónir tonna, ekki 9-10 milljónir tonna eins og vant er. Árlegt verðmæti búsafurða Suður- Afríku hefur síðustu ár verið kring- um Rand 13 milljarðar. Svarar sú upphæð til 5% af þjóðarframleiðslu landsins. Maís er helsta uppskeran, og var hún metin á Rand 2 milljarða 1986. Rækta um 67.000 hvítir bænd- ur maís. Innanlands er neytt árlega 6 milljóna tonna. Til útflutnings munu 1987 einungis hafa til fallið um 1 milljón tonna í fyrra 1987. Ekki aðeins kreppir að bændum Suður-Afríku í Transvaal. Heims- markaðsverð á sykri hefur fallið á síðustu árum. Og hafa tekjur af sykurrækt skroppið saman í Natal. Þá ugga bændur í Höfðanýlendu líka um sinn hag, en í fyrra nam útflutningur víns og niðursoðinna ávaxta Rand 978 milljónum. En refsiaðgerðir þrengja að markaði vína í Bandaríkjunum og á Norður- löndum. Skuldir bænda í Suður-Afríku hafa aukist mjög á síðustu árum og námu síðla árs 1987 samtals um Rand 11 milljörðum. Varð ríkið í janúar 1987 að leggja fram Rand 400 milljónir til að forða mörgum jörð- um undan hamrinum. Orkumál í Suður-Afríku Efnahagslegar refsiaðgerðir olíu- landa gegn Suður-Afríku hafa knúið hana til að hefjast handa um vinnslu brennsluolía úr kolum og jarðgasi. Er verið að reisa þrjár miklar verk- smiðjur í því skyni, tvær við kola- námur, aðra þeirra íTransvaal, hina í Oranje-fríríkinu gamla, og hina þriðju á strönd Mossel Bay, en á botni flóans er jarðgas. Vitað er um 58 milljarða tonna af kolum í..jörðu.í Suður-Afríku. Svar= ar það magn til 11% af kolum jarðar, sem um er vitað. Hyggst Suður-Afríka vinna úr kolum 40% þeirrar brennsluolíu, sem hún notar. Önnur 8% hennar hyggst hún fá úr verksmiðjunni við Mossel Bay, (þ.e., 25.000 tunnur á dag). Vitað er um tvö svæði í Mossel Bay með nýtanlegu jarðgasi. Við annað þeirra, 80 km undan ströndinni, er verið að reisa borpalla-samstæðu og að leggja til hennar leiðslur. Kostar hvort tveggja um Rand 4,2 mill- jarða. (hitt svæðið er 47 km vestar) Jarðgasið mun endast í 30 ár, að talið er. Rafmagn í Suður-Afríku er að mestu unnið við brennslu kola, en verið er að reisa kjarnorkuver í Koeberg við Höfðaborg, og mun það vinna 1.840 megawött, um 6% af raforku landsins, en það tekur til starfa í ár, 1988. Um 3% raforku landsins er unnið í vatnsfallsvirkjun- um. Raforkuverin á ríkið, og nefnast þau Escom. Olíufélag ríkisins, Sasol, sér um vinnslu brennsluolíu úr jarðgasi og kolum. Á sl. ári andaðist hér á Hrafnistu frú Sesselja Eldjárn, einstök heið- urskona. Við kynntumst hér á heimilinu við margslags skemmtanir og tóm- stundastarf og ég finn nú að kynnin voru böðuð sólskini frá því fyrsta til Samruni Asea og Brown-Boveri Tvö stærstu fyrirtækin í rafmagns- iðnaði í Svíþjóð og Sviss, Asea og Brown Boveri, lýstu 10. ágúst 1987 yfir, að þau hefðu samið um samruna fyrirtækjanna, frá 1. janúar 1988 að telja. í samkomulaginu eru þau talin jafn verðmæt, en með nokkrum fyrirvara. Hið sameinaða fyrirtæki verður um $4,5 milljarða virði, að talið er, en starfsmenn þess 1988 munu vera um 160.000. ASEA undanskilur samrunanum nokkur dótturfyrirtækja sinna: Ele- ctrolux, (sem framleiðir heimilis- tæki), ESAB, (sem framleiðir raf- suðutæki), Sila (eignarhaldsfélag, sem á 13% í SAS-flugfélaginu), og Hagglund och Sönner, (sem fram- leiðir vopn), og Skandinaviska Elverk. Að sínu leyti heitir Brown Boveri að auka hlutafé sitt um $800 milljónir svissneskra franka. Framkvæmdastjóri hins samein- aða fyrirtækis verður Percy Barne- vik, framkvæmdastjóri ASEA. Stígandi þess síðasta. Ég þykist ekki taka of djúpt í árinni, þótt ég segi að hún var merkari og bctri manneskja en al- menningur, ef orða má það svo. Blessuð veri minning Sesselju Eldjárn. Sveinn 1111111111 MINNING : ý - Sesselja Eldjárn Síðbúin kveðja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.