Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						8861   StH'i,'. mT-í-.   " ViV.VjV.V. '
Fimmtudagur 8. september 1988
nniíniT fic
Tíminn 19
SPEGILL
l!!!ll
Lisa Marie í öðrum heimi
Undanfarið hafa flogið þær sög-
ur í Bandaríkjunum, að rokkkóng-
urinn sjálfur, Elvis Presley, sé alls
ekki látinn, því til hans hafi sést
hér og þar. Svo langt er gengið að
fyrrum kona hans, Priscilla, er
sögð verða andvaka af áhyggjum
og hafa þóst sjá hann oftar en einu
sinni.
Lisa Marie, dóttir hans, sem
líkist honum meira með hverjum
deginum, er þó sannfærð um að
faðir sinn sé látinn, enda segist hún
hafa samband við hann yfir móð-
una miklu, að minnsta kosti viku-
lega.
Lisa Marie er rétt orðin tvítug og
fer reglulega til þekkts miðils í
Hollywood. Hún kemur þaðan aft-
ur ljómandi af gleði og full af
trausti á framtíðina, segir vinur
hennar, enda ráðgast hún við föður
Mæðgumim Priscillu og Lisu Marie Presley kemur víst ekki sem best
saman um þessar mundir, enda stjórnar móðirin dótturinni með
peningum. Þessi mynd er nokkurra ára.
sinn um hvernig hún eigi að lifa
lífinu.
Fjölskylduvinur hefur hins vegar
áhyggjur af þessu framferði Lisu
Marie. Hún sé með föður sinn „á
heilanum" og vilji allt gera til að
komast í samband við hann. Af-
leiðingin er sú, að Lisa Marie hefur
tekið upp margar venjur Elvis, svo
sem að vaka fram á nætur og sofa
síðan langt fram á dag. Framkoma
hennar öll hefur líka breyst, hún er
farin að temja sér hreyfingar og
höfuðhnykki Elvis líka.
Til skamms tíma bjó Lisa Marie
í leiguíbúð í Hollywood og sat þá
gjarnan tímunum saman og hlust-
aði á plötur föður síns og það með
svo miklum hávaða, að nágrannar
voru síkvartandi. Nú er Lisa hins
vegar flutt heim til mömmu, en
samkomulagið á þeim bæ er ekki
upp á það allra besta að sagt er.
Þegar Priscilla biður Lisu Marie
einhvers, svarar telpan bara, að
faðir sinn segi sér að láta það ógert
og öfugt.
Elvis leitaði sjálfur ráða hjá
miðli síðustu ár ævi sinnar. Gamall
vinur hans sagði að þá hefði hann
verið að leitast við að koma á
sambandi við dóttur sína, eftir að
hann yrði allur.
Miðill Lisu, sem er kona, vill
ekki láta nafns síns getið, en margir
skemmtikraftar hafa leitað til hans.
Hann segir Lisu treysta sér full-
komlega, einkum þar sem hann
leiki á gullfallegt svart píanó, alveg
eins og Elvis átti. Lisa hélt upp á
tvítugsafmæli sitt á einum af eftir-
lætisveitingastöðum Elvis, Musso
& Franks, og haft er eftir einum
gestinum, að hún hafi bókstaflega
verið eins og Elvis það kvöld, þurr
á manninn og ákaflega merkileg
með sig.
Mest varð þó undrun borðfélaga
hennar og bestu vina, þegar Lisa,
sem alla tíð hefur hámað í sig
blóðhráar nautasteikur af hjartans
lyst, skrapp fram til að hringja,
meðan beðið var eftir matnum.
Hún kom aftur verulega fýld og
skipaði þjóninum að fara fram
með steikina og steikja hana vel í
gegn, en einmitt þannig vildi Elvis
hafa sínar steikur.
Nú upp á síðkastið hefur rokkar-
inn Jerry Lee Lewis haft of mikil
áhrif á Lisu Mariu, til að Priscilla
geti við unað. Lisa Marie tók það
nefnilega í sig að hún ætlaði að
verða mikil söngkona og Jerry gæti
manna best hjálpað sér að ná
takmarkinu. Þetta gekk svo langt
að Lisa Marie var farin að sitja og
standa eins og Jerry vildi og virtist
ekki hafa neina sjálfstæða skoðun.
Priscilla leitaði til yfirvalda og
bar sigur úr býtum, því hún þóttist
viss um að gamli rokkarinn væri
bara á höttunum eftir peningum
frá Lisu Marie, sem stóð til að erfa
auðæfi Elvis eftir fimm ár.
Niðurstaðan varð sú, að Lisa
Marie samþykkti að bíða í 5 ár tii
viðbótar eftir auðnum og fá aðeins
vasapeninga frá móður sinni þang-
að til.
Það segir sig sjálft að hún hefur
ekki ráð á að búa út af fyrirsig, fyrr
en hún verður þrítug.
Haf t er eftir vinkonu Lisu Marie,
að hún sé alls ekki eins og venjuleg
tvítug stúlka. Hún beri þess mjög
merki að hafa verið ofvernduð,
hún kunni illa að umgangast fólk,
sé tillitslaus og jafnvel ruddaleg.
Það versta sé þó að hún hafi ekki
hlotið nær því sambærilega mennt-
un á við jafnaldra sína.
UM STRÆTI OG TORG
IKristinn Snæland:
Stundum verður maður fyrir
mótlæti sem svo er í pottinn búið
að tíminn gefur fyrirheit um að
málið snúist manni í hag. Unir
maður þá gjarnan mótlætinu um
sinn og svo er um mál það sem ég
vil nú gera að umræðuefni.
Svikráð
Svo sem öllum er kunnugt var
brögðum beitt í því skyni að koma
á „löglegu" hundahaldi í Reykja-
vík, þrátt fyrir að skoðanakannanir
sýndu og sönnuðu svo ekki var um
villst að mikill meirihluti borgar-
búa var mótfallinn hundahaldi.
Um það leyti sem hundahaldið var
svikið inn á Reykvíkinga lá full-
komlega ljóst fyrir að meirihluti
þeirra var gegn því. Rökin fyrir
hundahaldinu voru sú þvæla, að
þar sem margir héldu hund ólög-
lega, væri betra að gera það
löglegt, sjá til og hafa síðan kosn-
ingu um málið síðar. Þarna var
brögðum beitt, en vegna loforðs
um kosningu síðar, með eða móti
hundahaldi, kyngdu margir, meðal
annars ég óréttlætinu. Nú á að
kóróna óréttlætið með svikráðum.
Borgarstjóri Reykvíkinga allra,
líka meirihlutans sem er á móti
hundahaldi, Davíð Oddsson til-
kynnti sumsé nýlega í sjónvarpi að
engin ástæða væri lengur til að hafa
atkvæðagreiðslu um hundahaldið,
það væri svo lítið um kvartanir
vegna þess. Um þessi vinnubrögð
segi ég: Þetta eru svikráð og sá sem
viðhefur slík vinnubrögð er svikari.
Mér hefur þótt lítið til og jafnvel
haft gaman af þeim gerðum Davíðs
sem hafa gefið mönnum tilefni til
þess að kalla hann einræðisherra
eða frekjudall og víst viðurkenni
ég að oft þarf þá eiginleika sem
felast í þessum nafngiftum, ef ein-
hver árangur á að nást á stuttum
tíma. Að ég ætti eftir að Ienda í
þeirri aðstöðu að kalla manninn
svikara, bjóst ég sannarlega ekki
við. Nú er rétt að staldra ögn við.
Davíð fullyrti að ekki þyrfti nú
atkvæðagreiðslu um hundahaldið
þar sem það færi svo friðsamlega
fram og nánast án kvartana. Ég
býst við því að mörgum sem eru
líkt og ég mótfallnir hundahaldi í
Reykjavík hafi farið sem mér. Ég
hugsaði sem svo, úr því að hunda-
hald er leyft gegn vilja meirihluta
borgarbúa en með loforði um at-
kvæðagreiðslu síðar, þá bíð ég
bara þolinmóður eftir henni, þá
nær meirihlutinn vilja sínum og
hundahald verður bannað. Ég
gekk meira að segja svo langt að
samþykkja hund í stigagangi
blokkar minnar þrátt fyrir að ég
vissi að ég hafði neitunarvald.
Málið var einfaldlega þannig að ég
vildi ekki skapa óvild í blokkinni
með neitunarvaldi mínu ogsvo hitt
að ég taldi mig geta beðið allsherj-
aratkvæðagreiðslu um hundahald-
ið, sem hefði losað mig og meiri-
hluta borgarbúa við hundana.
Nú benti Davíð á að lítið væri
um kvartanir vegna hundahaldsins.
Það kann að vera rétt, en hver
nennir að kæra löglega hunda, þótt
hann verði margoft var við hin
ýmsu smá brot hundaeigenda.
Stanslaust og stöðugt eru hundar
látnir hlaupa um lausir, hundar eru
teknir inn í verslanir, hundar gelta
langtímum saman í íbúðum eða úti
á svölum, hundaskítur hleðst upp
á almenningsgörðum og hunda-
hland er nánast látið vaða yfir
hendur fólks sem vinnur að snyrt-
ingu lóða sinna. Smábörn eru jafn-
vel látin ganga um með hunda (í
bandi) sem þau réðu ekkert við ef
útaf bæri. Ennfremur er svo komið
SVIK
að Geirsnef í Elliðaárvogi er orðið
opinbert hundasvæði, þar láta allir
hundaeigendurhunda sína ganga
eða hlaupa lausa. Reyndar vissi ég
ekki til þess að nokkurt svæði í
borginni væri undanskilið þeirri
reglu að hafa hundana ávallt í
bandi, ól eða keðju. Ef hundeig-
endur hafa ákveðið að þarna skuli
hundarnir hlaupa um frjálsir, þá er
ekkert ótrúlegt að næst ákveði þeir
að rétt sé að hundarnir gangi
frjálsirum Miklatún. Hundaeigend-
ur eru m.ö.o. komnir upp á það,
að aðeins nógu margir þurfi að
gera ólöglegan hlut, þá leki yfir-
völd niður og geri hann löglegan.
Má nú lögreglan í Reykjavík fara
að vara sig á fordæminu því annars
er skammt í að nánast enginn
hámarkshraði verði löglegur í
borginni og svo margir eru teknir
fyrir ölvun við akstur að trúlega
verður það löglegt innan skamms
að aka ölvaður - ef fylgt væri
röksemdum   Davíðs  og  annarra
hundaeigenda.
Ég vil meina að andstæðingar
hundahalds í Reykjavík, líkt og
ég, hafi tekið alvarlega fyrirheit
um atkvæðagreiðslu um málið.
Þeir hafa líkt og ég tekið með
þolinmæði og án þess að kæra, brot
hundeigenda. Að hætta við at-
kvæðagreiðslu um mál þetta eru
svik og þeir menn sem ráða því eru
svikarar. Davíð Oddsson þolir vel
mörg skammaryrði og mörg hver
fara honum bara vel. Ég vona
hinsvegar sannarlega að þetta orð
fái hann aldrei á sig.
Miklabraut
Nú er verið að fræsa og malbika
Miklubraut inn undir Artúns-
brekku. Við vinnubrögðin hefi ég
ekki annað að athuga en sígilda
drullu malbikunarvélanna sem
lendir upp á grasi hins kurteisa og
prúða grasameistara borgarinnar.
Malbikunarmeistararnir hafa skap-
að flög um borg alla, svo nú geta
borgarbúar „tekið flag í fóstur"
innan borgarmarkanna. Þar fyrir
utan, vinnuna á þessu svæði átti
hiklaust að framkvæma milli kl. 19
að kvöldi til kl. 7 að morgni. Hitt
er svo að- þar sem tvær akreinar
verða að einni, eiga ökumenn þeg-
ar í stað að taka upp tannhjólaakst-
ur. Einn bíll af þessari akrein og þá
annar af hinni akreininni. Enginn
á að hleypa nema einum bíl fram
fyrir sig. Sé þetta gert, gengur
umferðin hægt en stöðugt af báðum
akreinum og allir vita fyrirfram
hvenær þeir „eiga séns". Tann-
hjólaakstur er fullkomnun tillits-
seminnar. Einn bíll af þessari ak-
rein og þá eínn af hinni og allt
rennur fram í ljúfri fullkomnun.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20