Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 4
HELGIN Laugardagur 1. apríl 1989 14 Fast þeir sóttu sjóinn Skúli Magnússon rekur sögu Keflavíkur á 40 ára afmæli kaupstaðarins, sem er í dag. Hann fjallar hér um þróun byggðar og atvinnu- hátta í viðtali við Helgar- Tímann. Skúli Magnússon er 37 ára gamall Keflvíkingur, fæddur 17. apríl 1952. Hann hefur frá fermingaraldri haft óbilandi áhuga á sögu heimabyggðar sinnar og unnið að söfnun heimilda um hana án afláts af frábærum dugnaði. Til marks um hve yfirgripsmikið þetta starf hans er má nefna að hann hefur gert því skil í meiri hluta af um 300 greinum sínum í tímaritinu Faxa og er þá ekki allt talið sem hann hefur ritað. Þetta hefur hann allt unnið í hjáverkum og launalaust. Þegar við hugðumst gera sögu Keflavíkur skil á fjörutíu ára kaupstaðarafmæli, sem er í dag, þá var því enginn viðmælandi eftirsóknarverðari en Skúli. Fyrst báðum við hann að segja frá aðstæðum sem leiddu til þess að bærinn fær kaupstaðarréttindi sín. Skúli Magnússon: „Reisa þarf hús undir byggðasafnið og gera gangskör aí ritun SÖgU Staðarins.“ (Tímamjnd Árni] „Ég vil byrja á að nefna að árið 1908 stofnuðu Kcflvíkingar og Njarðvíkingar nýtt sveitarfélag, scm hét Keflavíkurhreppur. En þcgar frá leið vildu Njarðvíkingar losa sig úr þessu sambandi og stotnuðu eigið sveitarfélag, Njarðvíkurhrcpp, þann Á þessari mynd vinstri. I. janúar 1942. Fljótlega eftir það fóru Kellvíkingar að huga að því að öðlast kaupstaðarréttindi, en þetta var á stríðsárunum og margt annað sem kallaði að, m.a. vatnsveitufram- kvæmdir, sem hófust 1943 og stóðu yfir næstu ár. En svo var það að f beiðni hreppsnefndar Keflavíkur að tveir þingmenn Gullbringusýslu fluttu frumvarp á Alþingi um kaup- staðarréttindi fyrir Keflavík 1949 og voru þessir þingmenn þeir Ólafur Thors og Emil Jónsson. Var frum- varpið samþykkt hinn 2. mars og staðfest af forseta íslands 1. apríl sama ár. Ekki fóru bæjarstjórnarkosningar fram strax, heldur var hreppsnefndin fyrsta bæjarstjórnin og Ragnar Guð- leifsson oddviti varð fyrsti bæjar- stjórinn. I sérstaka bæjarstjórn var fyrst kosið 1950 og var Ragnar bæjarstjóri áfram, allt til ársins 1954, en þá tók Valtýr Guðjónsson við. Þá höfðu sjálfstæðismenn náð meiri- hluta með stuðningi framsóknar- manna og voru þeir í bæjarstjórn til 1958. Það ár mynduðu sjálfstæðis- menn hreinan meirihluta og héldu honum til -1962, en þá taka við sjálfstæðis og alþýðuflokksmenn og stýra bænum til 1970. Þá kom aftur stjórn sjálfstæðismanna og fram- sóknarmanna og hélst svo til síðustu kosninga. Á þessu tímabili hefur íbúafjöld- inn aukist gífurlega í Keflavík, en þó einkum eftir 1950 í kjölfar mikilla framkvæmda á flugvellinum, sem byrjuðu með komu herliðsins 1951. Þá var og verið að vinna að hafnar- gerð og 1952 var höfnin komin í núverandi stærð. Þarna náði útgerð- in í Keflavík hámarki og stóð svo fram undir 1960. Voru þá gerðir út frá kaupstaðnum um 80 bátar og voru auðvitaö margir aðkomubátar þar á meðal. Fram til 1960 var algengasta bátastærðin 60-70 tonn og stærstu bátarnir allt að 90 tonn, en það voru hinir svonefndu Sví- þjóðarbátar. Dró þetta að sér mik- inn fjölda fólks, bæði fólk sem settist að í Keflavík og kom þangað í atvinnuleit. Þetta olli mikilli þenslu í bygging- um og í mörg ár fór allt fé bæjarins til þess að mæta brýnustu frumþörf- um, eins og einföldustu gatnagerð, vatnsveitu og öðru. Til dæmis voru ekki tök á að reisa nýtt hús fyrir barnaskóla fyrr en 1952, en gamla húsið hafði þá verið notað frá 1911. Varð á þessum tíma að notast við vatnstank, sem keyptur var af hernum, og var honum valinn staður mjög nærri þar sent núverandi vatns- geymir stendur. Þarna var vöxturinn mestur, en eftir 1960 fer þetta að verða skap- legra. Er ekki að leyna því að framkvæmdir á flugvellinum höfðu haft þarna mikil áhrif og hermenn tóku upp húsnæði víða í bænum á þessu skeiði, sem jók á húsnæðis- skortinn. Vinnan á vellinum varð líka til þess að hlutur útgerðar varð nokkru rýrari, því hún þótti af mörgum eftirsóknarverðari en sjórinn. Hér hef ég lýst stuttlega aðstæðum fyrstu ár kaupstaðarins, en um síðari árin mun ég ræða hér í lok viðtals okkar. Keflavík á elstu tíð Ef ég hverf aftur í tímann, þá má nefna að Keflavíkur er fyrst getið í rituðum heimildum um 1270 og þá í sambandi við reka og skipti á hval á Rosmhvalanesi. Þá var engin byggð í Keflavík og er staðarins ekki getið í skjölum fyrr en unt 1420. Þá eru enskir fiskimenn farnir að venja komur sínar á Suðurnes og sóttu þeir í fiskimiðin. Englendingar eru svo lengi á þessu svæði og hafa þeir snemma komið til Keflavíkur, því hún var eina almennilega höfnin á skaganum og þar var sæmlegt hlé í óveðrum. Hún var innan flóans og skjól fyrir úthafsöldunni. Englendingar stunduðu verslun við ísland fram undir miðja 15. öld, en um 1450 eru Þjóðverjar komnir á þessar slóðir. Þeir eru einnig að sækjast eftir skreið og verða miklu stórtækari en Englendingar, en veg- ur Hansasambandsins var þá livað mestur. Þeir yfirtóku smám saman Faxaflóahafnirnar og kom til átaka. Var mikil orrusta háð í Hafnarfirði 1518, en þar höfðu Þjóðverjar bæki- stöð. Báru Þjóðverjar hærri hlut og eftir þetta hurfu Englendingar úr flóanum og héldu sig mest í Grinda- vík og í Vestmannaeyjum. Voru Þjóðverjar allsráðandi hér allt til 1602, þegar einokunarverslunin er sett á stofn. Til Hafnarfjarðar stefndu Þjóð- verjar öllum skipum sínum af minni höfnunum á haustin og sigldu síðan til Hamborgar í fylgd herskipa. Hér í Keflavík versluðu þeir að sjálfsögðu og eins í Vatnsleysuvík og í Straumsvík, en þó hafa þeir trúlega engin mannvirki reist í Kefla- vík, þar sem höfnin var ekki nógu örugg. Hafa þeir sennilega reist búðir til skjóls á sumrum. Er trúlegt að þær hafi verið þar sem núverandi Duushús standa, þ. e. nærri Slippnum. Skipahöfnin var þarna á Keflavík- inni, sem er á milli Hólmsbergs og Vatnsness og skipin lágu um það bil á miðri vík, en gátu farið innar, ef veður og aðstæður kröfðust. En þaðan varð að flytja allan varninginn í land og sterkar líkur benda til að þessar þjóðir hafi notað svokallaða Stokkavör sem uppsátur, en hún er skammt frá þar sem nú er frystihúsið Keflavík hf., fram undan Vestur- götu. Þessa vör er búið að fylla upp fyrir nokkrum árum, en hún var síðar ein helsta vörin í Keflavík og ein hin besta. Hún var til komin vegna leysingavatns, sem rann ofan úr heiðinni og var líkust árósum. frá 1912 sést Duus hús á miðri mynd og miðpakkhúsið til (Ljósm. Magnús Ólafsson) Danir koma tii sögunnar Skömmu eftir 1600 taka Danir við, en einokunin hefst formlega 1602. Þeir voru þá farnir að byggja upp eigin flota og uppgötva hjálend- Keflavík um 1804. Myndina gerði landmælingamaðurinn Lövenörn. Staðurinn sést hér utan af víkinni. Elstu hús Jacobæusar eru lengst til hægri, en annars er myndin varla nákvæm. Hólmshergið er sannfærandi, en víkin er miklu breiðari en Vatnsnesið til vinstri gefur til kynna. *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.