Tíminn - 05.10.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.10.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn Miðvikudagur 5. október 1988 VatnsUtamynd Ásgríms Jónssonar (1876-»1958), Sumarkvöld frá 1912, er mynd októbermánaðar í Listasafni íslands. Listasafn íslands: Mynd mánaðarins eftir Ásgrím í Listasafni (slands cr vikulcga kynnt mynd mánaðarins. Mynd októbermánað- ar er verk Ásgríms Jónssonar, Sumar- kvöld (Öræfajökull), vatnslitamynd frá árinu 1912. Myndin var keypt til safnsins árið 1916 og er hún nú til sýnis í sal 5 í Listasafninu. Leiðsögnin „Mynd mánaðarins" fer fram á fimmtudögum kl. 13.30. Listasafn- ið er opið alla daga, nema mánudaga kl. 11-17. Veitingastofa safnsins er opin á sama tíma. Þýski látbragðsleikarinn Ralf llerzog sýn- ir listir sinar í Þjóðleikhúsinu í kvöld og annað kvöld. Gestaleikur í Þjóðleikhúsinu: Látbragðsleikarinn Ralf Herzog Þýski látbragðsleikarinn Ralf Herzog verður með gestaleik á Litla sviði Þjóð- leikhússins að Lindargötu 7 miðvikudag- inn 5. og fimmtudaginn 6. október kl. 20.30. Ralf Herzog fæddist í Dresden árið 1952 og fékk þegar á skólaaldri mikinn áhuga á látbragðsleik eftir að hafa séð fyrsta gestaleik snillingsins Marcel Marce- au í alþýðulýðveldi Þýskalands. Herzog fór ungur að sýna listir sínar og hóf nám í látbragðsleik hjá leikhópi Gerd Glanze við óperettuleikhúsið í Dresden á meðan hann var enn í skóla. Jafnhliða vélsmiða- námi stofnaði hann eiginn leikhóp. Ralf Herzog hefur unnið sjálfstætt við list sína síðan 1983 og verið með gestaleiki víða um heim. Einleikarar í Tríókonsertinum er Fonten ay-tríóið. Sinfóníuhljómsveit íslands: Fyrstu áskríftartónleikamir Fimmtudaginn 6. október verða fyrstu áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í vetur haldnir f Háskólabíói og hefjast kl. 20.30. Þrjú verk verða á efnisskránni: För 1988 eftir Leif Þórarins- son, Tríókonsertinn eftir Beethoven og Sinfónía nr. 1 eftir Sibelíus. Hljómsveitarverkið För 1988 er samið upp úr tónlist Leifs við leikritið Til Damaskus, eftir Strindberg, sem flutt var í Ríkisútvarpið. Það er í einum þætti, sem skiptist í hraðan kafla, menúett og hægan kafla. Einleikarar í Tríókonsertinum er Font- enay-tríóið, sem þrír ungir Þjóðverjar skipa. Stjórnandi á tónleikunum er Petri Sak- ari, aðalhljómsveitarstjóri. Sala áskriftarskírteina stendur nú yfir. Einnig stendur yfir sala á lausamiðum á alla tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar til áramóta. Sala lausamiðanna á tónleik- ana annað kvöld er í Gimli og við innganginn f Háskólabíói. Stórhljómsveit Karls Jónatanssonar leikur dansmúsík á Hótel Borg á fimmtudags- kvöldum í vetur. Rómantíkin endurreist á Hótel Borg Hótel Borg mun á fimmtudagskvöldum í vetur blása nýju lífi í rómantíkina. 14 manna stórhljómsveit Karls Jónatansson- ar ásamt söngkonunni Mjöll Hólm leikur á dansleikjum sem standa yfir frá kl. 21 til 24. Hljómsveitin leikur hvers konar dans- músík, en þó aðallega tónlist frá árunum 1940 til 1950, bæði enska og ameríska. I stórhljómsveitinni má segja að séu þrjár aðrar hljómsveitir, sem taka við á víxl þegar hluti hljóðfæraleikaranna fær sínar umsömdu pásur. Þannig mun lítil dixie- land-hljómsveit taka við á köflum, sömu- leiðis sveifluhljómsveitin Neistar með harmonikkurnar í aðalhlutverki og einnig tríó með píanói, bassa ásamt Mjöll Hólm, sem flytur mjúku, sígildu lögin. Það verða því engar pásur á dansgólfinu á Hótel Borg. Aðalfundur Kársnessóknar í Kópavogi verður haldinn laugardag- inn 8. október kl. 15 í safnaðarheimilinu Borgum. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf. Sálvaxtamámskeið Um næstu helgi verður haldið nám- skeið í lífefli þar sem leiðbeinandi er sállæknirinn David Boadclla. Hann hefur margoft komið til íslands á fyrirlestrar- ferðum sínum og stóð m.a. fyrir lífeflis- námi á árunum 1981-83 hérlendis. í námskeiðinu verður kennt að losa um djúpliggjandi streitu í líkamanum sem hamlar gegn cðlilcgum tjáskiptum og tilfinningatengslum. Notaðar verða öndunar-, nudd-, slökunar- og sam- skiptaæfingar í þessum tilgangi. Kynning á námskeiðinu fer fram á matsölustaðnum „Á næstu grösum“, Laugavegi 20B, fimmtudagskvöldið 6. október. Frekari upplýsingar fást hjá Þrídrangi í síma 622305 milli kl. 10-20. Námskeið hjá Slysavamaskóla sjómanna Almenn námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna, sem enn eru laus til umsókna, verða haldin sem hér segir: Október:l 1.-14. og 18.-21. Nóvember: 1.-4., 15.-18. og 22.-25. • Desember: 6.-9. og 13.-16. Námskeiðin verða haldin um borð í skólaskipinu SÆBJÖRGU, sem liggur við Norðurgarð í Reykjavíkurhöfn. Nánari upplýsingar verða veittar á daginn í síma 985-20028, en á kvöldin og um helgar í síma 91-19591. Pennavinir Ensk stúlka, sem segist lengi hafa haft áhuga á íslandi óskar eftir pennavinum hér á landi og segir reyndar að vinkona hennar sé líka áhugasöm svo að hún muni deila svarbréfunum milli þeirra. Stúlkan er 23ja ára, háskólanemi, auk þess sem hún kennir tungumál. Hún óskar eftir bréfavinum á öllum aldri og báðum kynjum. Nafn og heimilisfang er: Miss A. Wright, 19 Chester Street, Coventry CVI 4DH, England SJÁVARFRÉTT1R 3. tbl. 16.árg. Meðal efnis í þessu blaði Sjávarfrétta er: Frysting til lands og sjávar. Saman- burður sem Benedikt Valsson hag- fræðingur á Þjóðhagsstofnun hefur gert á arðsemi landfrystingar og sjófrystingar, þar sem fram kemur að sjófrystingin hefur talsverða yfirburði. Fundið fé eða falskar vonir? Sér- fræðingar segja að kastað sé í sjóinn fisksúrgangi að verðmæti hundruðum milljóna króna á ári. Útgerðarmenn segja að ekki borgi sig að hirða þennan úrgang. Hverju á að trúa? „Aflanum verði ekki úthlutað til skip- anna í tonnum, - heldur í stykkjatali!" grein eftir Dagbjart Einarsson í Grinda- vík. Magnús Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sölusambands íslenskra fiskfram- leiðenda, skrifar grein um (sland og sjávarútvegsstefnu Evrópubandalagsins, Einar Jónsson fiskifræðingur svarar spurningu um, hvort fiskar lifi það af að smjúga trollmöskva, Sigurjón Árason og Guðmundur Þóroddsson, sérfræðingar á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, skrifa um þróun skreiðarverkunar og þurrkun þorskhausa. Blaðauki er um fiskeldi og heimsóttir eru fiskeldismenn á Tálknafirði. Valdi- mar Gunnarsson fiskifræðingur á Veiði- málastofnun skrifar grein um bleikjueldi. Ritstjóri SJÁVARFRÉTTTA er Guð- jón Einarsson, en útgefandi Frjálst fram- tak hf. ÚTVARP/SJÓNVARP Rás I FM 92,4/93,5 SJÓNVARPIÐ Miðvikudagur 5. október 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Guðni Gunnarsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Má Magnússyni. Frétta- yfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn. „Hinn „rétti“ Elvis" eftir Mariu Gripe í þýðingu Torfeyjar Steinsdóttur. Sigurlaug M. Jónasdóttir byrjar lesturinn. (Einn- ig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Bjöms- dóttir. 9.30 íslenskur matur. Kynntar gamlar íslenskar mataruppskriftir sem safnað er í samvinnu við hlustendur og samstarfsnefnd um þessa söfnun. Sigrún Björnsdóttir sér um þáttinn. 9.40 Landpósturinn - Frá Austurlandi. Umsjón: Haraldur Bjamason í Neskaupstað. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Óskastundin. Helga Þ. Stephensen kynnir efni sem hlustendur hafa óskað eftir að heyra, bókarkafla, smásögdr og Ijóð. Tekið er við óskum hlustenda á miðvikudögum milli kl. 17.00 og 18.00. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn. Umsjón: Steinunn Harðar- dóttir. 13.35 Miðdegissagan: „Hvora höndina viltu“ eftir Vltu Andersen. Inga Birna Jónsdóttir les þýðingu sína (15). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Einar Guð- mundsson og Jóhann Sigurðsson. (Frá Akur- eyri) (Endurtekinn þáttur frá laugardagskvöldi). 14.35 íslenskir einsöngvarar og kórar. Þuríður Pálsdóttir syngur lög eftir Pál ísólfsson, Þjóðleik- húskórinn syngur lög eftir Jón Laxdal og Þor- steinn Hannesson syngur lög eftir Emil Thor- oddsen. 15.00 Fréttir. 15.03 Vísindaþátturinn. Umsjón: Jón Gunnar Grjetarsson. (Endurtekinn þáttur frá mánudags- kvöldi). 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Fjallað um börn á sjúkrahús- um. Umsjón: Kristín Helgadóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Brahms og Paganini. a. Ungverskir dansar nr. 2-5 eftir Johannes Brahms. Hátíðarhljómsveitin í Búdapest leikur; Iván Fischer stjórnar. b. Fiðlukonsert nr. 1 í D-dúr op. 6 eftir Nicolo Paganini. Salvatore Accardo leikur með Fílharmoníusveit Lundúna; Charles Dutoit stjórnar. 18.00 Fréttayfirlit og íþróttafréttir. 18.05 Á vettvangi. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Kviksjá. Þáttur um menningarmál. Umsjón: Friðrik Rafnsson og Halldóra Friðjónsdóttir. 20.00 Litli barnatíminn. (Endurtekinnfrámorgni). 20.15 Tónskáldaþingið í París 1988. Sigurður Einarsson kynnir verk samtímatónskálda, verk eftir Misti Þorkelsdóttur, Aase Hedström frá Noregi og Tinu Davidson frá Bandaríkjunum. 21.00 Að tafli. Jón Þ. Þór sér um skákþátt. 21.30 í dagsins önn - öskjuhliðarskóli. Umsjón: Álfhildur Hallgrímsdóttir. (Áður útvarpað 27. f.m.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Samantekt um loðnuveiðar og loðnu- vinnslu. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. (Einnig útvarpað daginn eftir kl. 15.03). 23.10 Djassþáttur. - Jón Múli Ámason. (Einnig útvarpað nk. þriðjudag kl. 14.05). 24.00 Fréttir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. 01.10 Vökulögin. Tóniist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fróttir af veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarplð. Dægurmálaútvarp rneð fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fróttum kl. 8.00. Veðurfregnir kl. 8.15. Leiðarar dagblaðanna að loknu fréttayfiriiti kl. 8.30. 9.03 Vlðblt. - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri) 10.05 Mor$unsyrpa. Evu Ásrúnar Albertsdóttur og Óskars Páls Sveinssonar. 12.00 Hádegisútvarpið með fréttayfiriiti, auglýs- ingum og hádegisfréttum kl. 12.20. 12.45 í undralandi með Lísu Páls. 14.00 Á milli mála. - Eva Ásrún Albertsdóttir og Óskar Páll Sveinsson. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 íþróttarásin. Umsjón: Iþróttafréttamenn ásamt Georg Magnússyni. 22.07 Af fingrum fram. - Anna Björk Birgisdóttir. 01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Miðvikudagur 5. október 17.30 Fræðsluvarp. 1. Umræðan: Við upphaf skólagöngu. Umsjón Sigrún Stefánsdóttir. 2. Notkun myndefnis í kennslu. Umsjón Anna G. Magnúsdóttir. 3. Umferðarfræðsla. Þáttur á vegum Fararheillar '87. Kynnir Fræðsluvarps er Elísabet Siemsen. 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Töfraglugginn - Endursýning. Umsjón Árný Jóhannsdóttir. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Nýjasta tækni og vísindí. Umsjón Sigurður Richter. 21.05 Sjúkrahúsið í Svartaskógi. (Die Schwarzwaldklinik) Lokaþáttur. Þýskur myndaflokkur í ellefu þáttum. Höfundur Herbert Lichtenfeld. Leikstjóri Alfred Vohrer. Aðalhlut- verk Klausjúrgen Wussow, Gaby Dohm, Sascha Hehn og Karin Hardt. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 21.50 Skyggnst inn „í skugga hrafnsins" Fylgst með tökum kvikmyndar Hrafns Gunnlaugssonar við Jökulsárlón og Ófærufoss. Áður á dagskrá 24. júlí 1987. 22.150 Poppkornsannáll. Vinsælustu lögin frá 1986 rifjuð upp. Áöur á dagskrá 13. jan. 1987. 23.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. 16.25 Spékoppar. Dimples. Létt gamanmynd um litla stúlku sem á þjófóttan föður. Aðalhlutverk: Shirley Temple, Frank Morgan og Helen West- ley. Leikstjóri: William A. Seither. Framleiðandi: Darryl F. Zanuck. Þýðandi: Björgvin Þórisson. 20th Century Fox 1936. Sýningartími 70 mín. s/h. 17.35 Litli folinn og félagar. My Little Pony and Friends. Teiknimynd með íslensku tali. Leik- raddir: Guðrún Þórðardóttir, Júlíus Brjánsson og Saga Jónsdóttir. Þýðandi: Magnea Matthías- dóttir. Sunbow Productions. 18.00 Heimsbikarmótið í skák. Fylgst með stöð- unni í Borgarleikhúsinu. Stöð 2. 18.10 Dægradvöl. ABC’s World Sportsman. Þáttaröð um frægt fólk með spennandi áhuga- mál. Þýðandi: Sævar Hilbertsson. ABC.________ 18.40 Spænski fótboltinn. Edit Media 1988. Hálf- tíma þáttur þar sem sýnt verður úr helstu leikjum spænska fótboltans. Sýndir verða á bilinu sjö til tíu leikir í hvert sinn og má vænta þess að sjá hetjur á borð við Garry Linecker og Bernd Schuster spyrna boltanum. 19.1919:19. Fréttir, veður, íþróttir, menning og listir, fréttaskýringar og umfjöllun. Allt í einum pakka. 20.30 Umræðuþáttur. Umræðuþáttur í tengslum við nýja þáttaröð um heilbrigðismál sem hefur göngu sína í kvöld og kostuð hefur verið af ýmsum fyrirtækjum og nokkrum opinberum aðilum. í þættinum ræða Jón óttar Ragnarsson og Salvör Nordal við nokkra af aðstandendum þáttarins, þeirra á meðal þá Guðmund Bjama- son heilbrigðisráðherra og Þórarin Tryfingsson yfirlækni á Vogi. Stöð 2. 21.10 Helmsblkarmótlð í skák. Fylgst með stöð- unni í Borgarleikhúsinu. Stöð 2. 21.20 Hell og sæl. Heilbrigt líf. Rannsóknir sýna að flestir geta stórbætt heilsu sína og aukið lífslíkur með því að lifa heilbrigðu lífi. Þessi þáttaröð um heilbrigðismál, sem gerð er í samvinnu við atvinnulíf og stjómvöld, er sú viðamesta sem hér hefur verið framleidd fyrir sjónvarp. Fjallað veðrur um alla þætti í lifnaðar- háttum okkar og bent á hvemig fólk getur bætt lífsvenjur sínar og aukið þannig heilbrigði og vellíðan til líkama og sálar. Kynnir: Salvör Nordal. Umsjón og handrit: Jón Öttar Ragnars- son. Dagskrárgerð: Sveinn Sveinsson. Fram- leiðandi: Plúsfilm. Stöð 2. 21.55 Pulaski. Breskur spennumyndaflokkur með gamansömu ívafi. Aðalhlutverk: David Andrews og Caroline Langrishe. Leikstjóm: Christopher King. 22.45 Heimsbikarmótið í skák. Fylgst með stöð- unni í Borgarieikhúsinu. Stöð 2._________________ 22.00 Veröld - Sagan í sjónvarpi. The Worid - A Television History. Stórbrotin þáttaröð sem byggir á Times Atlas mannkynssögunni (The Times Atlas of Worid History). í þáttunum er rakin saga veraldar allt frá upphafi mannkynsins og verður í þessum þætti fjallað um upphaf jámaldar, tilurð evrópskrar menningar á Krít og konunga- og keisaradæma í Austuriöndum. Framleiðandi: Taylor Downing. Þýðandi: Guð- mundur A. Þorsteinsson. Goldcrest. 23.20 Tíska. Kynntar verða nýjungar ýmissa, frasgra hönnuða í þessum þætti. Þeirra á meðal er Moschino, Romeo Gigli, Katharine Hamnett, Betsey Johnson og Christian Lacroix. Þýðandi og þulur: Anna Kristín Bjamadóttir. Videofashi- on 1988. 23.50 Síðasti drekinn. The Last Dragon. Ungur piltur helgar líf sitt bardagalistinni og átrúnaðar- goði sínu Bruce Lee. Hann á í útistöðum við jafnaldra sína en lærifaðir piltsins kennir honum að nýta bardagalistina sértil vamar og andiegrar upplifunar. Aðalhlutverk: Taimak, Julius J. Carry og Chris Mumey. Leikstjóri: Michael Schultz. Framleiðandi: Berry Gordy. Þýðandi: Ingunn Ingólfsdóttir. Tri-Star 1985. Sýningartími 110 mín. Ekki við hæfi ungra bama. 01.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.