Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						12 Tíminn
Miövikudagur 5. október 1988
FRETTAYFIRLIT
Washington - Reagan
Bandaríkjárorseti segir að eng-
ar formlegar samningaum-
leitanir hafi átt sér stað til þess
að tryggja öryggi þeirra gísla
sem leystir hafa verið úr gísl-
ingu í Líbanon. Reagan greindi
frá þessu í tilefni af því að sl.
mánudag var Indverjinn Mithil-
eshiwar Singh fluttur í hús
bandaríska sendiherrans í
Sýrlandi eftir frelsun hans í
Líbanon.
MlOSkva - Sovéska frétta-
stofan Tass greindi frá því (
gær að fjórir menn hefðu látið
lífið og 280 væru slasaðir eftir
árekstur tveggja járnbrauta-
lesta á svonefndu Sverdlovsk-/
svæði í Sovétríkjunum. Báðar
lestarnar voru flutningalestar
og var sprengiefni um borð í
annarri.
Moskva - Síðar í þessum
mánuði verður efnt tii formlegs
stofnþings grasrótarsamtaka í
Sovétríkinu Litháen sem vilja
stuðla að þjóðfélagsuppstokk-
un. Talsmaður samtakanna
segir að frá því að samtökin
voru stofnuð í júní hafi fjöl-
margir lýst yfir stuðningi við
markmið samtakanna.
Moskva - Allsherjarþing
Kommúnistaflokksins í Sovét-
lýðveldinu Byelorussia sam-
þykkti að vinna áfram að þvi
að gera lýðveldið efnahags-
lega sjálfstætt.
JerÚSalem - Fjöldi særðra:.
Palestínumanna á Vestur-'
bakkanum og Gaza-svæðinu,
hefur allt að því tvöfaldast á
liðnum vikum en þrátt fyrir það|
hefur ekki dregið úr átökunum'
á hernumdu svæðunum.     j
Islamabad - opinbert út-
varp stjórnarinnar í Kabúl
greindi frá því í gær að skæru-
liðar, sem berjast gegn stjórn-
inni í Kabúl, hafi gert strand-
högg í austurhluta Gardez og
drepið fimm manns og sært
fjóra.
TorontO - Þjálfari kanad-
íska spretthlauparans Ben Jo-
hnsons segir ao eina skýringin
á niðurstöðum lyfjaprófunar á
Johnson sé sú að þær hafi
verið vísvitandi falsaðar.
ÚTLÖND
!ll!!!!lll!!ll
y    Bandaríkjamenn og Irakar breiða yfir ósætti:
Irakar beita ekki
efnavoDnum aftur
Bandaríkjamenn og írakar virðast
nú ætla að breiða yfir ósætti það er
varð milli rfkjanna þegar Banda-
ríkjamenn fordæmdu íraka fyrir
notkun efnavopna gegn Kúrdum í
síðasta mánuði. Afleiðing þess varð
sú að írakar neituðu að færa friðar-
viðræðurnar við írana frá Genf til
Sameinuðu þjóðanna í New York.
George Shultz utanríkisráðherra
Bandaríkjanna átti fund með Tariq
Aziz utanríkisráðherra fraka á
mánudag og bar efnavopn þar sér-
staklega á góma. Fór vel á með þeim
eftir fundinn.
Talsmaður utanríkisráðuneytis
Bandaríkjanna Charles Redman
sagði að fundurinn hefði verið „já-
kvæður og uppbyggjandi" og að
Bandaríkjamenn fögnuðu afdráttar-
lausum yfirlýsingum utanríkisráð-
herrans um að Irakar muni ekki nota
efnavopn í framtíðinni.
í septembermánuði gaf Tariq Aziz
út yfirlýsingu um að Irakar myndu
virða alþjóða samninga um bann við
notkun efnavopna og neitaði því að
þeir hefðu notað efnavopn gegn
Kúrdum í norðurhluta landsins að
undanförnu.
„í dag staðfesti hr. Tariq Aziz að
yfirlýsing hans frá því 17. september
væri opinber stefna írakskra stjórn-
valda," sagði Redman.
ODAY  IRAQ
KURDISlAN,
M0RR0W?m
Efnavopnanotkun íraka hefur verið harðlega mótmælt m.a. í Washington
þar sem þessi mynd var tekin. Nú hafa Írakar lýst því yfir að þeir muni ekki
nota efnavopn aftur.
frakskir embættismenn hafa írönum, en einungis vegna þess að
viðurkennt að írakski herinn hafi íranar hefðu áður gert efnavopna-
beitt efnavopnum í stríðinu gegn   árásir á íraka.
Tíu Frakkar
látalífiðí
slagviðri í
bænum Nimes
Að minnsta kosti tíu Frakkar
létust í gífurlegu slagviðri er gekk
yfir frönsku borgina Nimes við
Miðjarðarhaf á mánudag, en tólf
manna var enn saknað í gær-
kveldi. Óttast er að fleiri hafi
farist.
Fimm hinna látnu drukknuðu í
leðjuflaumi sem rann um götur
borgarinnar í kjölfar hinnar gíf-
urlegu úrhellisrigningar. Hinn
sjötti lést í gassprengingu en ekki
var tiltekið hvernig hinir létust.
. í Nimes eru um 130 þúsund
íbúar og var borgin undirlögð
metrasdjúpu vatni og leðju eftir
rigninguna.
Jean Bousquete borgarstjóri í
Nimes sagðist myndi biðja innan-
ríkisráðherra Frakklands um að
lýsa yfir neyðarástandi í borginni
á ríkisstjórnarfundi í dag.
„Efnahagslíf þessa svæðis hef-
ur gersamlega stöðvast. Verslan-
ir, verksmiðjur, vöruhús, allt
þetta hefur orðið fyrir skemmd-
um og mun taka þó nokkurn tíma
að komast í gagnið á ný."
Vel rúmum sólarhring eftir
ósköpin voru sautján þyrlur við
björgunarstörf í borginni og enn
rigndi. Símalínur og raflínur
slitnuðu í flóðunum og var unnið
að viðgerðum á þeim í gær.
Bandarískirfjölmiðlar hlaupa á sig í fréttum af gíslalausn:
INDVERSKUM GÍSL
SLEPPT í BEIRÚT,
EKKIBANDARÍSKUM
Bandarískir fjölmiðlar hlupu
heldur betur á sig í fyrradag þegar
NBC sjónvarpsstöðin fullyrti að
mannræningjar í Líbanon hefðu
leyst Bandaríkjamanninn Alann
Steen prófessor úr haldi. Þannig
skapaði sjónvarpsstöðin falsvonir
hjá ættingjum Steen, því það var alls
ekki Steen sem leystur hafði verið úr
haldi, heldur kollegi hans Indverjinn
Mithileshwar Singh.
Singh var prófessor við háskóla í
Beirút og var hann tekinn í gíslingu
fyrir tuttugu mánuðum ásamt þrem-
ur Bandaríkjamönnum sem einnig
kenndu við háskólann, þar á meðal
Alann Steen.
Eftir að Singh var látinn laus var
ekið með hann til utanríkisráðuneyt-
is Sýrlands í Damaskus en þar tóku
bandarískir og indverskir embættis-
menn á móti honum.
„Ég er mjög hamingjusamur,"
sagði Singh við komuna til Damask-
us. Hann sagði að vel hefði verið um
hann hugsað í gíslingunni. „Ég fékk
betri meðferð en ég átti von á en það
er ekkert sem kemur í stað frelsis,"
sagði Singh á fréttamannafundi í
utanríkisráðuneytinu. „Ég hef dval-
ið með vinum mínum þremur og hef
ekki séð nokkurn mman."
Þegar Singh var inntur eftir ítar-
legri skýringum á vist sinni hjá
mannræningjunum og hvar hinir
gíslarnir væru í haldi vildi hann lítið
segja. „Það er betra fyrir mig að
segja ekki neitt. Vinsamlegast virðið
frelsi mitt og leyfið mér að þegja um
þetta. Það er betra fyrir félaga
mína".
3000 verkamenn mótmæla við þinghús Júgóslava:
Milosevic sagði:
„Haldið til vinnu"
og þeir hlýddu!
Um þrjú þúsund verkamenn
stóðu mótmælastöðu utan við þing-
hús Júgóslavfu í Belgrad í gær og
kröfðust hærri launa, betri lífskjara
og aukinna áhrifa þeirra sjálfra við
mótun stjóramálastefnu í iandinu.
„Þjófar, þjófar," köiiuðu þeir há-
stöfum og áttu þá við leiðtoga
kommúnistaflokksins sem mistek-
ist hefur að ná tökum á efnahags-
kreppunni í landinu, en þar ríkir
nú 200% verðbólga.
„Við viljum Sloba," kölluðu þeir
og áttu þá við Slobodan Miiosevic
ieiðtoga kommúnistaflokksins f
Serbíu, stærsta rikinu í Júgóslavíu.
Hann er mjög vinsæil meðai al-
mennings í Serbíu þar sem hann
hefur barist fyrir auknum áhrifum
Serba í Júgósiavíu að undanförnu.
Og Slobodan fengu þeir.
„Verið vissir um að öll þau
vandamál sem þið hafið nefnt
verða rædd tafariaust í stjórnum
og ráðum þessa lýðveldis og hjá
ríkinu. Allir saman, haldið þið
aftur tii vinnu," sagði Slobodan
Milosevic við verkamennina er
hann kom út á tróppur þinghússins.
Verkamennirnir hiýddu orðum
Ieiðtogans, stormuðu inn í strætis-
vagna og héldu tíl vinnu á ný.
AVRIL SEGIR AÐ LYÐRÆÐI
VERÐIKOMIÐ Á Á HAITI
Prosper Avril leiðtogi herforingja-
stjórnarinnar á Haiti sem tók völdin
á dögunum lýsti því yfir í gær að
hann væri að undirbúa frjálsar kosn-
ingar á Haiti og að borgaraleg ríkis-
stjórn muni taka við í kjölfar þeirra.
Sagði Avril að kjörnefndir yrðu nú
þegar skipaðar til að hefja undirbún-
ing kosninganna.
„Væntingar mínar eru að festa
lýðræði endanlega í sessi í þessu
landi. Það þýðir að við stefnum að
kosningum til að kjósa nýja ríkis-
stjórn," sagði Avril í blaðaviðtali við
franskt dagblað.
Avril sagði að líklega yrði fyrsta
skrefið sveitarstjórnarkosningar og
forsetakosningar síðar. Sagðist hann
telja að forsetakosningar nú muni
einungis auka á ringulreið í landinu.
Avril hefur rekið úr hernum á
annan tug foringja sem hliðhollir
voru Henry Namphy, sem Avril
hrakti frá völdum í síðasta mánuði,
og Jean-Claude Duvalier fyrrum ein-
ræðisherra landsins. Þá hefur hann
sagst ætla að afvopna öryggislög-
reglu landsins, en hópar úr henni eru
taldir bera ábyrgð á því ofbeldi sem
ríkt hefur á þessari eyju í Karabíska
hafinu um áratugaskeið.
Avril hefur beðið um stuðning
annarra ríkja við að koma á eðlilegu
ástandi í stjórnmálum á Haiti, ann-
ars sé viðbúið að það takist ekki.
Prosper Ávril hershöfðingi sem nú
er í forsæti á Haiti segist stefna að
frjálsum kosningum og endurreisn
lýðræðis á Haiti.
Gorbatsjov
hitti ekki
Ceausescu
Mikhail Gorbatsjov hinn nýi
forseti Sovétríkjanna var ekki í
veislu er haldin var til heiðurs
Nicolae Ceausescu forseta Rúm-
eníu er hann kom til Moskvu í
gær. Þykir þetta benda til þess að
Gorbatsjov hyggist ekki taka á
sig allar hefðbundnar skyldur
forsetaembættísins. Einnig þykir
þetta benda til að Ceausescu sé
ekki efstur á vinsældalista Kreml-
verja um þessar mundir, enda
rekur hann gallharða stalínska
stefnu í Rúmeníu og hefur komið
af stað væringum milli Rúmena
og Ungverja vegna aðgerða sinna
gegn ungverska minnihlutanum í
Rúmeníu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20