Tíminn - 30.08.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.08.1988, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 30. ágúst 1988 Tíminn 15 MINNING Ásgrímur Kristinsson frá Ásbrekku í Vatnsdal Fæddur 29. desember 1911 Dáinn 20. ágúst 1988 „Fer ég enn um farinn veg fýsir síst til baka. En heim í Vatnsdal vildi ég vagni mi'num aka. “ Davíö Stefánsson. Ásgrímur fæddist í Ási í Vatnsdal. Ingibjörg móðir hans var Benedikts- dóttir og systurdóttir Guðmundar Ólafssonar alþm. í Ási og urðu þau hjón Guðmundur og kona hans Sigurlaug Guðmundsdóttir fóstur- foreldrar hans. Var heimili þeirra hjóna mannmargt og fastmótað með hefðbundnum hætti þess tíma. Faðir Ásgríms, Kristinn Bjarna- son, af Bólu-Hjálnrars ætt, varð strax á unga aldri kunnur hagyrðing- ur og hafði erft hæfileika ættföðurins í ríkum mæli. Ásgrímur naut foreldra sinna minna fyrir það að leiðir þeirra skildu og bjuggu þau aldrei saman. Ingibjörg Benediktsdóttir dó ung að árum og átti ekki aðra afkomendur en Ásgrím, en Kristinn Bjarnason átti síðar margt barna í tveim hjóna- böndum. Snemma kom í Ijós að hneigðir Ásgríms voru mjög sóttar í báðar ættir hans. Fyrsta vísa hans er frá því hann var sjö ára og tólf ára er hann farinn að nota kenningar í vísum sínum. Varð Ásgrímur ótrúlega fljótt virkur þátttakandi í vísna- og ljóðagerð sem á þeim árum var iðkuð í Vatnsdal og er raunar enn, þótt í minna mæli sé af ýmsum ástæðum. Á hinn bóginn var bóndaeðlið mjög ríkt í Ásgrími. Strax á ungl- ingsárum eignaðist hann kindur og vildi hafa þær sér í húsi til þess að hugsa um þær. Rúmlega tvítugur tekur hann á leigu jörðina Kötlustaði í Vatnsdal, þá nýgiftur og árið 1936, þegar hann er 25 ára, stofna þau hjónin nýbýlið Ásbrekku í Vatnsdal á einum fimmta hluta jarðarinnar Áss og var landið gjöf frá fósturfor- eldrum hans. Býlið þurfti að reisa frá grunni, bæði ræktun og byggingar yfir fólk og fénað. Hafði efnahags- kreppa bænda þá náð hámarki og voru fjármunir af skornum skammti svo að ótrúlegt er að nýbygging heillar jarðar gæti orðið veruleiki. Fóru þá í hönd svokölluð mæðiveiki- ár er ollu bændum þungum búsifj- um. En sigur vannst fyrir afdráttar- lausan baráttuhug hjónanna beggja, sem auk þess að fórna kröftum sínum öllum, gættu þess að stilla kröfum í hóf svo að hægt væri að standa í skilum og við skuldbinding- ar. Hafði bóndaeðli Ásgríms yfir- höndina í lífi hans um þessar mundir, en var þó kryddað af skálda- eðli hans er tóm gafst til. Var mjög leitað til Ásgríms meðan hann dvaldi í Vatnsdal við ýmis tækifæri um að koma fram og slá skáldhörpu sína. Tók hann því misjafnlega vel, en er líða tók að því sem til stóð, var sem hann fcngi innblástur og færðist í aukana. Kastaði hann þá með öilu frá sér hversdagsleikanum og rétti úr sér frá erfiði dagsins. Urðu honum ljóð á munni, oft heil kvæði, á ótrúlega skömmum tíma. Ljóðrænt hrifnæmi hans var honum eðlisboriö og að flytja ljóð sín með þcim hrynjanda aö allra eyrum náði. Samspil bóndans og listamannsins í Ásgrími Kristinssyni gerði hann að eftirsóttum félaga sem setti nijög svip á menningar- og samkvæmislíf í Vatnsdal rneðan hans naut við. í ljóðabók Ásgríms, sem út kom árið 1981 er áberandi mikið af af- mælisljóðum til sveitunga lians, bæði karla og kvenna og var hann sann- kallað hirðskáld Vatnsdælinga um árabil. Þá eru gangnavísur hans landskunnar margar hverjar: Harðnar rei' erjáls og frí færist leiðin . ir. Blærinn seidi kur í arma heiðar Ei mun finnast örðug leið eftir kynning bjarta. Vakir minning vona heid vermir inn að hjarta. I kvæðinu Æskuminning er þctta erindi: Ég hef unnað vorsins veldi. vakað einn á fögru kveldi og það lyfti anda mínum. allt var kyrrt og hljótt. Bergði ég af brunni þínum bjarta júnínótt. Þannig var í rauninni lífsviðhorf Ásgríms á Ásbrekku. En veröldin brosti ekki alltaf við honum. Við andlát konu sinnar Ólafar K. Sigur- björnsdóttur, ættaðri úr Dölum vestur, alið hafði honum fjögur börn og barist harðri baráttu við hlið hans, orti Ásgrímur þessa látlausu vísu: Peim sem eiga yl í sál og unna hlíðum grænum sárt er að missa um sumarmál sólskinið úr bænum. Varð um skeið erfitt tímabil í æfi Ásgríms, en hann hopaði ekki af hólmi og sólskinið kom aftur í bæ hans. Guðný Guðmundsdóttirættuð vestan af fjörðum kom til hans sem ráðskona með ungan son sinn. Varð hún síðari kona hans og búskapurinn á Ásbrekku hélt áfram. Börnunum fjölgaði og Guðnýju fataðist hvergi í hlutverki sínu sem eiginkona, móð- ir og stjúpmóðir. Tíminn leið og upp óx stór systkinahópur: Guðmundur Ólafs, nú bóndi á Ásbrekku, Þor- steinn Erlings, bóndi og oddviti á Varmalandi í Skagafirði, Sigurlaug Ingibjörg, Ólafur Sigurbjörn - var skírður við kistu móður sinnar - Guðrún Ása, Ólöf Hulda og svo tvö hálfsystkin Snorri og Lilja Huld. Öll eru þessi systkin búsett í Reykjavík nema tveir elstu bræðurnir. Hag- mælsku hafa þau í heiðri og bera uppruna sínum gott vitni. Er Ásgrímur hafði búið átján ár á Ásbrekku, brá hann búi þar um tveggja ára skeið. En hann kom aftur heim og búskapnum var haldið áfram til haustsins 1962 að elsti sonurinn tók við jörð og búi. Eftir það dvöldu þau hjón í Reykjavík meðan bæði lifðu. Um nokkur ár starfaði Ásgrímur hjá Samb. ísl. samvinnufélaga en vanheilsa tók með öllu fyrir vinnugetu hans. Eins fór um konu hans Guðnýju að hún missti heilsu og lést fyrir aldur fram fyrir fjórum árum. Þannig voru Ás- grími settar skorður er hann fékk ekki umflúið. Börn hans og tengda- börn voru verndarar hans upp frá því en einkum kom það í hlut þeirra Ólafs og Ásu. Til síðustu stundar tókst Ásgrími að sjá sér efnalega farborða enda taldi hann það frurn- skilyrði þess að vera frjáls maður í samfélaginu. Skömmu eftir að þau Ásgrímur og Guðný fluttu suður bjuggu þau um tíma í litlu býli innan við Reykjavík. Hús voru þar gömul og ekki nýtísku- leg. Varð þá þessi vísa Ásgríms til: Hingað bar mig gamlan gcst. Glöggvast farið minni. Áður var og enn er best undir skarsúðinni. Eitt sinn er Ásgrímur þurfti að hverfa til vinnu sinnar í Reykjavík en úti var sumar og sól, varð honum að orði: Þegar attga blómin blá bjóða vanga og gef'ann örðug gangan er ntór þá inn í fangaklefann. Ásgrímur var alltaf sami bóndinn í eðli sínu og ræturnar við hans görnlu heimasveit slitnuðu aldrei. Hann var mikill aufúsugestur er hann kom norður berandi með sér nýjar stökur og ljóð, ásamt upprifjun sagna og samskipta við vinafólk og samferða- menn. Ljóðadísin var honum trú til síðustu stundar, þótt sjá þvrfti hann af báðum eiginkonum sínum. Við andlát síðari konu sinnar orti Ásgrímur: Dýrar sakir drottinn minn dómar þínir sýna. Tókstu af mér annað sinn eiginkonu mína. Enginn vafi er á því, að Ásgrímur frá Ásbrckku er einn þcirra alþýðu- skálda tuttugustu aldarinnar sem reist hafa sér óbrotgjarnan minn- isvarða með Ijóðagerð sinni, þannig að stökur hans munu lifa á vörum ljóðelskra karla og kvenna um langa tíð. Því hafa hér verið í þessum minningarorðum tilfærð nokkur sýn- ishorn af Ijóðagerð Ásgríms, að telja má að þau lýsi manninum sjálfum betur en með öðru móti mætti vera. Eftirfarandi vísa hans bendir til þess að sú skoðun sé ekki fjarri lagi: Vísan stendur öld og ár oft er send til varnar. Hún er að benda á bros og tár bak við hcndingarnar. Með Ijóðagerð sinni reis Ásgrímur á Ásbrekku yfir hversdagslcikann og vcitti okkur næstu nágrönnum og öðrum samferðamönnum ómælda gleði á góðum stundum. Fyrir það þökkum viö nú að leiðarlokum og sendum börnum hans, tengdabörn- um og barnabörnum samúðarkveðj- ur. Ásgrímur veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. ágúst. Grímur Gíslasoii. REYKJÞMIKURBORG f*l ^ ^-----------• «*« 'I* Aeuitevi Stödun. 'l^ Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar að ráða eftirtalið starfsfólk: Aðstoðarmann við skólatannlækningar, hluta- starf. Skólahjúkrunarfræðing við Öskjuhlíðarskóla. Meinatækni í afleysingar. Hjúkrunarfræðing með Ijósmóðurmenntun í 50% starf við mæðradeild til að annast foreldrafræðslu. Upplýsingargefurhjúkrunarforstjóri í síma22400. Hef opnað lögmannsstofu að Borgartúni 28, 4. hæð, sími 624061. Tek að mér öll venjuleg lögmannsstörf. Kjartan Ragnars hæstaréttarlögmaður t Faðir okkar, tengdafaðir og afi Ásgrímur Kristinsson frá Ásbrekku síðast til heimilis að Beykihlíð 1, Reykjavík verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. ágúst kl. 15.00. Ása Asgrímsdóttir Ólöf Hulda Ásgrímsdóttir Guðmundur Ó. Ásgrímsson Þorsteinn E. Ásgrímsson Sigurlaug I. Ásgrimsdóttir Ólafur S. Ásgrímsson Snorri Rögnvaldsson Lilja Huld Sævars Ólafur R. Árnason Pálmi Bjarnason ÓlafíaS. Pétursdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Birna Halldórsdóttir Magnús Jóhannsson og barnabörn t Þökkum innilega auðsýnda virðingu og vinarhug við andlát og útför Guðrúnar Þorsteinsdóttur kennara Sérstakar þakkir færum við starfsliði Hjúkrunarheimilisins Ljósheim- um Selfossi fyrir kærleiksríka umönnun. Jóhanna Þorsteinsdóttir Sigurlaug Guðmundsdóttir Guðrún Hulda Guðmundsdóttir Ingibjörg Jóhannsdóttir Ingibjörg Pálsdóttir. t Eiginkona mín og móðir okkar Sigrún Sigurðardóttir Norðurbraut 7b. Hafnarfirði lést föstudaginn 26. ágúst. Kristján Guðmundsson Ólafía Kristjánsdóttir Sigurður Kristjánsson. t t Bróðir okkar Rafn Sigurðsson Bjarni Guðbjörnsson til heimilis að Engihjalla 9 Grettisgötu 32 lést á heimili sínu þann 27. ágúst. andaðist í sjúkrahúsinu Lundi, Svíþjóð 25. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Anna Guðbjörnsdóttir Ingvi Rafnsson. Elín Guðbjörnsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.