Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Þriðjudagur 11. október 1988
Tíminn 19
SPEGILL
Hún
Sonia Braga heitir hún, brasil-
íska söngkonan sem nú lifir í synd
með kvennagullinu Robert
Redford. Óvíst er að hún verði frú
Redford, að minnsta kosti á næst-
unni, því Lola, eiginkona hans, er
mormóni og skilnaðir eru ekki vel
séðir hjá því fólki.
•   •
maði Redford
En Robert og Sonia láta sér það
í léttu rúmi liggja og eru afskaplega
ástfangin. Hann er 52 ára og hún
37 eða um það bil. Svo mikið hefur
verið skrifað um Robert Redford
um árabil, að heimurinn gjörþekk-
ir hann, en öllu minna er vitað um
Soniu. í nýlegu viðtali við breskt
blað, sagði hún þó heilmikið frá
sjálfri sér og verður sitthvað af því
tínt til hér.
Hún hefur m.a. komið fram í
þætti af Fyrirmyndarföður hjá Bill
Cosby og var það fyrsti leikur
hennar í sjónvarpi. Sonia hefur
aldrei verið gift.
Hún málar sig sjaldan utan vinnu
og hefur aðeins einu sinni á ævinni
látið klippa hár sitt og segist ekki
ætla að gera það aftur. Henni er
nákvæmlega sama um allar slúður-
sögur, þær snerta hana ekki. Hún
fullyrðir að bæði hún og öll sín
fjölskylda sé afskaplega frjálslynd
og víðsýn. Þó vill hún ekki tala um
allt sem þeim Robert hefur farið á
milli, vegna þess að hann sé enn
tengdur fjölskyldu sinni og Sonia
vill ekki særa fólk.
- Ég særi aldrei fólk af ásettu
ráði og læt heldur ekki særa mig.
Þegar maður býr í landi með
einvaldsstjórn, eins og Brasilíu, er
margt sem ekki má leyfa sér.
Nú hefur Sonia hús á leigu í
Hollywood, en hún á landareign
heima í Brasilíu og lögheimili þar.
Þegar hún er spurð, hvers vegna
hún hafi ekki gifst, hlær hún og
svarar að það hafi einfaldlega eng-
inn beðið sín. Hún eigi heldur ekki
börn, þvíhún hafi aldrei hitt mann,
sem hana langaði að eignast barn
með.
Hún var 17 ára þegar hún varð
	' 'O^'jidJi v'-'T
mSk: •    «W*  /3H	Hf;\_^—*'' ¦¦      &9 _Ht*«i_*          '!>_i Hl p;"' ,^J*  ¦.   yJJH^B H        ;J^^W     H l_ ___i H
Ba9	
Robert með Lolu eiginkonu sinni, meðan hjónabandið var og faét.
Sonia og Robert eru löngu hætt að fara í felur með samband sitt og eru
afar ástfangin.
stjarna í heimalandi sínu og segist
hafa litið út eins og hippi, með úfið
hár niður á rass og mest lítið
klædd. Þá hafi hún stundað gleð-
skap fram undir morgun og borðað
morgunverðinn upp úr hádegi.
Það var svo ekki fyrr en 1985 að
hún varð heimsfræg þegar mótleik-
ari hennar í „Kossi kóngulóarkon-
unnar", William Hurt, fékk Ósk-
arsverðlaun. Einn gagnrýnandi
skrifaði þá um hana, að hún væri
ein mest heillandi leikkona í heim-
inum, fyrsta raunverulega stjarnan
síðan Sophia Loren kom fram á
sjónarsviðið.
Ekki er vitað hvort gagnrýnend-
ur hafa séð hana f Playboy, en
vissulega er það líklegt, því hún
hefur hvorki meira né minna en
fjórum sinnum verið nakin á síðum
þess ágæta rits, seinast 1983. Datt
henni aldrei í hug að slíkt gæti
skaðað leikframa hennar?
í Brasilíu tekur enginn til þess
þó listamanneskja sýni sig bera,
svarar hún og ypptir öxlum. -
Hvers vegna ætti fólk að gera það?
Við erum blóðheitt fólk og engar
teprur. Ég skammast mín heldur
ekki fyrir líkama minn. Þegar ég
birtist fyrst nakin, 18 ára og á sviði
í söngleiknum „Hair", varð afi
minn fyrstur til að standa upp og
klappa.
Sonia og Robert hittust fyrst
fyrir tveimur árum, þegar hann
hafði valið hana til að leika í mynd
sem hann stjórnaði. - Ég veit ekki
því hann valdi mig, ég hef aldrei
spurt hann, segir Sonia.
Þó hjónaband þeirra Roberts og
Lolu hafi staðið í nær 30 ár, hefur
það ekki alltaf verið dans á rósum.
Fyrir nokkrum árum gengu miklar
sögur um samband Roberts við
ákveðna, franska sýningarstúlku
og hún tilkynnti heiminum, að þau
væru elskendur í leynum.
Meðan viðtalið var tekið, sat
Sonia með krosslagða fætur uppi í
sófa og borðaði kartöfluflögur með
fingrunum, klædd þvældum bol og
snjáðum gallabuxum og berfætt. -
Ég veit ekki hvernig leikkona á að
vera, segirhún.-Éghef aldrei lært
neitt um leiklist. Satt að segja
finnst mér miklu heilbrigðara að
læra til dæmis garðyrkju.
OHEPPILEG HUNDANÖFN
Flestir eiga hunda sem þeir kalla
„Snata", „Kát" eða Rex - en ég
kalla minn hund „SEX". Hann er
góður vinur minn, en hann hefur
oft orðið mér til vandræða og
komið mér í klípu - með nafninu
einu saman.
Þegar ég kom á borgarskrifstof-
urnar til að endurnýja hundaleyfið,
sagði ég afgreiðslumanninum, að
ég vildi fá leyfi fyrir „Sex". Hann
brosti og sagði „Það vildi ég gjarn-
an líka!"
Þá sagði ég: „En þetta er
hundur!" Hann sagði þá að sér
væri alveg saman hvernig hún liti
út!
„Þú skilur þetta ekki, ég hef haft
Sex á heimilinu síðan ég var 9 ára
gamall." Hann blikkaði mig og
sagði: „Þú hefur aldeilis verið bráð-
þroska drengur!"
Þegar ég gifti mig og við fórum í
brúðkaupsferð, þá tók ég hundinn
með. Ég sagði í afgreiðslu mótels-
ins, að ég vildi fá íbúð fyrir mig og
konu mína og svo sérstakt herbergi
fyrir Sex.
Hann sagði „Þið þurfið ekkert
sérstakt herbergi. Bara ef þið borg-
ið reikninginn þá er okkur sama
hyernig þið látið." Ég sagði:
„Heyrðu þú misskilur þetta. Sex
heldur fyrir mér vöku á nóttunni."
Afgreiðslumaðurinn sagði: „En
fyndið. Ég á við þetta sama vanda-
mál að stríða"
Dag nokkurn skráði ég Sex í
hundakeppni, en áður en keppnin
byrjaði þá hljóp hundurinn í burtu
og týndist. Annar hundaeigandi á
keppnissvæðinu spurði mig, hvers
vegna ég stæði þarna svona von-
svikinn og dapur á svipinn. Ég
sagði honum, að ég hefði ætlað að
taka þátt í keppninni með Sex.
Hann sagði: „Þú hefðir þá átt að
selja miða á þína eigin sýningu."
„En þú skilur mig ekki," sagði
ég „Ég hafði vonast til að sýna Sex
í sjónvarpinu." Viðmælandi minn
sagði þá: „Ekkert mál, góði minn,
Núna þegar kapal-sjónvarpið er
komið um allt þá er hægt að sýna
allan fjandann! „
Þegar konan mín og ég sóttum
um skilnað, fór ég fyrir dómstólana
til að berjast fyrir því að fá umráð
yfir hundinum. Ég sagði: „Herra
dómari, ég hafði Sex áður en ég
giftist." Dómarinn sagði: „Réttar-
salurinn er ekki neinn skriftastóll.
Gjörðu svo vel að halda þér við
efnið." Ég sagði honum, að fyrst
eftir að ég kvæntist hefði Sex
horfið. Hann sagði: „Sama sagan
hjá mér"
í gærkvöldi strauk Sex eitthvað
út í buskann. Ég leitaði um bæinn
í marga klukkutíma. Lögreglu-
þjónn kom til mín og spurði:
„Hvað ert þú að gera hér úti á götu '
klukkan fjögur að nóttu? Ég sagði
honum að ég væri að leita að Sex.
- Mál mitt kemur fyrir rétt á
föstudaginn!
eða
„Hvað þú skalt ekki skíra hundinn þinn"

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20