Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Miðvikudagur 5. október 1988
Tíminn
Bríet Héðinsdóttir og Þórdís Araljótsdóttir við sérrydrykkju í Ef ég yæri þú.
KONURNAR OG GEIR
MUNDUR HRAFN
Þjóðleikhúsið, litla sviðið: EF ÉG
VÆRI ÞÚ. Höfundur: Þorvarður
Helgason. Leikstjóri: Andrés Sigur-
vinsson. Leikmynd og búningar:
Guðrún Sigriður Haraldsdóttir.
Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson.
Lýsing: Ásmundur Karlsson.
Þetta leikverk var sýnt á lista-
hátíð í vor en eiginleg frumsýning
á föstudagskvöldið. Þetta eru
tengd atriði um konur eða myndir,
eins og höfundur kallar. I>ær heita
svo: Morgunleikfimi (forleikur,
millikaflar og eftirleikur), Mors et
vita (þ.e. líf og dauði), Tvítal eftir
náttmál og Geirmundur Hrafn
Karlsson.
í stuttu máli þóti mér þetta
nokkuð ójöfn sýning og bindiefnið
mátti ekki lausara vera. Það byrjar
á eins konar látbragðsleik eða
dansi, með endurtekningum og
tilbrigðum. Sá þáttur var sjónrænt
mjög fallegur og nýtti Andrés Sig-
urvinsson leikstjóri sér vel rými
sviðsins, - leikmyndin er draum-
kennd, hvít, opin með speglum.
Leikur kvennanna var þokkafullur
en ekki var textinn til þess fallinn
að binda saman athöfn sviðsins.
Helst virtist mér hann eiga að
undirstrika firringuna milli þessara
manneskja, þykjastleik, einsemd.
Að loknum þessum súrrealíska
kafla snýr verkið sér upp í raunsæ-
islegra snið. Þrjú atriði af því tagi
reka hvert annað: f fyrsta lagi tvær
systur við dánarbeð móður sinnar.
Með hluterk systranna fara Þórunn
Magnea Magnúsdóttir og Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir. Þetta
atriði var næsta merglaust og
kviknaði ekki til lífs þrátt fyrir
góða viðleitni leikendanna. Hér
var strax sett upp andstæð sjónar-
mið kvenna, en að baki vakir
ósýnilegur, eða dauður, karlmaður
sem stýrir hugsun þeírra og lífí.
Þetta er líka glöggt í tveimur
síðustu þáttunum sem báðir voru
mun líflegri en sá fyrsti. Þar er
brugðið upp myndum af mæðgum.
f   fyrra   þættinum,   Tvítal   eftir
náttmál, sjáum við ekkju sem
væntir vinar síns en hann kemur
ekki; hún rifjar upp ævi sína með
eiginmanni sem reynist auðvitað
hafa verið ómögulegur þegar að er
gáð. Kemur nú dóttirin og krefur
móður sína um svar við því hvort
hún hafi leitað aðstoðar hjá vini
sínum sem á innangengt í sjóði.
Dóttirin leggur sem sé stund á
mannfræði og ætlar að komast til
Jamaicu að rannsaka trúarlíf inn-
fæddra! Þetta þykir hinni smáborg-
aralegu móður auðvitað hið mesta
óráð. Hefst nú deila milli þeirra
um kvenfrelsi og heldur stúlkan,
sem von er, fram rétti sínum til að
fara eigin leiðir hvað sem öðrum
finnst.
Þóra Friðriksdóttir og María Ell-
ingsen leika mæðgurnar. Þóra án
þess að koma á óvart, María er ung
leikkona og var blátt áfram í sínu
hlutverki. Hún hefur reynt fyrirsér
við kvikmyndaleik, síðast í
Foxtrott. Enn er engan veginn séð
hvers hún er megnug og verður að
bíða þess. - Deilur þeirra mæðgna
eru svo sem með lífsmarki á svið-
inu, en heldur þótt mér þessi
kvenfrelsisumræða þreytuleg eftir
liðinn kvennaáratug og hundrað
málfundi.
Langmest hafði ég gaman af
síðasta atriðinu sem heitir því
ágæta karlmannsnafni Geirmund-
ur Hrafn Karlsson. Aftur eru þar
mæðgur á ferð. Móðirin situr og
saumar pils, burstar ryk af ein-
kennishúfu manns síns sem er
horfinn á braut. Þetta atriði, sem
Bríet Héðinsdóttir fór með, var
eiginlega nóg til að sætta mann við
sýninguna. Bríet hafði þá útgeislun
sem skilur á milli feigs og ófeigs í
leikhúsi. Að vísu held ég að atriðið
sé best skrifað, en meðferðin hér
gerði gæfumuninn.
Nú kemur dóttirin sem virðist
lifa í hjónabandi með lciðindakarli
og í samræðum þeirra kemur fram
að faðir hennar hélt grimmt
framhjá og er nú kominn til Afr-
íku. Sjómaður, dáðadrengur! Svo
enn er karlinn sá sem vakir yfir lífi
og örlögum konunnar. Bráðsnjallt
að hafa búning hans og húfu hér í
sjónarmiðju, eiginlega betra en
myndastyttan í atriðinu á undan.
Þórdís Arnljótsdóttir lék dóttur-
ina, af einkennilegum æsingi sem
leikstjóri hefði átt að laga. Ég
þykist vita að Þórdís geti betur en
þetta og muni brátt gera betur. -
Að öðru leyti sýndist mér Andrés
hafa ratað á samfelldan og hóf-
samlegan leikstíl í sýningunni.
Kvennabókmenntir eru mjög á
dagskrá í seinni tíð og í sambandi
við þær uppi sú kenning að einungis
konur geti lýst konum í bókmennt-
um svo að vit sé í. Þorvarður
Helgason býður þessari kennisetn-
ingu birginn í verkinu Ef ég vseri
þú og reynir að bregða upp mynd
ólíkra kvengerva sem öll hverfast
þó í sama miðpunkt: karlmanninn.
- Verkið er varla annað en smá-
munir og skorti á að það væri
nægilega þétt spunnið frá hendi
höfundar. En það var ásjálegt á
litla sviðinu og geymir vissulega
augnablik sem loða í huga eftir að
tjaldið fellur.
Gunnar Stefánsson.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Þómnn Magnea Magnúsdóttir og Þóra Friðriksdóttir í kvennaleikriti Þorvarðar Helgasonar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20