Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						

Grosseri Knudtzon
25 ára erfði hann „ríka Thomsen" og varð auðugastur kaupmanna á (slandi um sína daga
Eftir miðja öldina sem leið, eða 1854, - árið sem
verslunin var gefin frjáls á íslandi, var svo ástatt
Reykjavík, að þar voru 14 verslanir, en aðeins 5 þeirra
áttu innlendir menn, hinar 9 voru útlendar. Tveir útlendu
kaupmannanna voru ættaðir sunnan úr Slésvík, en það
voru þeir Peter Christian Knudtzon og Carl Franz
Siemsen kaupmaður og konsúll. Þessir kaupmenn ráku
þá stærstu verslanirnar í höfuðstaðnum um áratugi og
voru báðir efnaðir menn og velmetnir, sem settu svip
sinn á bæjarfélagið. - Hinn fyrrnefndi, Knudtzon, sem
hér verður sagt nokkuð frá, dvaldi þó aðeins hér á landi
á sumrin, en var hér aldrei búsettur. Verslun hans, sem
kölluð var grosseraverslunin í daglegu tali var því hrein
selstöðuverslun, sem sauptil sín verslunarhagnaðinn til
Danmerkur, þó að eigandi hennar léti hinsvegar ýmislegt
gott af sér leiða, fram yfir skyldu sína , eins og sagt
verður frá hér á eftir. - Siemsen konsúll var giftur
íslenskri konu og búsettur hér í bæ, merkur maður og
duglegur, sem vert væri að minnast við tækifæri.
Grosseri Knudtzon var fæddur
árið 1789, suður í Slésvík, sem þá
laut Danakonungi, og hafði hann
réttindi til verslunar innan Dana-
veldis eftir að verslunin á íslandi var
gefin frjáls fyrir alla þegna Dana
1786, en ekki aðra. - Þegar Knudt-
zon var 25 ára gamall eignaðist hann
stóra verslun í Reykjavík með þeim
hætti, að tengdafaðir hans, ríki
Thomsen eða Norðborgar-Thomsen
frá Norðborg á Als, afhenti honum
verslun sína í Reykjavík í heiman-
mund með dóttur sinni, eins og
nánar verður sagt frá hér á eftir.
Knudtzon var mikilhæfur maður,
hagsýnn og duglegur, og komst ung-
ur til metnaðar í kóngsins Kaupin-
höfn. Þannig sat hann á stéttaþing-
inu í Hróarskeldu 1848, og var lengi
bæjarfulltrúi íKaupmannahöfn. Hér
á landi var Knudtzon vinsæll og varð
vel til viðskipta sakir prúðmannlegr-
ar framkomu en hagsmuna sinna
mun hann áreiðanlega hafa gætt
með árvekni. Hann varð því forríkur
' maður máske ríkastur allra íslenskra
kaupmanna á sinni tíð. - Hann og
sonur hans, réðu yfir, svo að segja
allrí versluninni við Faxaflóa nærri
alla síðastliðna öld (1814-1895). Þeir
höfðu fjármagn til þess að geta
notfært sér og setið að bestu
mörkuðum suður í Miðjarðarhafi
(Spáni og ítalíu) fyrir saltfisk sinn. -
Um Knudtzon er sagt: „En hann
þótti ærið erfiður í viðskiptum; hann
var í verslunarfélagi við ýmsa menn
fyrst mága sína tvo o.fl., en allir
. gengu þeir slyppir frá þeim viðskipt-
um. VersJun hans mátti kalla alla
öldina út aðalverslun bæjarins, og
hefur haft allmikil áhrif á þróun
hans. Hann hafði marga verslunar-
stjóra þetta langa tímabil, eins og
nærri má geta, en ekki urðu þeir
ellidauðir í þjónustu hans."
Móttökuhátíð,
sem ekkert varð af
Fyrstu árin, sem grosserinn rak
verslun sína, kom hann hingað
reglulega á hverju sumri, allt fram
að árinu 1838, en þá var hann orðinn
nærri fimmtugur að aldri. Þá liðu 14
ár svo að hann kom ekki, en vorið
1852 fréttist tíl Reykjavíkur, að þá
væri hans von, og 26. júní 1852
birtist grein í Þjóðólfi eflaust eftir
„Hollenska myllan", sem grosserinn lét reisa 1847. Þó erfullyrt að hún
hafi ekki verið hollensk, heldur af danskri gerð. Hún var óvinsæl af
ferðamönnum, þar sem hestar fældust við hávaðann frá vængjunum
og kvörninni. Húnn skemmdist f ofviðri 1893 og vænglmir brotnuðu.
Eftir það var hún aidrei tekin í notkun á ný.
Ekki er ósennilegt að eltthvað
þessu líkt hafi verið um að litast í
verslun Knudtsons, en myndin er
frá 1876, þ.e. tólf árum eftir dauða
stórkaupmannsins.
ritstjórann, séra Sveinbjörn Hall-
grímsson og er hún svohljóðandi:
„Meðal tíðinda getum vér þess
helst, að nú er von á stórkaupmanni
Knudtzon hingað til bæjarins, og
ætti hann svo sannarlega skilið af
Reykjavíkurbæ, að hann sýndi hon-
um nú einhvern sóma í elli hans, að
minnsta kosti væri það ekki um of,
þó flaggað væri á hverri verslunar-
búð, þegar öldungurinn stígur á
land. - En það er er varía ráð fyrir
því að gjöra, þar eð af 14 verslun-
armönnum, sem hér eru í bænum,
flagga aldrei nema 3 eða 4, og kemur
það annaðhvort til af því að hinir
hafa ekki efni á því að eignast
blæuna með rauða krossinum, eða
þvf ræður eitthvert rænuleysi, að
þeir draga hana ekki upp, eða í
priðja lagi þá amast þeir við hinu
danska merki, og erþað enginn sómi
fyrir danska þegna. - Nei, skorum
þessvegna fastlega á alla verslunar-
menn bæjarins, að þeir reyni að
útvega sér danskt flagg áður en
Knudtzon kemur, og heilsa honum
með heiðri og sóma, því Reykjavík-
urbær á þessum manni mikið upp að
unna, og ef til vill næstum eins mikið
og Kristjáni konungi áttunda. Það er
sjálfsagt að Kristján lét byggja dóm-
kirkjuna, en hefur ekki Knudtzon
látið byggja brauðbökunarhúsið?
Kristján reisti á fætur Alþingi og lét
byggja alþingissalinn, en hefur ekki
Knudtzon látið reisa upp vindmyll-
una kringlóttu? Kristján lét byggja
skólahúsið (Menntaskólann), en er
ekki Knudtzon að láta byggja nýja
sölubúð mikla og veglega? Já, eins
merkilegur og Kristján er í veraldar-
sögunni íslandi til handa, eins merki-
legur er Knudtzon í verslunarsög-
unni Reykjavík til handa. Og því
skyldu þeir verslunarmennirnir ekki
flagga fyrir honum" -
Það er sýnilegt, að þessi Þjóðólfs-
grein er skrifuð „í skopi," því að þar
er gert „þykkt grín" að hans hátign
Danasjöla og grosseranum, þegar
athugaðir eru verðleikar beggja, -
Kongsi byggir dómkirkjuna, en
grosserinn           brauðgerðarhúsið.
Kongsi reisir Alþingi á ný og byggir
þingsal, en grosserinn „vindmylluna
kringlóttu." Kongsi byggir Mennta-
skólahúsið, en grosserinn, sölubúð-
ina miklu." - Það var líka alveg
óþarfi fyrir Þjóðólfs-ritstjórann að
skrifa greinina, eða jafnvel undirbúa
veglega móttöku grosserans, því að
hann kom aldrei oftar til íslands, -
hefur eflaust ekki treyst sér til slíks
ferðalags, enda orðinn aldraður
maður, 63 ára gamall, sem þótti hár
aldur í þá daga.
Þá skal vikið nokkuð að þeim
hagsmunamálum, sem grosseri
Knudtzon veitti stuðning sinn m.m.
Hollenska myllan
Mylluna, sem venjulega var köll-
uð hollenska myllan, byggði grosser-
inn árið 1847 fyrir austan lækinn.
Byggingarnefnd Reykjavíkur var
ekki meir en svo um það, að hún yrði
byggð. - Hún var hrædd um, að
hestar myndu fælast af hávaðanum
af vængjaslættinum, og var hún þvf
sett talsvert fyrir sunnan alfaraveg-
inn, þ.e.a.s. traðirnar ofan við
bæinn, sem enn sér fyrir í Arnarhóls-
túni. Þegar svo traðirnar lögðust
niður nokkrum árum síðar og aðal-
umferðin varð um Bakarastiginn
(Bankastræti) varð myllan rétt fyrir
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22