Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						10 Tíminn
Miðvikudagur 5. október 1988
ÍÞRÓTTIR
Körfuknattleikur:
Leikreynslan KR
dýrmæt í lokin
Fri Erni Þórarinssyni frétiamanni Tbnans:
KR sigraði Tindastól 80-77 í Flug-
leiðadeildinni á Sauðárkróki í
gærkvöld.
Bæði liðin virkuðu fremur tauga-
óstyrk í byrjun og illa gekk að hitta
í körfuna. Eftir 4 mín. var staðan 8-3
fyrir KR, en eftir 5 mín. höfðu
heimamenn hrist af sér skrekkinn og
náð forystunni 17-16. Þá hafði Valur
Ingimundarson farið á kostum og
skorað 8 stig í röð fyrir Tindastól. Þá
kom hins vegar slakur kafli hjá
heimaliðinu og KR-ingar sigu jafnt
og þétt framúr, ekki hvað sýst fyrir
tilstilli Jóhannesar Kristbjörnssonar
sem gerði alls 25 stig í hálfleiknum
og virtist hann hitta nánast hvaðan
sem var á vellinum. Þegar flautað
var til leikhlés var munurinn 15 stig,
47-32 fyrir KR.
Þrátt fyrir að Tindastólsmenn
berðust af krafti í síðari hálfleik
tókst þeim ekki saxa verulega á
Valur Ingimundarson átti stórleik fyrir Tindastól í gærkvöld, en það dugði
ekki til SÍgurS.                                             Timamynd Gunnar
forskot KR-inga, munurinn hélst
10-15 stig, fram í miðjan hálfleikinn,
en þá skoraði Eyjólfur Sverrisson
hverja körfuna af annarri og minnk-
aði muninn í 4 stig og þegar 3 mín.
voru eftir komust Tindastólsmenn
loks yfir í leiknum, við gífurleg
fagnaðarlæti liðlega 300 áhorfenda
sem fylgdust með leiknum. Síðustu
mín. voru svo nánast barátta uppá
líf og dauða. KR-ingar reyndust
harðari, náðu þrívegis fráköstum á
þýðingarmiklum augnablikum og
sigruðu 80-77.
Valur Ingimundarson var stiga-
hæstur heimamanna með 30 stig.
Eyjólfur Sverrisson skoraði 20 stig
og var mjög drjúgur í síðari hálfleik.
Hjá KR var Jóhannes Kristbjörns-
son lang stigahæstur með 37 stig og
bar af í KR-liðinu. Tindastólsmenn
voru óheppnir að tapa leiknum eftir
að hafa unnið upp 20 stiga forskot,
en leikreynsla KR-inganna kom að
góðum notum á lokamínútunum.
Dómarar voru þeir Leifur Garð-
arsson og Gunnar Valgeirsson og
áttu þeir ágætan dag.      ÖÞ/BL
Atli Eðvaldsson í kröppum dans við leikmenn Monaco í fyrri leik liðanna.
Knattspyrna:
Leikun UMFT-KR      Uð: UMFT								
Nöfn	Skot	3.SK	SFK	VFK	BT	BN	ST	Sticj
Valur	8-4	6-2	-	2	5	3	-	30
Kári	2-1	-	-	-	-	1	-	3
Haraldur	-	2-0	-	-	-	1	-	0
Björn	6-2	2-1	-	2	-	-	-	11
Guðbrandur	7-3	-	1	-	1	1	-	9
Eyjólfur	1-1	6-3	1	-	1	1	-	20
	_ii_	-	-	JL_	-1_	l2_	-	_i-
VALUR UR LEI
Leikur: UMFT-KR         Lið:KR								
NUn	Skot	3.SK	SFK	VFK	BT	BN	ST	Stig
Guuti	1-0	-	-	1	-	-	-	-
Jóhannes	16-10	3-3	-	4	4	2	1	37
LárusV.	2-1	-	-	3	1	-	-	2
LámiÁ.	3-1	-	1	1	-	-	-	5
Matthias	10-6	1-0	-	3	3	2	-	12
Birgir	10-5	2-0	1	5	2	-	1	10
ívar	13-5	-	5	10	3	3	1	10
	.u.	-	-	_1_	_L	_L	_L	_!_
Valsmönnum tókst ekki að kom-
ast í 2. umferð Evrópukeppni meist-
araliða í knattspyrnu. Liðið tapaði í
gærkvöld fyrir frönsu meisturunum
Monaco í síðari leik liðanna, 2-0.
Guðmundur Baldursson, útispil-
ari sem skoraði sigurmark Vals-
manna í bikarúrslitaleiknum fyrir
stuttu varð fyrir því óhappi strax á 7.
mín. leiksins að franski landsliðs-
maðurinn Manuel Amaros sparkaði
í höfuð hans með þeim afleiðingum
af Guðmundur var borinn af leik-
velli. Mikið blæddi úr Guðmundi og
Knattspyrna:
hann var því fluttur á sjúkrahús. Þar
kom í ljós að hann var nefbrotinn. í
hans stað kom inná leikmaðurinn
ungi Steinar Adolfsson.
Monaco-Iiðið skoraði á 14. mín.
Þar var að verki Remy Vogel og
Líberíumaðurinn í liði Monaco
skoraði seinna markið á 35. mín.
með þrumuskoti af 25 m færi. Glenn
Hoddle misnotaði upplagt færi í
síðari hálfleiknum, en tvö mörk
dugðu Monacomönnum til þess að
komast í 2. umferðina, en Valsmenn
eru úr leik.                BL
I
Framarar leika í
Barcelona í kvöld
Síðari leikur Fram og Barcelona í
Evrópukeppni bikarhafa í knatt-
spyrnu verður á Nou Camp leikvang-
iiiuiii í Barcelona á Spáni í kvöld.
Leikmenn Fram héldu áleiðis til
Spánar aðfaranótt mánudags. Sömu
Asgeir áfram
með Framara
Elíasson hefur átt margar gleðistundir hjá Fram undanfarin 4 ár.
Framarar hafa endurráðið Ásgeir
Elíasson, sem þjálfara meistara-
flokks félagsins.
Næsta keppnistímabil verður það
5. í röð hjá Ásgeir við stjórnvölinn
hjá Fram, en það hefur aldrei áður
gerst í sögu Fram að sami þjálfari
hafi verið svo lengi með meistara-
flokkinn.
Ásgeir hefur náð mjög góðum
árangri með liðið s.l. 4 ár. Tvisvar
hefur liðið orðið íslandsmeistari,
tvisvar bikarmeistari, tvisvar
Reykjavíkurmeistari og einnig sigr-
að tvívegis í Meistarakeppni KSÍ, á
þessum tíma. Þá komst liðið í 2.
umferð Evrópukeppninnar 1985,
eftir sigur á írska liðinu Glentoran.
Framliðið verður áreiðanlega í
fremstu röð næsta sumar, með Ás-
geir við stýrið, enda er þá meistara-
titil að verja.               BL
16 leikmenn skipa lið Fram í kvöld
og í fyrri leiknum, nema hvað Ólafur
Ólafsson varamarkvörður er meidd-
ur og mun því Ólafur Magnússon
aðstoðarþjálfari verða til taks, ef
þörf krefur.
Um 50 manna hópur stuðnings-
manna Fram heldur í dag til Barcel-
ona til þess að sjá leikinn og hvetja
leikmenn Fram til dáða. Róðurinn
verður Frömurum erfiður í kvöld,
þeir töpuðu fyrri leiknum 0-2, og
Börsungar eru erfiðir heim að sækja.
Landsliðsmenn Fram, þeir Ómar
Torfason, Pétur Arnþórsson og Arn-
ljótur Davíðsson verða lítið heima
við á næstunni, því eftir leikinn gegn
Barcelona í kvöld fara þeir til
London, þaðan verður ferðinni heit-
ið til Tyrklands, en landsliðið keppir
við Tyrki á miðvikudaginn í næstu
viku. Þaðan verður verður svo farið
til V-Þýskalands þar sem landsliðið
mun undirbúa sig fyrir leikinn gegn -
A-Þjóðverjum sem verður þann 19.
október. Kapparnir koma ekki heim
fyrr en 21. október.
BL
t
L
uun
fc*
by«j
S ur
N
Nat
An>
í
Itill
ileil
sem
mið
ogl
Úrs!
Seai
Chii
Nev
Cle
Tan
Ne*
Phil
San
Dei
Mia
PKc
Cin
Nei
Nei
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20