Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Miðvikudagur 5. október 1988
Tíminn  5
Skákmeistararnir Viktor Kortsnoj og Geza Maroczy hafa setið að tafli í tæp 4 ár:
30 leikjum lokið í skák
Kortsnojs og Maroczys!
„Jú, ég tel nú að ég hafi dágóða
vinningsmöguleika í skákinni gegn
Maroczy. Staðan var í jafnvægi í
byrjun en síðan fór að halla á hann
í miðtaflinu ekki síst vegna þess að
hann lék af sér manni," segir skák-
meistarinn Viktor Kortsnoj um gang
skákarinnar við hinn látna Geza
Maroczy, en eins og Tíminn greindi
frá í gær hefur ungverskur miðill,
Roberts Roland, að nafni, miðlað
leikjum í skák Maroczys og
Kortsnojs.
Það færðist bros yfir hörkulegt
andlit Viktors Kortsnojs þegar
blaðamaður færði þetta mjög svo
sérstaka mál í tal við hann á Hótel
Holiday Inn í gær. „Heyrðu jú, ég
kannast við þetta. Eigum við ekki að
segja að ég segi þér eitthvað um
skákina ef þú ferð með mig í staðinn
upp í verslunarhöllina, þarna við
hliðina á leikhúsinu þar sem við
teflum," sagði Kortsnoj. Vissulega
voru þetta mjög svo aðgengilegir
kostir fyrir undirritaðan og því var
samkomulagið staðfest umsvifa-
laust.
Kortsnoj sagði þessa skák vissu-
lega mjög sérstaka en hann hafi
síður en svo verið því mótfallinn að
reyna fyrir sér á þeim merkilega
vettvangi skáklistarinnar, þar sem
annar keppanda væri lifandi en hinn
látinn. „Skýringin á því að ég féllst
á að tefla þessa skák er einföld. Ég
trúi sjálfur á líf eftir dauðann," segir
Kortsnoj.
í frétt Tímans í gær var látið að
því liggja að skák Kortsnojs og
Maroczys væri lokið. Því fer hinsveg-
Guðjón Baldvinsson, varafor-
maður Sálarrannsóknarfélagsins,
hefur ekki áður heyrt getið um
„handanheimsskák":
Sú fyrsta
sinnar
tegundar?
íslenskir sálarrannsóknarmenn
segjast ekki hafa heyrt þess getið
áður úr heimi sálarrannsókna að
núlifandi skákmeistari hafi teflt
skák við framliðinn skákmeistara
með aðstoð miðils. Guðjón Bald-
vinsson, varaformaður Sálar-
rannsóknarfélags íslands, segir
að sér vitandi hafí ekki verið
greint frá þvílfku í bókum eða
t ímaritum á sviði sálarrannsókna.
Það bendir því margt til að skák
Viktors Kortsnojs og Geza Maro-
czys sé fyrsta skák í sögunni sem
tefld er milli stórmeistara í þessu
lífi og látins stórmeistara. „Mér
virðist sem þarna sé um að ræða
hreinan miðilsskap. Skákmeistar-
inn fyrir handan talar einfaldlega
í gegnum miðilinn," segir
Guðjón. „Menn eru reyndar með
ýmsar svona kúnstir í gangi. Til
dæmis hef ég heyrt af því að í
fjórum löndum, Bandaríkjunum,
Þýskalandi, Lúxemborg og Sviss
hafi menn verið að gera tilraunir
með talsamband við heiminn
handan við í gegnum þartilgert
tæki. Þétta sel ég náttúrlega ekki
dýrara en ég keypti, en mér hefur
skilist að nú í nóvember sé að
vænta einhverra yfirlýsinga um
hvernig þessar athuganir hafa
gengið til," segir Guðjón Bald-
vinsson.                óþh
„Ásteðan fyrir því ið ég ikvað að tefla þeam skik er «ð ég tnii á iíf eftir cUuðann,"
skákmeisiara er lést arið 1951.
ar víðs fjarri. Að sögn Kortsnojs
hafa nú verið leiknir um 30 leikir í
skákinni og ekki sér enn fyrir endann
á henni.
Meistararnir settust að taflborði
árið 1984 að sögn Kortsnojs og hafa
verið að síðan með mismunandi
löngum hléum. Kortsnoj segir enga
reglu á því hve langur tími líði á milli
leikja. „Það er margt sem ræður því.
Ég get t.d. ekki sinnt þessu sem
skyldi þegar ég tefli á stórmótum hér
og þar. F.innig virðist Maroczy vera
misjafnlega upplagður til að leika.
Stundum hafa liðið nokkrar vikur
áður en nýr leikur kemur frá
honum," segir Kortsnoj. Hann segir
það ekki ljóst hversu langur tími
kunni að líða áður en dragi til
tíðinda í skákinni. „Það er ómögu-
legt að segja til um hversu langur
tími líður áður en úrslit fást í
skákinni."
Skákmeistarinn tekur fram að
hann hafi aldrei séð Roberts Roland,
miðilinn sem miðlar leikjum í skák
hans við Maroczy. Hann sé því ekki
fær um að greina frá þeirri athöfn
þegar miðiliinn „sendir" leikina yfir
til Maroczy eða „móttekur" nýja
leiki að handan. „Mér skilst að
miðillinn kunni ekkert fyrir sér í
skák, kunni ekki einu sinni mann-
ganginn," segir Kortsnoj.
Kortsnoj kemur skilaboðum um
nýja leiki símleiðis eða í bréfi áleiðis
til ungverska miðilsins. Sami háttur
er hafður á þegar mótleikir Marocz-
ys hafa borist að handan.
Viktor Kortsnoj segir að þegar
leitað var til hans um að tefla þessa
sérstæðu skák hafi hann nefnt fleiri
nöfn en Maroczy sem hugsanlega
Hinn framliðni skákmeistari, Geza Maroczy, er teflir við Kortsnoj að handan.
andstæðinga. Til dæmis hafi hann
nefnt menn eins og þá víðkunnu
meistara Capablanca og Keres. „Þau
skilaboð fengust hinsvegar frá Mar-
oczy að hann væri tilbúinn að tefla
þessa skák. Þar með var það fast-
mælum bundið," segir Kortsnoj.
Kortsnoj segist ekki vita hvort
Geza Maroczy fylgist grannt með
því sem gerist í skákheiminum í dag.
Það sé hinsvegar alls ekki ólíklegt.
Það skyldi þó aldrei vera að þessi
frægi ungverski skákmeistari fylgdist
í fjarlægð með gengi meistaranna í
sagði Kortsnoj. Hann hefur í fjögur ár verið að tefla við fnimliðinn
Tfaaaya* A«i Bjumi
ekki náð að sýna þá sóknarskák-
mennsku sem hann væri hvað þekkt-
astur fyrir. En hver skyldi þá vera
skýringin á „vængbrotnum" Kort-
snoj í upphafi heimsbikarmótsins.
Skýringuna hefur skákmeistarinn á
reiðum höndum. Hann segist eigin-
lega vera skákheftur því að allur
hans farangur hafi orðið eftir í
Amstérdam vegna verkfalls flugvall-
arstarfsmanna þar. „Á meðan ég
ekki fæ ferðatöskuna mína kemst ég
varla í gang því að þar er allur minn
leyndardómur," segir Kortsnoj. Það
má til sanns vegar færa því að í
ferðatöskunni góðu eru skákbækur,
-tímarit og ekki síst tölvudisklingar
með öllum nauðsynlegum upplýsing-
um um andstæðingana á heimsbikar-
móti Stöðvar 2. „Ætli það sé ekki
um eitt ár síðan ég byrjaði að nota
tölvu mér til hagræðingar við undir-
búning skákmóta. Óneitanlega er af
henni mikil hagræðing," segir
Kortsnoj.
En hver skyldi nú, að mati
Kortsnojs, vera líklegastur skák-
mannanna til þess að sigra heimsbik-
armótið? Hann segir mjög erfitt að
spá fyrir um það. Kasparov sé vissu-
lega líklegur til afreka „en mér segir
svo hugur að hann, eins og aðrir
meistarar á mótinu, muni eiga í
erfiðleikum með nokkra af skák-
mönnunum," segir Kortsnoj. Hann
segist aðspurður ekki vilja úttala sig
um sína möguleika á mótinu. Þó sé
það ljóst að á meðan að ferðataskan
sitji föst í Amsterdam sé vart að
búast við mörgum stórafrekum frá
hans hendi.                óþh
Borgarleikhúsinu? Hver veit nema
að hann reyni að læra inná einhver
af klækjabrögðum Viktors Korts-
nojs á skákborðinu?
Aðspurður um hið firnasterka mót
sem nú stendur yfir í Borgarleikhús-
inu segir Kortsnoj að dagarnir fram-
undan muni verða í hæsta máta
erfiðir, margir geysilega sterkir
skákmenn séu mættir til leiks. Kort-
snoj segist ekki vera sáttur við hlut
sinn í fyrstu skák sinni á mótinu,
gegn Ehlvest. Jafntefli varð í þeirri
skák og segir Kortsnoj að hann hafi
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20