Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Miðvikudagur 5. október 1988
Tíminn 13
líillllilll  ÚTLÖND
Guggnar Pinochet á
kosningunum í dag?
Stjórnarandstaðan í Chile óttast nú að Pinochet forseti
muni guggna á „já-nei" forsetakosningunum sem fram eiga
að fara í Chile í dag og að herinn muni grípa inn í og stöðva
eða falsa kosningarnar á einhvern hátt. Bandaríkjastjórn
hefur lýst yfir svipuðum áhyggjum og gruna Pinochet um að
gera allt til þess að halda völdum, en Bandaríkjastjórn ætti
að kannast við kauða þar sem upplýst er að CIA stóð á bak
við hann þegar herinn gerði blóðuga uppreisn í landinu 1973
undir hans stjórn.
Augusto Pinochet forseti Chile. Bæði stjórnarandstaðan í Chile og
Bandaríkjastjórn óttast að hann muni ógilda forsetakosningarnar sem fram
fara í dag ef hann býður lægri hlut.
Áhyggjur stjórnarandstöðunnar
og Bandaríkjastjórnar byggjast á
því að síðustu skoðanakannanir
stjórnarandstöðunnar sýna að Pin-
ochet muni verða undir í forseta-
kosningunum með allt að því 20%
mun. Skoðanakannanir herforingja-
stjórnarinnar sýna hins vegar að
Pinochet hafi stuðning rétt rúmlega
helmings kjósenda.
„Pinochet er maður sem getur
gert annað en að horfa fram á
ósigur," sagði Andres Zaldivar vara-
formaður Kristilega demókrata-
flokksins, stærsta stjórnamálaflokks
Chile, í gær. t>á sökuðu sósíalistar
öfgamenn til hægri um að hafa þegar
undirbúið að taka völdin ef Pinochet
verður undir í forsetakosningunum.
Þá sagði Phyllis Oakley talsmaður
stjórnarráðs Bandaríkjanna að
Bandaríkjastjóm hafi borist fréttir
af því að herinn muni ógilda kosn-
ingarnar ef Pinochet verður undir í
þeim.
Þó meirihluti kjósenda muni
merkja við „nei" á kjörseðlinum og
hafna þannig Pinochet sem forseta,
þá mun hann samt halda forsetaemb-
ættinu í rúmt ár í viðbót, því þá eiga
að fara fram nýjar forsetakosningar
þar sem öllum á að vera frjálst að
bjóða sig fram, ef herinn mun leyfa
það.
Hins vegar mun Pinochet fá um-
boð til að ríkja sem forseti til ársins
1997 ef hann hlýtur stuðning meiri-
hluta kjósenda.
Leiðtogafundur Suður- og Norður-Kóreu gæti átt sér stað í Pjongjang:
Roh Tae-woo vill
hitta Kim ll-sung
Roh Tae-woo forseti Suður-Kóreu sem eflaust er í sjöunda
himni eftir veiheppnaða Ólympíuleika í Seoul segist vera
reiðubúinn að halda til Pjongjang og ræða við hinn „guðdóm-
lega" Kim Il-sung leiðtoga Norður-Kóreu um leiðir til að
sameina Kóreuskagann í eitt ríki.
eu sem hafa verið í djúpfrysti í 40 ár.
Með hliðsjón af þeirri staðreynd að
þann 8. september svaraði Kim for-
seti tilboði mínu, þá lýsi ég því nú
yfir að ég er tilbúinn að halda til
Pjongjang til fundar við hann, ef
norðanmenn eru reiðubúnir til
þess."
I yfirlýsingu sem Roh las við
setningu þingsins í Suður-Kóreu
sagðist Roh innan tíðar leggja fram
tilboð um nýja sameiningaráætlun
og í henni yrði að finna nokkrar þær
tillögur sem Norður-Kóreumenn
hafa lagt fram. Hins vegar tiltók
Roh ekki hvaða tillögur það yrðu.
„í forsetatíð minni mun ég kepp-
ast við að hefja grunn að sáttum í
samskiptum Suður- og Norður-Kór-
Roh vísar hér til ræðu Kim Il-sung
er hann hélt á 40 ára afmæli komm-
únistastjórnarínnar í Norður-Kóreu,
en þá sagðist Kim reiðubúinn til
viðræðna við Suður-Kóreumenn ef
leiðtogar Suður-Kóreu væru reið-
ubúnir að leggja land undir fót og
heimsækja Pjongjang til að ræða
griðarsáttmála milli ríkjanna og
brottflutning 43 þúsund manna her-
liðs Bandaríkjamanna í Suður-Kór-
eu.
Roh sagði að leiðtogafundur Kór-
euríkjanna tveggja ætti að taka fyrir
„öll þau mál sem aðilar legðu fram,
þar með talin sameiginleg griðayfir-
lýsing og sameining Kóreu".
Þó átök hafi ekki verið í Kóreu
um áratugaskeið þá ríkir enn stríðs-
ástand á milli ríkjanna tveggja og
eru herir þeirra ávallt í viðbrags-
stöðu.
Sandinistar drepa tíu Kontraliða
Stjórnarherinn í Níkaragva drap tíu Kontraskæruliða sem
gert höfðu árás á þorp í norðurhluta landsins og reynt að
nema nokkra íhúa þorpsins á brott á mánudag. Ríkisútvarpið
í Níkaragva skýrði frá þessu í gær. í frétt útvarpsins sagði að
hópur Kontraliða hafi komist undan með fjóra gísla úr
þorpinu San Juan del Rio Coco.
Eins og áður sagði drap stjórnar-
herinn tíu Kontraliða og náði her-
fangi nokkru af bandarískum her-
gögnum Kontranna. Ekki var minnst
á hvort einhverjir Kontrar hafi særst
eða hvort einhverjir stjórnarher-
menn hafi fallið. Sagði útvarpið að
lík Kontraliðanna yrðu til sýnis í
dag.
Bæði Kontraliðar og Sandinista-
stjórnin í Níkaragva hafa lýst yfir
vilja til að halda vopnahléð sem
komst á 1. apríl og aðeins skjóta í
sjálfsvörn. Hins vegar hafa aðilar
sakað hvor annan um árásir er brjóti
í bága við vopnahléð.
Stærsti hluti herliðs Kontra dró sig
inn í Hondúras þegar Bandaríkja-
menn hættu hernaðarstuðningi við
þá í febrúarmánuði, en Bandaríkja-
stjórn hefur haldið Kontrum uppi á
hergögnum og vistum þau sjö ár sem
Kontrarnir hafa barist gegn Sandin-
istastjórninni.
Þetta eru ekki einu átökin sem
virðast hafa átt sé stað í Níkaragva
að undanförnu því Sandinistastjórn-
in sendi mótmælaskeyti til stjórnar
Hondúras á föstudaginn, því Sandin-
istar segja að hermenn frá Hondúras
hafi skotið á stöðvar Sandinista inn-
an landamæra Níkaragva.
Reykjanes
Kjördæmissamband framsóknarmanna á Reykjanesi boðar tii for-
mannafundar fimmtudaginn 6. október n.k. kl. 20.30 að Hamraborg
5, Kópavogi.
Stjórnin.
Almennir
stjórnmálafundir
á Húsavík og
Akureyri
Guðmundur Bjarnason heilbrigöisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir
alþingismaður boða til almennra stjórnmálafunda sem hér segir:
Félagsheimilinu Húsavík fimmtudaginn 6. okt. kl.20.30.
Hótel KEA, Akureyri föstudaginn 7. okt. kl. 20.30.
Framsóknarflokkurinn.
Borgnesingar nærsveitir
Spilum félagsvist í Samkomuhúsinu í Borgarnesi föstudaginn 7.
október kl. 20.30.
Góð verðlaun. Mætum öll vel og stundvíslega.
Framsóknarfélagið í Borgarnesi
Virðisaukaskattur á matvöru?
Almennur fundur verður haldinn um áhrif virðisaukaskatts á verð-
myndun matvöru að Brautarholti á Skeiðum föstudaginn 7. okt. n.k.
kl. 21.00.
Frummælandi verður Gunnlaugur Júlíusson,
landbúnaðarhagfræðingur  frá  Stéttarsam-
bandi bænda.
Umræður og fyrirspurnir.
Fundurinn er öllum opinn.
Félag framsóknarkvenna í Ámessýslu
og Landssamband framsóknarkvenna
Ulf
Hornfirðingar - Félagsfundur
Framsóknarfélag A-Skaftfellssýslu heldur almennan fé-
lagsfund  í mötuneyti Skinneyjar hf.  sunnudaginn 9.
októberkl. 17.
Fundarefni:
1. Þjóðmálastaðan. Frummælandi Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra.
2. Sveitarstjórnarmál. Frummælandi Guðbjartur Össurarson.
3. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing KSFA.
4. önnur mál.
Stjómin.
Aðalfundur					
Framsóknarfélags Kópavogs verður haldinn mánudaginn 10. október kl. 8.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf, auk flokksþing.		aö Hamraborg kosning  fulltrúa			5, á
Stjórnin.					
Austurland
Kjördæmisþing framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið i Hótel
Vaiaskjálf Egilsstöðum dagana 14. og 15. október n.k. og hefst kl.
20.00. Nánar auglýst síðar.
KSFA
Nýtt umboð
í Kópavogi
Linda Jónsdóttir, Holtagerði 28, sími 45228.
Tíminn
Til sölu Dautz
traktor 6750C, árg. 1984.
Upplýsingar í síma 98-78558.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20