Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Miövikudagur 14. september 1988
Tíminn 13
UTLÖND
Svisslendingar
endurnýja her-
gagnakost sinn
Það er alkunna að í hergagnaiðn-
aði er sífellt verið að hanna full-
komnari hergögn og að herir hinna
ýmsu landa endurnýja hergagna-
birgðir sínar þegar nýjungar koma
fram. Um þessar mundir er sviss-
neski herinn að undirbúa endurnýj-
un á hergagnakosti nokkurra her-
sveita sem notað hafa sömu hergögn
um áratugaskeið. Þetta nýja „leyni-
vopn" sem á að taka í notkun er ný
tegund sérhannaðra reiðhjóla sem
munu taka við af hefðbundnum
reiðhjólum sem fyrst voru tekin í
notkun hjá svissneska hernum árið
1905.
Endurnýjun á reiðhjólaflota sviss-
neska hersins á að vera lokið árið
1990, en gerður hefur verið samning-
ur við þrjár svissneskar hjólreiða-
verksmiðjur um framleiðslu reið-
hjóla fyrir hina 3300 hermenn sem
sérhæfðir eru í reiðhjólahernaði.
Samningurinn hljóðaði upp á 300
milljónir íslenskra króna, sem þykir
ekki há upphæð í samningum um
framleiðslu hergagna.
„Reiðhjól eru hraðskreið og
hljóðlát" sagði J. Peter Flueckiger
ofursti, talsmaður svissneska
hersins. „Trukkur eða minni bíll
veldur hávaða sem heyrist langa
ÉsH	m	IP	<r#*   *^"^Æ	
£, ¦' r	¦•¦.?., ffr-i. '¦¦¦«	^ ¦< y		
	i<*''-*«V"'		lS>55	
			¦  ?»%»	1
	4; fe-	-fcÁ	r & i'	J
¦¦¦	PILsí			
	|s j			
^	"}S  '			
Svissneskir hermenn í fullum
skrúða. Þeir eru nú um það bil að
taka ný reiðhjól í þjónustu sína.
leið, sérstaklega að nóttu tii" bætti
hann við.
Reiðhjólafyrirtækin þrjú hafa nú
smíðað tilraunahjól sem nú er verið
að prófa við allar hugsanlegar og
óhugsanlegar aðstæður. Samkvæmt
verksamningi verða hjólin að vera
tveggja gíra, vera sterk og geta borið
að minnsta kosti 150 kg, þyngd
þeirra á að vera um 22 kg og kosta
ekki meira en 45 þúsund krónur.
Hermenn í reiðhjóladeildum
geyma reiðhjólin og vopn sín heima-
við, tilbúnir að rúlla af stað fullbúnir
komi til átaka. Jafnvel þó fullbúinn
hermaður beri útbúnað er vegur 80
kg þá telja sérfræðingar svissneska
hersins að þeir séu fijótari í vígstöðu
sína en „vélknúnir" hermenn, svo
fremi sem áfangastaðurinn sé ekki
fjær en 40 km.
Það eru ekki eingöngu svissneskir
hermenn sem nota reiðhjól í hern-
aði. I vor var sagt frá því hér í
Tímanum að „Bundeswehr", land-
her Vestur-Þýskalands hefði tekið
reiðhjólið á ný í þjónustu sína.
Reiðhjól eru ekki ný af nálinni í
hernaði. Þau voru fyrst notuð í
fransk-prússneska stríðinu árið
1870. Báðir aðilar notuðu reiðhjól
mikið í fyrri heimsstyrjöldinni og
þýski herinn hafði á að skipa um
hundrað reiðhjólahersveitum í síð-
ari heimsstyrjöidinni. Allir aðrir en
Svisslendingar lögðu reiðhjólinu eft-
ir þann hildarleik þar til „Bundes-
wehr" tók það aftur í þjónustu sína.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum er viðkvæmt mál:
Liðsmenn Bush fjúka
vegna gyðingahaturs
George Bush forsetaframbjóð-
anda repúblikana helst illa á aðstoð-
armönnum í kosningabaráttu sinni
þessa dagana. Ástæðan er meint
gyðingahatur þeirra, en eins og
kunnugt er á sá forsetaframbjóðandi
sem styggir gyðingasamfélagið í
Bandaríkjunum ekki minnstu von
um að ná kjöri. Gyðingar hafa yfir
höfuð oftast stutt demókrata og
hefur Bush að undanförnu reynt að
vinna fylgi meðal þeirra. Því komu
ásakanir um gyðingahatur starfs-
manna Bush honum mjög illa.
Alls hafa sjö starfsmenn Bush nú
sagt af sér eftir að hafa verið sakaðir
um gyðingahatur. f síðustu viku rak
Bush aðstoðarmann sinn Jerome
Brentar vegna tengsla hans við sam-
tök er studdu John Demjanjuk sem
ísraelskur dómstóll úrskurðaði sek-
an um fjöldamorð í útrýmingarbúð-
um nasista í síðari heimsstyrjöldinni.
Á sunnudag sagði Fred Malek
ráðgjafi Bush af sér vegna ásakana
um að hann hafi, er hann starfaði
fyrir Nixon fyrrum forseta, tekið að
sér sérstaka rannsókn á fjármálum
voldugra gyðinga til að klekkja á
þeim ef þurfa þótti. Malek neitaði
þessum ásökunum, en sagði af sér
svo tryggt væri að hann skaðaði ekki
Bush.
En gyðingamartröð Bush var ekki
lokið því í gær sögðu fimm manns úr
starfsiiði hans af sér vegna ásakana
um að þeir hefðu unnið gegn sam-
tökum gyðinga.
Bretland:
Skotglöðum sendiráðs-
manni vísað úr landi
Sendiherra Kúbu og byssuglöðum
aðstoðarmanni hans var vísað úr
landi í B.retlandi í gær eftir að
aðstoðarmaðurinn hafði skotið á
vegfarendur fyrir utan heimili hans í
London. Utanríkisráðuneyti Bret-
lands sagði að brottvísun Oscars
Fernandez-Mell sendiherra Kúbu og
Carlos Manuel Medina Perez efna-
hagsfulltrúa í kúbanska sendiráðinu
eigi að vera aðvörun til annarra
sendiráðsmanna og að það verði
ekki þolað að þeir gangi vopnaðir
um götur Lundúna. Ekki er liðin
vika frá því að víetnómskum sendi-
ráðsmanni var vísað úr landi eftir að
til hans sást sveifiandi skammbyssu
utan við víetnamska sendiráðið í
Lundúnum.
Hvað mál Kúbverjanna áhrærir
þá sagði lögreglan að Medina Perez,
sem hóf skothríð á vegfarendur utan
við heimili sitt á sunnudagskvöld,
hafi talið lífi sínu stofnað í hættu og
því látið blýið tala sínu máli. Sjónar-
.vottar sögu að hann hefði skotið
fimm skotum að fjórum mönnum er
lagt höfðu bifreið sinni fyrir framan
heimili hans. Mennirnir hafi hlaupið
á brott, einn þeirra blóðugur og
önnur bifreið hafi tekið þá upp í
nærliggjandi götu.
Scotland Yard tók Medina Perez
höndum á mánudagskvöld, en hon-
um var sleppt eftir að hafa afhent
skammbyssu sína, enda friðhelgur
sem sendiráðsmaður.
Jersey fatnaður
Fínnskír jerseykjólar
stærðir 36-48
Einnig jersey pils, svört og flöskugræn.
Stærðir 36-50.
Verð kr 4.200,- og 4.600,-.
Póstsendum
T##/#A
v/Laugalœk S: 33755.
Miðstjórnarfundur
Miðstjórn Framsóknarflokksins er boðuð til fundar laugardaginn 17.
september kl. 13.30 á Hótel Sögu A-sal.
Stjórn Framsóknarflokksins.
Kjördæmisþing
Kjördæmisþing Framsóknarmanna á Vestfjörðum verður haldið á
Súðavík dagana 30. sept. til 1. okt. 1988. Nánar auglýst síðar.
Stjómin
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20