Tíminn - 08.09.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.09.1988, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 8. september 1988 Tíminn 5 Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að ekki þýði að hanga yfir þessu lengur meðan allt sé að fara til andskotans: Vonandi ákvörðun um niðurfærsluna í dag Ráðherrar Framóknarflokksins leggja í dag fram á ríkisstjórnarfundi ákveðnar tillögur um að farin verði niðurfærslulcið í efnahagsmálum sem nái yfir alla línuna, eins og Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins, hefur komist að orði. Af viðtölum Tímans við aðra ráðherra að dæma er Ijóst að á þessum ríkisstjórnarfundi verður látið sverfa til stáls varðandi áframhaldandi setu í stjórninni. „Það verður vonandi af eða á með þetta á morgun, því það þýðir ekkert að vera að hanga yflr þessu meðan allt er að fara til andskotans,“ sagði Steingrímur Hermannsson. Gengið af ríkisstjórnarfundi. Fundurinn í dag verður án efa sögulegur og þar látið sverfa til stáls. Tímamynd Pjeiur. Niðurfærslan ófrágengin Á fundi formanna stjórnarflokk- anna í gærmorgun lagði Steingrímur fram ákveðnar tillögur um niður- færsluna og einnig þá vinnuáætlun sem framsóknarmenn höfðu undir- búið fyrir nokkru. „Ég vil nú ennþá líta svo á að niðurfærslan sé á borðinu. Ég hef lýst því og ég tel að ef við komum fram með harðar aðgerðir um niðurfærslu sem nái yfir alla línuna, þá eigi það ríkan hljómgrunn eins og fram kemur t.d. í skoðanakönnun DV í gær. Mér er sagt að innan verkalýðshreyfingar- innar séu líka ýmsir sem myndu skoða það ef það næði yfir alla línuna. Mér finnst að það þurfi að reyna á það hvort flokkarnir geti sameinast um slíkt áður en hún er afskrifuð," sagði Steingrímur Her- mannsson, utanríkisráðherra. „Það er kannski hægt að segja að forsæt- isráðherra sé búinn að afskrifa hana að verulegu leyti og því er e.t.v. eftir litlu að sækjast þar. Mér finnst þó ekki að þetta mál sé það frágengið að ekki sé rétt að skoða þetta betur.“ Hljóp hann á sig? Að sögn eins ráðherrans sem Tím- inn ræddi við í gær er álitið að réttara hefði verið af hálfu forsætisráðherra að ræða það við samráðherra sína, hvort afskrifa ætti víðtæka niður- færsluleið í efnahagsmálum, áður en hann gerði það opinberlega að eigin frumkvæði. Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra, sagði aðspurður um þetta atriði að það væri rétt að niðurfærslan hafi ekki enn verið afskrifuð af ríkisstjórninni og því eigi hún í raun enn eftir að svara þessu og það ætluðu framsóknar- menn að láta reyna á til þrautar á þessum ríkisstjórnarfundi. Að loknum ríkisstjórnarfundi í dag er Ijóst að ræða þarf málin til lykta í þingflokkum stjórnarflokk- anna. Framsóknarmenn koma sam- an í dag og verður sá fundur sameig- inlegur með framkvæmdarstjórn Framsóknarflokksins. 53,5% fylgjandi niðurfærslu Miðað við niðurstöður skoðana- könnunar DV sem birtar voru í gær eru 53,5%, af þeim sem afstöðu tóku, fylgjandi því að farin verði hin svokallaða niðurfærsluleið í efna- hagsmálum. Innan við helmingur þeirra sem afstöðu tóku, eða um 46,5%, svöruðu því þannig til að þeir væru andvígir niðurfærslunni. Þetta sýnir að þrátt fyrir að nokkur fjöldi hafi verið óákveðinn, eða um 23,2%, er góður meirihluti fylgjandi því að farin verði niðurfærsluleiðin. Af nokkrum umsögnum þessa fólks sem lenti í úrtakinu að dæma, er ljóst að það vill að niðurfærslan verði víðtæk og að hún nái til allra og sem víðast. Einnig kom fram að gengisfellingarleiðin virðist vera gengin sér til húðar í huga almenn- ings. Afgerandi klofningur Því fer fjarri að hægt verði að spá nokkru ákveðnu um hvað gerist í dag á ríkisstjórnarheimilinu, eins og ástandið er orðið þar á bæ. Hins vegar gefa yfirlýsingar einstakra ráð- ' herra og forystumanna til kynna að verulegur og afgerandi klofningur sé orðinn að staðreynd innan stjórnar- innar. Framsóknarmenn hafa aldrei verið ákveðnari um að fara verði niðurfærsluleið sem nái til allra landsmanna og allra þátta atvinnu- lífsins. Opinberlega er Alþýðuflokk- urinn einnig harður á því að þessa leið verði að fara. Klofna kratar? Innan ráðherraliðs Alþýðuflokks- ins er þó kominn fram í dagsljósið klofningur sem ekki er alveg hægt að sjá fyrir endann á. Formaður flokksins, Jón Baldvin Hannibals- son, hefur verið harðákveðinn varð- andi niðurfærsluleiðina, en hefur síðustu daga verið að viðra milli- færslu í ríkisfjármálum í kjölfar áframhaldandi frystingar launa og verðlags. Hefur hann lýst því yfir í umræðunni að reyndar ráðist það á næstu dögum hvort stjórnarflokk- arnir nái saman um nokkur úrræði. Bannorðið lögbinding í Sjálfstæðisflokknum er vandinn sá að formaðurinn er búinn að lýsa því yfir í útvarpi að niðurfærslan sé ekki lengur inni í myndinni. Svo virðist sem hann hafi aldrei getað farið niðurfærsluna og hafi aldrei ætlað að reyna þá leið af alvöru, enda hafi hann ekki umboð áhrifa- manna innan flokksins til að lög- binda lækkun verðlags og lækkun vaxta. Sama forsenda gæti einnig leitt til þess að flokkurinn geti aldrei sætt sig við að fara millifærsluleiðina, þar sem í henni hlýtur að felast lögbinding verðstöðvunar. Þar brýtur á Samkvæmt ákveðnum heimildum Tímans hefur verið ákveðin eftirsjá í niðurfærslunni meðal forystu- manna Alþýðuflokksins og talið fullvíst að þeir séu enn tilbúnir að fara þá leið. Því er verið að tala um að klofni ríkisstjórnin á niðurfærslu- leiðinni sé líklegt að framsóknar- menn og meirihluti forystumanna í Alþýðuflokknum séu tilbúnir að finna leið til að hrinda henni í framkvæmd, án þess að farið sé að hugsa það til enda með hvaða hætti það verði. Hins vegar situr minni- hluti ráðherraliðsins eftir með and- stöðu sína við þessi efnahagsúrræði. Það er ráðherralið Sjálfstæðisflokks- ins og e.t.v. einn af ráðherrum Alþýðuflokksins. Náist ekki sam- komulag á ríkisstjórnarfundinum núna er Ijóst að ríkisstjórnin mun klofna vegna afstöðunnar til niður- færsluleiðarinnar. KB Formannafundur sambands vestfirskra kvenna: Manneldis og neyslustefna Samband vestfirskra kvenna hélt formannafund sinn í húsakynnum Húsmæðraskólans Óskar á ísafirði, laugardaginn 27. ágúst sl. Á fundin- um var rætt um málefni kvenfélag- anna og flutt var erindi um manneld- ismál. Unnur Stefánsdóttir, verkefnis- stjóri í Heilbrigðisráðuneytinu var framsögumaður og nefndi hún erind- ið: Mótun manneldis og neyslu- stefnu. Fundarmenn voru sammála um að lýsa yfir ánægju með þá vinnu sem í gangi er hjá heilbrigðisráðu- neytinu um mótun manneldis og neyslustefnu. Fram kom að nauð- synlegt væri að gera víðtæka könnun á neysluvenjum landsmanna, svo hægt væri að byggja á henni til að gera æskilegar breytingar. Fundar- menn voru sammála um að sykur- neysla almennings væri of mikil og nauðsynlegt væri að minnka hana. Þá var mikið rætt um aukaefni í matvælum og skýrari Iagasetningar þar um, auk þess sem birtar voru niðurstöður vísindamanna um slík aukaefni og áhrif þeirra. Þá kom fram í máli formanna kvenfélaganna að heimilisfræðsla í grunnskólum á Vestfjörðum væri víða af skornum skammti og námskrá ekki fylgt, auk þess sem bæði vantaði kennara og kennsluað- stöðu. -ABÓ „Húðir Svignaskarðs“ færðar Ólafi konungi Bókaútgáfan Reykholt hf. færði Ólafi V Noregskonungi bókina HÚÐIR SVIGNASKARÐS eftir Indriða G. Þorsteinsson. Bókin kemur út á næstu dögum, en vegna heimsóknar konungs var eitt eintak bókarinnar sérinnbundið og fært honum að gjöf. HÚÐIR SVIGNASKARÐS er leikrit og fjallar um Snorra Sturlu- son og ritstörf hans og veraldar- vafstur, andstæðurnar milli þess að skrifa og verða að taka þátt í stjórnmálum dagsins, baráttuna um völd og fyrir sjálfstæði landsins gagnvart erlendum yfirráðum. Inn í þennan söguþráð er fléttað fræg- um atriðum úr Heimskringlu, sög- um Noregskonunga. Bókin er myndskreytt af Einari Hákonarsyni myndlistarmanni. Bókin Húðir Svignaskarðs, eftir Indriða G. Þorsteinsson, sem Bókaútgáf- an Reykholt færði Ólafi Noregskonungi að gjöf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.