Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Miðvikudagur 14. september 1988
fíminn   9
VETTVANGUR
Áskell Einarsson:
Skýrsla framkvæmdastjóra á
30. fjórðungsþingi Norðlendinga 1988
Um verkefni á vegum
Fjórðungssambands
Norðlendinga
Sú er venjan að fjórðungsþing
marki helstu verkefni í starfsemi
sambandsins. Megináhersla var
lögð á könnun á áhrifum tilfærslu
verkefna milli ríkis ogsveitarfélaga
miðað við fjárhag norðlenskra
sveitarfélaga.
Gerð var úttekt á stöðu mála um
samruna sveitarfélaga að beiðni
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
að því er varðaði Norðurland. í
skrifstofu sambandsins var unnið
að byggðalegri úttekt íbúaþróunar-
innar á Norðurlandi, eins og venju-
lega. Þegar húshitunarmálin voru
efst á baugi gerði Fjórðungssam-
band Norðlendinga glögga grein
fyrir mismun á aðstöðu fólks varð-
andi húshitunarkostnað eftir bú-
setu í landinu. Þessi skýrsla var
áhrifamikið innlegg í þessa um-
ræðu.
Unnið var að endurmótun til-
lagna um tekjustofna sveitarfélaga
og sérstaklega er varðar hlutverk
Jöfnunarsjóðs.
í skrifstofu sambandsins var gerð
úttekt á dreifingu lánsloforða
Húsnæðismálastofnunar ríkisins
eftir búsetu þeirra er lánsloforðin
fengu og hvert lánsloforðum er
ráðstafað.
Alltaf er verið að leita til sam-
bandsins um ýmsar greinargerðir,
t.d. í formi umsagna um frumvörp
á Alþingi. f því sambandi má
sérstaklega nefna hið viðamikla
frumvarp um aðskilnað dómsvalds
og umboðsstjórnar.
Það virðist sjálfsagt að ríkisvald-
ið komi til aðstoðar, m.a. með því
að dreifa meir en nú er almennri
þjónustu sýslumannsembætta,
þannig að hún sé til staðar í
hverjum bæ og á byggðasvæðum
þar sem bæir eru ekki staðsettir.
Það kostar bæði fé og vinnutap
að þurfa að sækja einföldustu emb-
ættisþjónustu um langan veg. Upp-
bygging þjónustumiðstöðva í
minna þéttbýli og í bæjum er
nauðsynleg, þar sem fjarlægar
stjórnsýslumiðstöðvar geta ekki
sinnt daglegri þjónustu nógu nærri
fólkinu, eins og það á kost á syðra.
Auk þess sem hér er upptalið má
nefna breytta útgáfu fréttabréfs,
þar sem skýrt er frá málum sam-
bandsins jafnharðan og þau eru á
verkefnaskrá.
Verkefnatilfærsla milli
ríkis og sveitarfélaga
Margir sveitarstjórnarmenn taka
útreikningum verkefnaskipta-
nefndar um kostnað af tilfærslu
verkefna á milli rfkis og sveitarfé-
laga með verulegri tortryggni.
Ástæður til þessa eru margar og
skulu þær að nokkru raktar hér.
Efst er á blaði vonbrigðín vegna
verkefnatilfærslunnar 1975 og þess
samkomulags, sem gert var um
tekjustofna Jöfnunarsjóðs sveitar-
félaga.
Á samráðsfundi stjórnar Sam-
bands ísl. sveitarfélaga með ráð-
herrum fyrri hluta árs 1984 kom
útspil ríkisvaldsins. Þar kom fram
hugmyndin um að færa einhliða til
sveitarfélaganna allan kostnað
ríkisins vegna skólaaksturs, gæslu
í heimavistun og vegna mötuneyta
í skólum. Boðað var til oddvita-
fundar að Hrafnagili. Nú var sett á
stofn nefnd til þess að undirbúa
málið fyrir næsta fjórðungsþing.
Nefndin naut sérstakrar aðstoðar
Sturlu Kristjánssonar og aðstoð-
armanna hans um allan undirbún-
ing og málafylgju.
Þetta fjórðungsþing að Reykjum
var sögulegt um samskipti ríkis og
sveitarfélaga. Þar kom einnig fram
að Akureyrarbær hafði setið við
skertan hlut varðandi uppgjör í
skólakostnaði, miðað við Reykja-
víkurborg. En það tókst að stöðva
atlöguna um sinn.
Það næsta, sem gerist, er í
menntamálaráðherratíð Sverris
Hermannssonar, er gerðar voru
kröfur um að færa kostnað við
skólaakstur, mötuneyti og gæslu
yfir á sveitarfélögin bótalaust.
Niðurstaðan varð sú að í stað þessa
niðurskurðar ríkisútgjalda voru
framlög til Jöfnunarsjóðs sveitar-
félaga lækkuð um álíka fjárhæð.
Það hefur komið í hlut Fjórð-
ungssambands Norðlendinga að
hafa forystu í þessum málum.
Athugasemdir við
tillögur verkefnaskipta-
nefndar
Síðasta fjórðungsþing lagði á
það áherslu, að áður en afstaða
yrði tekin til tillagna verkefna-
skiptanefndar væru fjárhagsleg
áhrif könnuð. Við nánari athugun
kom í ljós að þetta var ekki að
ófyrirsynju.
Útdráttur
Verkefnaskiptanefnd byggir úr-
tak sitt á áhrifum verkefnatilfærsl-
unnar í 13 sveitarfélögum á land-
inu, þar af eru tvö á Norðurlandi,
þ.e. Dalvíkurbær og Aðaldæla-
hreppur. Notaðar eru í útreikningi
verðlagstölur frá 1985.
Fjórðungssambandið snéri sér
til Byggðastofnunar um að gera
úttekt eftir sveitarsjóðsreikningum
á Norðurlandi, að því er varðaði
verkefnatilfærsluna. Síðan hefur
af hálfu skrifstofu sambandsins
verið unnið að því að sannreyna
tölur og afla nýrra upplýsinga.
Þetta reyndist miklu seinunnara
verk en við héldum í upphafi, bæði
var að hjá sveitarstjómum voru
ekki fyrir hendi handbærar upplýs-
ingar og í ýmsum rekstrarstofnun-
um sveitarfélaga voru þessar upp-
lýsingar torfengnar.
Niðurstaðan er nokkuð önnur
en í fljótu bragði sýndist. íbúa-
framlögin, sem eru hæst á hvern
íbúa í fámennustu sveitarfélögun-
um skapa óeðlilegt ósamræmi ;t
milli sveitarfélaga, sem eykur á
ójöfnuð. Hlutur sveitarfélaga af
millistærð og í minna þéttbýli er
fyrir borð borinn í samanburði við
minni sveitarfélög. Séu áhrif
grunnskólaframlagsins úr Jöfnun-
arsjóði sveitarfélaga skoðuð kemur
í Ijós að ríkissjóður sparar sér
næstum jafnháa upphæð og sem
þessu framlagi nemur, að því e;-
varðar Norðurland. Varðandi til-
færslu á stofnkostnaði til sveitarfé-
laganna, vegna verkefnatilfærsl-
unnar, er ljóst að hún verður miklu
meiri í raun, þar sem stofnframlög
ríkisins 1985 voru áætluð undir
verðlagsþróun.
í tillögum Fjórðungssambands
Norðlendinga, sem voru kynntar
norðlenskum         sveitarstjórnar-
mönnum á fundum víðsvegar um
Norðurland, var lagt til að íbúa-
framlögin verði felld niður, en
heilsugæslan færð yfir á ríkið. Hins
vegar verði grunnskólaframlög
greidd úr Jöfnunarsjóði sveitarfé-
laga, eins og tillögur verkefna-
skiptanefndar gera ráð fyrir.
Ástæður fyrir þessu eru þær, miðað
við þá viðleitni að færa grunnskóla-
kostnað til sveitarfélaga, að undan-
skildum launum kennara, er eðli-
legt að þessum kostnaði sé jafnað
á milli sveitarfélaga í landinu.
Heilsugæsla og sjúkrastofnanir
eru víðast í landinu samofin starf-
semi, bæði rekstrarlega og faglega
séð. Sé þessi starfsemi færð til
ríkisins og íbúaframlögin felld
niður, verður hlutur miðlungssveit-
arfélaganna leiðréttur, án þess að
skerða stöðu minni sveitarfélag-
anna.
Þrátt fyrir þetta munu sveitarfé-
lögin greiða af fé sínu úr Jöfnunar-
sjóði sveitarfélaga 57% aftilfærslu-
kostnaði við verkefnatilfærsluna.
Ef reiknað er með þeirri tillögu, að
sveitarfélögin önnuðust rekstur
fræðsluskrifstofa og fræðsluráða,
þ.m.t. sálfræðideildir, mundi hlut-
ur sveitarfélaganna aukast í 70%
af tilfærslukostnaði, sem greiddur
væri af fé þeirra úr Jófnunarsjóði
sveitarfélaga.
Endurmeta þarf
starfshætti Jöfnunar-
sjóðs sveitarfélaga
Upphaflega hafði Jöfnunarsjóð-
ur sveitarfélaga það hlutverk að
jafna framfærslubyrði í landinu.
Með tekjustofnalagabreytingum
1962 breytti sjóðurinn um hlutverk
og verður í senn jöfnunarsjóður
tekna sveitarfélaga og gegnum-
streymissjóður framlaga úr ríkis-
sjóði, til að auka tekjur sveitarfé-
laga með íbúaframlögum. Tekjur
sjóðsins eru hluti söluskatts og
tolltekna, auk tekna af landsút-
svörum. Landsútsvörin eru eins
konar útsvar af fyrirtækjum, sem
starfa á landsvísu, og af viðskipta-
fyrirtækjum ríkisins.
í tillögum um breytta tekju-
stofna sveitarfélaga er lögð áhersla
á að sjóðurinn sinni jöfnunarhlut-
verki fyrst og fremst og að landsút-
svörin verði stóraukin til að standa
undir þessu verkefni. Þessum sam-
eiginlegu tekjum sveitarfélaganna
verði varið til tekjujöfnunar og til
að jafna kostnað vegna vérkefná-
tilfærslu milli ríkis og sveitarfélaga
og til að stuðla að lausn stærri
þjónustuverkefna á byrjunarstigi,
þegar verkefnaþörfin er meiri en
íbúafjöldinn stendur undir.
Hluta þessa jöfnunarfjár verði
einnig varið til að veita vaxtalaus
lán til að standa undir stærri verk-
efnum, sem ríkið hefði greitt stofn-
framlög til, áður en til verkefnatil-
færslu kemur. Það mun láta nærri
að um 27%-28% af óskertum
tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfé-
laga væri hæfilegt starfsfé í þessu
sambandi. Þetta eru um 600 millj.,
sem þýðir nær tvöföldun landsút-
svaranna.
Greiðslur ríkisins renni í sér-
staka deild óháða jöfnunarhlut-
verki sjóðsins. Þær miðist ekki við
tekjustofna ríkisins, eins og nú er,
enda er af því slæm reynsla. í stað
þess komi einskonar ríkisútsvar,
sem greiðist miðað við launaumsvif
ríkisins. Þetta fé verði notað til
greiðslu almennra íbúaframlaga að
frádregnum sameiginlegum út-
gjöldum sveitarfélaga og framlög-
um til samtaka sveitarfélaga.
Með þessum hætti má tryggja
áfram hið tvíþætta hlutverk Jöfn-
unarsjóðs sveitarfélaga og koma
sjóðnum út úr.'þeim þrengingum,
sem hann er í nú.
Skerðing Jöfnunarsjóðsins nam
í ár 46% af eðlilegum tekjumögu-
leikum hans samkvæmt tekju-
stofnalögum.
Aðhæfing tekjustofna
sveitarfélaga að stað-
greiðslukerfinu
Frá og með næsta ári verður
hægt að samhæfa innheimtu stað-
greiðsluútsvarsins, þannig að hvert
sveitarfélag geti ákveðið sitt álagn-
ingarhlutfall, þótt sami hundraðs-
hluti verði notaður í innheimtu
staðgreiðsluútsvarsins í öllu land-
inu. Þetta þýðir í raun að allir
greiða sama staðgreiðsluútsvar,
hvað sem lfður mismunandi álagn-
ingu eftir sveitarfélögum.
f þessum tillögum er gert ráð
fyrir að aðstöðugjöldin verði felld
niður og þar með áhrif ríkisins að
mismuna atvinnugreinum vegna
skattgreiðslu til sveitarfélaga. Gert
er ráð fyrir að álagningarhlutfall
miðist við brúttótekjur í atvinnu-
rekstri og sé sami hundraðshluti í
hverju sveitarfélagi. Við innheimtu
verði fundið út meðalálagningar-
hlutfall, sem notað verði við inn-
heimtu, þótt hvert sveitarfélag fái
í sinn hlut miðað við þann álagn-
ingarstiga sem það hefur ákveðið.
Með þessum hætti vinnst tvennt. f
fyrsta lagi greiðir allur atvinnu-
rekstur útsvar miðað við inn-
heimtuhlutfall, hvar sem er í land-
inu. í öðru lagi hafa öll sveitarfé-
lögin jafna aðstöðu til að ákveða
sína álagningu. Þetta er gífurlegt
byggðamál.
Þessu til viðbótar er lagt til að
samræmdur verði álagningar-
grundvöllur fasteigna í landinu eft-
ir matsflokkum, þannig að álagn-
ing fasteignaskatta á hliðstæðar
eignir byggist á sama álagningar-
grundvelli. Álagningarstigi verði
sá sami á allar eignir í hverju
sveitarfélagi, sem er á valdi hverrar
sveitarstjórnar að ákveða. Fundinn
verði út meðaltalsálagningarstigi
við innheimtu, sem þýðir að allir
fasteignaeigendur í landinu greiða
almennan fasteignaskatt, miðað
við samræmt álagningarhlutfall.
Með þessum hætti er hægt að
nýta sér kosti staðgreiðslukerfisins
til að jafna skattbyrðina í landinu,
án þess að skerða frelsi sveitarfé-
laganna um að ákveða álagningu
sína.
Þessi aðhæfing að móguleikum
staðgreiðslukerfisins útilokar ekki
möguleika sveitarfélags til að
leggja á þjónustugjöld ýmiss konar
og innheimta álag á fasteígnaskatta
í þéttbýli, miðað við þá þjónustu
sem það leggur fasteignaeigendum
til.
Leiðin framundan
Það er ljóst að hefðbundin
vinnubrögð duga ekki lengur. Á að
erfa gömlu framleiðsluatvinnuveg-
ina, draga saman báknið og láta
gengi þeirra ráða ferð þjóðar-
skútunnar? Þetta er í senn byggða-
stefna og heilbrigð efnahagsstefna
miðað við íslenskar þjóðfélagsað-
stæður.
Það er ljóst að þjónustubáknið á
höfuðborgarsvæðinu sættir sig ekki
við þau kjör, sem framleiðslan
leggur á þjóðarborðið til skipt-
anna. Niðurstaðan verður sú að
leita verður nýrra leiða til að
viðhalda lífskjörum, umfram nú-
verandi getu þjóðarbúsins.
Á tíunda áratugnum stendur
baráttan um þriðju auðlind
landsins. Ætlar landsbyggðin að
standa hjá, þegar opnaðar verða
gáttir erlends fjárstreymis til
landsins, m.a. til uppbyggingar
virkjana og til stóriðju í landinu? f
þessum slag er þrátt fyrir allt von
landsbyggðar til að rétta hlut sinn.
Orðsnjall maður, sem ritaði
Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins
hér fyrr á árunum, þegar ákveðin
var stóriðja í Straumsvík, sagði að
fyrst mundu hlutirnir gerast í
Reykjavík og síðar í öðrum lands-
hlutum. Svo virðist sem ekki sé
nóg gert á höfuðborgarsvæðinu,
enn á að bæta við í Straumsvík og
halda áfram með Þjórsárvirkjanir,
þrátt fyrir skýlausan vilja Alþingis
að næst sé komin röðin að virkjun-
umí Fljótsdal.
Tíundi áratugurinn verður tími
opnunar fslands fyrir erlendu
fjármagnsstreymi og með aðild
landsins að erlendum stórmörkuð-
um. Landsbyggðarmenn verða að
aðlaga sig nýjum þjóðfélagsháttum
og átta sig á hvaða verklag hentar
hverju sinni.
í stað úreltra vinnubragða verð-
ur að sækja fram til jafnræðis og
laða til landsbyggðarinnar áhættu-
fjármagn til að nýta landskosti á
borð við það, sem best gerist. Þetta
fæst ekki með suðurgöngum, held-
ur með vaskri sveit forystumanna,
sem tekur á viðfangsefnum réttum
tökum og hættir að horfa upp á.
almættið syðra og fer sínar eigin
leiðir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20