Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						6 Tíminn
Miðvikudagur 12. október 1988
LEKUR      ER HEDDIÐ
BLOKKIN? i SPRUNGIÐ?
Viögeröir á öllum heddum og blokkum.
Plönum hedd og blokkir — rennum ventla.
Eigum oft skiptihedd í ýmsar geröir bifreiöa.
viöhald og viögeröir á iðnaöarvélum — járnsmíöi.
Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar
Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin-Sími 84110
VERTU í TAKT VIÐ
Timartn
ÁSKRIFTASÍMI 68 63 00
Sunnlendingar
- viðtalstími
Guðni Ágúslsson alþingismaöur verður til viðtals
á eftirtöldum stöðum föstudaginn 14. október n.k.:
Selfossi að Eyrarvegi 15 frá kl. 10 til 12, sími
98-22547.
Hvolsvelli að Hlíðarenda frá kl. 15 til 17, sími
98-78187.
KVENFÉLAGIÐ FREYJA í KÓPAVOGI
Aðalfundur
Framsóknarkvennafélagsins Freyju í Kópavogi verður haldinn í
Hamraborg 5, miðvikudaginn 12. október, kl. 8.30.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður, kemur í heimsókn
og spjallar við fundarkonur.
Stjórnin
Sveitastjórnarkonur!
Við minnum sveitastjórnarkonur okkar á matarspjallsfundinn fimmtu-
dagskvöldiö 13. okt. n.k. í Lækjarbrekku kl. 19.00.
Landsstjórnarkonur einnig velkomnar.
Framkvæmdastjórn LFK
Austurland
Kjördæmisþing framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið í Hótel
Valaskjálf Egilsstöðum dagana 14. og 15. október n.k. og hefst kl.
20.00. Nánar auglýst síðar.
KSFA
Vesturland
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Vesturlandskjördæmi verður
haldið á Akranesi laugardaginn 5. nóvember.
Stjórnin.
Stjórn Farmanna- og fiskimannasambands íslands
mótmælir afnámi samningsréttar:  _____
Sjómenn ekki við
sama borð og aðrir
Stjórn Farmanna- og fískimannasamband íslands mótmælti
harðlega afnámi samningsréttar, í nýsettum bráðabirgðalögum
ríkisstjórnarinnar, á fundi sem haldinn var 7. október sl. Einnig
mótmælír fundurinn þeirri ákvörðun að almennt fískverð frá 3. júní
sl. skuli gilda til 15. febrúar á næsta ári.
Laun sjómanna lúta í megin atrið-
um sömu lögmálum og tekjur út-
flutningsatvinnugreinanna, þ.e.a.s.
breytast     með    gengisskrán-
ingu og verðbreytingum afurða á
erlendum mörkuðum. Stjórnin
bendir á í því sambandi að efnahags-
aðgerðum          ríkisstjórnar-
innar væri fyrst og fremst ætlað að
bæta stöðu útflutningsgreinanna, af
tveimur ástæðum, sú fyrri er fast
gengi á tímum verðbólgu á bilinu 25
til 35%, sú síðari er verðfall afurða
á erlendum mörkuðum. Kjör sjóm-
anna, segir í samþykkt stjórnarinn-
ar, hafa rýrnað með svipuðum hætti
og        tekjur        útflutn-
ingsgreinanna, á sama tíma sem
laun almennt f landinu hafa hækkað
án tillits til breytinga á útflutnings-
tekjum. í ljósi þessa er frysting
fiskverðs til 15. febrúar afar ósann-
gjörn segir í samþykktinni og ljóst
að sjómenn sitji ekki við sama borð
og aðrir launþegar.
Þá mótmælir stjórnin einnig harð-
lega fyrirhugaðri lántöku verðjöfnu-
narsjóðs fiskiðnaðarins til þess að
verðbæta ákveðnar greinar vinnsl-
unnar.                 - ABÓ
<!«*;»-:
¦"***¦„
RC-Cola frá Ölgerðinni fæst í þremur stærðum.
RC-Cola í
verslanir
Ölgerðin Egill Skallagrímsson er
þessa dagana að dreifa nýjum gos-
drykk í verslanir á íslandi. Er um að
ræða kóladrykk, ættaðan frá Banda-
ríkjunum. Drykkurinn ber nafnið
RC-Cola. RC stendur fyrir Royal
Crown, eða hina konunglegu kór-
ónu.
Drykknum verður tappað á
þrennskonar umbúðir. í fyrsta lagi á
áldósir og í öðru lagi á plastflöskur,
sem taka hálfan lítra og heilan.
Ölgerðin sendi Tímanum í gær
sýnishorn af þessari nýju vöru, til
smökkunar. Það verður að segjast
eins og er að drykkurinn er bragð-
góður. Hann er hvorki betri né verri
en aðrir kóladrykkir.
RC-Cola hefur verið framleitt frá
því rétt eftir aldamót, í Bandaríkj-
unum. í fréttatilkynningu frá Öl-
gerðinni segir að von sé á fleiri
drykkjum frá RC-Cola framleiðslu-
línunni.
Ný endurskoðuð fjárhagsáætlun Húsavíkur segir
níu milljónir vanta til að endar nái saman:
Réttar útsvars-
tekjur ókomnar
	
M	Framsóknarvist Framsóknarvist verður haldin að  Hótel  Lind sunnudaginn 16. október kl. 14. Stutt ávarp flytur Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður. Framsóknarfélag Reykjavíkur
	
	
Norðurlandskjördæmi vestra Kjördæmisþing verður haldið dagana 29. til 30. okt. n.k. í félagsheimil-inu á Blönduósi. Þingið hefst kl. 14. Dagskrá auglýst síðar. KFNV	
Staða bæjarsjóðs Húsavíkur og
fleiri sveitarfélaga er erfið um þessar
mundir.
Fjárhagsáætlun Húsavíkur hefur
verið í endurskoðun að undanförnu.
og eins og nú horfir vantar níu
milljónir til að endar nái saman.
Þó segir bæjarstjórinn, Bjarni Þór
Einarsson, að þegar menn tali um
níu milljónirnar þá undanskilji þeir
útsvarstekjur, en upplýsingar um
hversu miklar þær verði á árinu
skortir algerlega.
Enn sé ekki farið að skipta út-
svarstekjum milli sveitarfélaga
þannig að rétt sé. Til þess að svo geti
orðið stendur á að taka í notkun nýtt
ríkistölvukerfi, en því hefur verið
frestað æ ofan í æ að sögn Bjarna
Þórs.
Bjarni Þór sagði að samkvæmt
síðasta loforði ætti tölvukerfið að
komast í gang þann 20. þessa mánað-
ar og þangað til vildi hann ekki tjá
sig um hversu mikill vandi bæjar-
sjóðs Húsavíkur væri.
Bjarni Þór sagði að launaliðir
fjárhagsáætlunarinnar yrðu að lík-
indum fjórum milljónum lægri en
gert var ráð fyrir í upphafi ársins,
bæði vegna aðhalds og eins vegna
launafrystingarinnar. Að þessu leyti
stæði bærinn mun betur en mörg
önnur sveitarfélög.          _ sá
Framkvæmdir við
Stjórnarráðið
Það hefur ekki farið fram hjá
vegfarendum í miðbæ Reykjavíkur
að miklar framkvæmdir standa nú
yfir á lóð Stjórnarráðsins.
Ástæða þessara framkvæmda er
sú að gamli múrveggurinn sem um-
kringdi Stjórnarráðslóðina var far-
inn að molna og því orðið nauðsyn-
legt að endurnýja hann.
Verktaki við endurnýjun múr-
veggsins er Reisir s.f.
Henning Þoryaldsson, einn af
forráðamönnum fyrirtækisins er um-
sjónarmaður með verkinu. Tíminn
setti sig í samband við hann og
forvitnaðist um gang framkvæmd-
anna. Kom fram hjá Henning að
engar meiriháttar útlitsbreytingar
væru fyrirhugaðar og stefnt væri að
því að ljúka verkinu í síðasta lagi um
miðjan nóvember.
í tengslum við framkvæmdir þess-
ar varð að rífa tré eitt mikið og fornt,
er stóð skammt frá veggnum. Borg-
arráð lagði blessun sfna yfir niðurrif
trésins.
Bilun í Múlastöð Pósts
og síma í gærmorgun
Vararaf-
ini_i
stoðin
virkaði
ekki
Útvarp íór af í morgun um kl
9.15 vegna þess að rafmagn fór af
húsi Pósts og síma við Ártmila.
Samkvæmt upplýsingum starfs-
manns Pósts og sfma varð bilun f
rafhreyfli og ðryggi fór og húsið
varð allt rafmagnslaust.
Þegaf slíkt gerist á ljósavél að
fara í gang en í þetta sinn brást
húr», þannig að rafmagn komst
ekki á húsið fyrren orsakavaldur-
inn var fundinn.
Sendingar útvarpsstöðvanna
Rásar 2, Bylgjunnar og Stjörn-
unnar féllu út meðan rafmagns-
laust var, vegna þess að stöðvarn-
ar senda útsendingargeisla sína í
stöð Pósts og síma við Ármúla,
sem síðan sendir geislana áfram
upp á Vatnsenda og þaðan f
örbylgjudreifikerfið út um land.
Ljósavélin fór ekki í gang að
sögn starfsmannsins, vegna þess
að hleðslutæki sem á að halda
rafgeymum hússins fullhlöðnum
hafði bilað.
Hann sagði að oft hefði reynt á
vararafkerfið áður og það aldrei
brugðist fyrr en nú.       - sá
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20