Tíminn - 08.09.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.09.1988, Blaðsíða 11
10 Tími.nn Fimmtudagur 8. september 1988 __________________________Fimmtudagur 8. september 1988 ’ '' 'Tíriiinri 11 llllllllilllllllllllillll ÍÞRÓTTIR ;!ii|!|i,lil|!|:|,i;ilil:li;,J,il!!!':|,l„iiiilNiJ.iíTl/jJilliHI.'I|]:ijM' NIIIIIh:i;iill:l''li;IJ.;:Í!IH:lil!;i,l.i:'j.lllliii:i.lilii!;,iJlií^N;ii,l;j.;|I:N- ililiil.i,!i;il;li.:ill!,Ní:I1í;l::!Illiil11..ílllinLl.iiMi^l!H;i' !M;i; HlLl::HIiL::!:il,l.ln!j|:i'l;!'ii:i... ........ '-.....„III íþróttir ' - - ::i '■ :r v- Arnljótur Davíðsson á fullri ferð í leiknum í gær. Hann barðist vel eins og aðrir leikmenn Fram, en við ofurefli var að etja. Tímamynd Pjetur. Knattspyrna: Framarar áttu við ofurefli að etja Nýorðnir íslandsmeistarar Fram voru engin hindrun fyrir spænska stórliðið Barcelona, þegar liðin léku fyrri leik sinn í Evrópukeppni bikar- hafa á Laugardalsvelli í gærkvöld. Spánverjarnir sigruðu 2-0. Strax frá fyrstu mín. leiksins var Ijóst að Framarar kæmust lítt áleiðis gegn Spánverjunum. Þeir héldu knettinum mest allan tímann, en Framararnir reyndu skyndisóknir með litlum árangri. Roberto Fernandes var mjög að- gangsharður við mark Franiara í fyrri háifleiknum og tvívegis komst hann í færi á fyrstu 30 mín. en í bæði skiptin fóru skot lians yfir Fram- markið. Fernandes var enn á ferð- inni á 33. mín. eftir góða sókn Barcelona upp vinstri kantinn. fékk hann knöttinn í miðjum vítateignum og skoraði af öryggi. Litlu munaði að Börsungar bættu öðru marki við rétt fyrir leikhlé, cn Framarar bægðu Sagt eftir leikinn Ásgeir Elíasson Johan Cruyff þjálfari Fram þjálfari Barcelona „Strákarnir liörðust vel í leikn- um, en það var við ofurcfli að etja. Við fcnguin cngan frið til þess leika eins og við erum vanir í deildinni. Það vantaöi kannski smá hugrekki til þess að rcyna að halda boltanuin meira og spila á milli sín. Fyrra markið kom vegna smá ein- heitingarleysis hjá okkur og hitt markið kom eftir að við vorum að rcyna að spila saman á miöjunni. Ég er ánægður með baráttuna í lciknuin en ekki úrslitin." „Við eigum cnga möguleika á því að komast áfram, en reynum Itvað við gctum í síöari leiknum, allt getur gerst. Mér fannst Soler bestur hjá Barcelona og vinstri kantuiiun var cinnig góður. Þeir hal'a áberandi mciri tækni og snerpu heluur en við," sagði Ásgc- ír. „Þetta eru góð úrslit fyrir okkur. Viö reyndum að halda boltanum og leika okkar lcik. Það var gott að við skoruðum svona snemma í leiknum, það létti nukkuö press- iinni af okkur. Liðið er á réttri lciö, en ennþá eru við með nokkra menn meidda. Gary Lineker getur ekki farið aö æfa fyrr en cftir 3 vikur og verður nýbyrjaður að æfa með, þegar við leikum síðari leik- inn gegn Fram. Við verðum aö taka síöari leikinn alvarlega og tryggja okkur sæti í 2. unifcröinni. Mér fannst nr. 4 (l’étur Ormslev) og nr. 5 (Viðar Þorkelsson) ábcr- andi i liöi Fram; þeir eru báðir góðir lcikmenn," sagði Jolian Cru- yff í samtali við Tímann eftir leik- inn. BI. hættunni frá, eftir mikið þóf í vítat- eignum. Þegar liðnar voru 5 mín. af síðari hálfleiknum átti Julio Moreno þrum- uskot rétt yfir mark Fram og var þar einstaklega vel að verki staðið hjá Spánverjanum, óvænt skor úr kyrr- stöðu rétt utan vítateigs Fram. Mín- útu síðar fengu Framarar sitt hættu- legasta færi í leiknum, þegar Pétur Arnþórsson átti hörkuskot rétt framhjá spænska markinu. Færðist þá nokkurt fjör í leik Fram og þeir reyndu að byggja upp hættulegar sóknir. Ormarr Örlygsson átti þokkalegt skot á 54. mín. en hitti ekki markið. Tveimur mín. síðar skoraði Fernandes sitt annað mark í leiknum. Framarar misstu knöttinn á eigin vallarhelmingi og Fernandes skaut þrumuskoti efst í vinstra mark- hornið á Fram-markinu, algjörlega óverjandi fyrir Birki Kristinsson. Roberto Fernandes var mjög ógn- andi í liði Barcelona og aðrir leik- menn liðsins léku vel, þrátt fyrir að aðstæður væru ólíkar því sem þeir eiga að venjast á Spáni. Ffjá Fram voru þeir Pétur Arnþórsson og Pétur Ormslev bestir, en allir leikmenn Fram börðust vel í leiknum. Síðari leikur liðanna á Spáni, eftir um mánuð, verður Fram erfiður, enda fáir sem gerðu ráð fyrir að möguleikar væru fyrir hendi að slá spænska stórliðið út úr Evrópu- keppninni. BL ÍA og Ujpest Dozsa í kvöld á Skaganum Síðasti heinialeikur íslensku lið- anna i Evrópukeppninni í knatt- spyrnu í fyrstu umferð, verður á Akranesi í kvöld þegar ungvcrska liðið Ujpest Dozsa mætir heima- mönnum. Skagamenn taka nú þátt í Evrópu- keppni í 15. sinn og hafa þeir varla sleppt úr ári í Evrópukeppnunum í langan tíma. Leikjahæstur Skaga- manna í Evrópukeppnum er Árni Sveinsson, sem leikið hefur 22 leiki, Árni leikur nú með Stjörnunni í Garðabæ. Guðjón Þórðarson, nú- verandi þjálfari KA hefur Ieikið 21 leik í Evrópukeppni fyrir Skaga- menn. Af núverandi leikmönnum ÍA, hefur Karl Þórðarson leikið flesta leiki í Evrópukeppni, eða 14. Guðbjörn Tryggvason hefur leikið 13 leiki, en er í leikbanni í leikjunum gegn Ujpest Dozsa. þar sem hann var rekinn af leikvelli í fyrri leik ÍA og Kalmar FF í Evrópukeppninni í fyrra. Guðbjörn var þá dæmdur í þriggja leikja bann. Hann skilur eftir sig stórt skarð í Skagavörninni, en vonandi nær Sigurður Lárusson að finna mann til þess að stöðva sóknir Ungverjanna. Leikurinn á Akranesi í kvöld hefsUkl. 18.00. BL Handknattleikur: Bl* m | M ■ -liðið tapaði fyrir Frökkum Franska kvennalandsliðið í handknattlcik sigr- aði íslenska B-liðiö í gærkvöld með 25 mörkurn gegn 19, eftir að staðan í hálfleik var 12-6 fyrir þeim frönsku. Franska liðið komst strax í 5-0 í upphafi leiksins, en þá tóru islensku stelpurnar í gang og náðu að sýna ágætis leik það sem eftir var. Erla Rafnsdóttir var inarkahæst íslensku stúlknanna meö 6 inörk, en þær Guðrún Kristjánsdóttir og Þuríður ReynLs- dóttir skoruðu 3 miirk hvor. Hjá þeim frönsku skoraði Roca Pascale flest niörk, eða 5. í kvöld leika þær frönsku gegn A-liði íslands að Varmá kl. 18.00. og verður þá allt lagt í sölurnar til þess að knýja fram sigur. BL Úrslit í NFL deildinni Keppni í NFL atvinnumannadeild ameríska fótboltans er hafin. I fyrstu umferð sem leikin var um síðustu helgi urðu eftirfarandi úrslit: Buffalo Bills-Minnisota Vikings .............13-10 Chicago Bears-Miami Dolphins .................34-7 Cincinnati Bengals-Phoenix Cardinals...........21-14 Detoit Lions-Atlanta Falcons...................31-17 Washington Redskins-Ncw York Giants............20-27 Los Angeles Rams-Green Bay Packers ..........34-7 San Francisco 49ers-New Orleans Saints.........34-33 Pittsburgh Steelers-Dallas Cowboys ............24-21 Philadelphia Eagles-Tampa Bay Buccaneers . . . 41-14 Seattle Seahawks-Denver Broncos ...............21-14 Houston Oliers-Indianapolis Colts .............17-14 Cleveland Browns-Kanas City Chiefs..........6-3 Los Angeles Raiders-San Diego Chargers.....24-13 New England Patriots-New York Jets.........28-3 BL Dan Marino leikstjórnandi Miami Dolphins varð að sætta sig við ósigur um helgina, þegar keppni í NFL deildinni hófst. Meistararnir frá Washington töpuðu fyrir New York Giants í stórleik fyrstu umferðarínnar. Frjálsar íþróttir: Oruggur sigur í Luxemborg íslenska karlalandsliðið í frjálsum íþróttum vann öruggan sigur í 4- landa keppni sem fram fór í Luxem- borg um síðustu helgi. Sigur Islands var stór á Luxemborg, en þar að auki tóku héraðslið frá Lorraine í Frakklandi og Emilia Romanga á Ítalíu þátt í keppninni. Árangur í flestum greinum var góður, en nokkurn svip setti á keppnina að hellirigning var fyrri keppnisdaginn. Það hafði ekki áhrif til hins verra, þvert á móti og íslensku keppendurnir voru tíðum á verðlaunapallinum. Egill Eiðsson sigraði í 400 m margt smátt • Tveir belgískir hjólreiðamenn hafa verið reknir úr Ólympíuliði Belgíu, eftir að þeir fengu jákvæða svörun á lyfjaprófi. Þeir heita Peter Naessens og Dominique Dejose. Talsmaður belgíska Ólympíuliðsins segir að helsta von þeirra um gull- verðlaun séu hindrunarhlauparinn William Van Dijk og júdókappinn Robert Van de Walle. Belgarnir segjast heldur vilja hafa 10 menn í úrslitum og engin verðlaun, heldur en eitt gull og allir aðrir falla snemma úr keppni. Úrslit í Evrópukeppninni Sakaryaspor Tyrklandi.......2 Elore Spartacus Ungverjalandi ... 0 Besiktas Tvrklandi..........1 Dinamo Zagreb Júgóslavíu....0 Carl Zeiss Jena A-Þýskalandi ... 5 FC Krems Austurríki..........0 Dnepropetrov.sk Sovétríkjunum . . 1 Bordeaux Frakklandi..........1 Larissa Grikklandi..........2 Neuchatel Xamax Sviss.......1 Pezoporikos Kýpur ...........1 Gautaborg Svíþjóð ...........2 Zhalgiris Vilnius Sovétríkjunum . . 2 Austrie Vienna...............0 Trakia Plovdiv Búlgaría ....1 Dynamo Minsk Sovétríkjunum ... 2 Otelus Galati Rúmeníu............1 Juventus Italíu ..................0 Dinamo Búkarest Rúmeníu..........3 Lathi Finnlandi..................0 Spartak Moscow Sovétríkjunum . . 2 Glentoran N-írlandi..............0 Sparta Prag Tékkóslóvakíu........1 Steaua Búkarest Rúmeníu..........5 Gornik Zabrze Póllandi ..........3 Jeunesse Esch Luxemborg...........0 As Roma Ítalíu...................1 Núernberg V-Þýskalandi...........2 Real Madrid Spáni................3 Moss Noregi.....................() Vitosha Sofla Búlgaríu...........0 AC Milan Ítalíu .................2 Dudalk írlandi ..................0 Red Star Balgrad Júgóslavíu .... 5 Honved Budapest Unvcrjalandi . . 1 Glasgow Celtic Skotlandi ........0 Mechelen Belgíu..................5 Beggen Luxemborg.................0 Bayer Leverkusen V-Þýskalandi . . 0 Belenenses Portúgal..............1 Napoli Ítalíu....................1 Salonika Gríkklandi..............0 Montpellier Frakkandi............0 Benfíca Portúgal.................3 grindahlaupi á 52,80 sek. og Guð- mundur Skúlason varð 3. á 55,82 sek. Guðmundur Karlsson varð 2. í sleggjukasti með 56,96 m. og Jón Sigurjónsson varð 5. með 51,00 m. í 1500 m hlaupi varð Bessi Jó- hannsson 3. á 3.57,80 mín. Daníel Guðmundsson varð 7. á 4.02,41 mín. Steinn Jóhannsson 8. á 4.03,81 mín. Jóhann Ingibergsson 11. á 4.06,69 og Hannes Hrafnkelsson 15. 4.13,14 mfn. Jón Arnar Magnússon sigraði í 100 m hlaupi á 10,93 sek. og Jóhann Jóhannsson varð 4. á 11,15 sek. ísland vann tvöfaldan sigur í 400 m hlaupi. Oddur Sigurðsson sigraði á 48,32 sek. og Gunnar Guðmunds- son varð 2. 49,00 sek. íslendingar höfðu mikla yfirburði í spjótkasti og sigruðu tvöfalt. Einar Vilhjálmsson kastaði 74,84 m og Sigurður Einarsson kastaði 67,22 m. ísiand vann einnig tvöfaldan sigur í kúluvarpi. Sigurður Einarsson kastaði 15,72 m og Andrés Guð- mundsson kastaði 14,80 m. Ólafur Þórarinsson varð 4. í þrí- stökki með 14,19 m og gamla kemp- an Friðrik Þór Óskarsson varð 5. með 14,16 m. Sveit fslands sigraði í 4x100 m boðhlaupi á 42,25 sek. Sveitina skip- uðu þeir Ólafur Guðmundsson, Stef- án Þór Stefánsson, Jón Arnar Magn- ússon og Oddur Sigurðsson. Sigurður T. Sigurðsson sigraði í stangarstökki, stökk 4,90 m og Kristján Gissurarson varð 3. með 4,50 m. í 110 m grindahlaupi varð Gísli Sigurðsson 2. á 15,12sek. og Hjörtur Gíslason 4. á 15,16 sek. Guðmundur Skúlason varð 5. í 800 m hlaupi á 1,54,98 mín. Hannes Vésteinn Hafsteinsson vann öruggan sigur í kringlukastinu í Luxemborg. Á myndinni hér að ofan sést Vésteinn kasta kringlunni á Laugardalsvellinum. Maðurinn í frakkanum fylgist grannt með hverri hreyfíngu Vésteins. Hrafnkelsson 6. á 1.55,09 mín. og Steinn Jóhannsson 9. á 1.56,20 mín. Jóhann Ingibergsson varð 3. í 3000 m hindrunarhlaupi á 9,21,60 ntín og Daníel Guðmundsson varð 7. 9.31,31 mín. Oddur Sigurðsson vann 200 m hlaupið á 21,88 sek. og Egill Eiðsson varð 3. á 22,20 sek. í hástökki stökk Gunnlaugur Grettisson 2,07 m og varð í 3. sæti. Sömu hæð stukku þeir sem urðu í tveimur fyrstu sætunum, en þeir notuðu færri tilraunir. Unnar Vil- hjálmsson varð 7. með 1,90 m. margt smátt • Þaö fór illa fyrir bandaríska spretthlaupsliðinu í Los Angeles um helgina. Á Gold Rush mótinu, sem er hugsað sem upphitun fyrir Ólympíuleikana ætluðu þær Flor- ence Griffith-Joyner og Evelyn Ashford að hita upp fyrir 4x100 m hlaupið í Seoul, en af því varð ekki, þar sem stöllur þeirra í bandaríska liðinu komust aldrei svo langt að alhenda þeim keflið. Þær Jennifer Inniss og Alice Brown, sem hlupu tvo fyrstu sprettina, gátu ekki framkvæmt skiptingar sín á milli í hlaupinu þrátt fyrir að reynt væri tvisvar. Þjálfari bandaríska Ólympíuliðsins á eftir að velja í boðhlaupssveitirn- ar og víst er að þær Inniss og Brown eiga undir högg að sækja eftir frammistöðuna unt helgina. • Heimsmeistarinn í þungavigt í hncfalcikum, Mike Tyson, lenti í bílslysi um helgina. Ekki voru meiðsl hans alvarleg og bardagi hans við Bretann Frank Bruno verður 22. október eins og ráð var fyrir gert. Stutt er síðan Tyson lenti í öðru slysi, en hann braut sem kunnugt er höndina, þegar hann lenti í götuslagsmálum við Mitch Green fyrrum hnefaleikara. • ítalska hlaupakonan Gabriella Dorio mun ekki keppa í Seoul vegna meiðsla. Þessi 31 árs gamla íþrótta- kona sem sneri aftur til kcppni á þessu ári eftir barnsburð hafði gert sér vonir um að ljúka fcrlinum á Ólympíuleikum, en af því verður ekki vegna meiðsla sem hún varð fyrir í hnésbótarsin. Ólympíuleikarnir í Seoul: 32 keppendur f rá islandi til Seoul Sjónvarpaö í 160 klst. frá leikunum um viö Bandaríkin og Alsír sam- dægurs, Leikurinn við Svía verður líklega sýndur stuttu eftir að liann fer frain og lögð hefur veriö inn heiðni um beina útsendingu frá lcik íslands, þegar keppt verður um sæti á lcikunum. Úrslitaleikur- inn í handknattleik verður sýndur í beinni útsendingu og er þaö eini handknattleiksleikurinn scm sýnd- ur verður beint uin alla Evrópu. En veislan fyrir framan skjáinn hefst á föstudaginn eftir viku, með opnunarathöfninni, en bcin út- sending frá henni hefst kl. 00.25. aöfaranótt laugardags og stendur í 3 og hálfan klukkutima. BL Nú er aðeins rúmlega vika þang- að til Ólympíuleikarnir í Seoul verða settir. Setningarathöfnin fer fram föstudaginn 16. september. Endanlegur fjöldi keppenda frá íslandi er 32 þar af 6 sundmenn. Eðvarð Þór Eðvarðsson, Ragn- heiður Runólfsdóttir, Magnús Ólafsson, Ragnar Guömundsson, Arnþór Ragnarsson og Bryndís Ólafsdóttir keppa fyrir íslands hönd í sundlauginni í Seoul. Ólympíufararnir frá íslandi verða alls 51 með keppendum, fararstjór- um og öðrum aðstoðarmönnum. Sjónvarpið veröur með mikinn viðbúnað vegna leikanna og reikn- að er með að alls vcrði sendar út um 160 klst. af íþróttacfni frá leikunum, þar af um 115 klst. i beinni útsendingu. Til fróðlciks ríiá geta þess að á siðasta ári var sjónvarpað íþróttacfni í uin 194 klst. Kappkostað verður að sýna sem mest frá kcppni þar sem íslendingar eru líklegir til afreka, svo sem í kringlukasti karla, spjótkasti karla, júdó og 100 m og 200 in baksundi karla. Leikir íslenska landsliðsins í handknattleik verða ckki sýndir i bcinni útsendingu nema leikirnir við Sovétmenn og Júgóslava. Rcynt verður að sýna frá lcikjun- Vésteinn Hafsteinsson hafði mikla yfirburði í kringlukasti, kastaði 59.30 m Unnar Garðarsson varð 2. með 47,78 m kast. Már Hermannsson náði 3. sæti í 3000 m hlaupi, hljóp á 14.44,98 mín. Frímann Hreinsson varð 11. á 15.25,08 mín. í langstökki náði Jón Arnar Magn- ússon góðu stökki, seni mældist 7,37 m og dugði það honum í 3. sætið. Ólafur Guðmundsson varð í 6. sæti, stökk 6,75 m. Sveit lslands sigraði með yfirburð- um í 4x400m hlaupi á3.15,95 mín. í heildarstigakeppni mótsins sigr- aði ísland með 223,5 stig. Lorraine varð í 2. sæti með 183,5 stig, Lux- emborg varð í 3. sæti með 133 stig og Emilia Romanga rak lestina með 128 stig. BL margt smátt 9 Moses Molone, einn sterkasti miðherjinn í bandaríska körfbolt- anum, hefur verið seldur frá Was- hington Bullets til Atlanta Hawks. Atlanta hefur mjög skort góðan miðherja undanfarin ár og má búast við að Atlanta, með Moses í fararbroddi, muni veita Ditroit Pistons og Boston Celtics harða keppni um sigurinn á austurströnd- inni í komandi keppnistímabili. • Úrvalsdeildarlið Grindvíkinga, sem búið var að ráða Bandaríkja- manninn Babcock til að þjálfa lið sitt í vetur, en ekkert varð úr, þar sem kona hans setti honum stólinn fyrir dyrnar, hefur ráðið sér þjálf- ara í stað Babcocks. Sá heitir Doug Harvey og mun hafa þjálfað í Afríku undanfarin ár, en kom til íslands í sumar, þar sem kona hans mun starfa sem kennari. Ástþór Ingason, Njarðvíkingurinn, sem leikið hefur með KR undanfarin ár, hefur gengið til liðs við Grind- víkinga og er það mikill liðsstyrkur fyrir félagið, sem er í stöðugri sókn meðal íslenska körfuknattleiks- liöa. TOSHIBA örbylgjuofnarnir 10GERÐIR Verðviðallrahæfí Einar Farestwái&Cc.w imnroim, mu» t»M iMMMUtM-gaUkMtr Leið4stopparvi^d>

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.