Tíminn - 21.04.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 21. apríl 1988
Dr. Björn Björnsson, prófí
deildar HÍ segir frá nýrri kö
37% okkar virdast
játa kristna trú
Svo virðist sem upprisutrúin sé ekki mikið útbreidd miðað
við kristið samfélag, því að ekki játa nema 14% íslendinga
þá trú að eftir dauðann taki við samfélag við Guð. Flestir,
eða um 60%, segja að eitthvað taki við eftir dauðann, en
enginn geti vitað hvað það verður. Þá virðast um 30%
íslendinga trúa á annað tilverustig eftir dauða og er það bein
staðfesting á útbreiðslu spíritismans. Margt annað fróðlegt
kemur fram í niðurstöðum könnunar Guðfræðistofnunar á
trúarlífi íslendinga.
Dr. Björn Björnsson og dr. Pétur
Pétursson hafa verið að vinna úr
þessari viðamestu könnun á trúar-
viðhorfum, sem gerð hefur verið
hérlendis. Þegar sú niðurstaða er
skoðuð, að aðeins 37% þjóðarinnar
treystir sér til að játa kristna trú í
könnuninni, vaknar sú spurning
hvort íslendingar séu virkilega enn
að íhuga kristnitökuna. Tíminn
spurði Björn Björnsson hvað niður-
stöðurnar þýddu fyrir Þjóðkirkjuna.
Kallar á mikið átak
„Ég held að þetta hljóti að vera
niðurstöður sem kirkjan muni taka
mark á í starfi sínu. Könnunin kallar
á mikið átak í trúfræðslu. Það skortir
talsvert á að kenning kristinnar trúar
komist til skila og það virðist vera
framundan mikið átak í sambandi
við fullorðinsfræðsluna sérstaklega.
Það er mikil og brýn þörf fyrir slíka
fræðslu eins og víða á við um aðra
málaflokka. Þessar niðurstöður ættu
líka að vera hvatning til kirkjunnar
um að það séu ansi margir, sem bíða
eftir að fá tækifæri til að ræða trú
sína og taka þátt í kirkjulegu starfi
með öðrum hætti, en samkvæmt því
tilboði sem nú blasir við. Það virðast
vera margir íslendingar, sem hneigj-
ast sterklega til kristinnar trúar og
séu reiðubúnir til að starfa meira
innan kirkjunnar, væri um fleiri
kosti að ræða,“ sagði dr. Björn
Björnsson, forseti guðfræðideildar,
um nokkrar merkilegar niðurstöður'
þessarar könnunar Guðfræðistofn-
unar, sem hann og dr. Pétur Péturs-
son í Lundi, hafa verið að vinna úr
að undanförnu.
Erfitl að miða við 93%
„Það þarf að breyta starfsháttum
kirkjunnar samkvæmt niðurstöðum
þessarar könnunar og þá er fólk um
leið að segja að það vill vera með í
þeim breytingum. Þetta fólk segist
vilja taka frekari þátt í starfi kirkj- •
unnar, væri starfsháttum hennar
breytt," sagði Björn Björnsson.
Sagði hann að í ljós hafi komið í
könnuninni að það sé raunhæft að
gera ráð fyrir því að aðeins 35-40%
Islendinga játi kristna trú. „Það
þýðir ekki að horfa á töluna 93%,
sem er hlutfall þeirra sem eru félagar
í þjóðkirkjunni. Ég tel að það sé í
námunda við rétta niðurstöðu að
segja að um 35-40% þjóðarinnar játi
kristna trú. Það er því greinilegt að
kirkjan hefur verk að vinna. Ég álít
að þarna sé mikið verk framundan í
því að boða fagnaðarerindið til
þeirra sem ekki treysta sér til að
merkja við í könnuninni að þeir játi
kristna trú. Um leið er þarna mikið
tækifæri til að virkja þessa trúuðu til
starfa innan kirkjunnar. Hér er verk
að vinna.“
Þarf að móta
sérstöðu sína
Sagði hann að þetta gæti líka gefið
til kynna að eitt af því sem kirkjan
þurfi að gera, sé það að hún verður
að fara að horfast í augu við að við
séum að ganga inn í öld fjölhyggj-
unnar og fjölmiðlunar. „í slíku fjöl-
hyggjusamfélagi gildir það fyrir
hverja þá, sem vilja koma sínu
erindi á framfæri, að standa saman
um þann boðskap. Það eru svo
margir sem kalla fólk til fylgdar við
lífsviðhorf og hugmyndafræði.
Kirkjan getur ekki gengið út frá því
sem vísu að þarna eigi hún öruggan
stuðning. Hún verður að horfast í
augu við sjálfa sig og þétta raðir
sínar. Hún verður að móta sér
skarpari og sterkari megindrætti.
Hún verður að fá sér skírari
sjálfsmynd, sem sýnir sérstöðu henn-
ar umfram aðra.
Ein af niðurstöðum þessarar
könnunar er einmitt sú að kirkjan er
kölluð til að gera sér mun gleggri
grein fyrir því, hvað það er að vera
kirkja Krists. Það þarf hún að gera
áður en hún nær því marki að verða
kirkja þjóðarinnar."
Itarleg könnun
Listinn sem þátttakendur fengu í
hendur var sextán síðna og innihélt
um áttatíu spurningar. Sagðist Björn
halda að það eitt, hversu góðar
heimtur urðu á svo löngum lista í
könnun, segði sína sögu um mikinn
áhuga íslendinga á trúmálum.
Nokkrar spurningar voru opnar og
notfærði fólk sér í ríkum mæli að
svara þeim með eigin orðum. „Fólk-
ið varð almennt við þeirri beiðni að
lýsa nánar trú sinni á Guði og einnig
öðrum trúarhugmyndum.“
Heildarúrtak var þúsund manns
og bárust svör frá 731 manni. Verður
það að teljast góð útkoma miðað við
að listarnir voru sendir út í pósti og
talsverða vinnu varð að leggja í að
svara spurningunum. Mjög margt
kemur fram í könnuninni að sögn
Björns og er talsvert verk óunnið í
samanburði á ýmsum liðum. Búist
er við að allar niðurstöður liggi fyrir
í lok þessa árs ef vel gengur. Hér er
aðeins staldrað við nokkrar af niður-
stöðum könnunarinnar.
Vilja breyta starfsháttum
„Þegar kemur að spurningunni
um hvort breyta þurfi starfsháttum
kirkjunnar, beinist athygli manna
mjög sterklega að helgihaldinu og
því sem er að gerast innan veggja
kirknanna. Það kemur líka fram
greinileg áhersla á að fólki finnst að
messuformið mætti vera líflegra og
frjálsara. Þá vill fólkið meira efni
fyrir börn og að þar sé fjallað meira
um málefni líðandi stundar.
Það er rétt að benda á að í könnun
Hagvangs og Gallup árið 1984, um
lífsviðhorf og gildismat íslendinga,
komu fram svipaðar niðurstöður, þó
að þar væri að vísu um mjög tak-
markaðar upplýsingar að ræða varð-
andi viðhorf til kristinnar trúar. Það
sem kom fram í könnun Hagvangs
og Gallup vakti reyndar fleiri spurn-
ingar en tókst að svara. Þannig varð
hún til að herða á okkur með þau
áform sem við höfðum þegar lagt
niður fyrir okkur. Hagvangskönnun-
in leiddi í ljós að við vorum mun
trúhneigðari en nágrannaþjóðir
okkar.“
Trúaðir, en á hvað?
„Þessi könnun Guðfræðistofnunar
staðfestir rækilega það sem fram
kom í Hagvangskönnuninni 1984.
íslendingar sögðust þar vera trúaðir
þegar þeir voru spurðir og nam það
hlutfall um 80%. Þá lá næst við, hjá
okkur, að spyrja um það á hvað
íslendingar trúa. Við spurðum um
1 trú á kærleiksríkan guð, sem menn
geta snúið bænum sínum til. Útkom-
an verður sú að 37% merkja við
kærleiksríkan guð, en aðrar guðs-
hugmyndir voru 24%. Ein þeirra
hugmynda er sú að guð hljóti að vera
til, annars hefði lífið engan tilgang.
Það eru því rúmlega 60% sem játa
guðstrú af einhverju tagi.
Það er einnig merkilegt þegar við
spyrjum um það, hvort menn séu
trúaðir yfirleitt, þá kemur svipuð
tala út og varðandi trúna á kærleiks-
ríkan guð. Þeir sem segjast vera
trúaðir og játa kristna trú eru 37%
og er það sama talan og að framan.
Það eru auk þessa fleiri vísbendingar
um að við séum hér að komast í
námunda við hóp manna, sem kjósa
að svara því til að þeir séu kristnir
og játa trú á kærleiksríkan guð.
Þessi hópur kemur fram aftur og
aftur í samanburðarreikningi okkar.
Trúaði hópurinn
Af þessum takmörkuðu heimild-
um að dæma lítur út fyrir að við
séum með um 37-40% hlutfall
manna sem að eigin sögn eru krist-
innar trúar. Miðað við staðfestingar
í öðrum svörum, er líklegt að þessari
tölu megi treysta.
Annars vegar höfum við þessa
miklu trúhneigð og hins vegar fáum
við nokkuð skýra mynd af þeim sem
játa kristna trú. Hvað varðar þá
menn sem segjast vera trúaðir á sinn
persónulega hátt, virðast þær hug-
myndir vera eins margbreytilegar og
fólkið er margt.
Ef þessi svör eru t.d. borin saman
við spurningu um Jesú Krist, verður
myndin þó aðeins skýrari. Um 70%
þeirra sem játa kristna trú, segja að
Kristur sé sonur Guðs og frelsari
mannanna. Hins vegar segjast innan
við 30% þeirra, sem trúa á sinn
persónulega hátt, trúa því að Kristur
sé sonur Guðs og frelsari mannanna.
Það kemur einnig á daginn að þetta
eru mjög ólíkir hópar þegar önnur
svör eru skoðuð.
Lífið eftir dauðann
Hvað varðar spurninguna um lífið
eftir dauðann kemur ýmislegt fram.
Um 9% segja afdráttarlaust að ekki
sé til neitt líf eftir dauðann. Lang-
flestir kjósa að merkja við það val að
eitthvað taki við eftir dauðann, en
enginn geti vitað hvað það verði.
Þetta er um 60%. Um 6% hallast að
endurholdgun og um 30% segja að
við dauðann flytjist sálin á annað
tilverustig. Að lokum merktu 14%
við þá fullyrðingu að maðurinn risi
upp til samfélags við guð eftir dauð-
ann. Þetta skyldi maður ætla að væri
hið kristna svar og svar þeirra sem
trúa á upprisuna. Upprisutrúin er
samkvæmt þessum niðurstöðum
ekki mikið útbreidd hér á landi,
miðað við kristið samfélag," sagði
Björn.
Hvað varðar aldur og kyn fólksins
í könnuninni, koma einnigmerkileg-
ar niðurstöður fram að mati Björns
' Björnssonar. Það virðist vera að
trúhneigð aukist með aldri þó að á
því séu undantekningar. Þá kemur
einnig fram að konur virðast vera
trúhneigðari en karlar. Margt annað
fróðlegt kemur fram í niðurstöðum
Björns og Péturs Péturssonar og
verður fróðlegt að sjá frekari úr-
vinnslu frá borði þeirra þegar lfður
á árið. Þar má nefna ýmsar siðferði-
legar spurningar, eins og t.d. hver
afstaða manna sé til kynlífs utan
hjónabands og fyrir hjónaband eða
þá afstöðu manna til fóstureyðinga
af félagslegum ástæðum. Einnig
kemur nokkuð vel fram hvaða efni
skuli rætt um í prédikunarstólum
kirkjunnar, svo eitthvað sé nefnt.
Guðfræðistofnunin
og Málstofan
Dr. Björn Björnsson hefur verið
forstöðumaður Guðfræðistofnunar
Háskóla íslands undanfarin ár, en
hún var stofnuð árið 1975. Nú hefur
prófessor Jón Sveinbjörnsson tekið
við því starfi.
Markmið stofnunarinnar er að
efla og samhæfa fræðastörf innan
guðfræðideildarinnar, en auk þess
að efla tengsl við fræðistörf presta og
annarra guðfræðinga.
Lengi vel var ekki veitt fé til
Guðfræðistofnunar á fjárlögum og
komst það fyrst á 1986. Árið 1982
urðu þáttaskil í störfum stofnunar-
innar þegar Gísli Sigurbjörnsson
forstjóri elliheimilisins Grundar,
færði henni minningargjöf að upp-
hæð 100 þúsund. Við það tækifæri
var settur á fót Starfssjóður Guð-
fræðistofnunar og hefur hann síðan
verið styrktur með fleiri rausnarleg-
um gjöfum frá sama aðila.
Eitt af því sem lesendur Tímans
hafa fengið að fylgjast með í störfum
stofnunarinnar er Málstofa í guð-
fræði. Málstofunni er ætlað að vera
vettvangur fyrir gagnlega rökræðu
um guðfræði. Þar á guðfræðingum
að gefast kostur á að fjalla um
rannsóknir sínar og fá við þeim
viðbrögð. Hefur stofnunin átt aðild
að ýmsum merkilegum verkefnum
og einnig staðið að útgáfu eigin
ritraðar þar sem hægt er að birta
guðfræðilegar ritgerðir og greinar.
Fyrsta heftið er þegar komið út, en
í ritröðinni mun seint á þessu ári
verða birtar heildar niðurstöður úr
þessari könnun stofnunarinnar á
trúarlífi íslendinga, ef frekari úr-
vinnsla hennar gengur vel. KB