Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Miðvikudagur 5. október 1988
Tíminn 19
SPEGILL  II
IIIIIIIIIIIHIlllllllll
Fylgir bölvun „Táradrengnum?"
Hundruð skelfingu lostinna
Breta halda því fram að hin vel-
þekkta mynd „Táradrengurinn"
hafi lagt heimili þeirra í rúst. Fólk
trúir því beinlínis að myndin kveiki
í húsum og þegar lesnar eru frá-
sagnir þess, má segja að undarlega
hittist oft á.
Dagblaðið Sun tilkynnti að það
tæki við myndunum til eyðilegging-
ar og síðan hafa þúsundir mynda af
Táradrengnum verið sendar blað-
inu. Svo undarlega vill nefnilega til
að ekki er hægt að brenna myndirn-
ar og iðulega hafa þær verið það
eina af búslóðinni, sem óskemmt
var eftir bruna.
Myndin er gerð eftir málverki
ítalska málarans Garham Bagolin
og eru til nokkrar mismunandi
útgáfur, þó allar sýni lítinn, stór-
eygan dreng með tárin lekandi
niður bústna vangana.
David Amos, þriggja barna
faðir, átti tvær myndir af Tára-
drengnum og þær voru það eina
sem ekki eyðilagðist, þegar heimili
hans í Merseyside brann. Eftir á
tætti Amos myndirnar niður, því
ekki vildi kvikna í þeim.
Ann Hardiwck í Blaenavon átti
þrjár mismunandi myndir af Tára-
drengnum, þegar kviknaði í hjá
henni og þær sluppu allar
óskemmdar. - Ég er ekki sérlega
hjátrúarfull, segir Ann, - en ég
fleygði myndunum eftir á.
Shirley Buck, 23 ára móðir í
Lincoln fékk illan bifur á myndun-
um, þegar kviknaði í hjá henni.
Hún slapp naumlega út úr húsinu
með fjögurra ára son sinn.
Rose Farrington frá Preston
sendi Sun sína mynd og sagði: - Ég
hef oft velt fyrir mér hvort eitthvað
væri athugavert við myndina. Ég
keypti hana 1959 og síðan hef ég
misst bæði manninn og þrjá syni.
Skemmtikrafturinn         Adrian
Martin er sannfærður um að bölv-
unin hafi náð sér á sviðinu. Hann
brenndist illa í eldgleypisatriði
sínu. - Ég var rétt búinn að gera
grín að þeirri trú konu minnar að
bölvun fylgdi myndinni, segir
hann.
Annar sem henti gaman að hjá-
trúnni var veitingamaðurinn Dom-
inic Portillo. Allt sem brunnið gat
fór forgörðum á veitingastað hans,
en myndin af Táradrengnum hékk
ein óskemmd á veggnum eftir á.
Fjögurra barna móðirin Doris
Wilde lét sér hvergi segjast þegar
vinafólk hennar bað hana að losa
sig við myndina. Húsið brann, en
myndin ekki og nú er Doris svo
hrædd að ef hún sér svona mynd,
þorir hún ekki einu sinni að snerta
hana.
Sandra Jane Moore telur að það
sé sök myndarinnar, að hús eitt
stórskemmdist af vatni. - Ég var að
mála hjá vinkonu minni og að
gamni mínu málaði ég rautt pönk-
arahár á mynd af Táradrengnum,
sem ég fann í kjallaranum. Nokkr-
um dögum síðar stórskemmdist
húsið af vatni, en myndin blotnaði
ekki einu sinni, þó hún flyti ofan á.
Önnur hjátrú í sambandi við
myndina er að bölvunin verki ekki
ef myndin af systur drengsins,
„Tárastúlkunni" hangi við hlið
hennar.
Angela Barnes frá Clifton segir
að aldrei hafi hvarflað að sér að
skilja systkinin að. þau hafi alltaf
hangið hlið við hlið hjá sér og
þannig eigi það að vera.
Sérfræðingar hafa líka velt mál-
inu fyrir sér. Dr. Peter Baldry,
efnafræðingur við Lundúnahá-
skóla, segir enga vísindalega skýr-
ingu á að myndin brenni ekki. - Ég
hef ekki minnsta grun um, hvers
vegna hún sleppur alltaf óskemmd
úr eldsvoða.
Roy Victory, stjórnarmaður í
þjóðháttafélaginu breska hefur
sína skýringu: - Vera kann að
málarinn hafi misnotað fyrirmynd
sína á einhvern hátt. Allir brunarn-
ir geta verið afleiðing þess - dreng-
urinn er ef til vill að leita hefnda.
Táradrengurinn. Því er haldið fram að bölvun hvíli á myndinni
og eigandinn verði fyrir tjóni.
Tárastúlkan. Margir segja að ef hún hangi við
hlið bróður síns, verki bölvunin ekki.
Alnæmið skelfir
Rambó
Alheimur hefur nú um nokkurt
skeið fylgst af mestu athygli með
ástarlífi Sylvesters Stallone, sem
hefur verið í meira lagi fjölbreyti-
legt og tilkomumikið. Nú er hins
vegar svo komið fyrir elskhuganum
mikla að hann er hreinlega hættur
að sofa hjá af ótta við alnæmi.
Nú hefur hann svo miklar
áhyggjur af ævintýrum sínum sein-
ustu mánuði, að hann fer í alnæm-
ispróf mánaðarlega. Hann hefur
meira að segja leitað til sálfræðings
að auki til að sefa óttann.
- Ég er logandi hræddur við
alnæmi, viðurkenndi hann í opin-
skáu viðtali um sjúkdóminn ný-
lega. Vitað er að veiran getur
leynst í líkamanum í ein átta ár,
áður en fer að bera á veikindum. -
Ég hef ekki beinlínis verið neinn
engill, segir Stallone.
Til skamms tíma hrósaði hann
sér af sigrum sínum í ástamálum,
en nú segist hann vera hættur öllu
brölti á kynlífssviðinu. Fortíðin
ætti svo sem að vera honum nægt
áhyggjuefni, því haft hefur verið
eftir honum að hann hafi sængað
hjá einum 1000 konum um dagana.
Skammvinnt hjónaband hans með
Brigitte Nielsen er hins vegar sagt
hafa farið út um þúfur af því hún
hélt framhjá.
Stallone viðurkennir að hafa
skolfið af hræðslu, meðan hann
beið niðurstaðna af fyrsta alnæmis-
prófinu. Þær komu eftir þrjá daga
og reyndust neikvæðar. Þá hélt
hann   því  að   taka   aldrei   neina
Það er af sem áður var. Nú sefur
Sylvester Stallone einn og er hald-
inn sjúklegum ótta við að fá al-
næmi.
áhættu framar. - Ég hef Iesið mér
mikið til um alnæmi og rætt við
sérfræðinga, segir hann. - Þess
vegna þori ég ekki að hætta á neitt.
Enginn veit hjá hverjum rekkju-
nautur manns hefur sofið áður.
í ofanálag segist Stallone ekki
láta hvarfla að sér framvegis að
fara upp í rúm með konu sem ekki
hefur nýlega gengist undir alnæm-
ispróf og fengið neikvæða niður-
stöðu.
- Það að bíða niðurstaðna úr
fyrsta prófinu var eitt það erfiðasta
sem ég hef gengið í gegn um á
ævinni, viðurkennir hetjan. - Ég
var sannfærður um, að ef þær yrðu
jákvæðar, væri ég dauðadæmdur.
Ég hef allt of mikið að lifa fyrir og
á tvo syni sem ég elska heitt. Nú
finnst mér ekkert varið í það
lengur að vera einhleypur og leyf-
ast hvað sem er.
Vinur Stallones segir: - Þetta
gerir honum erfitt fyrir. Hann
Iangar ekki til að lifa neinu munka-
lífi, en hjónaböndin hafa orðið
honum slæm reynsla og dýrkeypt.
Sly hefur greitt tugi milljóna fyrir
skilnað og þolað miklar sálarkvalir.
Um þessar mundir er kvenna-
gullið einmana önnum kafið við að
byggja upp listmunasafn sitt og
teikna hús sem hann ætlar að láta
byggja sér á Hawaii. Þrátt fyrir
dýru skilnaðina er Sly svo sem ekki
blankur, því nýlega bauð hann
upphæð sem ekki má nefna fyrir
dýrasta bíl í heimi, Bugatti frá
1931. Hann flaug sérstaklega til
London til að líta á gripinn, en
þegar þetta er skrifað er víst ekki
enn búið að ákveða hverjum hlotn-
ast sá heiður að fá að kaupa bílinn.
Nánir vinir hans segja að róleg-
heitin séu að gera Stallone galinn,
en samt láti hann sig hafa það að
sofa einn nótt eftir nótt.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20