Tíminn - 12.02.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.02.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 12. febrúar 1988 Föstudagur 12. febrúar 1988 Tíminn 11 Háir vextír Grunnvextir á Kjörbók eru nú 34% á ári og leggjast þeir við höfuðstól tvisvar á ári. Efinnstæða eða hluti hennar, hefur legið óhreyfð í 16 mánuði hækka vextir í 35,4% og í 36% eftir 24 mánuði. Þrepahækkun þessi er afturvirk, hámarks ársávöxtun er því allt að 40,2% án verðtryggingar. VerÖtrygging Á 3ja mánaða fresti er ávöxtun Kjörbókarinnar borin saman við ávöxtun 6 mánaða bundinna verðtryggðra reikninga. Reynist ávöxtun verðtryggðu reikninganna hærri ergreidd uppbót á Kjörbókina sem því nemur. Örugg og óbundin Þráttfyrirháa vexti og verðtryggingu er innstæða Kjörbókar alltaf laus. Vaxtaleiðrétting við úttekt er 0,85%, en reiknastþó ekki afvöxtum tveggja síðustu vaxtatímabila. Kjörbókin erbæði einfalt og öruggt sparnaðarform. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna (ÞRÓTTIR illllllll1 1111 iiiiiiiiiiiii Molar ■ ÍSOGBRÐÐABUKDÐLD- ARMEISTARAR í BLAKI f S og Breiöablik hafa trvggt sér deildarmcistaratign á Islands- mótinu í blaki, ÍS í 1. deild karla og UBK í 1. deild kvenna. Flest lið eiga þó enn eftir að leika 1-2 leiki áður en úrslitakeppnin hefst. Einnig cr orðið Ijóst hvaða lið keppa i úrslitakeppninni sem byrjar um aðra helgi, það eru ÍS, Þróttur, KA og HK í karlaflokki en UBK, Þróttur, Víkingur og fS í kvennaflokki. ■ ÞRÓTTUR 0G KA MÆTAST AFTUR Dregið hefur vcrið í undanúr- slit bikarkeppninnar í blaki. Þróttur og KA mætast þar að nýju en eins og margir muna eflaust sló KA Þrótt út í fyrra en tapaði síðan fyrir fS í úrslitaleikn- um. ÍS og Víkingur eigast við í hinum undanúrslitaleiknum. f kvennaflokki keppa Völsungur/ KA- Víkingur og IS-Þróttur. ■ DREGIDIRIÐLA í REYKJAVÍKURMÓTINU Dregið hefur vcrið í riðla í Reykjavíkurmótinu í knatt- spyrnu. Riðlaskiptingin í m.fl. karla er þessi: A-riðill: Valur, Víkingur, Þróttur, Fylkir, Leikn- ir. B-riðill: KR, Fram, ÍR, Ármann. Áætlað er að Reykja- víkurmótið hefjist í kringum 20. mars. ■ ÍSLANDSMEISTARAMÓT í KRAFTLYFTINGUM fslandsmeistaramót í flokkum karla, kvenna og unglinga i kraft- lyftingum verður haldið í Garða- skóla í Garðabæ laugardaginn 5. mars og hefst kl. 13.00. Þátttöku- tilkynningar þurfa að berast Ósk- ari Sigurpálssyni í /Efingastöðinni Engihjalla (s. 46900) fyrir 27. febrúar. ■ LINEKER SKORAÐI Á FYRSTU MÍNÚTU 0G BARCELONA VANN FÁGÆTAN SIGUR Enski landsliðsmaðurinn Gary Lineker skoraði mark strax á fyrstu minútu þegar lið hans, FC Burcelona, sigraði erkiféndurna Espanol Barcelona í 1. deild spænsku knattspyrnunnar á mið- vikudagskvöldið. Leiknum lauk með 3-2 sigri Lineker og félaga. Þetta var aðeins 5. mark Eng- lendingsins á hans 2. keppnis- tímabili með félaginu en hetja liðsins í leiknum var V-Þjóðverj- inn Bernd Schuster sem skoraði tvö mörk og átti góðan leik. önnur úrslit é Spáni ó miðvikudagskvöldid urðu þau að Roal Madrid þurfti að barjast af hörku fyrir 2-1 sigri á Reali Zagagozu, Atletico Madrid vann Log- rones 2-0, Celta-Athletic Bilbao 2-1, Real Betis-Vallencia 2-0, Real Murcia- Seviila 1-0. Real Sociedad-Las Palmas 3-2, Reall Vailadolid-Osasuna 3-0, Sport- ing-Cadiz 3-0. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Keflavíkursigur Frá Frímanni Ólafssyni frcllarítara Tímans á Suðurnesjum: Keflvíkingar sigruðu Grindvík- inga hér í íþróttahúsinu í Grindavík í gærkvöldi með 73 stigum gegn 69 eftir framlengdan leik. Heimamenn virtust hafa leikinn í hendi sér þegar rúm mínúta var til leiksloka, leiddu þá með sjö stigum en góð pressuvörn Keflvíkinga dugði þeim til að ná jafntefli. Fyrst skor- uðu gestirnir þriggja stiga körfu, þá eitt stig úr víti og Jón Kr. Gíslason jafnaði síðan metin með þriggja stiga körfu. Keppnisreyndir Keflvíkingar höfðu svo betur í framlengingunni og fóru á brott með tvö stig í farteskinu. Guðmundur Bragason og félagar hans í Grindavíkurliðinu veittu Kefl- vikingum harða keppni í gærkvöldi Tímamynd: Pjeíur Keflavíkurliðið lék fast í fyrri hálfleik og lenti í villuvandræðum. Það kom Grindvíkingum til góða og leiddu þeir í hléinu 32-30. Þeir höfðu síðan forystuna í síðari hálfleik allt þar til góður endasprettur Keflvík- inga setti þá út af laginu. Axel Nikulásson skoraði 17 stig fyrir Keflavík og gætti Guðmundar Bragasonar, skæðasta manns Grind- víkinga, mjög vel. Aðrir sem skor- uðu fyrir Keflavík voru Sigurður Ingimundarson með 12 stig, Guðjón Skúlason (10), Ólafur Gottskálksson (7), Falur Harðarson (6), Hreinn Þorkelsson (5) og Magnús Guðfinns- son með 4 stig. Jón Páll Haraldsson og Guðmund- ur Bragason skoruðu 14 stig hvor fyrir Grindavík, Jón Páll vaxandi leikmaður. Eyjólfur Guðlaugsson (11 stig), Rúnar Árnason (11), Hjálmar Hallgrímsson (10), Stein- þór Helgason (5) og Sveinbjörn Sigurðsson (4) voru einnig í eldlín- unni hjá Grindavík. Dómararnir Ómar Scheving og Kristinn Albertsson stóðu sig mjög vel í sínum hlutverkum. fó/hb Iþróttavi ðburdi r helgarinnar íþróttaáhugamenn ættu að fá eitthvað við sitt hæfl um helgina þó hún sé reyndar með rólegra móti. Tveir leikir verða í úrvalsdeildinni í körfuknattleik og fjöldi leikja á íslandsmótinu í blaki. Dcilda- keppni blakmanna lýkur um helgina en þegar er Ijóst hvaða lið fara í úrslit og ÍS og UBK hafa þegar tryggt sér deildarmeist- aratitla karla og kvenna. Úrslitakeppnin hefst svo um næstu helgi. Frjálsíþrótta- menn keppa á Meistaramótinu en hand- knattleiksmenn taka sér frí um þessa helgi. Ný íþróttagrein bætist í hópinn á sunnu- daginn þegar glímumenn keppa í fyrsta sinn hérlendis í axlatökum. Körfuknattleikur Úrvalsdeild: UMFN-Þór Njardvik fös kl. 20.00 ÍR-UBK Seljaskóla lau. — 14.00 Valur-Haukar Hlíðarenda sun. _ 20.00 1. deild kvenna: UMFN-Haukar Njarðvík lau. 14.00 ÍS-KR Kennarah. mán. _ 20.00 1. deild karla: Reynir-ÍA Sandgerði fös. 20.00 HSK-UMFT Selfossi fös. _ 20.00 ÍS-UMFT Hagaskóla lau. - 12.30 Blak 1. deild karla: Þr.-Þr.N. Hagaskóla fös. kl. 20.00 HK-KA Digranesi fös. - 20.00 KA-HSK Laugarvatn lau. — 10.30 HSK-KA Laugarvatn lau. - 14.00 Fram-HK Hagaskóla lau. — 13.00 ÍS-Þróttur Hagaskóla lau. - 14.15 Vík.-Þr.N. 1. deild kvenna: Hagaskóla lau. — 15.30 Þr.-Þr.N. Hagaskóla fös. - 18.30 HK-KA Digranesi fös. — 21.15 UBK-Víkingur Digranesi fös. — 21.15 KA-Víkingur Vogaskóla lau. — 9.30 Vík.-Þr.N. Vogaskóla lau. - 10.45 Vikingur-HK Hagaskóla sun. — 21.00 Frjálsar íþróttir Meistaramót íslands innanhúss. Dag- skráin er þessi í grófum dráttum: Laugardagur: Laugardalshöll kl. 10.00: 800 m karla og kvenna, hástökk karla, kúluvarp karla. Baldurshagi kl. 13.30: 50 m karla og kvenna, langstökk karla. Sunnudagur: Laugardalshöll Id. 10.00: 1500 m karla og kvenna, hástökk kvenna, kúluvarp kvenna. Baldurshagi kl. 13.30: 50 m grínd karla og kvenna, þrístökk, langstökk kvenna. Laugarvatn kl. 18.00: Stangarstökk. Meðal keppenda er Gunnlaugur Grettis- son sem setti íslandsmet í hástökki fyrír skömmu, 2,15 m og raunar flest sterkasta frjálsíþróttafólk landsins sem ekki er við nám erlendis. Þórdís Gísladóttir er þó meidd og keppir ekki en skráðir keppendur eru 105. Glíma Þorramót Glímusambandsins í Íþrótta- húsi Kennaraháskólans sunnudag kl. 14.00. Keppt er eftir nýjum reglum þar sem sigurvegarinn fær fleiri stig eftir því sem hann fellir mótherjann fyrr. Sá sem hefur hæsta stigahlutfall (í öllum flokkum) sigrar á mótinu. Axlatakamót, það fyrsta hérlendis, verður svo á sama stað strax á eftir, um kl. 16.30. Meðal keppenda er Garðar Vil- hjálmsson sem sigraði á axlatakamóti í Skotlandi fyrír skemmstu og einnig þekktir glímu- og judokappar. Skíði Skíðamenn keppa á þremur vígstöðvum um helgina, í alpagreinum fullorðinna á Siglufirði og unglinga í Reykjavík og Fjarðargangan verður í Ólafsfirði. Fimleikar Unglingamót Fimleikasambands íslands, í Laugardalshöll laugardag kl. 14.30 og sunnudag kl. 14.00. Keppt verður í íslenska fimleikastiganum og eru kepp- endur um 200 frá tíu félögum. Handknattleikur Aðeins leikið ■ yngri flokkum en keppni í 1. deild kvenna hefst að nýju á þriðjudag. í 1. deild karla verður svo heil umferð um aðra helgi. Molar ■ ÍSLENDINGASLAGUR Á TOPPNUM íslendingaliðin í v-þýska hand- boltanum standa mjög vel að vígi um þessar mundir. Gummers- bach sem Krístján Arason leikur með er í efsta sæti eins og liðið hefur reyndar verið lengst af í vetur. Gummersbach hefur 25 stig í toppsætinu en Kiel og Dússeldorf sem Páll Ólafsson leikur með eru skammt undan, hafa sömu stigatölu en lakara markahlutfall. Liðin hafa leikið 16 leiki. Esscn og Alfreð Gíslason koma svo í fjórða sætinu með 20 stig að loknum 17 leikjum en Lemgo og Sigurður Sveinsson eru á hraðferð upp töfluna, sitja nú i 8. sæti með 15 stig eftir að vera um tíma í botnsætinu (14. sæti). Essen vann Dormagen með 18 mörkum gegn 13 í fyrrakvöld en um síðustu helgi urðu helstu úrslit þau að Gummersbach og Essen gerðu 14-14 jafntefli, Dússeldorf vann Göppingen 29-19 og Lemgo lagði Schwabing með 20 mörkum gegn 18. Alfreð Gíslason WNBA Úrslit leikja í bandarísku at- vinnumannadeildinni í körfu- knattleik á þriðjudags- og mið- vikudagskvöld (heimalið talin á undan): Atlanta-Philadelphia 112-110 Chicago-Detrolt 74-88 Dallae-Utah 124-93 Denver-San Antonio 136-108 Oolden State-Sacramento 117-99 Houston-BoBton 129-120 Milwauhee-Cleveland 112-104 LA Lakere-Indiana 108-110 Phoenix-LA CUppere 106-100 Portland-Seattle 139-123 Waehington-New Jersey 126-117 (eftír framlengingu) Cloveland-Waehington 118-102 Detroit-New York 98-87 LA Ciippers-Phoenix 101-95 New Jersey-Chicago 93-84 San Antonio-Boaton 120-136 Utah-Dallas 93-80 San Antonio Spurs sem Pétur Guðmundsson leikur með fá Los Angeles Lakers í heimsókn í kvöld. -HÁ/Reuter Körfuknattleikur: ívar Webster í sjö vikna bann - Missir af þeim leikjum sem eftir eru fram að úrslitakeppninni Dómstóll KKl dæmdi fvar Webster körfuknatt- leiksmann úr Haukum í leikbann til 1. apríl fyrír að slá Björn Hjörleifsson leikmann UBK í leikhléi í leik liðanna fyrír réttum tveimur mánuðum. Dómstóll UMSK hafði áður dæmt í málinu og varð niðurstaðan þá sú að ívar fékk vítur. ívar Webster verður því í leikbanni það sem eftir er af keppnistímabilinu en verður orðinn löglegur að nýju þegar úrslitakeppnin hefst. Vafasamt verður þó að teljast að Haukarnir sem heyja harða baráttu um sæti í úrslitunum komist þangað án ívars. - HÁ Klippið hér Tímiim □ ER ÁSKRIFANDI □ NÝR ÁSKRIFANDI Dags.: BEIÐNI UM MILLIFÆRSLU ÁSKRIFTARGJALDS Kortnr, □□□□□□□□□□□□□□□□ Gildir út: C X Nafnnr.: Œ ÁSKRIFANDI:.............................. HEIMILI:................................. PÓSTNR. - STAÐUR:.................. SÍMI:. Undirritaður óskar þess að áskriftargjald Tímans verði mánaðarlega skuldfært á VISA-greiðslukort mitt UNDIRSKRIFT. SENDIST AFGREIÐSLU BLAÐSINS SÍÐUMÚLA 15, 108 REYKJAVÍK Milljónir á hverjum laugardegi. Upplýsingasími: 685111

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.