Tíminn - 09.04.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.04.1988, Blaðsíða 15
Laugardagur 9. apríl 1988 Tíminn 15 iiililllli MINNING lllllilllllllllllllllllllllllllllllill lllllllllllll lllllllllllllllllllllllllll: Páll G. Jónsson Fæddur 12. október 1917 Dáinn 26. mars 1988 í>að mun hafa verið á árunum 1932-1936 að fjölskyldur tóku sig upp til búferla úr Skagafirðinum og fluttust til síldarbæjarins fræga Sigiu- fjarðar. Má með sanni segja að silfri hafsins hafi verið mokað þar upp í þrær og síldarplön í bókstaflegri merkingu. Ég minnist fólks af þrem- ur samliggjandi bæjum á Höfða- strönd sem flutti með stuttu millibili. Þessar jarðir voru Þrastarstaðir, Hólakot og Ljótsstaðir. Þessar jarðir voru ekki stórar en hlunnindalausar og eftirtekjan í samræmi við það. Það var eftirsjá í þessu góða fólki fyrir ekki stærri byggðarkjarna en frá Ljótsstööum Hofshreppur var þrátt fyrir að kauptúnið Hofsós væri þá undir sama hreppi. Þetta var músík- og söngfólk og þarna flutti eini lærði trésmiðurinn á stóru svæði, duglegur og vandvirkur fagmaður, Jón Björnsson á Ljótsstöðum ásamt konu sinni Pálínu Pálsdóttur og fimm börnum. Elstur bræðranna er Páll Gísli vinur minn sem ég kveð hér með fáum orðum. Páll fetaði í fótspor föður síns í starfsvali og gerðist byggingarmeistari. Nam hann iðn sína í hinum nýja heimabæ sínum og síðar í Danmörku. Hann stundaði sjálfstæðan atvinnurekstur á Siglufirði fyrst framan af starfsferli sínum. En allt frá árinu 1952 var hann byggingarmeistari hjá Síldar- verksmiðjum ríkisins. Ég hef þetta í fleirtölu jrar eð umdæmi Páls spann- aði um Norðurland og Austfirði. Ekki er að efa það að hér var á ferðinni harðduglegur fagmaður með mikla ábyrgðartilfinningu. Mér var sagt af þeim sem til þekktu að þau verkefni sem hann tók að sér hafi verið í góðum höndum. Hann var einn sinna systkina sem bjó allan sinn aldur á Ljótsstöðum fyrst sem ungur drengur á búi foreldra sinna síðar í sínu húsi, Hvanneyrarbraut^ á Siglufirði, sem gekk jafnan undir nafninu Ljótsstaðir. Þegar Páll var við nám í Darv*~ mörku leit hann í kring um sig eins og ungir og ólofaðir menn gera. Þar hitti hann konuefnið sitt Eivor Jóns- son sænskættaða myndarkonu. Það var alltaf notalegt að koma á heimili þeirra hjóna, þar sem gestrisni og myndarskapur sat í fyrirrúmi. Þeim Eivor og Páli varð sex barna auðið. Þau eru: Víóla, gift á Siglufirði Kristni Rögnvaldssyni byggingar- meistara, Majbritt, gift Jóhannesi Blöndal rafvirkjameistara, búsett í Reykjavík, Jón Pálmi bæjarritari Akranesi, kvæntur Katrínu Leifs- dóttur, Karl kennari, kvæntur Jó- hönnu Ragnarsdóttur, Björn Gunn- ar sjómaður, kvæntur Jóhönnu Sveinsdóttur og Erik ókvæntur, báð- ir búsettir á Siglufirði. Þá átti Páll eina dóttur fyrir, Þórhildi búsetta í Stykkishólmi, gift Kristjáni skip- stjóra Lárentinussyni. Páll bar afar hlýjan hug til fæð- ingarsveitar sinnar, enda fór vel á því að vera kvaddur t' Siglufjarðar- kirkju, laugardaginn fyrir páska, með þessum ljóðlínum: Blessuð sértu sveitin mín. Ég minnist Páls frá Ljótsstöðum sem eins af bestu og tryggustu vinum, sem ég hef átt. Blessuð veri minning hans. Höskuldur Skagfjörð. Einar Friðgeirsson í Engihlíð Fæddur 15. september 1903 Dáinn 25. mars 1988 Á síðari árum hafa gamlir sveit- ungar mínir horfið af sjónarsviðinu einn á fætur öðrum. Þeir voru f blóma lífsins þegar ég man fyrst eftir mér, ungir menn, fullir af lífsgleði og fluttu með sér ferskan blæ sem feykti á brott deyfð hvcrsdagsleik- ans. Einn þessara ungu manna var Einar Friðgeirsson bóndi í Engihlíð sem mig langar til að minnast með nokkrum orðum. Einar Þórhallur Friðgeirsson, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur 15. september 1903 að Landamóts- seli í Ljósavatnshreppi. Hann var sjötta barn hjónanna Kristbjargar Einarsdóttur og Friðgeirs Kristjáns- sonar. Eldri voru fjórar systur og einn bróðir, en yngri tveir bræður. Systurnar hétu, Helga, Hildur, Hólmfríður sem dó á barnsaldri, og Karitas, en bræðurnir voru, auk Einars, Þórir, Ingimar og Árni. Systurnar eru allar látnar, en bræð- urnir þrír eru á lífi. Einar Friðgeirs- son var heitinn eftir móðurafa sínum Einari Grímssyni frá Krossi. Hann andaðist frá 7 börnum árið 1871. Nokkrum árum seinna fluttist ekkja hans, Agata Magnúsdóttir frá Sandi í Aðaldal, til Vesturheims með þrjú barna sinna, en fjögur urðu eftir þar á meðan Kristbjörg, yngsta barnið. Hún ólst upp á Finnsstöðum hjá frændfólki sínu, Bóthildi Grímsdótt- ur og Kristjáni Kristjánssyni frá Hóli í Kinn. Hinn 25. apríl 1889 voru þau Friðgeir Kristjánsson gefin saman í hjónaband. Þau hófu búskap á hálf- um Finnsstöðum í tvíbýli við Árna, bróður Friðgeirs, og Bóthildi, systur Kristbjargar. Friðgeir var ötull bú- maður og smiður góður. Þeir bræður gerðu nýjan bæ á Finnsstöðum og lögðu rækt við búskapinn. Brátt fór svo með vaxandi ómegð að Friðgeiri þótti þröngt um sig og fluttist að Landamótsseli sama árið og Einar fæddist. Þar bjó hann um þrettán ára skeið og þar sleit Einar Friðgeirsson barnsskónum. Friðgeirreisti þarnýj- an bæ og bætti jörðina, en tók sig samt upp árið 1916 og fluttist að Þóroddsstað í Kinn, þar sem hann bjó alla ævi og var jafnan kenndur við þann bæ. Friðgeir andaðist 8. nóvember 1933, en Kristbjörg 17. ágúst 1950. Einar Friðgeirsson ólst upp í stór- um systkinahóp. Það kom brátt í ljós að hann var fjölhæfur og listfengur, góður smiður og hugvitssamur. Hann hafði yndi af tónlist og lék bæði á orgel og fiðlu svo sem títt var í héraði í upphafi aldarinnar. Hér var að vísu eingöngu um sjálfsnám að ræða, en samsöngur á mannamót- um og hljóðfæraleikur á heimilum var kærkomin tilbreyting frá erfiði dagsins. Einar Friðgeirsson vargóð- ur liðsmaður í sönglífi sveitarinnar og mér ber að minnast þess að hann lék á orgelið í Ljósavatnskirkju þegar ég var fermdur. Ekki var síður gott til hans að leita þegar menn stóðu í byggingaframkvæmdum eða kunnáttumann þurfti til að fást við leyndardóma raforkunnar. Einnig átti Einar létt með að setja saman ferskeytlu, en hún varð honum lítið annað en dægradvöl sem hann hélt lítt á loft. Guðmundur Friðbjarnar- son bóndi á Ytri-Skál kallaði það að yrkja til heimilisþarfa. Flinn 8. júlí 1934 var haldið systra- brúðkaup í Þóroddsstaðakirkju. Þar voru gefin saman í hjónaband Erl- ingur Jóhannsson frá Birgi í Keldu- hverfi og Sigrún Baldvinsdóttir frá Ófeigsstöðum og Hulda systir henn- ar og Einar Friðgeirsson. Mér er það minnisstætt þegar þau Hulda og Einar komu á þessum árum hvað mikil glaðværð og hlýja fylgdi þeim og hvað þau voru ung og hamingju- söm. Þegar ég var gestur þeirra í síðasta skipti meðan Hulda var enn á lífi voru þau enn eins og nýtrúlofuð og jafn hrifin hvort af öðru eins og í æsku. Þau Hulda og Einar byggðu sér nýbýli f landi Þóroddsstaðar sem þau nefndu Engihlíð. Þau eignuðust einn son, Baldvin að nafni, sem býr þar nú með konu og börnum. Þannig leið ævi Einars Friðgeirssonar við þrotlausa önn einyrkjans. Hann hefði ef til vill fremur kosið sér annað hlutskipti sem betur hefði Pétur Þórisson Fæddur 18. mars 1933 Dáinn 27. mars 1988 Að leiðarlokum langar mig að þakka föðurbróður mínum alla þá alúð og vinsemd sem hann sýndi mér. Þetta verða bara nokkrar per- sónulegar myndir frá liðnum árum og fáein þakkarorð. Það er miður vetur og allt á kafi í snjó. Ég á að fara til Húsavíkur á sjúkrahús. Ég hef aldrei komið á sjúkrahús og ég hef ekki heldur verið á Húsavik. Pétur frændi minn fer með mér. Ég verð sjö ára á sjúkrahúsinu og fæ bók í afmælis- gjöf. Pétur situr hjá mér á daginn og talar við mig, les fyrir mig. Bókin heitir Vinir vorsins. Þetta var gaman - ég þakka fyrir það. Það er sumarkvöld í Baldurs- heimi. Það hlýtur að vera framorðið því að Baldar eru hættir að vinna. Pétur er búinn að útbúa sér lang- stökksgryfju austur á barði. Hann er að stökkva langstökk. Mér finnst gaman að fylgjast með. Það er vetur. Pétur er hjá okkur því að hann hefur fengið eitthvað í bakið. Hann er við rúmið og er í miðherberginu. Nú get ég að vísu vel lesið sjálfur en samt les hann enn fyrir mig. Hann les aðallega kvæði eftir Einar Ben. Sumt af þessu man ég ennþá: „í skotsilfri bruðla ég hjarta míns auði“, „paðreimur", „Hans þroski er skuldaður bernskunnar byggð“... En annars er Pétur yfirleitt manna hressastur og hraustastur. Þá kemur hann stundum og fer í skollablindu með okkur skólastrákunum eða glímir við okkur. Það er ekki ónýtt. Við erum að setja hey upp á vagn upp við Geitakofa. Pétur hefur verið fyrir sunnan og séð Mýs og menn. Þeir eru að tala um leikrit- ið. Seinna ætla ég að lesa bókina og sjá leikritið. Ég er í Baldursheimi að vetrarlagi. Það er komið kvöld - stóra klukkan í stofunni segir „eilíbbð, eilíbbð" eins og klukkan í Brekkukotsannál. Pétur er að tefla við mig. Þetta er notalegt. Ég kem í Baldursheim á sumrin. Oftast reyni ég að gera eitthvað til gagns í heyi. Pétur dregur ekki af sér - ekki heldur eftir að óvinurinn er byrjaðuraðherjaáhann. Þaðergóð tilbreyting að koma á svona stað. Hér er líka einhvers staðar „gamalt spor eftir lítinn fót“ í grasrótinni. Það er vetur og ég er búinn að vera í útlöndum. Nú er það Pétur sem er á sjúkrahúsinu. Ég finn að ég get ekki launað honum það sem hann á inni hjá mér. Það er orðið of seint. En ég get þakkað fyrir mig. Ég geri það núna. Tóta, þú sem alltaf stendur eins og klettur hvað sem á dynur. Við Sigga og krakkarnir sendum þér og börn- unum innilegar samúðarkveðjur. Höskuldur Þráinsson. Hjónin Einar Friðgeirsson og Hulda Baldvinsdóttir. samrýmst hæfileikum hans og áhuga- málum, en hann var mjög tengdur heimabyggð sinni og gerði aldrei víðreist um dagana. Síðustu árin sótti ellin fastar að honum, hcyrn og sjón dapraðist, en þyngsta áfallið var missir eiginkonunnar. Hún andaðist 25. apríl ’84. Hann mun því hafa kvatt þetta líf sáttur í von um endurfundi við hana. Á leiði hennar uxu jafnan hin fegurstu blóm sem báru þess vott að um þau var hirt af umhyggju og ástúð. Mér virtust þau jafnan eins og nývökvuð. Aðalgeir Kristjánsson Útboð Innkaupstofnun Reykjavíkurborgar f.h. Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í 2 sett tannlækningatæki (stóll + UNIT). Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 5. maí kl.11.00 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frfkirkjgv^gi 3 — Sími 25800 Vesturlandsvegur í Norðurárdal 1988 i VEGAGERÐIN Vegagerð ríkisins óskar eftirtilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 3,6 km, fyllingar 75.000 m3, skeringar 17.500 m3. Verki skal lokið 1. október 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vega- gerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjald- kera) og í Borgarnesi frá og með 11. apríl 1988. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 2. maí 1988. Vegamálastjóri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.