Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						,V.VWtVWiV.r.f.W.,.V/>f.f.f/-'/.''.f-'.f.'.''.f-'-1
s *.'.' '.*.',
RIKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
•Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu,
S 28822
Átján mán. binding
7,5%
SAMVINNUBANKINN
t-Sfí'fi'-fJZfXJirjtiWfJjmmj'mJ,?
STRÚMPARNIR
HRESSA
KÆTA
Tíminn
Nýir starfshættir lögreglunnar í Reykjavík, þar sem varðstjóri eðafulltrúi getafellt niður kæru á hendur drukknum ökumanni:
Ölvun við gangsetningu
ekki endilega kæruefni
Sturla Þórðarson, fulltrúi lög-
reglustjórans í Reykjavík, beindi
því til lögreglumanna á síðasta
varðstjórafundi sínum að þótt ðlv-
aður maður gangsetji bifreið sína
þurfi það ekki endilega að þýða að
málið verði sent ríkissaksóknara.
Ástæða þess er að saksóknari hefur
ekki séð ástæðu til að kæra meintan
ölvunarakstur þegar ekkert bendir
til þess að ökumaður hafi ætlað að
aka bifreið sinni þótt hann hafi
gangsett hana. Sturla segir í viðtali
við Tímann að reynslan hafi kennt
þeim að saksóknari taki mið af
nokkurra ára gömlum hæstaréttar-
dómi þar sem ölvaður maður var
sýknaður eftir að sannað þótti að
hann ætlaði ekki að aka bifreið
sinni, heldur bara að sofa þar, með
vélina í gangi og miðstöðina heita.
Fram að þeim dómi var talið að
Hæstiréttur gengi út frá því að
gangsetning væri óumdeilanlega
hluti af akstri bifreiðar.
Guðjón Magnússon, fulltrúi
ríkissaksóknara, sagði að mál á
hendur ölvuðum ökumanni, sem
eingöngu gangsetur bifreið sína og
ekkert bendir til að hann ætli að
aka, sé í flokki „takmarka tilvika".
Það þýðir að oft borgar sig ekki að
útbúa ákæru vegna líkinda á því að
viðkomandi verði sýknaður í ljósi
frágenginna hæstaréttardóma. „Sá
sem staðinn er að því að gangsetja
bifreið sína drukkinn, getur því
sloppið," sagði Guðjón. Sagði
hann að auðvitað þyrfti Sturla eða
menn hans ekki að senda til sín mál
ef þeir sæju að þau væru vonlaus til
ákæru. Allt slíkt mat byggist þó
fyrst og fremst á reynslu þeirra sem
með rannsókn og aðra meðferð
fara á öllum stigum málsins.
Sturla Þórðarson, fulltrúi lög-
reglustjóra, sagði að auðvitað ættu
menn alls ekki að koma nálægt
akstri eða gangsetningu eftir að
hafa bragðað áfengi. Dæmi eru um
að bílar hafi runnið af stað þótt
ekki hafi ökumaður ætlað að aka,
en aðeins ætlað að tylla sér undir
stýri og setja bílinn í gang.
Hins vegar væri Ijóst að ef mál
litu þannig út að ekkert benli til
þess að akstur stæði fyrir dyrum
þótt ökutækið hafi verið sett í
gang, hefði lögreglan varla ástæðu
til annars en að láta málið niður
falla í ljósi hæstaréttardóma. „Það
er engin ástæða til þess að fylla
dómskerfið af vonlausum málum,"
sagði Sturla og benti á að slíkt tefði
bara fyrir niðurstöðum annarra
mála. Sa'gði hann að svipuð vinnu-
regla hefði þróast í flestum öðrum
málaflokkum sem lögreglan vinnur
að.
Hæstaréttardómur sá sem vísað
er til féll í máli Akurnesings, sem
tekinn var til yfirheyrslu og blóð-
sýnatöku eftir að hann fannst sof-
andi í bifreið sinni í Vesturbænum
í Reykjavík. Vélin var í gangi og
miðstöðin á fullu. Þá þótti sannað
að ekkert benti til að hann hafi
ætlað að aka bifreið sinni. Hafði
hann enda leitað eftir húsaskjóli en
ekki fengið. Fram að þessum dómi
var það „skilyrðislaus tilraun til
aksturs" að gangsetja bifreið.
Ölvaðir menn geta samt sem
áður áfram átt von á því að verða
teknir til yfirheyrslu ef þeir verða
staðnir að því að gangsetja bifreið
sína og jafnvel blóðsýnatöku, en
geta sloppið ef ekkert bendir til að
þeir hafi ætlað að aka af stað.
Nú hefur þó verið opnað fyrir
þann möguleika að ölvaður bifreið-
areigandi setji bílinn sinn í gang
fyrir þann sem ætlar að aka honum.
Eins getur þetta verið léttir fyrir
ferðamenn sem geta nú sest inn í
bílinn sinn og vermt sér um stund
þrátt fyrir að þeir hafi bragðað
áfenga drykki. Rétt þykir Tíman-
um í þessu sambandi að ítreka þau
varnaðarorð Sturlu að auðvitað
ætti enginn að koma nálægt akstri
eða gangsetningu eftir að hafa
bragðað áfengi, því áfengi og akst-
ur fara ekki saman eins og dæmin
sanna.                   KB
?
Heimsbikarmót Stöðvar 2 í skák:
Margeir lagði Lajos Portisch
Margeir Pétursson vann Lajos Portisch í annarri umferð Heimsbikarmóts Stöðvar 2 í skák.
Timamynd Gnnnar
Önnur umferð Heimsbikarmóts
Stöðvar 2 í skák var tefld í gær og
settust skákmennirnir að borðunum
í Borgarleikhúsinu klukkan 17.00
stundvíslega. Það bar helst til tíð-
inda að Margeir Pétursson sem er
með fæst ELO-stig að baki, af skák-
mönnunum sem etja kappi í Borgar-
leikhúsinu, lagði L. Portisch að velli
eftir 34 leiki f æsispennandi skák, og
sagði Margeir að 24. leikur Portisch
hefði haft afgerandi áhrif á stöðuna.
Margeir hafði hvítt.
Hörð barátta var á öllum borðum
og urðu önnur úrslit þau að Jóhann
Hjartarson og Ribli og Tal og Yus-
upov sömdu um jafntefli, eftir frekar
stuttar viðureignir.
Þá tryggði heimsmeistarinn Kasp-
arov sér sætan sigur yfir Anderson,
en þar með er Kasparov búinn að
vinna sína fyrstu skák á þessu móti,
en talið er líklegt að hann standi
með pálmann í höndunum að leiks-
lokum eftir 17 umferðir.
Skák þeirra Kortsnojs og Nikolics
endaði með því að Kortsnoj féll á
tíma og stóð því Nikolic uppi sem
sigurvegari. Sokolov og Spielman
sömdu um jafntefli og sömuleiðis
varð jafntefli í skák þeirra Spasskys
og Sax. Þriðja umferð verður tefld á
morgun.
Borgarráð hefur samþykkt að
leggja til við borgarstjórn að hún
styrki Stöð 2 með 2,5 miUjónum
vegna Heimsbikarmótsins í skák.
-ABÓ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20