Tíminn - 11.11.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.11.1988, Blaðsíða 5
Föstutfagur 11 >/ nóvémberl 988"' Tíminn 1 5 Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, segir lítil gleðitíðindi af stöðu ríkissjóðs: Hallinn á ríkissjóði tæpum milljarði meiri Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjár- lagafrumvarpi næsta árs í sameinuðu Alþingi í gær og sagði það flytja landsmönnum lítinn gleðiboðskap. Og ekki voru fréttir af fjárlögum þessa árs neinn gleðiboðskapur heldur. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá í október er nú spáð um 4 milljarða króna halla en það er tæpum milljarði meira en áætlað var fyrir nokkrum vikum. Þetta stafar einkum af minnk- andi tekjum af söluskatti, tollum og öðrum veltusköttum, jafnframt því sem innheimtan sjálf hefur gengið verr upp á síðkastið sem er ákveðin vísbending um vaxandi greiðsluerfiðleika fyrirtækja. Það vakti athygli að Ólafur lýsti því yfir að áætlanir um hallalausan rekstur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar gætu engan veginn staðist og yrði að öllum líkindum verulegur halli á starfsemi hennar. Gagnrýni stjórnarandstæðinga í þessum fyrstu umræðum um fjár- lög ársins 1989 einkenndist einkum af þrennu, ádeilu á fyrirhugaðan 12% skatt á happdrætti, ásakanir um óheilindi innan ríkisstjórnar- innar og efasemdum um að for- sendur fjárlaganna stæðust. Óli Þ. Guðbjartsson sagði að í þessu fjárlagafrumvarpi fælist sama þensluhætta og í frumvarpi Jóns Baldvins fyrir þetta ár. Þar átti hann við að lánsfjárþörf B hluta fjárlaga, þ.e. ríkisstofnana, væri allt of mikil, en hann taldi að hún hækkaði um 50% frá síðustu fjárlögum. Þetta lánsfé rynni ekki til uppbyggingar atvinnuveganna en yki eyðslu og skapaði þenslu. Þorvaldur Garðar Kristjánsson var svipaðs sinnis og sagði að ríkissjóð- ur hjakkaði enn í sama foraðinu og áður. Hann gagnrýndi einnig frum- varpið fyrir að vera slælega undir- búið og kvað Ólaf Ragnar kasta því hálf köruðu inn á Alþingi. Óli Þ. vildi einnig meina að ríkisstjórn- in tefldi á tæpasta vað hvað þing- meirihluta snerti en Ólafur Ragnar kvaðst vænta góðs samstarfs við þingheim allan við að ná fram markmiði ríkisstjórnarinnar varð- andi fjárlög með tekjuafgangi. Hann fékk reyndar góðar undir- tektir hjá Kvennalista þegar Málm- fríður Sigurðardóttir sagði að sum- ar fjáröflunarhugmyndir í tekju- hlið fjárlaganna væru á þeim nót- um að ekki væri ólíklegt að Kvennalistinn gæti stutt þær og átti hún þar við hugmyndir um annað skattþrep og sérstakan hátekju- skatt. Margir fordæmdu fyrirhugaðan skatt á happdrætti. Málmfríður benti á að Happdrætti Háskóla íslands greiddi nú þegar 20% einkaleyfisgjald til ríkisins og yrði Fjármálaráðherra fær sér vatnssopa. skattur þessi settur á nú þegar þýddi það 200 m.kr. aukakostnað fyrir H.H.Í. vegna þess að prenta þyrfti mikið af nýjum miðum þar sem verð þeirra væri skráð inn á þá. Friðrik Sophusson notaði tæki- færið og hreytti ónotum í Steingrím Hermannsson forsætisráðherra fyrir að standa að fjárlagafrum- varpinu en vera á móti skattinum á happdrættin sem væri ein af tekju- öflunarleiðum þess. Alexander Stefánsson sagði að Framsóknarflokkurinn stæði ein- huga að markmiðum fjárlagafrum- varpsins og lagði áherslu á að koma þyrfti í veg fyrir sjálfvirka aukningu í launagreiðslum innan stofnana ríkisins. Hann sagði þess dæmi að menn innan ríkisstofnana Timamynd: Gunnar fengju jafn mikið greitt fyrir hluta- störf og verkefni og næmi föstum launum þeirra. Hann kvaðst ekki mundu trúa því að ábyrgir stjórn- málamenn vildu koma í veg fyrir að afgreidd yrðu hallalaus fjárlög sem þjóðin gæti tekið mark á og væru jákvæð fyrir efnahagslíf landsins. - ág Davíö Scheving Thorsteinsson víkur úr stjórn Smjörlíkis hf. og aðrir taka við: „Þetta eru þungavigtarmenn og allir einkavinir mínir“ Miklar breytingar voru gerðar á stjóm Smjörlíkis hf. á aðalfundi í lok októbermánaðar. Þessar breyt- ingar höfðu meðal annars það í för með sér að Davíð Scheving Thor- steinsson situr ekki lengur sem stjórnarmaður í fyrirtækinu. Hlutafé í fyrirtækinu hefur verið aukið um 100 milljónir auk þess sem nýir hluthafar komu inn í fyrirtækið. Því hefur verið haldið fram að nýju hluthafarnir hafi viljað draga veru- lega úr áhrifum Davíðs Scheving í fyrirtækinu og því viljað hann burt úr stjórninni. Tíminn spurði Davíð í gær hvort honum hefði verið bolað út úr stjóminni eins og sögur herma. „Nei, alls ekki, það er hinsvegar alveg rétt að ég hætti í stjórn Smjör- líkis fyrir um hálfum mánuði eða 25. október. Það komu inn í stjórnina góðir menn sem við getum kallað þungavigtarmenn. Þeir eru þrír og þetta eru þeir Víglundur Þorsteins- son formaður Félags íslenskra iðn- rekenda, Jóhann Bergþórsson í Hagvirki og Gunnar Scheving Thor- steinsson verkfræðingur. Þessir þrír menn eru allt saman einkavinir mínir og Gunnar þar að auki bróðir minn. Það er því algjörlega úr lausu lofti gripið að þeir hafi bolað mér út úr stjórninni", sagði Davíð að lokum. Játar innbrot Sautján ára piltur, sem grunað- ur var urn að hafa brotist inn í Kaupfélag Suðurnesja aðfaranótt sl. laugardags og jafnframt orðið valdur að íkveikju, var handtek- inn af lögreglunni í Keflavík á mánudag. Krafist var gæsluvarð- halds yfir honum, en krafan síðan dregin til baka á miðvikudag eftir að pilturinn játaði innbrotið. Hann hefur ekki gengist við ík- veikjunni og ber við minnisleysi vegna ölvunar, en sterkar líkur eru talar á því að hann eigi sök á henni. Jakki piltsins fannst skammt frá innbrotsstaðnum á mánudeginum og leiddi það til handtökunnar. - ABÓ Handboltastrfö sjónvarpsstöövanna heldur áfram: RÚV býður í bikarkeppnina Samningurinn milli Stöðvar 2 og 1. deildarfélaganna í handbolta, þar sem Stöð 2 fékk einkaleyfi á að sýna frá leikjum í 1. deild og bikarkeppn- inni, hefur valdið miklum úlfaþyt og deilum. Til dæmis voru símalínur hjá Ríkisútvarpinu rauðglóandi og starfsmenn HSI höfðu sömu sögu að segja. Fólk hringdi fyrst og fremst til að lýsa yfir vanþóknun sinni og óánægju með gerð þessa samnings. HSI þarf að leggja blessun sfna yfir þann hluta samningsins sem snýr að bikarkeppninni. Stöð 2 bauð 500 þúsund fyrir réttinn á bikarkeppn- inni. Ríkisútvarpið setti fram hærra boð í gær og býður 600 þúsund fyrir einkarétt á þeirri keppni. Ingólfur Hannesson, deildarstjóri íþrótta- deildar RÚV, sagði að tilboðið fæli í sér kaup á einkarétti vegna þess að Stöð 2 hefði stigið fyrsta skrefið í þessa átt, og þetta tilboð væri fram- hald á þeirri stöðu sem þá hefði komið upp. Sem fyrr segir komu fram sterk viðbrögð hjá almenningi við þessari samningsgerð. Það sem fólk hefur fyrst og fremst bent á og mislíkað, er að Stöð 2 hefur ekki sömu út- breiðslu og Sjónvarpið og því er vissum hluta landsmanna meinað að njóta þessa sjónvarpsefnis. Einnig er fjöldi fólks þeirrar skoðunar að það sé rangt að sélja íþróttir á þann veg sem þarna er gert, meðal annars vegna þess að ríkið styrkir íþrótta- hreyfinguna og almenningur í land- inu hefur lagt fram fé í fjársafnanir handboltamanna. Fulltrúar 1. deild- arfélaganna hafa svo varpað olíu á eldinn með yfirlýsingum eins og þeim að íþróttahreyfingin skuldi al- menningi ekki neitt. Hve mikil er útbreiðslan? Forráðamenn Stöðvar 2 hafa lýst því yfir að dreifikerfi stöðvarinnar nái til 92-95% þjóðarinnar. Þetta hefur verið véfengt, meðal annars af fulltrúum Ríkisútvarpsins, og bent hefur verið á að samkvæmt síðustu könnun Félagsvísindastofnunar Háskólans nái Stöð 2 til 82% landsmanna. Tíminn hafði samband við tækni- deild Pósts og síma og spurðist fyrir um þetta atriði. Þar fengust þau svör að dreifikerfi Stöðvar 2 sé byggt upp á annan hátt en dreifikerfi Ríkisút- varpsins. Stöð 2 er fyrst og fremst bundin við þéttbýliskjarnana vítt og breitt um landið en sveitirnar í kring ná yfirleitt ekki útsendingunum. Taka má sem dæmi að Vestfirðirnir allir eru án Stöðvar 2, nema ísafjörð- ur og Hnífsdalur að hluta. Á svæðinu frá Hvolsvelli allt austur til Reyðar- fjarðar nást útsendingarnar ekki. í framhaldi af þessu má nefna að á fundi þar sem fyrrnefndur samning- ur var kynntur sagði Ólafur H. Jónsson fjármálastjóri Stöðvar2, að það væru aðeins einstöku bóndabæir sem ekki væru á þjónustusvæði stöðvarinnar. KA menn óánægðir Ekki eru öll íþróttfélögin í 1. deild ánægð með gerð þessa samnings. KA menn eru mjög óánægðir með það hvernig að honum var staðið, og telja að stjórn 1. deildarfélaganna hefði átt að fara sér hægar. f samtali við Jóhann Karl Sigurðsson hjá KA, kom fram að óánægjan væri fyrst og fremst vegna þess að stjórnin hafði ekki samband við þá og þeir hafi því ekki getað fylgst með því sem var að gerast. „Við erum ánægðir með þær upphæðir sem fengust en við hefðum frekar kosið að Sjónvarpið hefði gert þetta. Því við sjáum ekki Stöð 2 nema að mjög takmörkuðu leyti á þessu svæði hvað svo sem þeir á Stöð 2 segja um útbreiðslu." Jóhann sagði ennfremur: „Við teljum að það hefði mátt taka meiri tíma í þetta og hörmum það að þetta skuli hafa farið svona.“ ssh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.