Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						14 Tíminn
Miövikudagur 12. október 1988
Umboðsmenn Tímans:			
Kaupstaður:	Nafn umboðsmanns	Heimili	Sími
Hafnarfjörður	Ragnar Borgþórsson	Hamraborg 26	641195
Kópavogur	LindaJónsdóttir	Holtagerði 28	45228
Garðabær	Ragnar Borgþórsson	Hamraborg 26	641195
Keflavík	GuðríðurWaage	Austurbraut 1	92-12883
Sandgerði -	Margrét Magnúsdóttir	Hjallagötu 4	92-37771
Njarðvík	Kristinn Ingimundarson	Faxabraut 4	92-13826
Akranes	Aðalheiður Malmqvist	Dalbraut55	93-11261
Borgarnes	Inga Björk Halldórsdóttir	Kveldúlfsgata26	93-71740
Stykkishólmur	ErlaLárusdóttir	Silfurgötu 25	93-81410
Grundarfjörður	Anna Aðalsteinsdóttir	Grundargötu15	93-86604
Hellissandur	EsterFriðþjófsdóttir	Háarifi49	93-66629
fsafjörður	Jens Markússon	HnífsdalsvegilO	94-3541
Bolungarvík	Kristrún Benediktsdóttir	Hafnargötu 115	94-7366
Flateyri	Guðrún Kristjánsdóttir	Brimnesvegi 2	94-7673
Patreksfjörður	Ása Þorkelsdóttir	Urðargötu 20	94-1503
Bíldudalur	HelgaGísladóttir	TjarnarbrautlO	94-2122
Þingeyri	KaritasJónsdóttir	Brekkugötu 54	94-8131
Búðardalur	Kristiana Guðmundsdóttir	Búöarbraut3	93-41447
Hólmavík	ElísabetPálsdóttir	Borgarbraut 5	95-3132
Hvammstangi	BaldurJessen	Kirkjuvegi	95-1368
Blönduos	Snorri Bjamason	Urðarbraut 20	95-4581
Skagastrúnd	Ólafur Bernódusson	Bogabraut27	95-4772
Sauðárkrókur	Guðrún Kristófersdóttir	Barmahlíð13	95-5311
Siglufjörður	Guðfinna Ingimarsdóttir	Hvanneyrarbraut54 96-71555	
Akureyri	Jóhannes Þengilsson	Kambagerði 4	96-22940
Svalbarðseyri	ÞrösturKolbeinsson	Svalbarðseyri	96-25016
Ólafsfjörður	HelgaJónsdóttir	Hrannarbyggð8	96-62308
Reykjahlið	HlugiMárJónsson	Helluhraun15	96-44137
Raufarhöfn	Ófeigurl.Gylfason	Sólvöllum	96-51258
Þórshöfn	Kristinn Jóhannsson	Austurvegi 1	96-81157
Egilsstaðir	PállPétursson	Árskógar13	97-1350
Seyðisfjörður	Anna Dóra Árnadóttir	Fjarðarbakka 10	97-21467
Neskaupstaður	KristínÁrnadóttir	Nesbakka16	97-71626
Reyðarfjórður	Marínó Sigurbjörnsson	Heiðarvegi12	97-41167
Eskifjörður	ÞóreyÓladóttir	Svínaskálahlið19	97-61367
Fáskrúðsfjörður	ÓlafurN.Eiríksson	Hlíðargötu8	97-51239
Stöðvarfjörður	SvavaG. Magnúsdóttir	Undralandi	97-58839
Djúpivogur	Óskar Guðjón Karlsson	Stapa, Djúpavogi	97-88857
Höfn	Ingibjörg Ragnarsdóttir	Smárabraut 13	97-81255
Selfoss	Margrét Þorvaldsdóttir	Skólavöllum14	98-22317
Hveragerði	LiljaHaraldsdóttir	Heiðarbrún 51	98-34389
Þorlákshöfn	ÞórdísHannesdóttir	Lyngberg13	98-33813
Eyrarbakki	Þórir Erlingsson	Túngötu 28	98-31198
Stokkseyri	Friðrik Einarsson	(ragerði6	98-31211
Laugarvatn	Halldór Benjamínsson	Flókalundi	98-61179
Hvolsvöllur	Jón ína og Árný Jóna	Króktún17	98-78335
Vik	VíðirGylfason	Austurveg 27	98-71216
Vestmannaeyjar	MartaJónsdóttir	Helgafellsbraut29	98-12192
MINNING
Greipur Kjartan
Kristjánsson
Öllum ættingjum og vinum sem glöddu okkur hjónin
með heimsóknum, gjöfum og skeytum í tilefni 70 ára
afmælis míns, færi ég mínar bestu kveðjur og þakkir.
Skúli Magnússon
Hveratúni.
Fæddur 31. iiiurs 1914
Dáinn 4. október 1988
í dag fer fram útför Greips Kjart-
ans Kristjánssonar, aðalvarðstjóra
frá Fossvogskirkju.
Greipur Kjartan Kristjánsson,
fæddist 31. mars 1914 í Haukadal í
Biskupstungum í Árnessýslu. Sonur
hjónanna Kristjáns Loftssonar og
Guðbjargar Greipsdóttur. Ólst
Greipur upp í foreldrahúsum og
vann við almenn bústörf. Stundaði
nám við íþróttaskólann í Haukadal
hjá Sigurði Greipssyni og við Laug-
arvatnsskólann. Þar lagði Greipur
meðal annars rækt við tungumála-
námið sem kom sér vel síðar á
lífsleiðinni.
Árið 1936 flyst Greipur til Reykja-
víkur og sest þar að. Hann vann hjá
verksmiðjunni Framtíðinni um tíma
og var tvær vertíðir í Grindavík hjá
Magnúsi Hafliðasyni útgerðarmanni
og eina vertíð hjá Katli Ólafssyni
útgerðarmanni í Höfnum. Síðan var
hann á togaranum Hafsteini frá
Flateyri) hjá skipstjóranum Alex-
ander Jóhannssyni.
Árið 1938 kvæntist Greipur eftir-
lifandi konu sinni Guðleifu Helga-
dóttur. Þau eignuðust þrjú börn og
gekk Greipur tveimur börnum Guð-
leifar í föðurstað.
Þann 1. mars 1939 hóf Greipur
störf í lögregluliði Reykjavíkur. Var
skipaður þriðji varðstjóri 6. mars
1953 á vakt Pálma Jónssonar og
annar varðstjóri 1958 á vakt Hall-
gríms Jónssonar og varðstjóri 1963 á
sömu vakt. Aðalvarðstjóri varð
Greipur 1. febrúar 1966ogstjórnaði
þá þeirri vakt sem bar nafn hans þar
til hann lét af störfum vegna aldurs
að eigin ósk 1. janúar 1984.
Á starfsferli sínum í lögregluliðinu
hlotnaðist Greipi ýmsar viðurkenn-
ingar meðal annars heiðurspeningar
BÆKUR
llliil
N0RSKAR BÆKUR
Reidar Hirsti og
Kaare Espolin Johnson:
Grenselöse mennesker
Gyldendal Norsk Forlag, Oslo 1987
143 bls.
Bók þessi er samansafn greina um
Nordkalotten, sem ýmsir höfundar
hafa skrifað og Reidar Hirsti hjá
norska útvarpínu hefir tekið saman
en Johnson síðan myndskreytt.
Nordkalotten er landsvæði mótsagn-
anna, en á líka hrífandi fegurð og
tröllslega. Það er salt í blóði manna
á þessum slóðum, eins og Reidar
Carlsen lýsir, og rætur Samanna á
geta verið frá bæði Norðurlöndunum
og Rússlandi. Þeir eru þó fyrst og
fremst Samar og meðal þeirra finnast
tröll, eins og Kaare Espolin
Johnson.
Terje Stigen:
i.   edralen
Gyldendal Norsk Forlag, Oslo 1987
163 blaðsíður
Þótt Terje Stigen hafi skrifað nær
eina bók á ári, allar götur síðan
1950, og meðal annars verið til-
nefndur til verðlauna Norðurlanda-
ráðs, þá er hann enn í fullum gangi
og sýnir enga afturför.
Bók hans Dómkirkjan gerist í
Þýskalandi á árum upplausnarinnar,
nánar tiltekið vorið 1945. Bæir eru
sprengdir í sandkorn, flóttamanna-
straumurinn liggur til vesturs. Lítill
hópur leitar skjóls í gotneskri dóm-
kirkju, sem vegna einhvers krafta-
verks er aðeins lítið skemmd. Bókin
er í raun dæmisagan um mannkynið
og á mikinn rétt á sér á okkar ttmum.
Hans Herbjörnsrud:
HAN - smasögur
Gyldendal Norsk forlag, Oslo 1987
119blaðslður
Þetta er þriðja smásögusafn Hans
Herbjörnsrud, en þau fyrri voru:
Vatnsberinn 1948 og Vitni 1979.
f hinum fjórum sögum bókarinnar
er höfundur að leita með persónum
sínum til baka til bernskunnar og
hræðilegra atvika sem þar er að
finna. Persónurnar hafa allar átt
augnablik sannleikans og höfundur-
inn gengur í hringi í kringum þessar
gátur í lífi persóna sinna. Alls konar
geðveikieinkennum er lýst á meist-
aralegan hátt. Afkomandi tatara,
morðingi og rithöfundur eru sögu-
persónur þessara smásagna.
Atle Næss:
Sensommer
Gyldendal Norsk Forlag, Oslo 1987
177blaðsfður
Ástarævintýri Henrik Ibsens og
Emilie Bardachs er kveikja þessa
skáldverks Atle Næss. Þau áttu sam-
an eitt síðsumar í Gossensass og
hittust aldrei aftur. Hann skrifaði
henni ellefu bréf næsta hálft annað
árið, en hún bjó ógift alla ævi.
Emilie sendi honum samt kveðju
á sjötugsafmælinu, sem hann svaraði
stuttlega:
„Móttakið innilega þökk fyrir bréf
yðar. Sumarið í Gossensass var það
hamingjuríkasta, fegursta í lífi
mínu. Eg voga mér ekki að hugsa
um það - en verð samt alltaf að gera
það. Alltaf."
Um þetta þema hefir Næss nú
skrifað einstaklega ljúfa ástarsögu,
þar sem hann meðal annars notar
einstakar setningar og tilsvör úr
leikriti Ibsens, Sólnes byggingar-
meistari. Hefir honum tekist að
flétta meistaralega sögu um þetta
ævintýri.
Jon Michelet:
Den flygende brasilianer -
Kjærlighet ved förste treff
Oslo 1987
208 bls.
Tveir heimar - tvær manneskjur,
Nelson frá Rio og hún Hildegun frá
Ósló, hittast í rigningunni að vetrar-
lagi í Holmenkollen. Neisti ástar við
fyrstu sýn tendrast. Allt fer í rugl.
En svo þarf að stokka upp á nýtt og
þá er ástin staðreynd.
Þetta er ef til vill besta unglinga-
ástarsagan sem út kom hjá Gylden-
dal og ein af þeim betri sem Jon
Michelet hefir skrifað.
Paul Leer-Salvesen:
Sen páske
Gyldendal Norsk forlag, Oslo 1987
194 blaðsíður
Hið gamla og síunga vandamál
páskanna, svik, samviskubit og líkn,
er höfuðefni bókarinnar. Þremenn-
ingar eru höfuðpersónur bókarinn-
ar, fangelsisprestur, munkur og kap-
elán, ólíkir, en góðir vinir..
„Það er alltaf svartast í sálinni,
rétt áður en ljós dagsins birtist á
himni morgunsins." En ljósið lýsir í
öllum dýrlingasögum, líka í Sen
páske.
Sigurður H. Þorsteinsson
aöalvaröstjóri
frá Margréti Danadrottningu, Olav
Noregskonungi, Carl Gustav Svía-
konungi og Kekkonen Finnlandsfor-
seta.
Það var í janúar 1958 að ég
kynntist heiðursmanninum Greipi
Kristjánssyni þegar ég hóf störf sem
lögregluþjónn í Reykjavík. Þá var
Greipur einn af varðstjórunum  í
lögregluliðinu, traustur og sterkur
hlekkur í þeirri keðju sem þá mynd-
aði kjölfestu lögreglunnar. Þeir
menn sem þá voru við störf og í
blóma lífsins voru sem björg úr
hafinu. Þótt á þeim brotnuðu margs
konar erfiðleikár við úrlausnir flók-
inna verkefna æðruðust þeir ekki.
Unnu verkin þegar þau bar að eins
og þeir voru þjálfaðir til af sam-
viskusemi og kostgæfni. Með þess-
um mönnum þjálfuðumst við yngri
mennirnir upp. Það var góður skóli.
Þegar umferðardeildin er stofnuð
árið 1960 skilja leiðir okkar Greips
um tíma, er ég tek til starfa í þeirri
deild. Það er síðan árið 1971 að
atvikin haga því þannig að ég hef
störf í varðsveit Greips sem varð-
stjóri, en hann er þá aðalvarðstjóri
vaktarinnar. Samstarf okkar varð
með þeím ágætum að ég tel að á
betra hafi ekki verið kosið. Greipur
hafði lag á því að fá menn til að
starfa án þess að hafa um það mörg
orð. Laða fram hjá mönnum þann
metnað sem nauðsynlegur er til að
fáguð og öguð vinnubrögð fáist og
menn hafi sjónlínu á þeirri þraut
sem þarf að leysa hverju sinni.
Þó Greipur hafi ekki flíkað því á
vaktinni þá vissi ég að hann hafði
mikinn metnað til að bera, ekki
aðeins að hann sjálfur stæði sig sem
best heldur að menn hans gerðu það
einnig. Þetta kom vel fram þegar
vaktirnar háðu hina árlegu keppni í
sundi og skotfimi. Þá hvatti Greipur
sina menn og gladdist mjög þegar
vel gekk en talaði um að nú væri að
standa sig betur næst þá verr gekk.
Þegar litið er yfir liðna tíð er gott
að geta sagt að kynni mín af Greip
voru þau að þar kynntist ég góðum
og vammlausum dreng sem vildi
öðrum vel og mér leið vel í návist
hans.
Ég votta aðstandendum mína
dýpstu samúð.
Magnús Einarsson
aðst.yfirlþj.
Mig langar að minnast frænda
míns Greips Kristjánssonar nokkr-
um orðum. Við lát hans leita á
hugann margar minningar og allar
góðar. Þegar ég sem barn og ungling-
ur fékk að fara til höfuðborgarinnar
hélt ég ævinlega til í Sigtúni 57, hjá
Greipi og Guðleifu, hans góðu konu.
Mér þótti sjálfsagt að búa hjá þeim
og það fannst líka öllum hinum
frænkunum og frændunum sem úti á
landi bjuggu, en gistu í Sigtúni þegar
farið var í bæjarferð. Heimili þeirra
hjóna var því nokkurskonar miðstöð
fjölskyldunnar í Reykjavík. Það
stóð öllum opið og öllum var þar vel
tekið. Eitt sinn sem oftar var ég
stödd hjá þeim, tíu til tólf ára gömul.
Greipur var að fara á vaktina og ég
fékk að vera honum samferða í
bæinn. Ég fylgdist með honum inn á
„stöð" og litaðist um. Eftir stutta
stund segir hann mér að koma með
sér. Við fórum inn í stórt herbergi
þar sem fyrir voru ótal lögreglu-
menn. Allt í einu skipta þeir sér í
raðir og stillir Greipur mér í eina
þeirra og segir mér að gera nú eins
og hinir. Hófust nú einhvers konar
leikfimiæfingar, að mér fannst, og
reyndi að taka þátt í þeim. Æfingum
þessum lauk jafn skyndilega og þær
hófust. Þarna munu í raun hafa farið
fram vaktaskipti, en ég man enn
hvað ég var vesældarleg, lítil, ljós-
hærð í eldrauðri kápu, innan um alla
þessa stóru svartklæddu menn. En
svona var Greipur, glettinn og dálít-
ið stríðinn. Seinna meir er ég bjó
mín fyrstu búskaparár í kjallaranum
í Sigtúninu, kynntist ég betur hans
góðu kostum. Hann var traustur.
skipti sjaldan skapi og var með
afbrigðum greiðvikinn, alltaf tilbú-
inn að rétta hjálparhönd. Það var
ómetanlegt fyrir okkur hjónin og
Björgu dóttur okkar að eiga svona
góða að á efri hæðinni. Fyrir það og
margt annað vil ég þakka. Og ég veit
að margir fleiri en ég munu að
leiðarlokum kveðja hann með þakk-
látum huga og minnast hans ævin-
lega þegar þeir heyra góðs manns
getið.
Elín Á. Sigurgeirsdóttir
Far pú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með guði,
guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Hann fæddist í Haukadal í Bisk-
upstungum, 31. mars, 1914, elstur
13 barna hjónanna Kristjáns Lofts-
sonar og Guðbjargar Greipsdóttur.
Við minnumst heimilis frænda
okkar og eiginkonu hans, Guðleifar
Helgadóttur, með einstakri virðingu
og þakklæti, allt frá barnsárum okk-
ar og fram til þessa dags. Þó að
heimsóknum hafi fækkað síðustu
árin stóð heimili þeirra í Sigtúni 57
ævinlega opið fyrir okkur.
Einnig lifir í minningunni er við
bjuggum sem börn í Súgandafirði og
fórum að heimsækja ættingja og vini
í Reykjavík, þá var sama hvort var
að nóttu eða degi, ætíð var Greipur
til staðar á áfangastað. Tók á móti
okkum svöngum og þreyttum og ók
okkur heim til Guðleifar, sem beið
með góðgerðir fyrir okkur.
Ófáar voru einnig bílferðirnar
með frænda austur að Felli í Bisk-
upstungum, til afa og ömmu.
Þegar fjölskyldan kom saman svo
sem í afmælum sást best hversu vel
Greipur frændi naut sín í fjölmenni.
Þrátt fyrir hægláta framkomu átti
hann auðvelt með að gæða lítil atvik
lífi og hann skíldi alltaf kjarnann vel
frá hisminu, bæði í frásögn og
skoðunum. Enda maðurinn víðles-
inn og fróður. Nú verðum við að
sætta okkur við að róa ekki framar
á þau gjöfulu mið, né heldur rabba
við hann um daginn og veginn og sjá
bregða fyrir kankvíslegu brosi á
andliti hans.
Síðustu æviár sín átti hann við
vanheilsu að stríða, og mætti þeim
erfiðleikum með karlmennsku og
æðruleysi.
ElskuGuðleifogfjöIskylda,hjart-
ans samúðarkveðjur.
Kata, Hanna, Soffía, Fjóla,
Guðbjörg, Steinþóra og Rúnar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20