Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						18 Tíminn
Fimmtudagur 7. september 1989
ÍÞRÓTTIR
„Innkaupadós" Ævars Hjartarsonar og Ara Arnórssonar á hundrað og fimmtíu vift Gunnarsholt. Ævar og Ari urðu
í öðru sæti í rallinu og sigruðu með yfirburðum í flokki óbreyttra bfla.                  Timunynd; stefán Hjartanon.
Alþjóðlega Bílanaustsrallið:
Bródurlegursigur
- Ævar og Ari í 2.sæti á innkaupadósinni
Sigurvegarar í Bflanaustsrallinu
1989, tíunda alþjóðlega rallinu á
íslandi urðu bræðurnir Ólafur og
Halldór Sigurjónssynir úr Njarðvík
og kepptu þeir á Talbot bíl. í öðru
sæti urðu Ævar Iljarturson og Ari
Arnórsson en þeir kepptu á Suzuki
Swift en þeirra bfll er óbreyttur
fjölskyldubíll að flestu leytí.
Rallið var haldið um síðustu helgi
og lauk á sunnudagskvöldinu þar
sem það hófst, í Borgartúni í
Reykjavík, framan við Bílanaust en
tuttugu bílar hófu keppni á föstudag-
inn var en í mark komust ellefu bflar.
Rallkeppni skiptist í sérleiðir og
ferjuleiðir. Ekinn var fjöldi sérleiða
sem voru misjafnlega erfiðar bílum
og ökumönnum en á sérleiðum aka
menn eins og druslurnar draga og
leiðirnar eru lokaðar allri annarri
umferð meðan á keppninni stendur.
Rallbílunum er síðan ekið eftir
ferjuleiðum milli sérleiða og þar sem
ferjuleiðirnar eru venjulegir vegir,
opnir allrí annarrí umferð, er ekið á
þeim að öllu leyti innan ramma
almennra umferðarlaga og -reglna.
Ævar Hjartarson ökumaður Suz-
uki bflsins sem varð í öðru sæti sagði
að bíll hans og Ara Arnórssonar
væri nefndur innkaupadósin meðal
ralláhugamanna. Bíllinn er algerlega
óbreyttur sem er afar óvenjulegt nú
orðið í íþróttinni þar sem bílarnir
væru meira eða minna sérhannaðir
og -smíðaðir og ættu orðið fátt
sameiginlegt með venjulegum bflum
af sömu tegundum.
„Innkaupadósin" væri hins vegar
með óbreytta vél, drifbúnað og
hjóla- og fjaðrabúnað. Það einasta
sem væri breytt frá venjulegum fjöl-
skyldubíl af gerðinni Suzuki Swift
væri að sett hefði verið veltigrind inn
í bílinn og yfirbyggingin hefði verið
soðin samfellt saman í stað þess að
punktsjóða hana.             -sá
isif

Handknattleikur:
Þunglamalegt
Fra  Jóhannesi  Bjamasynl  fþróttafréttaritara
Tfmans á Akureyri:
Það er greinilegt að íslenska hand-
knattleikslandsliðið er ekki í góðri
leikæfingu um þessar mundir. Sókn-
arleikur liðsins A-Þjóðverjum í gær-
kvöldi var mjög þunglamalegur, en
varnarleikurinn var á hinn bóginn
oft ágætur.
Jafnræði var með liðunum framan
af fyrri hálfleik, en Þjóðverjarnir
sigu fram úr á síðustu mín. og höfðu
þriggja marka forskot 12 gegn 9 í
hálfleik.
Þjóðverjar bættu síðan við for-
skotið í fyrri hluta síðari hálfleiks og
gekk íslendingum afleitlega að koma
knettinum framhjá Gunnari Schim-
rock markverði gestanna. Mest náðu
Þjóðverjarnir 5 marka forskoti 22-
17, en íslenska liðið gerði heiðarlega
tilraun til að jafna í lokin og tókst
tvívegis að minnka muninn f 1 mark.
A-Þýska liðið hélt þó haus og tryggði
sér tveggja mark sigur 24-22.
íslenska liðið verður varla dæmt
af þessum leik, marga lykilmenn
vantaði svo sem Alfreð Gíslason,
Sigurð Gunnarsson, Sigurð Sveins-
son og Einar Þorvarðarson. En hinu
verður þó ekki á móti mælt að
margir okkar snjöllustu leikmanna
áttu afleitan leik í gærkvöldi.
Hornaparið Bjarki og Guðmund-
ur voru ótrúlega slakir og skoruðu
samtals 1 mark. Atli I Iilmarsson var
og langt frá sínu besta. Óskar Ár-
mannsson. Þorgils Óttar og Kristján
Arason léku best íslendinganna og
Guðmundur Hrafnkelsson varði
ágætlega.
Breiddin var aðall A-Þjóðverj-
anna og ómögulegt að taka einn
leikmann fram yfir aðra, nema ef
vera skildi Gunnar Schimrock mark-
vörður.
Mörkin ísland: Óskar Ármannsson 8/3,
Porgils Óttar 5, Krístján Arason 4, Atli
Hilmarsson 2, Gunnar Gunnarsson 1,
Bjarki Sigurðsson 1 og Geir Sveinsson 1.
Guðmundur markvörður varði 12 skot.
A-Þýskaland: Hauck 4, Tripel 4, Whal
3, Winselman 3, Handschke 3, Quereng-
aesser 3, Schneider 2, Fuhrig 1 og Baruth
1. Gunnar Schimrock varði 17 skot.  BL
Frjálsar íþróttir:
Hefur aldrei
æft skipulega
- Jón Arnar Magnússon frjálsíþróttamaður
úr HSK æfir í Bandaríkjunum í vetur
í nýjasta hefti fþróttablaðsins, sem   fþróttum.
nú er nýkomið út, er ýtarlegt viðtal
við frjálsíþróttamanninn Jón Arnar
Magnússon úr HSK. Þar kemur
meðal annars fram að þetta „undra-
barn" frjálsíþróttanna hefur aldrei
æft friálsar íþróttir skipulega, en í
vetur ætlar hann að breyta til og æfa
af kappi í Bandaríkjunum.
Þar mun Jón Arnar verða í vetur
við nám í háskólanum í Monroe í
Louisiana og hefur hann íullan
skólastyrk vegna hæfileika sinna í
Um síðustu helgi keppti Jón Arn-
ar með íslenska landsliðinu í tug-
þraut f þriggja landa keppni í Eng-
landi. Þar náði hann þriðja besta
árangri keppenda sem voru 4 frá
hverri þjóð. Auk íslendinga kepptu
Bretar og Frakkar á mótinu. Jón
setti unglingamet er hann náði 7351
stigi úr tugþrautinni, sem var besti
árangur lslendinganna í keppninni.
ísland hafnaði í 3. sæti með 20.486
stig.                        BL
Frjálsar íþróttir:
Sigurðurvalinn
í Evrópuúrvalið
Sigurður Einarsson spjótkastari
hefur verið valinn í úrvalslið Evrópu
í frjálsum íþróttum, sem keppa mun
á heimsbikarmótinu í Barcelona um
næstu helgi.
Upphaflega árti heimsmethafinn
Jan Zeleznys frá Tékkóslóvakíu að
keppa fyrir Evrópu hönd í spjótkast-
imi, en vegna meiðsla getur hann
ekki keppt.
Sigurði er mikill heiður sýndur
með þessu vali, en hann hefur verið
í mikflli sókn í íþrótt sinni að undan-
förnu. Skemmst er að minnast frækí-
legs árangurs Sigurðar í úrslita-
keppni stigamóta alþjóðafrjáls-
íþróttasambandsins sem fram fór í
Monakó á föstudaginn. Þar hafnaði
Sigurður í 3. sætí, kastaði 82,82 m.
Sigurður varð einnig 3. í heildar-
stigakeppni mótanna. Einar Vil-
hjálmsson keppti einnig í Mónakó
og varð í 5. sæti. Einar varð einnig í
5. sæti í stigakeppni mótanna.  BL
íslenskar getraunir:
Tveir með 12
- Fá á fjórða hundrað þúsund kr. í sinn hlut
Njarðvíkurbræðurnir Ólafur og Halldór Sigurjónssynir, sigurvegarar Bflanaustsrallsins svífa yfir rollurörahlið á
Talbot bíl síiiuili við ísólfsskála.                                                   Tímamynd; Gert Wahlström.
Þrátt fyrir óvenjulega skiptingu
merkja á getraunaseðlinum um síð-
ustu helgi, náðu tveir 12 leikjum
réttum.
Annar seðillinn með 12 réttum
var keyptur í Söluturninum Sogavegi
3 í Reykjavík laust fyrir hádegi á
laugardag. Þar var á ferðinni opinn
seðill að verðmæti 5.760 kr. en þýðir
að tipparinn var með tvær þrítrygg-
ingar og sex tvítryggingar. Auk 12
réttra nær eigandinn 10 röðum með
11 réttum. Hann fær því alls í sinn
hlut 354.488 kr.
Hinn seðillinn var keyptur í Fitja-
borg í Njarðvík um kl. 13 á laugar-
dag. Þar var á ferðinni einfaldur
seðill fyrir aðeins 60 kr. Því hafði
eigandinn ekki 11 rétta, en fær í sinn
hlut 309.748 kr. fyrir tólfuna. Hvor-
ugur þessara tippara studdi ákveðið
íþróttafélag.
AHs komu 34 raðir fram með 11
réttum. Vinningurinn fyrir hverja
röð er 4.470 kr.
Úrslitaröðin var þessi: 111, lxl,
xxx, xlx.                    BL
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20