Tíminn - 05.10.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.10.1988, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 5. október 1988 Tíminn 7 Fræðsluvarp: Þáttur um umferðarmál Fræðsluvarp frumsýnir í dag fyrsta þátt af átta um umferðar- ntál. sem Fararheill ’87 hefur látið gera. Fessir þættir eru sér- staklega ætlaðir nemendum í 7.-9. bekk grunnskóla, en nýtast án efa flestum. Handritið að þáttunum hlaut fyrstu vcrðlaun í samkeppni sem efnt var til í lok þessa árs. Höf- undur þess er Einar Guðmunds- son yfirkennari í Ártúnsskóla í Reykjavík. Þættirnir fjalla um pilt sem búið hefur í sveit, en aðstæður breytast og hann flytur til Reykja- víkur. Þar þarf hann að læra ýntsa nýja hætti, þar á meðal hvernig hann á að haga sér í umferðinni. Með aðalhlutverk í þáttunum fara Þórólfur Beck Kristjónsson og Haraldur Hall- grímsson. Þættirnir verða sýndir hver á fætur öðrunt á næstu vikum í Fræðsluvarpinu. Fararheill, átak bifreiðatryggingafélaganna í umferð, hvetur foreldra og kcnnara til að horfa á þessa þætti, taka þá upp á myndband og nýta við hentugleika í kcnnslu. Hjá Afurðasölu Sambandsins var í gær þegar farið að gæta söluaukningar á „útsölukjöti“. Viðskiptavinur virðir hér fyrir sér álitlegan dilkakjötsskrokk. ’87-lambakjötiö lækkar um 15-20%: Þegar farið að gæta aukinnar solu a kjotinu Ákvörðun ríkisstjórnar um 15- 20% lækkun á allt að 2000 tonna birgðum af ársgömlu lambakjöti, virðist ætla að skila tilætluðum árangri. Á öðrum degi „kjötútsöl- unnar“ í gær var áberandi aukning í sölu á þessu kjöti, að sögn Jóns Magnússonar, sölustjóra hjá Afurðasölu Sambandsins. Af þessum fyrstu viðbrögðum neytenda að dæma má ætla að kjötið renni út eins og heitar lummur á næstu dögum og vikum. í frétt frá fjármálaráðuneytinu segir að til niðurgreiðslna á lamba- kjöti auk hrossakjöts, nautakjöts og mjólkur og mjólkurafurða, verði varið 150-170 milljónum króna. Fram kemur að þessi upphæð sé innan þeirra marka sem ákveðin voru í aðgerðum ríkisstjórnarinnar í liðinni viku. Jón Magnússon segir að auk sölu- aukningar í kjöti sé mikil aukning í slátursölu í ár. Hann segir að sem dæmi megi nefna að í september- ntánuði í fyrra hafi Afurðasalan selt 600 kassa (5 slátur í kassa) en í september í ár hafi selst 1200 kassar. Afurðasalan selur eingöngu frosin slátur frá Borgarnesi og segir Jón söluna slíka að vart hafist þar undan að slátra. Hann segir að nú sé unnið að því að fá slátur til höfuðborgar- svæðisins frá fleiri sláturhúsum. Helst hafi verið rætt um að fá þau frá Sláturhúsinu í Búðardal. óþh 7600 tonn af loðnu á land, en bræla á miðunum: 20 loðnuskip í vikulokin Sex loðnuskip hafa bæst við loðnu- flotann sem hefur veriö á miðunum við miðlínuna milli íslands og Græn- lands að undanförnu og má búast við að um 20 skip verði komin á miðin í lok vikunnar, en engin veiði hefur verið það sem af er þessari viku vegna brælu. Á laugardag var búið að landa um 7300 tonnum af loðnu, en skipin fóru af miðunum á föstudag vegna aftakaveðurs fyrir norðan land. Við miðlínuna eru nú stödd ellefu skip, þ.e. Jón Kjartansson SU, Hólmaborgin SU, Háberg GK, Örn KE, Skarðsvík SH og Börkur NK, en þetta eru þau skip sem hófu vertíðina. Nú hafa bæst við sex önnur skip, Keflvíkingur KE, Björg Jónsdóttir ÞH, Kap II VE, Guðrún Þorkelsdóttir SU, Hilmir SU og Sunnuberg GK. Síðar í víkunni eru Súlan, Þórður Jónasson, Hilmir II, ísleifur, Gullberg, Fífill ogSighvatur Bjarnason væntanlegá miðin. -ABÓ Tímamynd: Gunnar VWSTÍPO^T Góðar fréttir i sláturtíðinni: ÓSKADRAUMUR húsmaeðra og t húsfeðra hefur ræst. iiý tegund siúlflokandi frystipoka I ^ i með „renmlós 0g óprentuðum merkingorreit. __ _ __fóct í 3 stærðum: IfapaC - frystipokarnir fást í 3 stærðum: 40 pokar í pakka 18 x 22 cm 25 pokar í pakka 30 x 40 cm (stórir) , auk þess allar stærðir saman í emum pakka 20 pokar 18 x 22 cm Htlir) 15pokar22x32cm miðstærð) 5 pokar 30 x 40 cm (stonr) alfapac gæðaplast fyrir MATVÆLL petit modéte Heildsölubirgðir: HEILDVERSLUN SÍMAR 621607-671441.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.