Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						10 Tíminn
Miðvikudagur 12. október 1988
Körfuknattleikur:
Léttur sigur Vals
á Grindvíkingum
Valsmenn iiiiiiu næsta léttan sigur
á Grindvíkingum í gærkvöld er liðin
mættust í Flugleiðadeildinni í körfu-
knattleik í íþróttahúsinu að Hlíðar-
enda. Lokatölurnar urðu 86-69, eftir
að Valsmenn höfðu haft yfir í hálf-
leik 43-37.
Það voru gestirnir sem leiddu
leikinn framan af, en Valsmenn
náðu loks að jafna, 22-22. Þeir
komust síðan yfir 28-27, en þá urðu
nokkur kaflaskipti í leiknum. Grind-
víkingar frusu og Valsmenn skoruðu
hverja körfuna á fætur annarri. Stað-
an breyttist í 41-27 á skömmum
tíma. Á þessum tíma var sóknarleik-
ur Grindvíkinga afleitur og helsta
úrræði þeirra var að reyna þriggja
stiga skot. Þau rötuðu hins vegar
ekki rétta boðleið. Varnarleikurinn
hjá Grindvíkingum var líka slakur
og Valsmenn áttu greiða leið í gegn
um staða vörn sunnanmanna. Grind-
víkingar vöknuðu síðan aftur til
lífsins og löguðu stöðuna í 43-37
fyrir hálfleik.
Grindvíkingar mættu ákveðnir í
síðari hálfleikinn og börðust af öllum
mætti. Þeim tóks að komast yfir,
49-48, þegar skammt var liðið á
hálfleikinn og var það fyrir tilstilli
Eyjólfs Guðlaugssonar sem skoraði
þá 4 stig í röð án þess að Valsmónn-
um tækist að svara. En það stóð ekki
lengi á svari frá Hlíðarendamönn-
um. Þorvaldur Geirsson greip til
sinna ráða og gerði næstu 9 stig
Valsmanna, meðan Grindvíkingar
gerðu aðeins 2 stig. Staðan breyttist
því í 57-51 Valsmönnum í vil. Við
þetta mótlæti brotnaði lið Grindvík-
inga og þeir tóku ótímabær skot í
tíma og ótíma. Valsmenn bættu við
muninn og tölur eins og 70-59,
75-61, 81-61 sáust á stigatöflunni.
Þegar hér var komið sögu var eftir-
leikurinn auðveldur heimaliðinu,
sem sigraði í leiknum, 86-69.
Hjá Valsmönnum voru þeir Tóm-
as Holton og Þorvaldur Geirsson
bestir, en Bárður Eyþórsson átti
einnig góðan leik.
í liði Grindvíkinga var Guðmund-
ur Bragason sterkur, en var í mjög
strangri gæslu og fékk ekki að fara
inní sóknarfráköstin. Eyjólfur Guð-
laugsson var einnig góður, en bak-
verðir liðsins brugðust alveg í þess-
um leik, sérstaklega Ástþór Ingason
sem var langt frá sínu besta. Jón Páll
Haraldsson var einnig góður þann
tíma sem hann var inná.
Sigur Valsmanna var sanngjarn,
lið þeirra var öllu heilsteyptara og er
líklegra til afreka í vetur en sveiflu-
kennt lið Grindvíkinga.       BL
4r»AYh\
t
íáfá
Karate:
Naumur sigur
V-Þjóðverja
fslendingar og V-Þjóðverjar háðu
landskeppni í karate í fyrrakvöld.
Þetta er í fyrsta sinn sem þessar
þjóðir keppa saman í karate og var
hvor sveit skipuð 5 karatemönnum.
Tvær umferðir fóru fram og V-
Þjóðverjar höfðu betur í þeirri fyrri,
3-2, en íslendingar höfðu vinninginn
í síðari umferðinni, 3-2. Þegar
samanlagður árangur var reiknaður
út kom í ljós að V-Þjóðverjar höfðu
unnið nauman sigur, 35 stig gegn 31.
BL
Leikur: VALUR-UMFG   Lið:VALUR								
NÖfn	Skot	3.SK	SFK	VFK	BT	BN	ST	Stia
Þorvaldur	11-8	_	1	3	3	2	3	17
Arnar	4-2	-	1	3	1	-	-	4
Hreinn	5-2	6-1	2	8	4	2	2	7
Einar	5-1	-	-	3	2	3	4	5
Ragnar	2-0	-	-	2	-	-	-	0
Bárður	13-5	2-0	1	2	1	6	2	14
Björn	5-2	-	3	4	2	0	2	5
Hannes	7-2	-	2	0	2	-	1	4
Matthius	3-2	-	1	2	1	-	2	5
Tómas	19-10	2-1	2	8	2	2	7	25
								
Leikur: VALUR-UMFG    Lið:UMFG								
Nofn	Skot	3.SK	SFK	VFK	BT	BN	ST	Stia
Guðmundur	13-4	-	3	9	_	1	1	13
Ástþór	9-4	3-0	-	-	4	3	2	9
JónPáll	7-2	4-1	3	6	3	1	2	9
Rúnar	2-1	-	1	2	7	1	_	9
Hjálmer	-	-	_	1	1	_	1	2
Eyjólfur	11-7	7-1	2	5	4	2	2	20
Guðlaugur	8-2	-	1	3	1	1	3	5
Sveinbjörn	3-0	-	1	1	-	-	1	0
Steinþor	5-0	3-0	-	1	2	-	-	2
NeW York.  Mike    Tyson
heimsmeistari í þungavigt í hnefa-
leikum segir að kona sín, Robin
Givens, og tengdamóðir hafi séð til
þess að hann hafi tekið inn róandi lyf
áður en hann kom fram í sjónvarps-
viðtali.
Givens hefur nú yfirgefið Tyson og
farið fram á skilnað. Samkvæmt
Reutersfréttum mun lögfræðingur
Givens fara fram á að Tyson greiði
konu sinni um 11 miHjónir dala við
skilnaðinn. Tyson segir að ekki komi
til greina að hann fari aftur til
Givens og hann ætli að einbeita sér
að því að berja menn í hnefaleika-
hringnum.
Tatabanya. Asgeir sigurvms-
son og félagar í Stuttgart eru komnir
í aðra umferð UEFA keppninnar,
þrátt fyrir 1-2 ósigur gegn Tatabanya
í Ungverjalandi í gær. Stuttgart
vann samtals 3-2. Csapo náði foryst-
unni fyrir ungverska liðið í 54. mín.
en Karl Algöwer jafnaði úr víta-
spyrnu fyrir Stuttgart á 78. mín.
Schmidt gerði síðan sigurmarkið fyr-
ir Tatabanya á 81. mín. Um 8000
manns fylgdust með leiknum.
Guðmundur Bragason Grindvíkingur ver hér
Guðmundur var sterkur í leiknum, en Grindvíki
Ævar Þorsteinsson stóð sig vel í glímum sínum gegn V-Þjóðverjum og vann báðar viðureignir sínar. Það nægði þó ekki til sigurs að þessu sinni þótt litlu munaði.
Ólympíuleirt
14 íþrót
fara hé
Seoul í (
8. Ólympíuleikar fatlaðra verða settir í
Seoul í S-Kóreu laugardaginn 15. október n.k.
Leikarnir standa þar til 24. október.
Alls munu 14 íslenskir íþróttamenn taka
þátt í leikunum, þar af 10 sundmenn. 3 munu
keppa í frjálsum íþróttum og 1 í borðtennis.
Keppendurnir hafa undirbúið sig af kost-
gæfni fyrir leikana og fastlega má búast við því i
að íþróttafólkið komi heim hlaðið eðalmálm-
um.
íslensku keppendurnir eru þessir:
Sund:
Jónas Óskarsson...........  Völsungi
Gunnar V. Gunnarsson  ......  ÍFS
Lilja M. Snorradóttir........  Tindastól
Geir Sverrisson............  UMFN
Rut Sverrisdóttir...........  ÍFA
Ólafur Eiríksson...........  ÍFR
Halldór Guðbergsson........  ÍFR
Kristín R. Hákonardóttir  .....  ÍFR
Sóley Axelsdóttir...........  ÍFR
Sigrún Pétursdóttir  .........  ÍFR
Frjálsar íþróttir:
I laukur Gunnarsson.........  ÍFR
Reynir Kristófersson  ........  IFR
Arnar Klemensson..........  Viljanum
Borðtennis:
Elvar Thorarensen..........  ÍFA
Með íþróttamönnunum eru 9 fararstjórar,
þjálfarar og aðstoðarmenn.            BL
Haukur Gunnarsson hluupari verður með-
al keppenda á Ólympíuleikum fatlaðra í
Seoul, sem hefjast á laugardag.
Tímunijnd Pjetar
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20