Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Fimmtudagur 8. september 1988
„Tíminn  9
VETTVANGUR  illlllllllllll!lllllllllll|llllll!li!i
Jón Sigurðsson skólastjóri í Bifröst:
Nýr Samvinnuskóli
tekinn til starfa
Úr skólasetningarræðu 3. sept-
ember 1988.
Hér sé Guð og veri með okkur.
Ég býð ykkur öll velkomin til
erfiðis.
Nú hefst 71. skólaár Samvinnu-
skólans og 34. starfsárið hér á
Bifröst. Árið verður jafnframt 12.
ár starfsfræðslu Samvinnuskólans
og 16. ár Framhaldsdeildarinnar í
Reykjavík.
Reyndar verður starfsárið 1988-
1989 ekki aðeins síðasta ár Fram-
haldsdeildarinnar heldur jafnframt
fyrsta ár Samvinnuskólans sem há-
skóla eða „sérskóla á háskólastigi"
eins og það formlega heitir.
Nýr Samvinnuskóli
tekinn til starfa
Samvinnuskólinn hefur tekið al-
gerum stakkaskiptum á síðustu
árum. Vorið 1986 var Samvinnu-
skólaprófinu í síðasta sinn lokið
eftir tveggja vetra nám á fram-
haldsskólastigi eftir grunnskóla-
próf, en þá um haustið 1986 tók
skólinn til starfa í gerbreyttri mynd
á tveimur síðari árum framhalds-
skólastigsins, á lokaáföngum þess í
stað upphafsáfanganna áður, með
Samvinnuskólaprófi sem um leið
er stúdentspróf. Þessi breyting
hafði verið undirbúin frá árinu
1984 og olli algerum umskiptum á
allri starfsemi skólans.
11. desember 1987 samþykkti
skólanefnd aftur gjörtæka umbylt-
ingu Samvinnuskólans og í þeirri
mynd tekur hann nú til starfa. í
vetur verðum við enn á ný með
blandað kerfi að því leyti, í fyrsta
lagi, að síðasti hópurinn stundar
nám í vetur við Framhaldsdeildina
í Reykjavík og lýkur þaðan stúd-
entsprófi næsta vor, og í öðru lagi,
að annar og síðari 2. bekkur
Rekstrarmenntadeildar verður hér
á setri við nám í vetur og lýkur
Samvinnuskólaprófi sem er stúd-
entspróf héðan að vori og verður
það einnig í síðasta sinn.
Ég tel ekki ofmælt að segja nú
að Samvinnuskólanum, eins og
hann hefur starfað hingað til, hefur
verið lokað og nýr Samvinnuskóli
hefur tekið til starfa í staðinn. Við
stöndum á tímamótum. Við erum
öll að hefja nýtt starf, nýja mótun
og sköpun. Slíkt er erfitt og það
raskar högum allra, en það er ekki
síður skemmtilegt, freistandi og
eftirsóknarvert hlutskipti.
Ótroðnar brautir
27. apríl 1988veittimenntamála-
ráðherra     Samvinnuskólanum
formlegt leyfi og viðurkenningu til
þess að hefja starfsemi á háskóla-
stigi. Áður höfðu farið fram mjög
vandaðar umræður um þessa miklu
breytingu í nefnd ráðherrans undir
forsæti rektors Háskóla fslands.
Málaleitan Samvinnuskólans hlaut
góðar undirtektir stjórnvalda og
Lánasjóðs íslenskra námsmanna
og ég vek athygli á því að gagnrýni
hefur ekki verið beint að þessum
fyrirætlunum     Samvinnuskóla-
manna í þeim opinberu umræðum
sem orðið hafa um þessi mál. Þvert
á móti hafa talsmenn t.d. Við-
skiptadeildar Háskóla íslands bent
á fyrirætlanir Samvinnuskólans
sem athyglisverða leið í uppbygg-
ingu nýs háskólastigs á fslandi.
Þegar við tökum nú til starfa á
háskólastiginu er ekki nóg með
það að við víkjum fyrri námstilhög-
un Samvinnuskólans, sem þó er
aðeins tveggja ára gömul, til hliðar
heldur stefnum við inn á braut sem
ekki hefur áður verið farin hérlend-
is. Svipað námsfyrirkomulag þekk-
ist að vísu í nokkrum verkgreina-
skólum landsins en þó ekki í sömu
mynd. Aftur á móti eru margar
erlendar fyrirmyndir til, enda þótt
hér verði ekki um beinan innflutn-
ing heldur að ræða. Allt um það er
okkur hollt að minnast þess að fátt
er með öllu frumlegt í þessum
efnum.
Ákaflega mikil undirbúnings-
vinna hefur átt sér stað meðal
kennara við skólann frá því á sl.
vori og veit ég að hún mun skila sér
í störfunum nú á næstunni. Þetta
viðfangsefni hefur mætt einlægum
áhuga kennaranna og það hefur
aukist og vaxið við verksvilja og
framtak þeirra.
Sama get ég einnig sagt um þá
nemendur sem nú koma til náms í
2. bekk Rekstrarmenntadeildar.
Við gerum okkur öll grein fyrir því
að þeir fá allt þetta rask yfir sig eins
og þrumu úr heiðskíru lofti. Nem-
endur í 2. bekk eiga því skilið að
nokkurt tillit verði tekið til aðstöðu
þeirra. ...
fó.lgin m.a. að lögð er sérstök rækt
við hagnýt og raunhlít viðfangsefni
sem valin verða í tengslum við
atvinnulífið, að miklu meira fer
fyrir sjálfstæðri verkefnavinnu
nemenda en fyrirlestraröðum og
að efnissvið námsins verða í sam-
ræmi við þetta fremur en sam-
kvæmt hreinum fræðilegum eða
kenningabundnum sjónarmiðum.
í sama anda er sú sérstaða að þeir
umsækjendur hafa forgang sem
éru orðnir eldri en tuttugu ára og
hafa öðlast eigin starfsreynslu í
atvinnulífinu.
Samvinnuskólinn á háskólastigi
verður fyrst og fremst fræðslustofn-
un. Við gerum okkur grein fyrir
því að þessari fræðslu verður ekki
haldið uppi án margvíslegra rann-
sókna og könnunarverkefna. Ég
bendi á að vitanlega er ókleift að
aðgreina með öllu fræðsluhlutverk
og rannsóknir í skóla sem leggur
þyngsta áherslu á sjálfstæð verk-
efni, athuganir og könnun nem-
endanna á vettvangi fræðanna sem
í okkar tilfelli er atvinnulífið sjálft.
Með þetta í huga hafa starfsskyldur
kennara m.a. verið mótaðar cn þó
höfum við tekið þá ákvörðun að
fræðsluhlutverkið er mikilvægast,
a.m.k. að sinni.
	
1 i     A^^aao\-TAini i íí »nnn, :.	-ttr-t m W M'' SKM
	
Um leið minni ég á hlutverk
þeirra, eins og fyrra 2. árgangs
1986-1987 þegar fyrr var breytt
hér á setri, að viðhalda arfi skólans
og þeim hefðum hans sem lífvæn-
legar verða taldar til þess að þær
megi berast til nýrra árganga nem-
enda. f því efni er þess t.d. að
minnast að Samvinnuskólinn er
áfram ekki aðeins viðskipta-,
rekstrar- og stjórnunarskóli heldur
ogfélagsmálaskóli. Hlutverkykkar
á tímamótunum er mjög mikil-
vægt.
Sérstök rækt við
hagnýt viðfangsefni
Nú tekur algerlega nýr Sam-
vinnuskóli til starfa. Hann sam-
rýmist alþjóðlegri skilgreiningu um
æðra nám eða háskólastig m.a. að
því leyti að hann er efnislegt fram-
hald fyrri skólagöngu umsækjanda
sem er a.m.k. 12-13 ára formleg
skólavist bæði á grunnskóla- og
framhaldsskólastigi og inntökuskil-
yrði skólans miðast við þetta. í
öðru lagi einkennist skólinn sem
háskólastofnun af verulegri sérhæf-
ingu á því sviði eða þeim sviðum
sem stund verður lögð á, og í
þriðja lagi verður það á sama hátt
einkenni skólans að meginábyrgð
á framvindu námsins og árangri er
lögð á nemandann sjálfan með
talsverðu eigin sjálfræði hans og
frelsi við námið.
Sérstaða Samvinnuskólans með-
al íslenskra skóla verður í því
Samvinnuskólinn að Bifröst: Þar
er nú hafín kennsla í „sérskóla á
háskólastigi" sem lýkur eftir tvö ár
með útskrift rekstrarfræðinga.
(Ljósm. Hermann Sveinbjörnwion)
Þjonustustofnun
á sviði f ræðslumála
Nú hefur Samvinnuskólinn einn-
ig þá sérstöðu að hann er hluti
samvinnuhreyfingarinnar á fslandi
og í eigu hennar. Til þess er ætlast
að hann veiti fræðslu og þjálfun
sem nýtist meðal annars og ekki
síst á vettvangi samvinnustarfsins.
Hér verður því mjög sinnt um
málefni samvinnumanna og það
sem lýtur að fyrirtækjum þeirra.
Slíkt á ekki að takmarka tilvísun til
annarra aðilja eða málefna eða
hindra sanngjarna efnismeðferð,
skoðanaskipti eða önnur viðfangs-
efni nema síður væri. Hér verður
engin einstefna enda er slíkt alls
ekki í samræmi við þarfir eða vilja
samvinnumanna; þvert á móti
verður ýtt undir málefnalega og
akademíska umræðu eins og vera
ber. í námsgrein sem heitir Sam-
vinnufræði verður samvinnuhreyf-
ingin kynnt sem þáttur samfélags-
ins við hlið annarra mikilvægra
þátta en ekki á kostnað þeirra, en
þessi námsgrein tilheyrir Frum-
greinadeildinni og eiga nemendur
Rekstrarfræðadeildar einnig að
stunda hana ef þeir hafa ekki lokið
henni áður. í Málstofu, sem er
gestafyrirlestrar o.þ.h., má gera
ráð fyrir að málefni samvinnu-
manna beri á góma ekki síður en.
önnur mál. Loks er þess að vænta
að ýmis dæmi og verkefni í skólan-
um muni tekin af samvinnuvett-
vanginum ekki síður en úr öðrum
áttum. Ekkert af þessu á að verða
nein einstefna heldur frekar efnis-
leg kynning og akademísk um-
ræða.
Samvinnuskólinn nýtur fjárveit-
inga af fjárlögum íslenska ríkisins
svo að nemur um 65% rekstrar-
kostnaðar í heild, nemendur greiða
sjálfir u.þ.b. 5% en samvinnu-
hreyfingin kostar um 30% af kostn-
aði skólans. Á næstunni stendur
fyrir dyrum að styrkja fjárhag skól-
ans með endurskipulagningu og
hagræðingu og með eigin tekjuöfl-
un svo að hann geti sem mest
staðið á eigin rótum með ríkisfram-
lagi og nemendagjöldum. í þessu
efni ber að hafa í huga að skólinn
er ákaflega óhagkvæm rekstrarein-
ing rétt á meðan skipulag hans er í
endurmótun og er ljóst að rekstur-
inn verður hlutfallslega miklu hag-
kvæmari þegar er endurskipulagn-
ingunni verður lokið á síðara hluta
næsta árs.
Þessi skóli er og verður eftir sem
áður hluti af samvinnuhreyfing-
unni en hann er um leið þjónustu-
stofnun á sviði fræðslumála við alla
þjóðina og allt samfélagið og hann
er ekki síður þjónustustofnun við
þá einstaklinga sem til hans leita
sem nemendur eftir fræðslu og
þjálfun. í þessu má ekkert rekast á
og ekkert þarf heldur að rekast á í
þessu efni. Þjónustuhlutverkið við
þjónina og einstaklinginn er í
fyllsta samræmi við eðli og viðleitni
samvinnustarfsins í réttum skiln-
ingi þess orðs.
Fjölgun nemenda
Ncmendum á Bifröst fjölgar nú
mjög frá því scm var í fyrra. í 2.
árgangi Rekstrarmenntadcildar
verða nú 29 nemendur og hafa 2
bæst við í þann hóp. í Frumgreina-
deild verða 20 nemendur og í
'Rekstrarfræðadeild verða 34 nem-
endur. Aðsókn að skólanum sl.
vor var mjög mikill og enda þótt nú
verði fjölgun um u.þ.b. 45% í
nemendahópi hér urðum við að
vísa næstum því þriðju hvcrri um-
sókn frá vegna húsnæðisleysis. ...
Ekki er því að leyna að óvissa
var um aðsókn að þessum nýja
skóla nú í vor, og því er ekki að
leyna heldur að það var ánægjulegt
að verða vitni að því hve mikla
athygli þessi nýi sérskóli á há-
skólastigi vakti þegar í byrjun.
Skólinn gefur nemendum sínum
skýlaust fyrirheit um það að hér
verður starfað af festu og alvöru
enda þótt mikið muni fara fyrir
tilraunum og nýbreytni. Ég leyfi
mér að vona að skólinn verði aldrei
svo fastmótaður og margprófaður
að það komi niður á viljanum til
nýbreytni og tilraunagleðinni.
... Enda þótt hart sverfi að
samvinnufélögunum og fyrirtækj-
um samvinnumanna um þessar
mundir mun Samvinnuskólinn
halda uppi starfsfræðslu fyrir
starfsmenn og félagsmenn eins og
hingað til. Ég vænti þess að þátt- .
takendur á námskeiðum og náms-
brautum sem hingað koma verði
nemendunum aufúsugestir og
verði til þess að auka fjölbreytni og
umsvif í félagslífi og á skólaheimil-
inu yfirleitt. ...
.lóii Sigurðsson skólastjóri.
Þjónustuhlutverk
við þjóðina
Ég hcf sagt það oftar cn cinu
sinni í þcssu ávarpi að cnn stöndum
við á tímamótum. Umbrcyting
Samvinnuskólans cr þó ckki scr-
stök heldur er hún vitni um um-
brcytingar samfélagsins alls. í raun
og vcru cr Samvinnuskólinn nú að
taka scr aftur þá stöðu scm hann
hafði fyrir u.þ.b. 30 árum í fræðslu-
kcrfi þjóðarinnar og andspænis
atvinnulífi hcnnar. Svo róttækar
hafa breytingarnar orðið í um-
hvcrfi skólans.
Við vcrðum að læra á brcyting-
arnar, læra að taka brcytingum og
læra að taka þátt í að móta breyt-
ingar. Það hcfur vcrið sagt að
tækifæri íslcndinga í samspili þjóð-
anna sé tvíþætt: Annars vegar gcti
íslcndingar aflað fiskjar til fæðu
mcð hagkvæmum hætti og hins
vegar eigi þcir að gcta haldið til
jafns við aðra með atgcrvi sínu,
þekkingu, verklagni og dugnaði.
Við sem ekki erum fiskimenn höf-
um því ekki að neinu að hverfa
samkvæmt þessu nema því sem við
getum ræktað með okkur sjálfum,
innra með okkur, með fræðslu og
þjálfun. Fræðslustarfsemin, í al-
mennasta og víðtækasta skilningi,
er því mjög mikið alvörumál fyrir
framtíð íslensku þjóðarinnar því
að við verðum að æfa, þjálfa og
efla verklagni, þekkingu, dugnað
og verksvit okkar til þess að
standast.
Samvinnuskólinn ætlar að taka
fullan þátt í þessu starfi. í þessu
sjáum við þjónustuhlutverkið við
þjóðina og einstaklinginn í nýju
Ijósi. Og við sjáum einnig þjón-
ustuhlutverk einstaklingsins við
þjóðina að loknu náminu. Munið
líka eftir því.
En hugsjón Samvinnuskólans,
óháð tímabundnum viðfangsefn-
um, er viðleitnin til samhjálpar og
líknar í gervöllu mannfélaginu og
þessi hugsjón á sér æðri uppruna af
Anda Drottins. Þessa skulum við
líka minnast.
Ég endurtek velkomandaóskir
mínar til ykkar allra. Ég vænti góðs
samstarfs og mikils árangurs sem
endranær. Erfiði okkar á að verða
skemmtun í senn, árangurinn á að
veita lífsánægju og þetta allt á að t
bæta og efla mannlíf og þjóðlíf. í
þessum anda skulum við starfa.
Að svo mæltu segi ég Samvinnu-
skólann settan í 71. sinn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20