Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						6 Tíminn
Fimmtudagur 8. september 1988
Gísli Konráðsson framkvæmdastjóri Útgerðarfélags
Hvorki töf rasproti né
patentlykill
Skrifstofa Gísla Konráðssonar, framkvæmdastjóra Útgerð-
arfélags Akureyringa er laus við allan íburð. Þar fyrirfinnast
þó þeir hlutir sem telja verður nauðsynlega á hvaða skrifstofu
sem er. Skrifborð, stóll, reiknivél, ritvél, sími, skjalaskápur
og lampi, svo eitthvað sé nefnt. Og eifts og á öllum góðum
skrifstofum er auðvitað almanak á veggnum. Allt hið
nauðsynlega er til staðar, en fátt þar umfram.
Raunar gæti þcssi lýsing að sumu
leyti átt við um rekstur Utgerðarfé-
lags Akureyringa. Þar hefur að sögn
þeirra scm til þekkja aldrei verið
bruðlað mcð pcninga. Fjárfcsting-
arnar hafa vcrið markvissar þó að á
stundum hafi vcrið tekin nokkur
áhætta. Hvað um þaö, dæmiö hefur
vissulcga gengið upp og ÚA er nú
eitt af allra burðugustu sjávarútvegs-
fyrirtækjum landsins. Mörgum má
þakka þessa velgcngni fyrirtækisins.
Framkvæmdastjórarnir Gísli Kon-
ráðsson og Vilhelm Þorsteinsson
ciga að margra mati dágóðan hlut í
hcnni.
Um næstu áramót verða tímamót
hjá Gísla. Á 73. aldursári stcndur
hann upp úr framkvæmdastjóra-
stólnum eftir rúmra 30 ára gifturíkt
stárf og annar tekur við stjórnar-
taumunum. Hver það vcrður er ckki
ráðið ennþá. Mál munu væntanlega
skýrast cftir stjórnarfund U A í næstu
viku.
Starfsmaður hjálparstofn*
unar Sameinuðu þjóðanna
Þingeyingurinn Gt'sli Konráðsson,
fæddur að Hafralæk í Aðaldæla-
hrcppi, var ráðinn sem fram-
kvæmdastjóri hjá Útgerðarfélagi
Akureyringa hf. um mitt ár 1958.
Áður hafði hann reyndar komið
nálægt sjávarútveginum m.a. sem
skrifstofustjóri hjá Utgerðarfélagi
KEA hf. á árunum 1937-1944, að
afloknu stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri árið 1937.
Árið 1945 lá leiðin til Bandaríkj-
anna. „Um þctta leyti voru Samein-
uðu þjóðirnar að komast á legg. Þar
á meðal var stofnun sem bar nafnið
UNRRA og hafði hún aðsetur í
Washington DC. UNRRA var eins-
konar hjálparstofnun Sameinuðu
þjóðanna. Til hennar voru tveir
fslendingar ráðnir og ég var annar
þeirra." Gísli segir það hafa verið
mest fyrir orð Vilhjálms Þórs, fyrr-
verandi kaupfélagsstjóra KEA, sem
hann réðist til UNRRA. „Hjá Ut-
gerðarfélagi KEA hf. annaðist ég
rekstur           vöruflutningaskipsins
Snæfells. Þcssi reynsla nýttist mér
við það starf sem ég tók að mér hjá
flutningadeild UNRRA.. Starfið
fólst í því að sjá um að vörum, sem
safnað var saman handa stríðshrjáð-
um þjóðum, væri komið í flutning
frá höfnum í Norður-Ameríku og
víðar, til þeirra landa sem þær attu
að fara. Mitt svið var að sjá um
flutning vara til Grikklands."
Frá Washington til
ÚtgerðarfélagsKEA.hf.
„Þetta átti að vera tveggja ára
starf en ég kom heim fyrr en ætlað
var, eða á miðju sumri árið 1946,
vegna þess að fyrrverandi húsbóndi
minn hjá Utgerðarfélagi KEA hf.,
Gunnar Larsen, féll skyndilega frá.
Það varð úr að ég tók við hans starfi
sem framkvæmdastjóri Útgerðarfé-
lags KEA hf. og varð jafnframt
deildarstjóri þeirrar deildar KEA
sem sá um sölu á fiski félagsmanna.
Einnig kom í minn hlut að stýra
síldarsöltunarfélaginu Nirði hf."
Gísli minnist þess að á stríðsárun-
um hafi Kaupfélag Eyfirðinga séð
um fisksölu frá sjómönnum við Eyja-
fjörð til færeyskra skipa. Oft á tíðum
beið fjöldi skipa eftir lestun, sem
síðan sigldu með fiskinn til sölu í
Brctlandi.
Rambaði á
barmi gjaldþrots
Útgerðarfélag Akureyringa hf.
var stofnað á árinu 1945. Tveimur
árum síðar lagðist fyrsti togari fé-
lagsins, Kaldbakur að bryggju á
Akureyri. Síðar komu togararnir
hvcr af öðrum; Svalbakur, Slcttbak-
ur og Harðbakur. Þessir fjórir togar-
ar voru í eigu Útgerðarfélagsins
þegar Gísli réðist til þess árið 1958.
„Fclaginu vegnaði vel á fyrstu árun-
um. Hingað réðust góðir skipstjórar
og aflamenn. Fiskurinn var að mestu
leyti fluttur út ísaður en fljótlcga var
hafin söltun og skreiðarvinnsla.
Frystihús tók til starfa skömmu áður
en ég hóf hér störf, eða í ágústmán-
uöi 1957.
Um þetta leyti tók að halla veru-
lega undan fæti og í raun má segja
að um áramótin 1957-1958 hafi fyrir-
tækið verið gjaldþrota. Mikil skrif
og umræður urðu um það hvort ætti
hreinlega að nema staðar og gera
fyrirtækið upp eða hvort reyna ætti
áframhaldandi rekstur. Mönnum var
það auðvitað ljóst að til mikils var
að vinna fyrir bæinn að halda rekstr-
inum áfram, því Útgerðarfélagið
veitti fjölda manns atvinnu, og var í
raun á sínum tíma stofnað til þess að
skapa atvinnu í bænum," segir Gísli.
Margar ástæður voru fyrir þessum
tímabundnu erfiðleikum Utgerðar-
félagsins. Meðal annars var fjár-
mögnun frystihússins mjög erfið.
Lánsfé lá ekki á lausu og því tók
fyrirtækið á sig miklar skuldir.
Akureyrarbær tók að sér að
ábyrgjast reksturinn um óákveðinn
tíma á meðan komist var yfir erfið-
asta hjallann. Gísli gerðist fulltrúi
bæjarins hjá Útgerðarfélaginu á
meðan á þessu ábyrgðartímabili
stóð, eða frá og með áramótum
1957-1958', en tók síðan við starfi
framkvæmdastjóra félagsins af Guð-
mundi Guðmundssyni á miðju ári
1958.
Þegar rekstur Útgerðarfélagsins
komst aftur á réttan kjöl var ákveðið
að breyta því lánsfé, sem Akureyrar-
bær hafði lagt fram á erfiðleikatím-
anum, í hlutafé. Bærinn jók síðan
við hlut sinn í Útgerðarfélaginu og
nú eru ríflega 70% hlutafjár í Út-
gerðarfélaginu í hans eigu. Hlutur
Akureyrarbæjar er nú nálægt 233
milljónum króna af um 330 milljóna
heildarhlutafé Útgerðarfélagsins.
450 manns á launaskrá
Þrír áratugir er óneitanlega langur
tími í starfi hjá sama fyrirtæki. Gísli
segir að vissulega hafi verið mikill
tröppugangur í rekstrinum. „En
slíkt fylgir bara sjávarútvegnum.
Markaðir breytast og aflabrögð eru
stopul," segir hann.
Utgerðarfélag Akureyringa hefur
víssulega tekið áhættu ( fjárfesting-
um og framkvæmdum en staða þess
er sterk í dag. í eigu þess eru nú 6
togarar, Svalbakur, Kaldbakur,
Harðbakur, Sléttbakur, Sólbakurog
Hrímbakur. Sléttbaki var breytt í
frystitogara á sl. ári en hinir fimm
togararnir færa fiskinn á land til
vinnslu í frystihúsi, söltun og skreið-
arvinnslu UA.
Á launaskrá þcss eru nú 400-450
manns, þ.m.t. áhafnir skipa og allt
landverkafólk. Á síðasta ári voru
heildarverðmæti framleiddrar vöru
um 950 milljónir króna. Þar af er
hlutur frystingar nálægt 85%, salt-
fisks 10% og skreiðar 5%.
Traust starfsfólk
Utgerðarfélag Akureyringa er oft
ncfnt til sögunnar sem fyrirmyndar-
fyrirtæki í sjávarútvegi á fslandi.
Þessu til staðfestingar nefna menn
að á síðasta ári skilaði félagið nokkr-
um hagnaði eitt fárra sjávarútvegs-
fyrirtækja á landinu. Sú spurning
vaknar auðvitað hver sé lykillinn að
slíkum rekstri?
Gísli spennir greipar og hugsar sig
um stutta stund. Segir síðan: „Ég er
oft spurður um þetta og svara öllum
á sama hátt. Við höfum engan
töfrasprota eða patentlykil. Þetta
byggist umfram allt á traustu starfs-
fólki, bæði á sjó og landi. Þá er það
mjög veigamikið að lengst af höfum
við átt því láni að fagna að hafa
ágæta og samhenta menn í stjórn
félagsins, sem borið hafa fullt traust
til framkvæmdastjóranna og gefið
okkur hæfilega frjálsar hendur um
reksturinn án þvingandi aðhalds, og
það er gaman að vinna með slíkum
mönnum. Einnig má benda á það,
sem ég tel mikils virði, að veiðar og
vinnsla er á einni og sömu hendi. Þá
er rétt að geta þess að mörg undan-
farin ár höfum við h'tið sem ekkert
flutt út af ferskum fiski. Við höfum
lagt áherslu á að anna aflanum hér
heima. Það hefur tvímælalaust verið
félaginu og bænum til góðs.
Númer eitt er að reka fyrirtækið
þannig að einhver hagnaður verði.
En það er líka hlutverk þess að
halda uppi sem mestri atvinnu á
Akureyri. Með því móti að landa
aflanum hér getum við stuðlað að
því."
Þrátt fyrir góða afkomu Útgerðar-
félagsins á síðasta ári eru horfurnar
fyrir yfirstandandi ár ekki alltof
góðar. „Ég vil ekki fullyrða að
fyrirtækið verði rekið með tapi á
þessu ári, en það má vissulega þakka
fyrir ef hægt verður að ná endum
saman. Þessu ráða fyrst og fremst
umtalsverðar lækkanir á flestöllum
erlendum mörkuðum," segir Gísli.
Sjávarútvegur
og verslunarhallir
Offjárfesting í sjávarútvegi á síð-
ustu árum hefur oft verið nefnd sem
ein af ástæðum fyrir slæmum hag
fiskvinnslunnar um þessar mundir.
Gísli telur það ekki eiga við um
Útgerðarfélag Akureyringa. „Auð-
vitað er þetta mismunandi eftir fyrir-
tækjum en þegar á heildina er litið
vil ég fullyrða að sjávarútvegurinn
hafi ekki fjárfest um of. Mér sýnist
vera fjárfest á öðrum sviðum í
þjóðfélaginu. Þá á ég við öll þau
musteri og verslunarhallir sem rísa
einkum á suðvesturhorni landsins.
Því miður er það nú svo að mikill
hluti þjóðarinnar gerir sér ekki grein
fyrir því að sjávarútvegurinn sé
undirstaða okkar velmegunar."
Á liðnum árum hefur vinnuafls-
þörf frumvinnslugreinanna, sjávar-
útvegs og landbúnaðar, minnkað
verulega og margir telja að frekari
samdráttur sé óumflýjanlegur sam-
fara sífellt meiri tækni í þessum
atvinnugreinum.
Gísli telur að á næstu árum verði
ekki stórar breytingar á starfi útgerð-
arfélagsins og annarra sjávarútvegs-
fyrirtækja. „Á meðan ekki finnast
aðrar betri leiðir trúi ég að menn feti
áfram hefðbundnar brautir í með-
ferð sjávarafla. Frystingin er ótví-
rætt besta aðferðin sem enn þekkist
til að varðveita gæði og ferskleika
fisks um langan tíma. Hinsvegar
horfa menn fram á þær breytingar á
næstu árum í sjávarútvegi að þurfa
að takmarka aflann enn frekar. Það
er erfitt að sjá fyrir áhrif slíks á vöxt
og viðgang fiskvinnslufyrirtækja.
Augljóslega verða þau þó að sníða
sér stakk eftir vexti og haga sér eftir
stærð aflakvóta."
Eftirsóttur
framkvæmdastjórastóll
Það er komið áð tímamótum hjá
Gísla  Konráðssyni,  éins og  áður

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20