Tíminn - 08.09.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 08.09.1988, Blaðsíða 20
Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrír þig Okeypis þjónusta RIKISSKJP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 686300 Timinn STRUMPARNII f SMU& * HRESSA . __ | Iiminn Þjóöverji seldi góöhest gegn vægu gjaldi vegna rangra merkinga á tveimur tvístjörnóttum viö skipshlið: Gæðingurinn Seifur fór í misgripum fyrir lítið V-þýsk kona, Edit Uffenbach, er nú stödd í Skagafirði til að lcita leiðréttinga á óförum sínum í hestakaupum, um leið og hún er hér stödd í kauphugleiðingum á ný. Vegna mistaka við merkingar á þremur íslenskum hestum sem hún festi kaup á í haust sem leið, varð hún fyrir því óláni að sclja verðlaunaðan gæðing á vægu verði, en situr nú uppi með klárhest sem hún ætlaði að losna við strax og hann kæmi utan. Kom hún til landsins í byrjun vikunnar, m.a. til að leita leiðréttingar sinna mála, þar sem henni hefur reynst ókleift að rifta gerðum hestakaupum í Þýskalandi. Ekki komst upp um mistökin fyrr en fullreynt þótti að ekkcrt skeið fengist úr meintum gæðingi og bornar höfðu vcrið saman þær myndir sem hér sjást með fréttinni. Aðdragandi þessa máls er sá að Klárhesturinn sem ranglega var merktur sem Seifur býr nú við yfirlæti gæðinga. Ef vcl er að gáð eru stjörnurnar ólíkar á góðhestinum og klárhcstinum. Ljósmynd UfTcnbsich Uffenbach, sent er auðugur gyð- ingur, festi kaup á þremur hestum á Islandi í fyrra. Voru tveir þeirra tvístjörnóttir og rauðir að lit og erfitt að þekkja þá í sundur í sjón. Þegar kom að því að merkja hest- ana þrjá með því að klippa númer á lendar þeirra, áður en þeir voru færðir á skipsfjöl hjá Skipadeild Sambandsins, urðu þau leiðu mis- tök að klipparinn ruglaðist á þeim tvístjörnóttu. Gæðingurinn er Seifur frá Keldudal, en hann er undan verð- launahryssunni Nös 3794 frá Keldudal, sem er í eigu Leifs Þórarinssonar og stóðhestinum Þætti 722 frá Kirkjubæ. Var Seifur einna síðast sýndur hér á landi á sýningunni Bú ’87 sem dæmi um gæðing undan ættbókarfærðum og landsþekktum úrvalsforeldrum. Seifur varð efstur í gæðingakeppn- inni á Vindheimamelum '86 og var metinn á 4-500 þúsund krónur. Klárhesturinn sem Uffenbach situr uppi með er liins vegar hestur sem ekki hefur unnið til verðlauna í flokki klárhesta og er því lauslega metinn á rúmlega hundrað þúsund krónur. Eessi verðmunur segir ekki alla söguna þar sem sá ódýri verður ekki seldur nema á viðmiðunar- verði markaðarins í Þýskalandi hverju sinni og þar er verðgildi hans nálægt því að vera tvöfalt það verð sem hann kostar hér á landi vegna tolla og flutningsgjalda. Gæðingurinn er hins vegar nær ómetanlegur til fjár þegar utan er komið þar sem hann getur hækkað gífurlega í verði á uppboðum sem oft fylgja því þegar unnið er til verðlauna. Vinni hestur sem þessi t.d. landskeppnina eða standi sig vel á næsta heimsmeistaramóti er Iíklegt að boðið verði ríflega í. Dæmi eru um að sambærilegur góðhestur hafi verið seldur á marg- földu matsverði eftir að hafa unnið til hæstu verðlauna. Það er því verið að horfa á eftir einhverjum milljónum vegna þessara mistaka. En versta tjónið er þó ekki peningalegs eðlis þarsent markmið fiúarinnar var eðlilega að láta Seif koma fram í keppni í Þýskalandi. Nú er hann í eigu eins þeirra fjölda Þjóðverja sem ekki er umhugað um annað en að eiga sinn hest út af fyrir sig og njóta sambandsins milli manns og klárs á eigin leiðum. Seifur kemur því varla til með að koma fram á næstunni þar sem eigandinn er ófáanlegur til að selja þennan nýja fjölskylduvin sinn. Ekki er talið líklegt að Edit Uffenbach muni fá leiðréttingu mála sinna í Skagfirði fremur en hjá þeim sem sáu um merkingarnar á sínum tíma. Hún er samt ekki búin að gefast upp á hestamennsk- unni og er nú að líta í kring um sig eftir nýjum gæðingum til að kaupa og flytja út. KB .... Hinn eini sanni Seifur á Vind- heimamelum við sýningu á af- kvæmum Nasar. Knapi er Rúna Einarsdóttir. Ljósmynd Eiðfaxi, Sigurður Sigmundsson. Reglugerö um endurgreiðslu söluskatts: Iðgjöld af bifreiða- tryggingum fatlaðra Fjármálaráðuneytið gaf út í gær reglugerð unt endurgreiðslu sölu- skatts af iðgjöldum af ábyrgðatrygg- Hluthafafundir í Verðbréfasjóði Ávöxtunar hf. og Rekstrarsjóði Ávöxtunar hf. hafa nú ákveðið að slíta félögunum og var það gert eftir ítarlega athugun bankaeftirlits Seðlabanka íslands. Er hagsmunum eigenda fjármuna talið best borgið með þessari ákvörðun sem byggð er á ákvæðum hlutafélagslaganna. Kusu hluthafafundirnir jafnframt ingunt bifreiða í eigu fatlaðra. Endurgreiðslan nær til bifreiða í eigu fatlaðra og forráðamanna fatl- skilanefnd til að koma eignum sjóð- anna í verð og úthluta fjármunum til kröfuhafa og taka við hlutverki stjórna sjóðanna. Skilanefndina, sem viðskiptaráðherra hefur þegar löggilt, skipa þeir Gestur Jónsson, hrl., Ólafur Axelsson. hrl. og Símon Gunnarsson. löggiltur endurskoð- andi. KB aðra barna, annarra en þeirra sem njóta örorkustyrkja undir50% niati. Miðast endurgreiðslan við þá sem njóta bótagreiðslna í upphafi vá- tryggingartímabils bifreiðar. Rétt til endurgrciðslu eiga: ör- orkulífeyrisþegar (75% örorkumat eða meira); örorkustyrkþegar lífeyr- istrygginga og slysatrygginga (50- 74% örorkumat); foreldrar barna sem njóta barnaörorkustyrkja sam- kvæmt lögum um almannatrygging- ar; og foreldrar barna sem njóta greiðslna samkvæmt lögum um mál- efni fatlaðra. Umsóknir um endurgreiðslu skulu skráðar á eyðublöð sem Trygginga- stofnun ríkisins og umboð hennar láta í té. Með umsókn skulu fylgja kvittanir tryggingafélags fyrir greiðslu ábyrgðatryggingar. Hlutafélagasjóöir Ávöxtunar: SJÓDUM SUTW BANASLYS í hádeginu í gær varð banaslys í malargryfjunum suður af Kópavogi í grennd við gömlu steypustöðina, ekki langt frá nýju Reykjanesbraut- inni. 28 ára gamall Reykvíkingur ók á mikilli ferð fram af háu barði og lenti undir hjólinu er niður kom. Talið er að hann hafi látist sam- stundis. Hann var hjálmlaus. Að svo stöddu er ekki unnt að skýra frá nafni hins látna. -sá Ráðherra stöðvaði Byggðaverk Félagsmálaráðherra stöðvaði í gær byggingaframkvæmdir á lóð Fjalakattarins í Aðalstræti 6. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna keypti á sínum tíma lóðina og hóf að byggja sér skrifstofuhúsnæði eftir að Fjalakötturinn hafði verið rifinn. SH hætti síðar við bygginguna og keypti þá Byggingaverktakafyr- irtækið Byggðaverk lóðina ásamt samþykktum teikningum. breytti þeim lítillega og bætti m.a. við 9 íbúðum sem snúa eiga að Bröttu- götu þannig að húsið verður ekki eingöngu skrifstofuhús. Óskar Valdimarsson hjá Byggða- verk sagði í gærkvöldi að úrskurði ráðherra yrði hvergi áfrýjað og ef Itann yrði látinn standa, væri þeini sú leið ein fær að höfða skaðabóta- mál á hendur borginni, en hún hef- ur samþykkt allar teikningar og veitt öll leyfi til byggingarinnar. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.