Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Fimmtudagur 8. september 1988
Tíminn
.iQ.m.Y
Klofningur ASI lá í loftinu á miðstjórnarfundi um samráðið:
Guðmundur J. vildi
tillögu um að ffæra
niður vexti og verð
Atburðir síðustu daga í kringum ótímabær viðræðuslit ríkisstjórn-
arinnar og ASÍ hafa Ieitt í l.jós nokkra sundurþykkju innan ASÍ.
Á miðstjórnarfundi ASÍ eftir að viðræðurnar runnu út í sandinn,
var samþykkt ályktun um að setja það skilyrði að áframhaldandi
viðræður snerust ekki um lækkun launa, heldur um að leita leiða til
að lækka vexti og verðlag og tryggja afkomu útflutningsgreina.
Nokkrar umræður urðu um ályktunina áður en hún var borin
undir atkvæði en að lokum var hún samþykkt samhljóða en einn sat
hjá við atkvæðagreiðsluna; Guðmundur J. Guðmundsson.
Afstaða Guðmundar J.
Guðmundur hafði það að athuga
við ályktunina að ætíð hafi verið
regla að tala við allar ríkisstjórnir,
óháð því hvaða flokksliti þær bæru
og að kjarni ályktunarinnar hefði
verið settur fram af „vissum hópi"
innan ASl til þess eins að slíta
viðræðunum.
Tíminn hafði í gær samband við
allmarga miðstjórnarmenn sem
fundinn sátu og sögðu allir það rangt
sem fram kom í DV í fyrradag, að
alþýðubandalagsmenn í miðstjórn
ASÍ hefðu viljað hafna öllu samráði
við ríkisstjórnina og gengju út, sam-
þykkti miðstjórnin ekki þessa kröfu
þeirra og þar með yrði úr sögunni sú
samstaða, sem ríkt hefur innan ASí
það sem af er þessum áratug.
Hvað segja Allaballar?
Hansína Stefánsdóttir formaður
Verslunarmannafélags Árnessýslu
sagði við Tímann að á miðstjórnar-
fundi 29. ágúst s.l. hefðu menn ekki
verið á eitt sáttir um hvort, eða
hvaða skilyrði skyldi setja fyrir við-
ræðum við ríkisstjórnina. Rangt væri
að þau alþýðubandalagsfólk hefðu
reynt að kljúfa ASÍ. Hins vegar
hefði það komið jafn flatt upp á alla
í miðstjórninni að forsætisráðherra
var, þegar til stykkisins kom, ekki til
viðræðu um annað en launalækkun-
ina eina og hefðu þeir þá snarlega
sameinast um ályktunina margum-
ræddu.
Af hverju?
Þórður Ólafsson í Þorlákshöfn
tók í sama streng en sagði jafnframt
að eins og Þorsteinn Pálsson lagði
málin fyrir á samráðsfundinum, þá
hefði hann gert ráð fyrir lækkun
launa en í kjölfar þeirra myndu
síðan vextir lækka af sjálfu sér. Slíkt
væri auðvitað álíka fráleitt og að
lækka vextina og við það lækkuðu
launin af sjálfu sér.
Þórður sagði að þrátt fyrir stór orð
margra um forstjóraplaggið og
niðurfærsluleiðina undanfarið, þá
hefði verið samstaða innan verka-
lýðshreyfingarinnar um að taka upp
viðræður við ríkisstjórnina um hana,
einkum hvað varðaði leiðir til að
lækka vexti og tryggja afkomu út-
flutningsgreina, en vandi þeirra er
fólginn í gríðarlegum fjármagns-
kostnaði, ekki launakostnaði. Það
vissu allir sem vildu vita.
Frjálshyggjugengið
vill stjórnarslit
Heimildamenn innan Sjálfstæðis-
flokksins segja Tímanum að J?or-
steinn Pálsson hafi komið lítt undir-
búinn til viðræðnanna við ASÍ um
annað en niðurfærslu launa vegna
pressu frá frjálshyggjugenginu í eig-
in flokki, sem ekki vilji heyra nefnt
að neins konar böndum verði komið
á fjármálaheiminn. Leikfléttan hafi
átt að vera sú að þegar ASÍ hefði lýst
yfir að það væri ekki til viðræðu um
lækkun launa eingöngu, hefði átt að
nota viðræðuslitin sem ástæðu til að
rifta stjórnarsamstarfinu.
En hver er hann þá þessi „vissi
hópur", eða „vissi kjarni" innan
miðstjórnar ASÍ sem Guðmundur
nefnir svo, sem þannig er genginn til
samstarfs við frjálshyggjugengið í
Sjálfstæðisflokki um að kollvarpa
ríkisstjórninni?
GuðmundurJ.
gegn Allaböllum
Hvað segir Guðmundur J. Guð-
mundsson sjálfur. Er hann að að
reyna að klekkja á sínum gömlu
flokksfélögum í Alþýðubandalaginu
eða þeir á honum? Er meiriháttar
valdabarátta í uppsiglingu? Verður
uppgjör á ASÍ þinginu í nóvember
n.k.?
„Ég læt engan, hvorki forseta ASÍ
né aðra, stilla mér upp við vegg með
því að spyrja; ertu með eða móti
kauplækkun. Flokksleg sjónarmið
eru allsráðandi hjá alþýðubanda-
lagsmönnum og þeir vildu óðir og
uppvægir setja óaðgengileg skilyrði
fyrir áframhaldandi viðræðum við
ríkisstjórnina, enda var augsýnilegur
vilji þeirra til að rifta þeim. Það þarf
enginn að búast við því að menn
verði sammála á fyrsta fundi og ég
er sannfærður um að meirihluti
miðstjórnarmanna var því hlynntur
að viðræður héldu áfram þar til fær
leið fyndist," sagði Guðmundur J.
Guðmundsson.
Ræða málin í botn
Ég átti ekki von á þessum leik
alþýðubandalagsmannanna þannig
að ég var ekki með tilbúna tillögu til
að mæta slíkum atvikum sem þar'na
urðu.
Ég hefði viljað að miðstjórnin
Stórmeistaramótíð
í Tilburg
Jóhann
og Karpov
gerðu
jafntefli
Stórmeistararnir     Jóhann
Hjartarson og Anatoly Karpov
sömdu um jafntefli í fyrstu um-
ferð stórmeistaraskákmóts sem
fram fer í Tilburg í Hollandi.
Jóhann hafði hvítt í viðureigninni
við fyrrum heimsmeistara. Upp
kom drottningarbragð og tefldu
stórmeistararnir eftir bókinni.
Jóhann bauð jafntefli eftir 23.
leik sem Karpov hafnaði. Það var
svo eftir að leiknir höfðu verið
níu leikir til viðbótar að þeir
sömdu um jafntefli.
í dag veTður tefld önnur um-
ferð í Tilburg og mætir Jóhann þá
Timman frá Hollandi og stýrir
Jóhann hvítu mönnunum.  -ES
Grettir
sökk
Dýpkunarskipið Grettir, í eigu Dýpkunarfélagsins hf. á Siglufirði,
sökk aðfaranótt miðvikudags u.þ.b. 2 sjómflur vestur af Dritvíkur-
töngum á Snæfellsnesi. Björgunarskipið Goðinn var að draga skipið
frá Bíldudal til Sandgerðis þar sem næsta verkefni skipsins beið.
Enginn var um borð þegar óhappið varð. Sjópróf hófust kl. 4 í gær
en ekki er Ijóst hvað olli atvikinu. Veður var gott og allt virtist í lagi.
Grettir þessi er systurskip Grettis eldri sem sökk í Faxaflóa í
marsbyrjun 1983.
„Þetta er heljarinnar mikið tjón
fyrir Dýpkunarfélagið," sagði Jó-
hannes Lárusson, framkvæmdastjóri
félagsins, ísamtali viðTímann ígær.
„Nýsmíði af þessari gerð kostar
samtals um 110-120 milljónir króna,
en fyrir svona notuð tæki er tjónið á
milli 60-70 milljónir."
Skipið \hefur ekki jafnmikinn
stöðugleika" og venjuleg skip og því
er gott veður skilyrði fyrir því að
hægt sé að flytja það. „Þettaerfleki,
30 metra langur og 10 metra breiður
og það er grafa ofan á honum og háir
staurar, þannig að það hefur ekki
mikla sjóhæfni," sagði Jóhannes.
Félagið festi kaup á skipinu í ágúst
í fyrra og hefur haft nóg að starfa
síðan og biðu fjöldamörg verkefni
skipsins. „Við ætlum að kanna hvort
það sé möguleiki og hvort það borgi
sig að ná skipinu upp. Ef ekki þá
verðum við að fá okkur annað,"
sagði Jóhannes.            JIH
hefði lýst því yfir að hún væri
reiðubúin að halda áfram viðræðum
við ríkisstjórnina um lækkun vaxta
og verðlags og að tryggja rekstur
útflutningsatvinnuveganna, enda er
vandi sá sem steðjar að, ekki til
kominn vegna hárra launa hjá al-
mennu verkafólki. Þetta fólk er
þolendur verðbólgu, ekki orsaka-
valdur." Ég vil að málin séu rædd í
botn, teflt úr stöðunni. Á það vant-
aði mikiðf" sagði Guðmundur J.
Guðmundsson.             -sá
Guðmundur J. Guðmundsson: „Ég
er sannfærður um að meirihluti
miðstjórnarmanna var því hlynntur
að viðræður héldu áfram þar til fær
leið fyndist."
UPFÉLAGf
KOSTUR FYRIR ÞIG
LEÐUB       35.39  *! 640-
40-46  *¦*¦
«l  »   «*¦  *90'
B^RNASKOB
a8.34  **"
11
KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT!

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20