Tíminn - 24.06.1989, Blaðsíða 1
„Sakir“ og „Sektumenn“
Hér segir af félagsskap Hafnarstúdenta á dögum Eggerts Ólafssonar, sem hlaut aö
leggjast af um síðir vegna misklíðar félaganna
Fyrir nokkru röktum viö söguna um endalok Eggerts
Ólafssonar hér í Helgar-Tímanum. Við höldum okkur að
þessu sinni enn á slóðum Eggerts, en förum nú aftar í
söguna, eða til þeirra ára er hann var við nám í
Kaupmannahöfn og hugum að félagslífi og samtökum
íslenskra stúdenta á Hafnarslóð um hans daga, þ.e.a.s.
þeirra stúdenta sem sigldu næstu áratugina eftir að Árni
Magnússon leið. Kaupmannahöfn var þá að taka miklum
stakkaskiptum, því verið var að byggja borgina upp eftir
brunann 1728, og jafnframt var háskólinn á ýmsan hátt
að færast í nýtt horf. Byrjum við á að fara nokkrum
orðum um borgarbraginn.
■I
Árin 1730-1746 sat að ríkjum
Kristján konungur 6., sem var ákaf-
ur fylgjandi hreintrúarstefnunnar
eða „pietismans" sem fslendingar
kynntust best er Harboe kom hingað
til landsins. Þóttu þetta fremur dauf-
legir tímar, þar sem konungur var
siðavandur og bannaði m.a. leiksýn-
ingar og aðra „leika og lausung“.
Gjörbreyting varð á þessu, þegar
sonur hans, Friðrik 5. kom til valda,
en hann var fullkomin andstæða
föður síns og færðist nýtt líf í hvers
kyns skemmtanir og listir með nýja
konunginum. Eggert Ólafsson kom
einmitt til Hafnar á fyrsta ríkis-
stjórnarári Friðriks 5., 1746, og varð
vitni að því er viðjar fyrri stjómar
voru að slitna af almenningi.
Þótt enn væri verið að græða sárin
eftir brunann hafði þó mikið áunnist
í uppbyggingu. M.a. var þegar búið
að endurreisa kollegíin eða stúd-
entagarðana þrjá - Valkendorfs,
Borcks og Ehlerskollegium. Aftur á
móti voru salarkynni læknisfræði og
náttúruvísinda, sem brunnið höfðu
til kaldra kola, enn f smíðum. Var
hagfræði og náttumfræði óðum að
ryðja sér til rúms meira en verið
hafði og hafði það óbeint gildi fyrir
þroska Eggerts og viðgang síðar
meir. Þetta athafnafjör og hitt að nú
var sköpunarandi listamannanna úr
viðjum leystur kryddaði einnig líf
hinna ungu stúdenta, og mun Eggert
hafa sótt nokkrar af leiksýningum
Holbergs, sem enn átti eftir að skrifa
nokkra leiki, en hendur hans höfðu
verið bundnar árin á undan.
Óhóf, dans og
snarsnúningur
Eins og verða vill þegar losað er
um höft og aga, bar talsvert á
lausung meðal borgaranna í Höfn á
árum Eggerts. í kæru einni til lög-
reglunnar er Kaupmannahafnarlíf-
inu m.a. lýst svo:
„Drykkjuskapur, óhóf, dans og
snarsnúningur, barsmíðar, svik, blót
og formælingar, spilamennska, ten-
ingakast, hatur, öfund, erjur,
þrætur, yfirgangur, hórdómur og
morð og margt annað augljóst guð-
níð er algengt í þessum bæ, þar sem
ungir drengir og telpur elska hvert
annað á ólöglegan og óviðeigandi
hátt og eitt barnið fæðist af öðru og
drengur sem ekki er myndugur er
kallaður faðir.“ Endaði kæran á því
að Kaupmannahöfn væri nú í sömu
glötuninni og Jerúsalem rétt fyrir
eyðinguna. Kærunni var þó vísað
frá. Eitthvað hefur samt þótt bogið
við siðferðið sums staðar, því
skömmu eftir að Eggert kom til
Hafnar, kom þar fyrir mál stúlku
einnar frá Amager, sem „auðmjúk-
lega grátbændi um það að mega
halda því litlu af ærunni, sem hún
kynni að eiga eftir“.
Hvemig þetta Hafnarlíf hefur
komið Eggert sjálfum fyrir sjónir má
sjá nokkuð af kvæðum hans og hefur
þó breyst eitthvað eftir því sem árin
liðu. En í einu fyrsta kvæði hans,
sem hann telur meðal „kímilegra"
kvæða sinna, „Hafnarsælu", má líta
nokkurt sýnishom. Lætur hann sem
maður komi inn í bæinn og verði
villugjarnt í „götu grúa“ þar sem
„húsum í, sem björgum búa, borgar-
ar, við loft að sjá“ og allt er á ferð
og flugi „ekkjur, píkur til og frá, út
um strætin Hafnar há“. En þegar
maðurinn er fjáður og föngulegur
vantar síst að:
„Fagrar píkur við hans veldi
vikna snart, sem kvikni í eldi;
undir mjúkum marðarfeldi
meydómurinn siglir þá
útum strætin Hafnar há;
ótal fengi á einu kveldi
ef hann þeirra bæði;
lengur enginn ísa tregar gæði“.
Síðan segir hann frá ýmsum þæg-
indum bæjarlífsins, mataræðinu,
ofnhitanum inni og því að menn
„fengið geti fjærstu landa'fregn og
sprok í hvörri krá“.
„Sakir“
Hefur Eggert unað hag sínum
allvel í Höfn hin fyrstu árin og reynt
að læra þar sem mest og lifa þar sem
best hann gat. Það er einnig líklegt
að á þessum árum hafi hann verið
farinn að láta eitthvað til sín taka
meðal landa sinna í Höfn og í
félagsskap þeirra, „Sökum“, sem
svo var nefndur.
Skjallegar heimildir um fastan fé-
lagsskap eru að vísu ekki til fyrr en
um 1761. En nokkuð hafa landar þó
komið fram í flokki fyrr, að minnsta
kosti þegar þeir þurftu þess hver
öðrum til styrktar, svo sem 1756. Þá
hafði fjórum íslenskum stúdentum
verið stefnt fyrir háskólaráðið fyrir
að hafa ráðist á nokkra danska
Hér sitja þýskir stúdentar í Jena
að sumbli á þeim tíma er Sektu-
fundir stóðu með sem mestum
blóma norður í Kaupmannahöfn.
Má ætla að yfirbragð samkoma á
Sökum hafi verið ekki alls ólfkt.
Friðrik konungur fimmti. Gleði og
glaumur fylgdi valdatöku hans.
stúdenta með korðum og skemmt þá
í andliti. Ekki verður sagt um hvern-
ig félagssnið hefur verið á þessu
framan af árum, en líklegt er að
íslendingafélagsskapurinn sé
gamall. Segir Jón Grunnvíkingur að
„Sakir“ hafi fyrst verið stofnaðar
1680, en illa gengið að halda þeim
uppi. 1720 var aftur reynt að vekja
þær til lífsins, en síðan mátti heita að
þær væru óslitið við lýði þar til fram
yfir daga Eggerts. En verulegur
skriður virðist ekki hafa komist á
samtökin fyrr en bræður Eggerts
voru einnig komnir til Hafnar. Kom
Jón Ólafsson þangað 1753, en Magn-
ús Ólafsson árið á eftir. Settu þeir
bræður síðan mikinn svip á samtök-
in.
Trúlega hafa samtökin í öndverðu
verið laus í reipunum, en smám
saman öðlast meiri festu, án þess að
vera lögbundin eða hafa ákveðna
stefnuskrá. En eftir 1760 er loks
farið að semja þeim lög og móta
starfið frekar, ekki síst fyrir tilstilli
þeirra Svefneyjabræðra. Löngum
var félagsskapurinn aðallega
skemmtifélag, þar sem ætlast var til
að allir landar gætu komið saman,
en smám saman fara þeir bræður og
vinir þeirra að láta meira til sín taka.
Kemur þá til sögunnar ýmis persónu-
leg óvild og önnur atriði, sem smá-
veikja samtökin og verður úr fullur
fjandskapur og klofningur, einkum
eftir 1765. Fara þá að myndast tveir
flokkar meðal manna, biskupssona-
og bændasonaflokkurinn. Gerist
þetta annars vegar af persónulegum
ástæðum, en hins vegar af óánægju
með of mikinn drykkjuskap á fund-
unum og loks af því að skoðanir
þeirra Svefneyjabræðranna og þá
einkum8 Eggerts á ýmsum þjóðmál-
um verða ákveðnari eftir því sem
árin líða.
Fundabók „Sektumanna“
Þeir sem félagar voru í „Sökum“
nefndust „Sektumenn“ og hefur
margt verið rætt um hver muni vera
uppruni nafnsins. Hafa sumir ætiað
nafnið tengjast orðinu „sekt“ í
þýsku, sem er nafn á víntegund og
að það hafi átta að skírskota til þess
að hér var ekki síst um drykkjufélag
að ræða. Aðrir hafa ætlað nafnið
komið af íslenska orðinu sekt =
útlegð og að það hafi þótt við eiga
um menn sem dvöldu fjarri ættjörð
sinni. Líklegasta skýringin er þó sú
að nafnið merki eins konar lokaðan
hóp - „klíku“, sbr. „sekterismi" -
einangrunarstefna.
Fundabók félagsskaparins er enn
til og er hana að finna í Oxford á
Englandi, en þar kom henni fyrir
Finnur Magnússon, prófessor, sem
var bróðursonur Eggerts. Þetta er
löng og fremur mjó bók úr allþykk-
um, stinnum pappír. Fremst í bók-
inni má sjá lagareglurnar og eru þær
í 47 greinum og fremur ruglingslega
samdar. Þær eru allfornyrtar í máli
og þó miklu meira í rithætti.
Efni laganna er það að „Sakir“
eru einvörðungu stúdentafélag:
„Enginn skal sá inntekinn í Sektu
vora, þótt hann lærður heiti, að ekki
sé hann áður skrásettur hér við
háskólann, eður hann vilji skrá sig
til raunar". Gátu allir íslenskir stúd-
entar orðið Sektumenn og átti öld-
ungur, sem var æðsti maður félags-
ins, að skýra stuttlega fyrir nýjum
félögum lögin og „uppörva þá til
fylgis og einingar í Sektunni“.
Starf félagsins var einkum fólgið í
fundahöldunum. Nokkurákvæði eru
einnig um skyldur Sektumanna hver
við annan. Væri einhverjum landa
við háskólann misþyrmt, eða hann
næði ekki rétti sínum nema braut-
a'rgengi Sektumanna kæmi til „skulu
allir láta hverfast í fylgi með honum
og fer svo jafnan um aðrar nauðsynj-
ar landa vorra, hvörjum eigi valda
sjálfssköpuð víti ein, enda hafi þeir
sig eigi slíks fylgis ómaklega gert
með óráðvendni og drengskapar-
leysi sínu“. Um slíkt segir nánar: