Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						•2 Tímihn
Hbk\ i9.q!óí>ío .':'• (yeBpíegJi.'jíJ
Laugardagur 29. október 1988
Stórfyrirtækið Aldi hyggst ekki láta hvalamálið hafa áhrif á viðskipti við íslendinga:
Sviðsetti Tengelmann
viðskipti við ísland?
Tíminn hefur heimildir fyrir því að ævintýrið í sölu
ísiensks lagmetis tii fyrirtækisins Tengelmann í Þýskalandi,
hafi veríð sviðsett til þess eins að forsvarsmenn þess gætu
hætt við kaup á íslensku lagmeti vegna hvalveiða okkar í
vísindaskyni.
Þegar frétt þessi var borin undir
Jón Baldvin Hannibalsson, utan-
ríkisráðherra og ráðherra utanrík-
isviðskipta, hafði hún einnig borist
inn í utanríkisráðuneytið. Sagðist
Jón Baldvin ekki hafa getað aflað
staðfestinga á þessari frétt en segir
að ekki sé ólíklegt að Tengelmann
hafi verið stríðspeð í skipulögðum
skæruhernaði grænfriðunga í V-
Þýskalandi á hendur fslendinguro.
Tengelmann fjár-
magnar hvalamynd
Helgi Ágústsson skrifstofustjóri
í utanríkisráðuneytisins sagði
ógerning að segja til um hvort
kaupsamningur sá sem gerður var
við Tenglemann fyrirtækið hafi
verið sviðsettur í áróðurskyni.
„Hitt er að við höfum upplýsing-
ar frá sendiráðinu okkar í Bonn
um að það hafi fengið staðfestingu
frá þýskum sjónvarpsmanni á því
að Tengelmann fyrirtækið hafi
styrkt kvikmynd sem þýska sjón-
varpsstöðin ZDF gerði um hval-
veiðar okkar íslendinga.
Þegar þessir aðilar voru hér á
ferðinni létu þeir sem þeir ætluðu
að gera hlutlæga mynd um hval-
veiðar okkar en myndin reyndist
því miður neikvæð. Þær upplýsing-
ar að Tengelmann fyrirtækið hefði
styrkt þessa mynd leiddu huga
sumra að því að hér væri eitthvað
einkennilegt á ferðinni," sagði
Helgi Ágústsson. Hann tók jafn-
framt skýrt fram að ekkert væri
hægt að fullyrða um samninginn
sem gerður var í fyrra um lagmet-
iskaupin, „það verður hver að
hugsa sitt í því", bætti hann við.
Svo virðist sem viðbrögð ríkis-
stjórnar Steingríms Hermannsson-
ar við uppákomum í hvalamálinu
síðust daga og vikur hafi borið
a.m.k. nokkurn árangur. í gæráttu
þeir Kjartan Júlíusson, deildar-
stjóri frá sjávarútvegsráðuneytinu
og Guðmundur Eiríksson þjóðrétt-
arfræðingur og Páll Ásgeir
Tryggvason sendiherra frá utanrík-
isráðuneytinu fund með forráða-
mönnuni stórfyrirtækisins Aldi í
Mulheim í V-Þýskalandi. Forráða-
mönnum Aldi var gerð grein fyrir
sjónarmiðum íslendinga og veittar
ítarlegar upplýsingar um rann-
sóknaráætlun Hafrannsóknar-
stofnunar á hvölum. Fundurinn fór
mjög vel fram og var árangursríkur
því fulltrúar stórfyrirtækisins lýstu
því yfir að fyrirtækið myndi halda
áfram viðskiptum sínum við ísland
og ekki láta áróður þrýstihópa hafa
áhrif þar á. Báðir aðilar lýstu
ánægju sinni meðfundinn. Halldór
Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra
sagði við Tímann í gær að stórfyr-
irtækið bafi verið mjög ánægt með
þær útskýringar sem það fékk á
málinu og að -það hafi komið skýrt
fram að þeir hygðust reka sín
viðskipti á viðskiptalegum grund-
velli en ekki einhverjum öðrum.
Halldór sagðist ekkert vita um það
hvort Tengelmann fyrirtækið hafi
sviðsett kaupin á lagmeti í fyrra til
að geta hætt þeim í áróðursskyni
og vildi því ekkert um það segja.
Almennt hins vegar væri það Ijóst
að fyrirtæki sem væru í heimsvið-
skiptum gætu ekki blandað óskyld-
um málum inn í sín viðskipti. Ef
þau gerðu slíkt væru þau um leið
að viðurkenna að hægt sé aðtaka
aðrar ákvarðanir en viðskiptaleg-
Skæruhemaður
Jón Baldvin Hannibalsson, utan-
ríkísráherra telur grænfriðunga
fara á hendur íslendingum með
skæruhernaði.
„Við skulum alveg átta okkur á
því að aðgerðirnar gegn íslending-
um af hálfu grænfriðunga og þess
liðs, er hernaðaráætlun. Þessi sam-
tök eru að segja okkur stríð á
hendur. Þetta heitir efnahagshern-
aður eða efnahagsskæruhernaður.
Þeir hafa tugi milljóna þýskra
marka í sínum sjóðum til að standa
undir herkostnaðinum og senni-
lega hafa þeir digrari sjóði en allar
tekjur íslendinga af lagmetsút-
flutningi til Þýskalands. >     j
Þetta er tiltölulega ódýrt stríð
þar sem þeir velja sér þá sem eru
veikastir fyrir. Ég hef heyrt þessa
sögu sem þú nefndir að Tengelm-
ann sé stríðspeð þeirra.
Við erum sjálfstæð þjóð og við
hðfum þá sérstöðu að við byggjum
afkomu okkar á auðlindum
hafsins. Ef bandalagsþjóðir okkar
skilja ekki þá sérstöðu okkar, þá
skilja þær ekki neitt. Ef þær láta
það líðast að voldugir einkahags-
munir, fyrirtæki eða forstjórar, í
þeirra löndum halda uppi skipu-
lögðum skæruhernaði gegn banda-
lagsþjóðum sínum, þá er það auð-
vitað ekki síður alvarlegt mál held-
ur en skæruliðasamtök Baader
Meinhof eða rauðu herdeildirnar á
ítalíu. 1 þeim tilfellum bregðast
ríkistjórnir við. Þetta er að sumu
leyti ennþá alvarlegra mál vegna
þess að hér éru í veði hagsmunir
heillar þjóðar, en ekki ofsóknir á
hendur tilteknum einstaklingum,"
sagði utanríkisráðherra.
„Þá blífur hvalurinn"
Þá tekur Jón Baldvin sterklega
undir með þeim Steingrfmi Her-
mannssyni og Halldóri Ásgríms-
syni um nauðsyn þess að íslending-
ar verði vel undirbúnir þegar ný
hvalveiðistefna verður mörkuð í
Hvalveiðiráðinu árið 1990. Og
hann kveður fast að orði:
„Ef við beygjum okkur fyrir
skæruhernaði núna þá verðum við
að svara einni spurningu: Hvað svo
í framhaldi af því? Hvað gerist árið
1990? Þetta er spurningin um það
hvaða langtímaáhrif það hefur ef
við afsölum okkur þar með rétti
okkar til stýringar á náttúrulega
umhverfi hafsins í kringum okkur.
Þetta gildir ekki eingöngu um
hvalina heldur einnig um samband
selastofnsins og ormavandamálsins
t.d. og tengslin milli loðnunnar og
hvalastofnsins. Eigum við að afsala
þessum rétti sjálfstæðs ríkis til að
hafa stjórn á vistkerfi sfns umhverf-
is?
Það getur vel verið að þegar við
höfum lagt niðurstöður okkar á
borðið vorið 1990, þegar Alþjóða
hvalveiðiráðið endurskoðar af-
stöðu sína, að þá ráði ofstæki,
heimska og tilfinningasémi og ekk-
ert verði á okkur hlustað. Þá yrði
málið fyrst alvarlegt fyrir þær þjóð-
ir sem byggja afkomu sína á hval-
veiðum. Þetta getur orðið hreinn
dauðadómur einhverra grænmetis-
æta þarna suður í Evrópu um að
svona þjóðir eigi bara ekki að
þrífast. Hvalurinn blífur þá, en
þessar mannskepnur við ysta haf
mega eta það sem úti frýs."
Heimsmeistari varð
undir dollaraseðli
Talsvert hefur verið hringt til
blaðsins vegna verðlaunaafhend-
ingar Stöðvar 2 í heimsbikarmót-
inu í skák. Hafa menn verið að
gagnrýna sýndarmennskuna og
glanstilburði við afhendingu fyrstu
verðlaunanna þegar heimsmeistar-
anum og verðlaunahafanum var
ýtt fram og til baka til þess að hægt
væri að láta hann halda á gríðar-
stóru pappaspjaldi sem leit út eins
og dollaraseðill. Svo virðist sem
menn hafi reiðst fyrir hönd sovéska
heimsmeistarans að þurfa að
standa á sviði og burðast með
uppblásinn dollara á pappaspjaldi
sem var svo stórt að meistarinn
varð að algjöru aukaatriði enda
sást lítið í hann fyrir spjaldinu.
Einn viðmælandi orðaði það svo
að heimsmeistarinn hafi orðíð und-
ir dollaraspjaldinu.
Tíminn bar þetta undir Pál
Magnússon, sem sagði ástæðulaust
að ætla að Kasparov teldi þetta
óvirðingu við sig. Hann sem forseti
stórmeistarsambanadsins hefði átt
þátt í því að setja reglur um að
verðlaunaféð væri borgað í dollur-
um. Varðandi seðilinn sagði Páll:
„í samningum og reglum um mót-
ið, þá er enginn bikar eða neitt
slíkt, þannig að líta mætti á þá
afhendingu sem myndrænt mál fyr-
ir fyrstu verðlaun og því var þess
seðill búinn til."
Stálfélagið fær lóð
Þannl3. október s.l., samþykkti
Bæjarráð Hafnarfjarðar að gefa ís-
lenska Stálfélaginu h.f., vilyrði fyrir
50.000 m2 lóð, suðaustan lóðar fé-
Iagsins við Markhellu 4.
Þetta vilyrði er tímabundið og
hafi lóðarhafi ekki gert viðeigandi
ráðstafanir til nýtingu hennar, þ.m.t.
fullnýtt lóðina Markhellu 4, - fellur
það niður án sérstakrar tilkynningar
af hálfu Hafnarfjarðarbæjar í árslok
1993. Lóðarhafi greiði fasteigna-
gjald af lóðinni. Þá er vilyrðið háð
því, að fyrirhuguð starfssemi á lóð-
inni samrýmist skipulagi og landnýt-
ingu.
Noti fslenska Stálfélagið sér lof-
orðið, verðurgerð sérstök samþykkt
bæjarstjórnar um veitingu Ióðarinn-
ar, úthlutunar- og byggingaskilmál-
ar, og sérstakur lóðarsamningur gef-
inn út þar sem tekið verður mið af
lóðarsamningi vegna Markhellu 4,
enda liggi þá fyrir framtíðaráform
um not af mannvirkjagerð af hálfu
fyrirtækisins.
Vegna byggingaframkvæmda við
Markhellu 4, er íslenska Stálfélaginu
heimilt fyrst um sinn, að nota 20.000
m2 af lóðinni til uppsöfnunar efnis til
brotajárnsvinnslu. Afnot þessi eru
háð samþykki bæjarráðs og skulu
framkvæmdir við Markhellu þá
komnar nokkuð á veg með jarð-
vinnu. Þá þurfa uppdrættir að mann-
virkjum á lóðinni að hafa borist
byggingarnefnd og byggingarfram-
kvæmdir hafnar. Frekari skamm-
tímanýting er einnig háð samþykki
bæjarráðs Hafnarfjarðar.      elk.
Fjallgöngumennirnir í Nepal:
Leithefstá
sunnudag
Utanríkisráðuneytið fékk í gær
staðfest hjá sendiráði Nepal að
önnur leit að íslensku fjallgöngu-
mönnunum sem horfnir eru í Nepal
hefjist á morgun, sunnudag.
Leitað verður úr þyrlu á þeim
slóðúm þar sem síðast sást til
mannanna tveggja.         -sá
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28